Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016
LESBÓK
Smásögur heimsins: Norður-Ameríka heitir smásagnasafnsem kom út í vikunni, en í því
er að finna smásögur eftir nokkra
helstu meistara þessara listar vest-
an hafs á síðustu hundrað árum.
Þetta er fyrsta bindið í fimm
binda ritröð sem á spanna allan
heiminn, en í þessu fyrsta bindi eru
sögur eftir Sherwood Anderson, Er-
nest Hemingway, William Faulkner,
Ralph Ellison, Philip Roth, Flan-
nery O’Connor, Raymond Carver,
Susan Sontag, Amy Tan, Joyce Ca-
rol Oates, Sherman Alexie, Jhumpa
Lahiri og Alice Munro.
Ritnefnd raðarinnar skipa Rúnar
Helgi Vignisson, Kristin Guðrún
Jónsdóttir og Jón Karl Helgason, en
þýðendur sagnanna eru Ágúst
Borgþór Sverrisson, Árni Ósk-
arsson, Ástráður Eysteinsson, Guð-
rún Inga Ragnarsdóttir, Jón Karl
Helgason, Rúnar Helgi Vignisson
og Silja Aðalsteinsdóttir.
Vonast eftir að fá að
gera sjötta bindið
Eins og fram kom er hér hafin fimm
binda ritröð og Rúnar Helgi segir að
næst á dagskrá sé Rómanska-
Ameríka, sem búið sé að velja efni í
að mestu leyti, síðan komi Evrópa,
þá Asía og Eyjaálfa saman og loks
Afríka. „Við sjáum fyrir okkur fimm
bindi, en vonumst reyndar eftir því
að fá að gera sjötta bindið, sem
myndi þá geyma sígildar sögur, en
við ákváðum að fara ekki lengra aft-
ur en um hundrað ár og slepptum
því Tjekov og Gogol, Maupassant og
fleirum sem gaman hefði verið að
hafa með. Við sjáum hvað setur með
það, ég held að útgefandanum hafi
þótt nóg að hafa bindin fimm, en það
fer náttúrlega eftir því hve vel geng-
ur að selja bækurnar.“
Rúnar segir að Norður-Ameríka
hafi orðið fyrir valinu sem fyrsta
bindi útgáfunnar þar sem það hafi
verið lengst komið og því auðveld-
ara að byrja þar. Í bókinni eru ein-
mitt margir fremstu smásagnahöf-
undar seinni tíma, eða í það minnsta
þeir sem þekktastir eru á Vest-
urlöndum og þar með talið hér á
landi, „og svo er Norður-Ameríka
helsta varpland smásögunnar og
gríðarlega mikið skrifað af smásög-
um þar og hefur verið í langan tíma.
Síðan þegar fara að koma bindi frá
öðrum heimsálfum þá fara að sjást
höfundanöfn sem færri kannast
við.“
Tuttugu ára aðdragandi
Verkið á sér langan aðdraganda að
sögn Rúnars og í raun má segja að
hann hafi verið að vinna að því í hátt
í tuttugu ár. „Það hófst með því að
ég var beðinn að kenna námskeið í
almennri bókmenntafræði sem hét
smásagnafræði og uppúr því fékk ég
þessa hugmynd. Ég hef svo kennt
nokkur námskeið í smásagnafræði
síðan og svo önnur sem tengjast sér-
staklega umfangsmikilli leit að smá-
sögum víða að úr heiminum. Ég hef
líka tvívegis verið með sumarstarfs-
menn sem hafa unnið við það ein-
göngu að leita að smásögum og ég
held það sé búið að kemba Þjóð-
arbókhlöðuna að miklu leyti og
meira en það náttúrlega. Það er leit-
að eftir ýmsum leiðum og ég fór
meira að segja í heilmikla ferð til
Asíu í fyrra, fór á bókmenntaráð-
stefnu, hitti fullt af fólki víða að úr
Asíu og fékk þetta beint í æð, en
með því að leita beint til landanna
girðum við fyrir það að við veljum
sögurnar eingöngu út frá okkar
vestræna sjónarhorni,“ segir Rúnar
og bætir því við hvað varðar vinnu
við útgáfuna að eftir að þau Kristín
og Jón Karl hafi slegist í hópinn fyr-
ir um það bil tveimur árum hafi
verkefnið farið á flug. „Þau hafa
haft mikið um það að segja að þetta
er komið út, enda eru þau bæði frá-
bærir þýðendur og góðir ritstjórar.
Við skiptumst líka á að vera aðalrit-
stjórar. Ég er með Norður-
Ameríku, Kristín verður með Róm-
önsku-Ameríku og Jón Karl Evr-
ópu, svo dæmi séu tekin.“
Ekki vandamál
að finna sögur
- Það gefur augaleið að tiltölulega
hægur leikur hefur verið að finna
þýðendur til að snara sögunum úr
ensku og eins er væntanlega til-
tölulega lítið mál að snara sögum frá
Heimurinn birtist
í smásögum
Í nýrri ritröð munu birtast smásögur frá öllum heimshornum, en fyrirhugað
er að bókaröðin Smásögur heimsins birti sögur frá Norður-Ameríku, Róm-
önsku-Ameríku, Evrópu, þá Asíu, Eyjaálfu og Afríku.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Benedikt Jóhannsson sendi á dögunum frá sér
ljóðabókina Á leiðinni sem hann gefur sjálfur út,
en í ljóðunum styðst hann við ljóðstafi og rím.
Þetta er önnur ljóðabók Benedikts, en bókin
Á sléttunni kom út fyrir stuttu og hafði að
geyma minningabrot frá bænum Stóru-Sandvík
í Sandvíkurhreppi sem var.
Benedikt hefur einnig skrifað nokkrar bækur
og fjölda greina í fagi sínu, sálfræði, og á stund-
um skreytt skrif sín með ljóðum.
Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur skoðað Ís-
lendingasögurnar og Sturlungu í óvenjulegu
ljósi - í metsölubókinni Hetjur og hugarvíl, sem
kom út 2012, velti hann fyrir sér hvernig geð-
sjúkdómar og persónuleikaraskanir birtast í
sögunum.
Í nýrri bók, Frygð og fornar hetjur, fjallar
hann um kynlíf og ástir á söguöld, skoðar sög-
urnar með augum geðlæknis, túlkar og les milli
línanna.
Frygð og fornar hetjur
Hælið heitir ný skáldsaga eftir sænska rithöf-
undinn Johan Theorin. Í bókinni segir frá því er
ungur maður heldur til bæjar á vesturströnd
Svíþjóðar til að taka að sér afleysingastarf í
Rjóðrinu, leikskóla sem stendur við múra
Sankta Patrícíu-öryggishælisins þar sem alvar-
lega geðtruflað og hættulegt fólk er nauðung-
arvistað, en börn fanganna eru í Rjóðrinu til
þess að þau geti haldið tengslum við innilokaða
foreldra sína. Elín Guðmundsdóttir þýddi.
Hæli Johans Theorins
Franski spennusagnahöfundurinn Pierre Lema-
itre vakti athygli hér á landi á síðasta ári fyrir
skáldsöguna Alex sem var lengi á metsölulista á
síðasta ári. Nú er komin önnur bókin í þrí-
leiknum um lögregluforingjann Camille Verhæ-
ven, Iréne. Í bókinni segir frá eltingaleik
Verhæven við þaulskipulagðan og kaldrifjaðan
raðmorðingja sem beinir sjónum að einkalífi
Verhævens og barnshafandi eiginkonu hans,
Iréne. Friðrik Rafnsson þýddi.
Önnur bók um Verhæven
Palestínski rithöfundurinn Rabai
al-Madhoun hlaut arabíska Booker-
inn, sem svo er kallað, fyrir skáld-
sögu sína Örlög: Hljómkviða hel-
fararinnar og hörmunganna.
Verðlaunin, sem veitt eru bestu
skádsögu ársins sem rituð er á
arabísku, voru veitt í Abu Dhabi á
fimmtudag.
Í bókinni segir frá örlögum land-
flótta Palestínumanna. Rabai al-
Madhoun fæddist á verndarsvæði
Breta í Palestínu en hrakist þaðan
með fjölskyldu sinni til Gaza-
strandarinnar í átökunum vegna
stofnunar Ísraels 1948. Þau átök
kalla Palestínumenn hörmung-
arnar, eða „nakba“, eins og vísað er
til í heiti bókarinnar. Madoun er
breskur þegn í dag og starfar sem
blaðamaður.
Verðlaununum var komið á 2008
og eru veitt í samvinnu Booker-
verðlaunanna bresku og Samein-
uðu arabísku furstadæmanna. Þau
hafa verið umdeild og var Verð-
launabók síðasta árs bönnuð í Sam-
einuðu arabísku furstadæmunum.
Palestínski rithöfundurinn og blaðaðmaðurinn Rabai al-Madhoun hefur skrifað
bækur um hlutskipti landflótta Palestínumanna.
Morgunblaðið/AFP
Helför og hörmungar
ARABÍSKUR BOOKER
Ljóðabókin Á leiðinni
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
Reykjavík
Keflavíkurflugvöllur
Kauptu miða núna á www.flugrutan.is
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr.
2.200 kr.*
FYRIR AÐEINS
Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í
tengslum við allar komur & brottfarir
flugvéla um Keflavíkurflugvöll.