Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 27
Litrík blanda af gömlu og nýju Eldhúskrókurinn er í gamla stílnum. Skápurinn er smíðaður eftir hönnun afa Védísar en þau hjónin gerðu hann upp sjálf. Stíllinn á heimilinu er fjöl-breyttur, að sögn húsfreyj-unnar. „Það er nýtt í bland við gamalt og litríkt,“ segir Védís en íbúðin er björt og opin. Af gömlum munum eru tveir sem eiga sér sér- staka sögu. Borðstofuskápurinn er einstaklega fallegur en afi Védísar lét smíða hann eftir eigin hönnun í kringum 1960–70 á Hjalteyri. „Hann var geymdur í Mývatnssveit árum saman. Svo þegar tekk og retro kemst í tísku þá sjáum við hjónin þennan skáp í litlu herbergi í sum- arbústað. Við sáum tækifæri í hon- um og fluttum hann suður og það tók svona tvö ár að byrja að gera hann upp. En svo gerðum við hann upp hérna í holinu. Hann var mjög illa farinn,“ segir hún. Einnig má finna í holinu skemmtilegan símastól sem afi húsbóndans bólstraði fyrir löngu. Hentugt að hafa tvö borð Í „eldhúskróknum“, sem Védís kall- ar svo, má finna eldri muni en auk skápsins eru þar gamlar fjöl- skyldumyndir á vegg og stólar sem keyptir voru á barnalandi. „Eldhús- krókurinn fær að vera mjög gam- aldags,“ segir Védís en borðstofu- borðið er hins vegar nýtískulegt, keypt í Epal. „Það er mjög hentugt að hafa tvö borð því þegar við höld- um matarboð geta fullorðnir borðað á öðru en börn á hinu og svo er líka auðvelt að sameina borðin.“ Védís Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Lands- bankanum, hefur komið sér vel fyrir í fallegri hæð í Laugardalnum þar sem hún býr ásamt eig- inmanni og tveimur dætrum. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Barnaherbergið er bjart og litríkt. Eldhúsið er bjart og stílhreint. Gamli símastóllinn var bólstraður af afa húsbóndans endur fyrir löngu. 1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 BARA UM HELGINA 25% AFSLÁTTUR af öllum vörum* * Gildir ekki af vörum frá Skovby
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.