Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 21
1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
ur en við vissum af vorum við komin með heim-
ili í Innri-Njarðvík. Svo eru allir svo vinalegir á
Íslandi. Fólkið í skólanum, í búðinni eða bara
úti á götunni heilsar manni og er alltaf til í að
hjálpa. Allt annað en hér þar sem við erum
bara skilin eftir án alls,“ segir Vladimir.
„Já ég var sko í körfubolta“, segir Milina „og
þjálfarinn minn var mjög góður. Ég fór meira
að segja ein í strætó á æfingar og tók Kemal
með mér heim af æfingum í strætó.“ „Já ég var
sko í fótbolta,“ bætir Kemal við stoltur. Svo
virðist að fjölskyldan hafi verið búin að koma
sér vel fyrir í Njarðvíkinni og kynnast góðu
fólki enda eru þau ekkert nema góðmennskan
uppmáluð sjálf.
Franska skriffinnskan
Nú er pappírsvinnan búin og komið að passa-
myndatöku. Vladimir og Irina fara í vettvangs-
ferð meðan ég sit með börnunum. Ég reyni að
átta mig á umhverfinu. Í salnum er allskonar
fólk af mismunandi þjóðerni að sækja um land-
vistarleyfi í Frakklandi. Þreyta skín úr andlit-
um fólks og vonin virðist engin. Franska kerfið
er ekki enn tölvuvætt sem gerir umsækj-
endum enn erfiðara fyrir. Löng bið og týndar
skrár getur verið raunin þegar kemur að
skráningu inn í Frakkland. Sem ég og maður
minn þekkjum reyndar sjálf þótt staða okkar
sé talsvert önnur en ungu fjölskyldunnar. Ég
veit ekkert hvað bíður þeirra og þegar ég
hugsa til óvissunnar fæ ég sting í hjartað yfir
þessu öllu, mannvonskunni sem liggur hulin á
bakvið kerfið sem afsalar ábyrgðinni af mönn-
um og yfirfærir á eyðublöð.
Hjónin koma til baka, þau hafa fundið passa-
myndavél og fengið sér smók í leiðinni. Við
stöndum öll á fætur og ég elti hersinguna í
gegnum haf af fólki sem bíður eftir að fá af-
greiðslu. Það er röð í passamyndakassann og
Vladimir kaupir íste og vatn úr sjálfsala handa
strákunum. Þeir eru alsælir sitjandi uppi í
glugga sötrandi á sætu teinu. Irina fléttar
Milinu og syngur lag á rússnesku og hvetur
dóttur sína til að taka undir. Stemmningin er
óútskýranleg en þau reyna að halda í gleðina
og jákvæðnina og gefast ekki upp. Krakkarnir
taka sig mjög vel út á myndunum og finnst
spennandi að fara í passamyndatöku. Samir
grettir sig pínu og þarf að taka myndina aftur.
Meðan þreyttir foreldrarnir taka sínar myndir
bítast krakkarnir um ísteið en það endar allt
vel. Við förum aftur til baka á sama stað í
gegnum mannhafið og þurfum núna að standa
því ekki er nóg af sætum fyrir alla. Ég sé þrjú
sæti laus og Vladimir bendir krökkunum á að
setjast. Ipadar eru teknir upp að nýju og leik-
urinn heldur áfram. Biðin heldur áfram.
Klukkan er orðin 12 og það er staðreynd að
þau þurfa að borga fyrir aðra nótt á hótelinu.
En hvernig? Þegar búin að selja gullhringinn!
Við ræðum það ekki, heldur tölum um fjöl-
skyldur þeirra. Ég kemst að því að þau voru
ein fárra af sinni ætt sem enn bjuggu í Úsbek-
istan. Foreldrar þeirra og frændfólk voru
löngu flutt ýmist til Grikklands, Rússlands eða
Þýskalands allt vegna spillingar og trú-
arofsóknar. Irina og Vladimir eru kölluð til og
fingraförin þeirra skönnuð, svo finnum við
sæti og höldum áfram að bíða. Irina deilir með
mér áhyggjum sínum og að hún sé með í mag-
anum yfir að fá sama svar og í gær. „Come to-
morrow -komið aftur á morgun.“
Bilaður prentari
„Kannski við þurfum að hringja í 115 eftir allt
saman“ segir Irina. „Að gista með heimilis-
lausum, það er þeirra úrræði fyrir okkur. Við
erum bara í sjokki. Þvílík ómanneskjuleg með-
ferð. Flóttafólk er ekki fólk í Frakklandi.“ Ég
get ekki mikið sagt. Tilfinningarnar eru að
taka yfir hjá okkur öllum.
Biðin og þreytan farin að segja til sín enda
komið hádegi og enn ekkert að gerast. „Óviss-
an er verst,“ segir Irina, „ það að vita ekki
hvað gerist eftir tvo tíma, að vita ekki hvar við
sofum í nótt, það er erfiðasta.“ Nafnið hennar
er kallað og hún stendur upp og hún gengur
enn og aftur á fund ráðgjafans.
„You speak French?“ spyr Irina mig.
„Just a little bit,“ svara ég og spyr hvað sé að.
„Hún er að segja mér að koma á morgun aft-
ur og ég skil ekki af hverju“ segir Irina með
tárin í augunum. Aftur ætla þau að senda þau
heim, út í óvissuna og líklega á götuna? Ég
labba til ráðgjafans og spyr hvað sé að gerast.
Hún tjáir mér að það séu tæknileg vandamál.
Bendir mér á að þau eigi að taka þessa tvo
pappíra og sýna þá á morgun kl. 9. Þau eiga að
fara fram fyrir röðina og þetta mun taka stutt-
’Við vildum ekki fara til Frakklands, við vildum fara til Íslands enþað er ekkert íslenskt sendiráð í Úsbekistan. Við leituðum því tilfranska sendiráðsins sem tekur að sér svona beiðnir.Vandamálið er að þeir gleymdu að skrá það í vegabréfin okkar að við
vildum fara til Íslands. Það ætti að vera lítil merking í vegabréfinu
okkar en það var ekki gert, þess vegna erum við hér. Við erum að reyna
að ná í franska sendiráðið í Úsbekistan til að fá þau til að viðurkenna
mistök sín svo við getum komið aftur til Íslands.“
Fyrir 10 árum síðan eignaðist ég mitt
fyrsta barn og þó man ég það eins og það
hefði gerst í gær. Yfir mig helltist yf-
irþyrmandi verndartilfinning og gat ég
vart sofið fyrstu þrjár næturnar af ótta
við að eitthvað slæmt gæti gerst. Ég nefn-
inlega bar
ábyrgð á
annarri
manneskju,
nýfæddu
barni, barni
sem ég sjálf
hafði skapað
og komið í
þennan heim.
Síðan þá hef-
ur þessi yf-
irþyrmandi verndartilfinning staðið föst-
um fótum og mun gera það alla mína ævi.
Sama ár í öðru landi eignaðist önnur
kona, Irina Seibel, einnig sitt fyrsta barn.
Irina og fjölskylda hennar koma frá Ús-
bekistan en ég og mín fjölskylda frá Ís-
landi. Þrátt fyrir ólíkan menningarlegan
bakgrunn deilum við báðar þessari vernd-
artilfinningu gagnvart okkar börnum. Við
viljum veita þeim öryggi og við viljum að
þeim líði vel. Það er ekki munur milli fjöl-
skyldu minnar og hennar hvað varðar þær
tilfinningar og þá ást sem við berum til
barna okkar né hvað skiptir okkur hvað
mestu máli í þessu lífi. Ég kem hins vegar
frá landi og er partur af samfélagi þar
sem trúfrelsi ríkir á meðan Irina og henn-
ar fjölskylda eru ofsótt í sínu heimalandi
fyrir þeirra trú. Hér á landi get ég og mín
fjölskylda iðkað okkar trú í friði á meðan
þau hafa meðal annars verið sökuð um að
vera hryðjuverkamenn og ofstækismenn
fyrir það eitt að vera baptistatrúar. Í við-
tali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins
segir Irina frá því þegar maður hennar
Vladimir var handtekinn og hvernig hann
var barinn daglega þá viku er hann sat
inni í fangelsinu.
Í von um nýtt og betra líf flúðu þau því
land sitt og komu fyrir átta mánuðum
hingað til Íslands. Í kjölfarið lágu leiðir
frumburða okkar saman þegar hennar
fyrsta og elsta barn byrjaði í bekk með
eldri drengnum mínum. Þau hjón eiga
einnig tvo aðra drengi, tvíbura, sem sóttu
fyrsta bekk í sama skóla. Börnin þeirra
voru fljót að aðlagast okkar landi, fljót að
ná tökum á okkar tungumáli og voru ham-
ingjusöm. Mikil sorg ríkti því þegar þeim
var neitað um hæli hér á landi og send aft-
ur til Parísar, en þau höfðu ferðast hingað
í gegnum París á leið sinni frá Úsbek-
istan.
Hvernig get ég útskýrt fyrir mínum
dreng að samnemandi hans sé ekki lengur
með honum í bekk vegna þess að þeim
hafi verið synjað um hæli. Hvernig get ég
útskýrt það fyrir honum þegar ég, fullorð-
inn einstaklingur, hef engan skilning á því
sjálf. Vissulega liggja ýmiss lög og ýmsar
reglugerðir á bak við þá ákvörðun en
engu að síður hef ég lítinn skilning á því
hvernig hægt er að senda fimm manna
fjölskyldu út þessa óvissu og þetta óör-
yggi. Fimm manna fjölskyldu sem óttast
um líf sitt í sínu heimalandi og hefur að-
lagast okkar samfélagi vel þá átta mánuði
sem þau bjuggu hér.
Líkt og ég vil tryggja öryggi minna
barna og stuðla að velferð þeirra vilja þau
tryggja öryggi sinna barna og stuðla að
þeirra velferð. Ég biðla því til ykkar, hjálp-
um þessari fjölskyldu að komast aftur
hingað. Hjálpum þeim að veita sínum
börnum það sama og við öll viljum veita
okkar börnum, öryggið að geta gengið um
göturnar án þess að þurfa að óttast um líf
sitt.
Eva Björg Sigurðardóttir.
(Bréfið birti höfundur á lokaðri síðu
en veitti leyfi fyrir birtingu hér.)
Bréf móður
Eva Björg með syni sínum.