Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 ✝ Ásdís Halldórs-dóttir fæddist í Reykjavík 25 júní 1938. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 24. apríl 2016. Foreldrar henn- ar voru Geirlaug Ólafsdóttir frá Reynisvatni, f. 17. ágúst 1915, d. 1. október 1994, og Halldór Lárus Guðmundsson, f. 1. apríl 1909, d. 5. maí 1994. Al- bróðir Ásdísar var Þórir O. Halldórsson, f. 1. apríl 1937, d. Þann 25. september 1959 giftist Ásdís eftirlifandi eiginmanni sínum, Hreini Bjarnasyni frá Berserkseyri í Eyrarsveit, f. 25. september 1932. Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson, hrepp- stjóri á Berserkseyri, f. 18. jan- úar 1896, d. 22. apríl 1986, og Ástrós Elísdóttir, f. 2. ágúst 1895, d. 21. júlí 1978. Dísa og Hreinn hófu búskap á Berserks- eyri 1960 og bjuggu þar til 2005, er þau fluttu til Reykjavíkur. Ásdís og Hreinn eignuðust dótturina Ástrós Geirlaugu, f. 1. ágúst 1976. Hennar börn eru Agnes Rós, f. 9. júní 2000, Guð- mundur Viktor, f. 28. september 2002, og Hjörtur Hreinn, f. 18 október 2010. Útför Ásdísar verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 4. maí 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. 16. október 2011. Kona hans var Hrafnhildur Hannesdóttir, f. 30. mars 1942, d. 17. ágúst 2008. Syst- kini samfeðra eru Hanna og Grétar Halldórsbörn. Ásdís ólst upp fyrstu árin að Engi í Mosfellsbæ og síð- ar við Reynisvatn. Síðustu árin í Reykjavík bjuggu þær mæðgur á Óðinsgötu og vann Ásdís meðal annars í verk- smiðjunni Rekord á þeim árum. Mér finnst ennþá óraunveru- legt að ég sé að kveðja hana mömmu og mína bestu vinkonu. Mömmu, sem hefur verið svo mikill þátttakandi í lífi mínu og barnanna minna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða sam- ferða þessari einstöku konu sem tók á lífinu með miklu æðruleysi og ást, það var hvergi betra að leita en til hennar ef eitthvað bjátaði á, hvort sem það var í gleði eða sorg, ég gat alltaf treyst því að hún myndi skilja. Hún sýndi alltaf öllum skilning og hlustaði á það sem öðrum lá á hjarta af einlægni og hlýju. Fyrstu árin mín átti ég með mömmu og pabba í sveitinni okk- ar, þar var mikið unnið og oft langt fram á kvöld. Það var líka mikill gestagangur á þessum ár- um og alltaf passað upp á að nóg væri til með kaffinu og í matinn. Allt var heimagert, hvort sem það voru kökur, marmelaði eða brauð. Það var sjaldan svigrúm til að veita sér frí eða fara í ferða- lög en þrátt fyrir allt annríkið gaf mamma sér alltaf tíma til þess að skella plötu á spilarann eða hækka í fallegu lagi í útvarpinu og hleypa gleði og fjöri í húsið eins og henni einni var lagið. Hún bjó yfir einstökum léttleika og húmor sem einkenndi andann á heimilinu okkar, tónlistin, köku- ilmurinn, rómantíkin, dönsku blöðin. Það var mikið lagt upp úr því að taka eftir þessu einfalda og fallega í lífinu, við sátum oft sam- an og horfðum á sólina setjast bak við Eyrarfjallið, hlustuðum á þögnina og fuglana syngja í fjarska, nutum þess að finna ilm- inn af grasinu og ég lærði að virða og meta náttúruna og lífið sem er allt í kringum okkur. Allt hafði tilverurétt og virðingu, hvort sem það voru blómin í garð- inum eða dýrin á býlinu. Það sem er mér eftirminnilegast sem barn er samtölin sem við áttum saman. Það var alltaf viss rútína hjá okk- ur að setjast við eldhúsborðið á kvöldin og spjalla um það sem raunverulega skipti máli og eiga notalega stund. Fyrir mig sem litla stelpu var þetta svo mikil upphefð og veitti mér öryggi og hlýju. Með þessu fann ég að ég hafði rödd í heimi fullorðinna, á mig var hlustað og ég lærði að tjá það sem mér lá á hjarta. Ég eign- aðist svo margar ómetanlegar minningar. Elsku hjartans mamma, ég á svo margt þér að þakka. Ég bjóst við að við ættum svo mikinn tíma eftir saman en lífið er stöðugt að minna okkur á að ekkert í lífinu er sjálfsagt og við þurfum að vanda hvern dag vel. Takk fyrir að hlusta þegar enginn heyrði, takk fyrir að sjá það sem enginn sá, takk fyrir trúna, vonina og kærleikann. Þín Ástrós Geirlaug (Ásta Lauga). Í dag kveð ég hana Dísu frænku með miklum söknuði. Þegar ég lít yfir farinn veg þá koma upp óendanlega margar og yndislegar minningar, bæði frá því að ég var barn og allt til dags- ins í dag. Hún var hvers manns hugljúfi og hafði hlýja og góða nærveru. Dísa var ekki bara frænka mín heldur náin vinkona mín. Það var alltaf tilhlökkun fyrir mig og fjölskylduna mína að fara á Berserkseyri í heimsókn til þeirra hjóna. Þar fékk maður alltaf hlýjar móttökur að hætti Dísu og Hreins og eiga börnin mín yndislegar minningar að vestan. Maðurinn minn heitinn sóttist sérstaklega í að fara til þeirra og verja frídögum okkar í sveitasælunni. Eitt sumarið ákváðum við þó að fara á Akur- eyri í fríinu og leigðum okkur sumarbústað stutt fyrir utan bæ- inn. Maðurinn minn entist þar í rúman sólarhring og sagði á end- anum hann vildi bara fara til Dísu og Hreins, sem við og gerðum. Berserkseyri var sveit barna minna og fengu þau þar að kynn- ast því að slá, sjá um dýr og njóta sveitaloftsins. Það er ómetanlegt og munu þau alltaf minnast þeirra fallegu tíma. Seinustu árin, þegar þau hjón fluttust til Reykjavíkur, var auð- veldara að skreppa til Dísu. Ein af mínum bestu minningum var þegar við fórum saman á Vínar- tónleikana í byrjun janúar þar sem hún hreinlega ljómaði af ánægju. Við höfum átt yndislegar stundir yfir kaffibollanum hér í bænum og gátum alltaf spjallað og aldrei kom þögn. Þrátt fyrir að þögnin sé komin eru minningarn- ar til staðar að eilífu. Þóra Björg (Bagga) og fjölskylda. Undir Dalanna sól við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. (Hallgrímur Jónsson) Þetta undurfallega sönglag minnir mig alltaf á Dísu, sem verður í dag kvödd hinstu kveðju. Segja má að hún hafi gæfuna gist þegar hún kom ung að árum í heimsókn úr höfuðborginni að Berserkseyri, með vinkonu sinni, Guðrúnu Geirmundsdóttur, heimasætunni þar, en þær höfðu kynnst náið er þær unnu saman í Verksmiðjunni Rekord í Reykja- vík. Á Berserkseyri bjuggu heið- urshjónin Bjarni Sigurðsson hreppstjóri og Ástrós Elísdóttir ásamt börnum þeirra Dagbjörtu og Hreini, en Guðrún var uppeld- issystir þeirra. Dísa og Hreinn náðu strax vel saman og fljótlega kom í ljós að hjörtu þeirra slógu í takt. Þau felldu hugi saman, sem endaði á því að þau gengu í hjóna- band 25. september 1959. Þau keyptu síðan hálfa jörðina á Ber- serkseyri 1960 og hófu þar bú- skap. Dísa og Hreinn voru sam- hent um að dytta að og hafa snyrtilegt í kringum sig, enda voru þau verðlaunuð fyrir góða umhirðu og snyrtimennsku á jörðinni. Þau bjuggu allan sinn búskap á Berserkseyri og ólu upp dótturina Ástrós Geirlaugu, sem fæddist 1. ágúst 1976. Árið 2005 seldu þau jörðina og fluttu til Reykjavíkur. Allan þennan tíma var gest- kvæmt á Berserkseyri og mikið af sumarbörnum. Ég, borgar- barnið níu ára gömul, varð þeirr- ar miklu gæfu aðnjótandi að fá að fara í sveit til Dísu frænku og Hreins og hef ég alltaf síðan hjá þeim í fögnuði gist. Fram á ung- lingsár var ég þar öll sumur og þess tíma minnist ég með mikilli gleði en jafnframt söknuði í dag þegar ég kveð Dísu mína. Ungu hjónin urðu fyrirmyndir mínar í lífinu í einu og öllu í ást og virð- ingu sem þau sýndu hvort öðru og fyrir mér urðu þau eins og aðrir foreldrar mínir. Þessi sum- ur eru stútfull af minningum þar sem gleðin og húmorinn réðu ríkjum á heimilinu. Alltaf var slegið á létta strengi við okkur sumarkrakkana en samt haldið uppi nauðsynlegum aga eins og þarf þar sem eru samankomnir 6-8 krakkar og eðlilega mikil ærsl í gangi. Oft voru sagðar sögur, m.a. af magalendingu kaupakon- unnar í mýrinni í Flóanum í ein- um haustleitunum. Alltaf var gengið hreint til allra verka með dugnaði og samviskusemi en aldrei var glaðværðin og glettnin langt undan og alltaf verðlaun og hrós fyrir vel unnin störf. Á mörgum dúnmjúkum sumar- kvöldunum, með kvöldsólina í vestrinu skínandi yfir Breiða- fjörðinn, var dansað í eldhúsinu undir lögum unga fólksins og oft tóku þær vinkonurnar, Gunna og Dísa, fram gítarinn. Þá voru tek- in öll góðu rómantísku lögin, eins og Dalakofinn, Kvöldið er fagurt, Þú komst í hlaðið o.fl. o.fl. Þarna upplifði ég bæði fallegasta og öruggasta staðinn í heiminum og er ég Dísu og Hreini ævarandi þakklát fyrir veganestið sem þau gáfu mér. Elsku hjartans Dísa mín, ég kveð þig með ást og virð- ingu og mínu dýpsta þakklæti. Við Steini sendum Hreini, Ástrós og barnabörnunum og ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Rósa Ólafsdóttir. Hjartans Dísa mín. Ég er búin að hugsa stöðugt til þín og eins og vanalega fyllist ég þakklæti og ást. En núna bland- ast saman við sár söknuður og sorg. Þú hafðir einstakt lag á að gefa af þér. Bæði með augnaráði sem fyllti mann hjartahlýju, og með góðri nærveru sem einkenndist af ró og friðsemi. Stundum strýk ég strákunum mínum um vangann og kalla þá hjartagull. Og um leið hugsa ég til þín því að þetta lærði ég af þér. Elsku Dísa, hvað ég vildi óska að ég hefði náð að gefa meira til baka. Það að þú varst til staðar og studdir mig með kærleikanum þegar ég var lítil sorgmædd stelpa er mér ómetanlegt. Takk fyrir allt. Sofðu rótt, sofðu rótt. Heiðrún Ásta. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans allstaðar fyllir þarfir manns. (Jónas Hallgrímsson) Síðustu vikur hafa verið fjöl- skyldunni frá Berserkseyri erfið- ar. Dísa, eiginkona móðurbróður míns, er látin. Að Berserkseyri er tvíbýli, afi og amma bjuggu á ytri bænum og Dísa og Hreinn á innri bænum. Á uppvaxtarárum mínum dvaldist ég þar flest sumur. Þessu ynd- islega fólki á ég margt að þakka og höfðu þau mikil áhrif á mig. Svo vel tókst þeim upp að ég var hársbreidd frá því að feta í fót- spor þeirra og gerast bóndi. Dísa var traust og hörkudug- leg og voru þau hjón afar sam- hent og hamingjusöm við bú- reksturinn. Með miklum dugnaði tókst þeim að standa myndarlega að ræktun jarðarinnar og öflugri sauðfjárrækt enda var sveitabýli þeirra þekkt fyrir mikla snyrti- mennsku og góðan búrekstur. Það var aldrei lognmolla í sveitinni og alltaf margt um manninn, enda næg verkefni sem biðu. Dísa var einstaklega ljúf manneskja og það var alltaf til- hlökkun að koma í heimsókn í sveitina til þeirra. Á sumrin dvöldust að jafnaði mörg ung- menni að Berserkseyri sem nutu þess afar vel að fá að kynnast sveitastörfum. Heimili þeirra hjóna var afar myndarlegt og bar heimilið glögg merki um mikinn myndarskap Dísu. Dísa var húsmóðir fram í fingurgóma, hugsaði ákaflega vel um heimilisfólkið, var gestrisin mjög og mörgum sinnum á dag svignuðu borð undan alls kyns kræsingum. Það er stórt skarð höggvið í þessa samhentu fjölskyldu frá Berserkseyri. Dísu skal hér minnst með miklu þakklæti og virðingu. Fjölskylda mín færir Hreini, einkadótturinni Ástu Laugu og börnum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ásdísar Hall- dórsdóttur frá Berserkseyri. Yngvi Pétursson. Mínar bestu bernskuminning- ar eru frá þeim dögum, sem ég var í sveit á Berserkseyri. Ég var hjá Ástrósu og Bjarna og á hinum bænum voru Dísa og Hreinn. Það var oft mikill krakkaskari. „The Seven Rolling Kids“, eða kannski var það „seventeen kids“, stund- um við norðurgaflinn í sólskini, eða að leika sér við lækinn og annars staðar eða að læra að vinna. Dísa var alltaf svo hlý og góð, með bros á vör, sama hvar var eða við hvaða aðstæður. Í eldhús- inu var stór og mikil flott eldavél, sem var jafnframt notuð til upp- hitunar. Þetta var gjáfægð vél, sem koksi var mokað í. Samt var það einhvern veginn ekki þannig. Þessi vél stóð þarna og Dísa sá um að út úr henni kom alltaf eitt- hvað nýtt og gómsætt. Hreinn bar oft upp koksið af neðri hæð- inni. Held að ég hefði ekki þorað að smakka, ef hann hefði reynt að elda eða baka eitthvað. En verka- skiptingin á þeim tíma var skýr. Er samt viss um að femínisminn var ekkert minni þá. Hreinn og Ásdís hafa alltaf verið svo miklir öðlingar. Verk þeirra og lífshlaup tala fyrir sig um það. Það væri hægt að segja svo margt fallegt um hana Dísu. Það var okkur krökkunum til mikils þroska og gleði að hafa fengið tækifæri til að leika okkur og starfa í sveitinni með henni og öll- um ábúendum þar. Blessuð sé minning hennar Dísu á Berserkseyri. Jóhannes Finnur Halldórsson. Ásdís Halldórsdóttir ✝ Sigurður Krist-inn Daníelsson fæddist í Reykjavík 19. október 1941. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 24. apríl 2016. Foreldrar hans voru Kristín Ólavía Sigurðardóttir, f. 23. október 1916, d. 17. maí 2002, og Daníel Sigurbjörns- son, f. 1. desember 1909, d. 30. júlí 1977. Sigurður var næst- elstur fjögurra bræðra, þeir eru: a) Hallgrímur Daníelsson, f. 1939, kvæntur Sigurlín Magnús- dóttur. b) Sigurbjörn Daníelsson, f. 1945, kvæntur Gyðríði Einars- dóttur. c) Hreggviður Daní- elsson, f. 1958, kvæntur Ingveldi J. Valsdóttur. Sigurður kvæntist Pálínu Karlsdóttur 16. júní 1962. Börn þeirra eru: 1) Kristján Friðrik Sigurðsson, f. 27. desember 1962, kvæntur Guðrúnu Sigurð- ardóttur. Börn Kristjáns eru: Ása Dís Kristjánsdóttir, í sambúð með Ant- oni Hilmarssyni, og Sigurður Egill Kristjánsson. 2) Kristín Ólavía Sig- urðardóttir, f. 5. janúar 1967, í sam- búð með Pétri Þóri Hugus. Dóttir Krist- ínar er Pálína Guð- rún Harðardóttir. Sigurður og Pálína hófu bú- skap hjá foreldrum hennar á Langholtsvegi 141. Þaðan fluttu þau á Leirubakka 10 og loks á Sautjándajúnítorg 7 í Garðabæ. Sigurður hóf störf á Rakarastofu Leifs og Kára á Frakkastíg. Hann vann lengst af við innrétt- ingasmíði, síðast hjá GKS, við spónlagningar, þar til hann lét af störfum. Útför Sigurðar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 4. maí 2016, klukkan 15. Í dag kveðjum við bróður okk- ar, Sigurð Kristin Daníelsson. Siggi, eins og hann var alltaf kall- aður, fæddist og ólst upp á Laugaveginum, sem þá var ein af aðalgötum Reykjavíkur. Lauga- vegurinn, Grettisgatan, Skipholt- ið, þar sem Framheimilið var í þá daga, og svæðið þar í kring var hans heimavöllur. Siggi lærði rakaraiðn hjá Leifi og Kára á Frakkastígnum. Ung- ur kynntist hann Ínu sinni sem þá var að vinna á Brauðborg á horni Frakkastígs og Grettis- götu. Þau hófu síðan búskap á Lang- holtsveginum hjá foreldrum Ínu. Siggi bróðir var mikill vinnu- þjarkur og sat sjaldan auðum höndum, hjálpsamur var hann að eðlisfari, bóngóður, vandvirkur og allt lék í höndum hans, hvort sem það var að klippa, smíða eða að mála. Þið Ína byggðuð ykkur sum- arbústað í landi Drumbodds- staða, í honum birtist handverk þitt og gæði á vandvirkan, smekklegan og látlausan hátt. Hann var ykkar sælureitur. Þú reyndist mér vel á upp- vaxtarárum mínum og passaðir upp á að ég fengi eins og allir hinir. Þegar við Inga keyptum okkar fyrstu íbúð kom enginn annar til greina en þú, kæri bróð- ir, að sparsla og mála. Mannlífsins bratta bára ber okkur milli skerja. Víðfeðmar okkur velur vegleiðir stundu hverja. Markandi mannsins tíma meitlandi spor í grundir, mótandi margar götur misjafnar ævistundir. Lokið er vöku langri liðinn er þessi dagur. Morgunsins röðulroði rennur upp nýr og fagur. Miskunnarandinn mikli metur þitt veganesti. Breiðir út ferskan faðminn fagnandi nýjum gesti. Nú er vík milli vina vermir minningin hlýja. Allra leiðir að lokum liggja um vegi nýja. Við förum til fljótsins breiða fetum þar sama veginn. Þangað sem bróðir bíður á bakkanum hinum megin. (Hákon Aðalsteinsson) Við leiðarlok viljum við þakka þér samfylgdina, kæri bróðir. Fyrir hönd okkar bræðra, Hreggviður Daníelsson. Sigurður Kristinn Daníelsson Jæja Björg mín, þá ert þú líka búin að kveðja, en einn hlekk- urinn úr Jákvæða hópnum, en það er hópurinn úr Suðurbæjarlauginni, sem stofnaður var á tíunda áratug síðustu aldar. Stofnendur voru fimm sunddrottningar „úr laug- inni“. Það var sungið og trallað í útiklefanum á Evuklæðunum, allt- af fjölgaði í þessum Jákvæða hóp og á endanum voru allar farnar að syngja og hafa gaman. Þau voru skemmtileg þessi skipti sem við sunddrottningarnar fórum út að borða. Ég man að eitt sinn var ég á leið- inni heim og hitti Valgarð, bónda þinn, og vorum við samferða heim, þá bjugguð þið í sama húsi og ég. Eftir það urðum við oft samferða heim „upp brekkuna“. Eftir að Valgarður kvaddi og þú fluttir í Stekkjarbergið kom ég stundum í heimsókn. Ég man að eitt sinn var ég á ferðinni í Set- bergshverfinu í fljúgandi hálku og datt illa, þú áttir leið þar hjá og Björg Ívarsdóttir ✝ Björg Ívars-dóttir fæddist 25. ágúst 1928. Hún lést 1. mars 2016. Útför Bjargar fór fram 11. mars 2016. hjálpaðir mér á fæt- ur. Þegar þú hættir að keyra keypti ég bílinn af þér, Dai- hatsu Sirion, sem reyndist mér vel og oft talaði ég um það við þig að hann ætti tvo eigendur, mig og þig. Svo lenti bless- aður bílinn í árekstri og ég sagði þér að nú væri búið að klessa litla græna Drekann okkar. Seinna sagðir þú mér að þú hefðir verið á ferð í Borganesi og séð hann og var ungur maður á honum og var hann búinn að klessa hann ennþá meira. Ég fann að við vorum hvorugar sáttar við það hvernig var komið fyrir litla græna Drekanum okkar. En við vorum sammála um að hann hefði reynst okkur mjög vel og áttum við góðar minningar um hann. Ég vil þakka þér, Björg mín, fyrir allar góðu minningarnar. Fjölskyldu þinni votta ég inni- lega samúð og öllu samferðafólki þínu. Ég komst því miður ekki í jarð- arförina, en þú ert nú komin í kirkjugarðinn, sem er í grennd við mig, svo það ætti ekki að vera mik- ið mál að skreppa í heimsókn. Helena Kristín Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.