Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 52
Þær Edina og Patsy birtast aftur eft-
ir fjögurra ára hlé því nú hefur verið
gerð kvikmynd eftir þáttunum Absol-
utely Fabulous sem margir sakna af
skjánum. Leikkonurnar Jennifer Sa-
unders og Johanna Lumley leika Ed-
inu og Patsy í sjónvarpsseríunni.
Fyrsta serían af þáttaröðinni var
fyrst sýnd árið 1992 og alls voru
gerðar 5 þáttaraðir. Myndin lýsir at-
burðarrásinni þegar þeim stöllum er
kennt um slys sem verður á tísku-
viðburði þar sem margar stjörnur er
saman komnar. Þær eru eltar af ljós-
myndurum og blaðamönnum og
skipuleggja flótta á Frönsku River-
íuna peninga-
lausar og alls-
lausar og
lenda í ýms-
um ævintýr-
um sem miða öll
að því að geta lifað hátt og skemmt
sér.
Myndin hefur verið í bígerð í
fimm ár. Tökur hófust í október
2015 og fyrsta trailerinn af mynd-
inni er hægt að nálgast á netinu.
Flestir þeir leikarar sem léku í þátt-
unum leika í myndinni, eins og Julia
Sawalha, Cara Delevingne, Jane
Horrocks og June Whitfield.
Það sem er sérstakt við myndina
er að mjög margar þekktar stór-
stjörnur koma fram í henni. Þar má
nefna tónlistafólkið Ella Eyre, Foxes
og La Roux. Sjónvarpsstjörnurnar
Christopher Biggins, Graham Nor-
ton og Jeremy Paxman. Svo eru það
frægu sýningastjörnurnar Abbey
Clancy, Kate Moss og Suki Waterho-
ue og fatahönnuðurinn Jean Paul
Gaultier, Victoria Beckham, og Stella
McCartney. Svo má einnig nefna rís-
andi stjörnu úr þáttunum Game of
Thornes, Gwendoline Christie, sem
leikur Brienne of Tarth, sem einnig
kemur fram í myndinni.
Myndin verður frumsýnd 1. júlí
2016.
Jennifer Saunders og
Joanna Lumley eru
óborganlegar og
munu eflaust taka sig
vel út á hvíta tjaldinu.
Þær eru glæfralegar, sexý og villtar
þær Edina og Patsy sem birtast nú í
kvikmynd sem gerð er eftir Absol-
utely Fabulous-þáttaröðinni.
Absolutely
Fabulous í bíó
TÓNLIST Hljómsveitin Duran Duran er á
tónleikaferðalagi um heiminn þessa stundina
til að fylgja eftir fjórtándu plötu sinni Paper
Gods. Næstu tónleikar eru þann 2. maí í Los
Angeles og svo í South Park Oxford í Bret-
landi þann 28. maí. Þeir voru miklir aðdá-
endur Prince samkvæmt skrifum sínum á
heimasíðu sinni og voru þeir að spila í Atl-
anta þegar þeir heyrðu að Prince væri alvar-
lega veikur. Þeir segja hann ótrúlegan laga-
smið og hann hafi verið besti listamaður
sinnar kynslóðar. Þeir spiluðu í Austin, Tex-
as fyrir nokkru og tileinkuðu Prince lag sitt
Save að Prayer.
Duran Duran aðdáendur Prince
Tileinkuðu Prince lagið sitt Save a prayer.
AP
KVIKMYNDIR Hin 18 ára Maisie Williams sem leikur
Aryu Stark í Game of Thrones segir að áhorfendur fái að
sjá gríðarleg átök í þessari seríu. Hún segir ástæðuna fyrir
því að hún sé enn á lífi í þáttunum sennilega vera þessi
dökka hlið hennar. Hún vill fá það sem hún vill. Það sé erf-
itt að sjá Aryu á þann hátt sem hún er sýnd í þessari þátta-
röð. Leikkonan hefur ákveðnar skoðanir og vill ekki láta
kalla sig „sætu“. Þetta sagði hún nýlega við The Tele-
graph. Hún segist vel muna eftir því þegar hún var kölluð
„sæta“ í fyrsta skipti en þá hafi það verið eins og fá hnefa-
högg frá reyndum boxara í andlitið. Það sé tilhneiging til
að flokka stelpur annað hvort sætar eða „sexý“. Þegar
hún var yngri hafði hún frekar viljað leika sér með strák-
unum í drullunni og var oft óhrein.
Dökka hlið Aryu Stark
Maisie Williams er ákveðin ung kona.
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016
LESBÓK
Shia LaBeouf.
Alveg eins og
Shia LaBeouf
FRÆGÐ Það er ekki alltaf tekið út
með sældinni að líkjast stjörnu.
Mario Licata, 26, ára gamall New
York-búi gengur nú um með glóð-
arauga eftir að hafa veið tekinn í
misgripum fyrir leikarann og lista-
manninn Shia LaBeouf. Hann var
skyndilega kýldur í andlitið í neð-
anjarðarlestarstöð í borginni sem
aldrei sefur. LaBeouf byrjaði feril
sinn snemma og hefur leikið í
myndum eins og Disturbia, Indiana
Jones-myndunum o.fl.
GÓÐIR VINIR
Sami Miro, fyrr-
verandi kærasta
Zac Efrons, tók
gleði sína á ný að-
eins tveimur dög-
um eftir sam-
bandsslit hennar
við hönkinn og
leikarann Zac Ef-
ron þegar hún sást í fylgd með
ókunnum manni. Zac og Sami voru
saman í næstum tvö ár en ákváðu
að skilja þar sem vinna og ferill
leikarans tóku sinn toll. Þau skilja
sem góðir vinir og ætlar Zac að ein-
beita sér að ferlinum. Fyrrverandi
parið hélt sambandi sínu lengi
leyndu og það var fyrir um ári að
Sami lýsti því í viðtali að hún væri
að deita frægan leikara.
Zac og Sami
skilja
Zac Efron
AÐDÁUN Leik-
konan Anne Hat-
haway, 33 ára, er
orðlaus eftir að
hafa séð og hlust-
að á Lemonade,
nýjustu „bombu“
Beyoncé. Í mynd-
bandi sést leik-
konan lúta höfði í virðingarskyni
með stafinn B ritaðan á höndina.
Eitt þekktasta lag Beyoncé, Helo,
er leikið undir. Leikonan tísti um
upplifum sína á Lemonade og sagði:
Queen just beane an Empress og
það sama gerðu fleiri frægir.
Anne Hathaway
Virðing
ofar öllu
Michelle Pfeiffer varð 58 ára núna á föstudag-
inn 29. apríl en hún fæddist í Santa Ana í Kali-
forníu og á eina systur, Dedee og eldri bróður
Ric. Leikkonan giftist Peter Horton árið 1981
en þau skildu 1988. Seinni eiginmaður hennar
er David E. Kelly sem hún giftist árið 1993.
Pfeiffer tók þátt í Miss California árið 1978
og hafnaði í 6. sæti. Leikkonan sem hefur
alla tíð haldið sér mjög vel hefur verið
minna áberandi á hvíta tjaldinu á þess-
ari öld en þeirri síðustu.
Pfeiffer lék fyrst í Holly-
wood Knights, einnig í
Grease, en varð fyrst
fræg fyrir leik sinn í kvik-
myndinni Scarface (1983)
þar sem Al Pacino lék að-
hlutverkið. Peiffer hefur
leikið í fjölda mynda og
þykir mjög fjölhæf leik-
kona enda hafa hlutverk
hennar endurspeglað
það. Einna þekktust eru
Batman Returns (1992),
þar sem hún lék svo eft-
irminnilega Catwoman, What Lies Beneath
og Tequila Sunrise þar sem hún lék á móti
Mel Gibson og Kurt Russel. Leikstjóri
myndarinnar, Robert Towne, sagði síðar
að Pfeiffer væri „erfiðasta“ leikkona sen
hann hefði unnið með. Hún þótti
ógleymanleg í Dangerous Liaisons þar
sem hún lék á móti Glenn Close og
John Malkovich. Pfeiffer hefur verið
tilnefnd þrívegis til Óskarsverðlauna
og til Golden Globe fyrir hlutverk
sitt í Fabulous Baker Boy þar sem
hún lék ásamt Bridges-bræðrum
en fyrir leik sinn þar hlaut hún
BAFTA-verðlaunin sem besta
leikkona í aðalhlutverki. Leik-
stjórinn Roy Ebert sagði um
Pfeiffer í þeirri mynd að hún væri
„eins og Rita Hayword í Gildu
eða Marlyn Monroe í Some Like
it Hot. Þetta verður ein af þeim
myndum sem menn munu
vitna í um ókomin ár“. Síðast
lék Pfeiffer í The Family sem
Luc Besson leikstýrði árið 2013
en þar lék hún á móti Robert de
Niro. Pfeiffer sagði fyrir fáum ár-
um í viðtali við InStyle „Við eld-
umst öll en þegar við höfum sætt okkur við
það verður allt svo létt.“ Hún var sex sinnum
valin ein af 50 fallegustu andlitunum á 10. ára-
tug síðustu aldar af tímaritinu The World. Ár-
ið 1999 fór Peiffer að draga sig í hlé vegna þess
að hún vildi sinna meira börnum og fjölskyldu
sinni. Hún afþakkaði nokkur hlutverk í kvik-
myndum sem fóru m.a. til Angelina Jolie og
Tildu Swinton. Árið 2009 lék Pfeiffer í mynd-
inni Chéri og hlaut mikið lof gangrýnenda fyrir.
Pfeiffer hefur lýst því yfir að hún hafi enn
ekki sýnt sinn besta leik og að hún hafi enn í sér
það sem þurfi. Það haldi sér gangandi.
Leikkonan leggur mikið uppúr heilbrigðum
lífsstíl. Hún er vegan, hvorki reykir né drekkur
og er styrktaraðili The American Cancer So-
ciety en tveir frændur Pfeiffer létust úr lunga-
krabbameini.
Pfeiffer og Kelly eiga tvö börn, soninn John
Henry sem er fæddur 1994 og dótturina Clau-
diu Rose sem þau ættleiddu árið 1993.
AFP
HVAÐ VARÐ UM ...
... Michelle
Pfeiffer?
Michelle Pfeiffer og
Robert de Niro léku
saman í The Family.
Michelle Pfeiffer hefur alltaf
haldið börnum sínum utan
við sviðsljósið.