Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Side 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Side 27
Litrík blanda af gömlu og nýju Eldhúskrókurinn er í gamla stílnum. Skápurinn er smíðaður eftir hönnun afa Védísar en þau hjónin gerðu hann upp sjálf. Stíllinn á heimilinu er fjöl-breyttur, að sögn húsfreyj-unnar. „Það er nýtt í bland við gamalt og litríkt,“ segir Védís en íbúðin er björt og opin. Af gömlum munum eru tveir sem eiga sér sér- staka sögu. Borðstofuskápurinn er einstaklega fallegur en afi Védísar lét smíða hann eftir eigin hönnun í kringum 1960–70 á Hjalteyri. „Hann var geymdur í Mývatnssveit árum saman. Svo þegar tekk og retro kemst í tísku þá sjáum við hjónin þennan skáp í litlu herbergi í sum- arbústað. Við sáum tækifæri í hon- um og fluttum hann suður og það tók svona tvö ár að byrja að gera hann upp. En svo gerðum við hann upp hérna í holinu. Hann var mjög illa farinn,“ segir hún. Einnig má finna í holinu skemmtilegan símastól sem afi húsbóndans bólstraði fyrir löngu. Hentugt að hafa tvö borð Í „eldhúskróknum“, sem Védís kall- ar svo, má finna eldri muni en auk skápsins eru þar gamlar fjöl- skyldumyndir á vegg og stólar sem keyptir voru á barnalandi. „Eldhús- krókurinn fær að vera mjög gam- aldags,“ segir Védís en borðstofu- borðið er hins vegar nýtískulegt, keypt í Epal. „Það er mjög hentugt að hafa tvö borð því þegar við höld- um matarboð geta fullorðnir borðað á öðru en börn á hinu og svo er líka auðvelt að sameina borðin.“ Védís Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá Lands- bankanum, hefur komið sér vel fyrir í fallegri hæð í Laugardalnum þar sem hún býr ásamt eig- inmanni og tveimur dætrum. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Barnaherbergið er bjart og litríkt. Eldhúsið er bjart og stílhreint. Gamli símastóllinn var bólstraður af afa húsbóndans endur fyrir löngu. 1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 BARA UM HELGINA 25% AFSLÁTTUR af öllum vörum* * Gildir ekki af vörum frá Skovby

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.