Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 17
1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 neinum nema ég hjálpi sjálfri mér.“ Hún fór að elda hollan, góðan og hreinan mat, sem fjölskyldan fór smám saman að kunna að meta. Eftir ár í Heilsuborg treysti hún sér til að breyta mataræðinu hjá drengnum á öfga- lausan hátt, ekkert var bannað en spennandi hollir valkostir komu í staðinn og kolvetnin takmörkuð. „Hann er lyfjalaus í dag, síðustu átta, níu mánuði og það er samkvæmt læknisráði. Hann er búinn að léttast líka og er allt annað barn. Hann hefur farið niður um þrjár buxnastærðir en er samt búinn að stækka um 30-40 cm. „Þetta tekur tíma, gerist ekki einn, tveir og þrír. Og það á aldrei að hætta á lyfjum nema samkvæmt læknisráði.“ Sólveig svarar því játandi að hún hafi heyrt gagnrýnisraddir þegar hún sagðist vera hætt á lyfjum. „Ég er nýbúin að heyra frá einni sem er MS-sjúklingur að ég hefði áreiðanlega verið ranggreind. Ég hugsaði: Hvað með öll köstin og segulómanirnar þar sem mænan var í örum með bólgur og skellur.“ Þegar hún var komin sex mánuði á leið með dóttur sína lamaðist hún um tíma og notaðist síðan við göngugrind. Dóttir hennar er nú sautján ára. Sólveig gleymir aldrei fyrsta stóra kastinu. „Ég bjó í London og fór eftir vinnu í IKEA því okkur vantaði margt í nýja íbúð. Var að ganga með marga poka og ligg allt í einu á götunni og hélt ég hefði verið stungin eða skot- in. Leit í kringum mig en sá ekkert blóð. Þetta var á þeim tíma greint sem ofþreyta því ég var búin að vinna svo mikið. Árinu áður en ég flutti út hafði ég fengið kast en þá var haldið að það hefði verið heilahimnubólga.“ MS hefur margar birtingarmyndir og Sól- veig vildi ekki hlusta í fyrstu. „Það eru komin tólf ár síðan ég fékk greiningu þannig að ég hlustaði á hana. Engir tveir MS-sjúklingar eru eins. Maður vill ekki viðurkenna þetta fyrst því maður sér hið versta fyrir sér.“ Hvernig var að upplifa að matur gæti gert svona mikið? „Ég hefði aldrei trúað því,“ segir hún og rifj- ar upp hvernig matarvenjur hafi breyst síð- ustu ár. „Amma mín bjó til mat frá grunni en síðan kemur kynslóð móður minnar þar sem hægt er að kaupa allt í pökkum. Maður elst upp við að halda að þetta sé matur. Í dag myndi ég aldrei kaupa mér svona pakka. Ég bý bara til sósur og súpur úr alvöru mat. Ef ég kaupi eitthvað tilbúið vil ég að það séu mest þrjú innihaldsefni í því. Ef ég þekki þau ekki læt ég þetta frá mér. Ég vil vita hvað er í matnum mínum, hvernig hann er búinn til og hvaðan hann kemur.“ Beðin að auglýsa töfralausnir Í gegnum EASO-samtökin hefur Sólveig sótt tvær ráðstefnur erlendis og er á leiðinni á þá þriðju í lok maí. Hún hefur fylgst þar með nýj- ustu rannsóknum á þessu sviði og segir að það sé „engin töfrapilla á leiðinni“ og hún hafi því einblínt enn meira á mataræðið. Engu að síður er fólk gjarnt á að trúa töfra- lausnum og hafa margir haft samband við Sól- veigu um að auglýsa pillur eða vera talsmaður fyrir hitt eða þetta. Þessum beiðnum hefur hún neitað. „Það er enn verið að hafa samband við mig. Meira að segja eitt stærsta lyfjafyrirtæki í heiminum hafði samband og spurði hvort ég vildi ekki koma til London því það væri verið að gera mynd um breyttan lífsstíl og breytt mataræði,“ segir Sólveig, sem fannst þetta hljóma of vel til að vera satt og gekk á fólk til að fá svör. Hún vildi fá að vita í hvað þetta yrði notað. „Ég sagðist ætla að gera þetta en ég vildi þá fá uppáskrifað að þetta yrði ekki notað í neinum auglýsingum fyrir neinar töflur. Þá var svarið að ekki væri hægt að lofa því,“ segir Sólveig, sem ákvað því að vera ekki með. Hún er ekki hlynnt því að taka inn aukaefni þegar hún getur fengið það sem hún þarf úr mat og vatni og finnst vera mikil sölumennska í kringum alls kyns prótínvörur. „Fáðu þér bara lax eða egg. Við erum ekki sköpuð til að borða duft og töflur. Við fórum að stunda til- raunastarfsemi með matinn okkar og eyði- leggja hann.“ Hún passar sig á að vera ekki ginnkeypt fyr- ir nýjustu heilsuvörunum. Núna er til dæmis stevía mjög vinsæl en hún vill heldur nota lítið af öllu og stunda þannig „áhættudreifingu“ heldur en að nota mikið af einhverju einu nýju efni. „Bara lítið af sykri og lítið af stevíu og helst nota bara döðlur og banana.“ Sólveig hefur sótt námskeið í matreiðslu á erlendri grundu, hún fór á hráfæðisnámskeið á vegum Wild Food Café í London og námskeið hjá skóla Jamie Oliver. Maturinn hennar náði athygli skipuleggj- enda næstu árlegu ráðstefnu EASO í Gauta- borg og var Sólveig beðin um að vera með bás um mataræði þar, ekki síður út af árangrinum sem sonur hennar hefur náð, en maturinn á heimilinu hefur áhrif á alla fjölskyldumeðlim- ina. Þetta hefur enn fremur þróast þannig að hún vinnur núna með Heilsuborg og lækninum Erlu Gerði Sveinsdóttir og heldur námskeið um mataræði. Sólveig kann að gera hollan og spennandi mat og deilir uppskriftunum. Hvernig tilfinning er það að hjálpa fólki sem er í sömu stöðu og þú varst? „Það er svo gam- an,“ segir hún, en skilaboðin hljóta einhvern veginn að vera sterkari þegar þau koma frá manneskju sem hefur gengið í gegnum þetta allt saman. „Ég geri allt þetta skemmtilega en svo eru hjúkrunarfræðingar sem reikna út stigakerfi og kaloríuþörf.“ Sinn eigin einkakokkur Henni finnst mikilvægt að hafa matinn fal- legan. „Hafa diskinn þannig að mann langi til að borða matinn. Þegar ég var að byrja í þessu fyrst hugsaði ég með mér að ég vildi að ég væri með einkaþjálfara og einkakokk eins og Ma- donna, hún er alltaf svo flott. Þá hugsaði ég með mér, ég verð bara minn einkakokkur og elda góðan mat. Ég tók í höndina á sjálfri mér og sagði: Nú skaltu gjöra svo vel að standa við þetta. Hættu þessu röfli og tuði og gerðu bara eitthvað í þessu. Ef maður ætlar alltaf að væla yfir hlutunum og vera fórnarlamb, þá gerist ekkert,“ segir Sólveig, sem var með viðhorfið á hreinu þegar hún byrjaði að æfa. Þá lenti hún í því að slíta vöðva í fæti og átti að hvíla í þrjár vikur. Hún notaði það ekki sem afsökun heldur mætti á hækjunum og gerði þær æfingar sem hún gat fyrir efri hluta líkamans. Skömmu síð- ar tábrotnaði hún og komst ekki í skóna sína. Þá mætti hún bara í einum skó af manninum sínum og öðrum af sér. „Ég hugsaði bara: Ég læt ekkert stoppa mig, alveg sama hvað kemur fyrir. Fyrst ætl- aði ég bara að gefa mér ár í þetta. Ég sagði með mér, stattu þig! Ef þetta virkar þá held- urðu áfram og þetta verður meiriháttar. Ef þetta virkar ekki þá borðarðu þig til heljar. Það eru til hjólastólar og hækjur og öll lyf í boði og þangað skaltu bara fara ef þú hefur áhuga á því. Ég gaf mér bara þessa tvo val- kosti.“ Núna hreyfir Sólveig sig fimm daga vik- unnar í líkamsræktarsal en hina tvo dagana fer hún að ganga eða í einhverja aðra hreyf- ingu. Hún hefur líka gaman af ferðalögum og stundar sína líkamsrækt hvert sem hún fer. „Ef ég fer á hótel er ég búin að kynna mér hvort það er aðstaða á hótelinu og tek alltaf með mér æfingaföt hvert sem ég fer. Og ef það er ekki aðstaða á hótelinu fer ég út að ganga eða hlaupa.“ En hugsa ekki margir að þeir hafi engan tíma í þetta í fríum? „Þá þarf bara að vakna fyrr. Það er ekkert um annað að ræða. Þú tekur þér ekki frí frá heilsunni, það er bara þannig. Þegar heilsan hefur brostið einu sinni og þú hefur fengið hana til baka tekurðu enga sénsa.“ Sólveig leggur mikið uppúr því að borða mat sem er fallega framreiddur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Á hráfæðisnámskeiði í London á vegum Wild Food Café. Á hlaupabretti í Amsterdam. Sólveig sleppir ekki úr æfingu þegar hún fer til útlanda. Hér má sjá Sólveigu fyrir lífsstílsbreytingu, en hún er nánast óþekkjanleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.