Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 29
Við vottum Tedda og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Framneshópsins 1981, Birna og Margrét. Nú er hún Guðbjörg okkar far- in frá okkur vegna illvígs sjúk- dóms og er hennar sárt saknað, en við eigum góðar minningar um yndislega konu, sem munu lifa áfram með okkur. Það sem ein- kenndi Guðbjörgu var ekki síst hennar létta lund, glæsileiki og módelskartgripir sem allir muna eftir. Jafnframt var hún úrræða- góð, hún sá ekki vandamál heldur bara verkefni sem þurfti að leysa. Á ráðstefnunni „Konur við stjórnvölinn“ sem haldin var í mars 1986 kom hugmyndin um að stofna samskiptanet kvenna og um haustið var Netið stofnað. Í Netinu hafa verið konur á öllum aldri, í fjölbreyttum störfum með mismunandi reynslu og menntun að baki. Tilgangurinn var að þannig gætu konur hist og öðlast stuðning, fræðslu og hvatningu og skipst á skoðunum, hugmynd- um og upplýsingum. Guðbjörg var fyrsti tengill í Stjórnunarhópi A og hélt sá hóp- ur velli þegar aðrir hópar lögðust af og 1988 var konum úr hinum aflögðu hópum boðin þátttaka og er það sá kjarni sem nú er Netið. Þótt skipulagið hafi breyst í gegn- um tíðina voru lengi tveir hópar, stjórnunar- og viðskiptahópur og var Guðbjörg aftur tengill árið 2001. Henni var alla tíð umhugað um Netið og hjálpaði iðulega með að finna hagkvæma fundarstaði. Hún var vel virk í fundarsókn og í ferðum Netsins vor og haust þar sem var blanda af fræðslu og skemmtun. Ekki síst skemmti hún okkur með lifandi og leikræn- um sögum um menn og málefni og veltumst við iðulega um af hlátri þegar hún sagði frá. Einnig tók hún virkan þátt í gróðursetn- ingaferðum Netsins í Sandahlíð. Fyrsta Netferðin var til Rósýjar að Brekkubæ á Hellnum á Snæfellsnesi, og er hún ógleym- anleg. Guðbjörg var mikill gest- gjafi og kallaði hún hópinn heim til sín til að skoða myndir úr ferð- inni. Þessi fögnuður stóð yfir frá 12 til 1 og þá var kominn nýr dag- ur. Þetta var ekki eina skiptið sem við nutum gestrisni hennar í Eskihlíðinni. Guðbjörg hafði áhuga á að kynna sér menningu bæði heima og heiman og hafði mikla ánægju af ferðalögum. Það gerði hún með hinum ýmsu hópum sem hún var hluti af. Þegar ein okkar var við störf í Malaví fyrir Rauða kross- inn ákvað lítill hópur úr Netinu að nota tækifærið og bregða sér í heimsókn. Þetta voru lærdóms- ríkir og skemmtilegir páskar þar sem Guðbjörg var hrókur alls fagnaðar og alltaf til í ný ævin- týri. Á ferðalagi okkar um sveitir landsins var Teddi ofarlega í huga hennar og trjábútarnir sem hann langaði í frá fjarlægum slóðum og fóru nokkrir í ferðatöskuna hjá Guðbjörgu. Guðbjörg lifði lífinu lifandi og eitt það síðasta sem hún sagði við okkur var frá því þegar hún, sem ung kona, fór til spákonu sem sagði henni að hún myndi eiga gott líf þar til yfir lyki og nú væri komið að því. Að geta tekið því með slíku æðruleysi er ekki á allra færi og sýnir kjark og styrk þessarar fyrirmyndarkonu. Blessuð sé minning hennar. Fjölskyldunni allri vottum við einlæga samúð okkar. Fyrir hönd Netsins, Anna S., Edda og Hulda. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum hennar Gauju hans Tedda. Ég kynnist þeim þegar þau fluttu í Eskihlíðina fyrir margt löngu. Dóra, þá lítil, og hún og Hrefna frænka mín urðu perlu- vinkonur og eru enn. Guðbjörg, eða Gauja, mamma Dóru, var kjarnorkukona. Dugleg og áræðin og vílaði ekki fyrir sér að ráðast í það sem gera þurfti, hvort sem var að stofna félög, stjórna fundum eða læra nýtt tungumál. Eitt sumarið fór hún til Svíþjóðar að nema sænska tungu á vegum Norræna félagsins. Hún tók líka virkan þátt í kvenna- hreyfingum og hafði alltaf mikinn metnað fyrir hönd kvenna og var jafnréttiskona fram í fingurgóma. Mikið var oft gaman að sitja saman í eldhúsinu heima og ræða málin, stundum var Lilja mamma Gauju með í hópnum. Þá var sko ekki töluð nein tæpitunga. Mamma og Lilja urðu líka miklar vinkonur og gátu setið löngum stundum yfir kaffibolla. Teddi vann á þessum tíma á slökkvistöðinni og stutt að fara í vinnuna, bara að hoppa yfir eitt grindverk. Við krakkarnir höfð- um gaman af að fylgjast með bíl- unum þegar þeir fóru í útköll og fá að skoða þá í opnu húsi. Gauja var alltaf sístarfandi, vann úti og var lengi á Póstinum á Hlemmi og gekk þá alla daga í vinnuna. Var í leikfimiflokki og sinnti félagsmálum af miklum krafti, starfaði lengi í Eldliljunum sem var félagsskapur eigin- kvenna brunavarða á Slökkvi- stöðinni. Þær gerðu margt sér til skemmtunar og fóru meðal ann- ars í mörg ferðalög um landið. Gauja og Teddi voru mjög samrýmd og samtaka hjón og iðu- lega nefnd í sama orðinu. Teddi breytti til eftir margra ára starf í slökkviliðinu og fór að vinna við listir, búa til alls kyns fallega skúlptúra úr bæði tré og málum. Hann hefur haldið margar sýn- ingar, oft í Perlunni og er hægt að sjá mörg listaverk eftir Tedda víðs vegar um bæinn. Gott er að hafa góða jarðteng- ingu til að maður fljúgi ekki bara eitthvað út í buskann, Gauja var með hana og hélt öllu undir kont- ról. Hafði þann hæfileika að geta blandað geði við alla og fylgdist vel með því sem var að gerast hjá hverjum og einum. Gauja var með stórt heimili, þrjú börn og stóra fjölskyldu. Heimili þeirra var opið fyrir öll- um og mikill gestagangur, oft alla daga. Það sem var svo skemmti- legt í þeirra sambandi var það að þau gátu t.d. farið í frí en á hvor sinn staðinn. Teddi á skíði en Gauja í borgarferð með leikfimi- flokknum. Mig langar að lokum að segja frá einu litlu atviki sem sýnir hvað hún Gauja var einstaklega hug- ulsöm og nærgætin. Ég bauð Tedda að koma með mér á forsýn- ingu í íslensku óperunni, vissi hvað honum þætti gaman að fara, og sama dag hringdi Gauja og þakkaði mér sérstaklega fyrir þetta. Mig langar að þakka fyrir að hafa verið svo heppin að kynnast henni Gauju og fjölskyldunni allri. Innilegar samúðarkveðjur til Tedda, Ársæls, Dóru, Magga, tengdafólks, barna og barna- barna. Guð veri með ykkur á erf- iðri stundu. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Katrín Þorsteinsdóttir. Harðri baráttu við illvígan og miskunnarlausan sjúkdóm er lok- ið, enn einn okkar gömlu bekkjar- félaga frá Skógum varð að lúta í lægra haldi við ofureflið og hefur kvatt hérvistina. Vinskapur og kunningsskapur okkar félaganna nær aftur allt til um miðrar síð- ustu aldar, þegar við vorum í Skógaskóla. Þarna voru unglingar víða að af landinu sem bjuggu þar saman í heimavist, flestir í þrjá vetur. Glaðværð og samkennd settu svip sinn á hópinn og árgangur- inn okkar, 1955, var sá fyrsti sem Jón R. Hjálmarsson skólastjóri útskrifaði. Svo skildi leiðiren samkenndin lifði áfram þótt fund- um fækkaði. Nokkrir minni hópar innan árgangsins héldu þó áfram nánu sambandi innbyrðis, þar á meðal herbergisfélagar Guð- bjargar úr heimavistinni. Guð- björg Ársælsdóttir var hörku- dugleg kona og hún hóf lífsbaráttu sína strax eftir gagn- fræðaprófið, stofnaði ung heimili og eignaðist eiginmann og börn. Leiðir okkar Guðbjargar lágu aftur saman röskum tíu árum seinna, þegar hún fór að vinna í samgönguráðuneytinu, en þá var ég starfsmaður Flugmálastjórnar og leið mín lá oft þangað þar sem ég hitti hana. Við rifjuðum upp gömlu dagana á Skógum og ræddum um bekkjarsystkin sem við höfðum hitt nýlega. Í fram- haldi af því ákváðum við að kalla Skógahópinn okkar saman til endurfunda og heimturnar voru eftir vonum góðar. Þar með hófst nær 50 ára samvinna okkar Guð- bjargar við að efna reglulega til endurfundanna. Í fyrstu hittumst við á fimm ára fresti og fórum þá oftast í dagsferð saman, gjarnan að Skógum þar sem gaman var að koma og vel var tekið á móti okk- ur. Síðustu tíu árin hefur stór hluti eftirlifenda hist á hverju vori, rifj- að upp gamlar minningar og átt saman góða stund. Síðast hittumst við mörg með mökum okkar síðasta sumar og áttum saman skemmtilegt kvöld þar sem við, ásamt skólastjóra- hjónunum Jóni R. Hjálmarssyni og Guðrúnu Ólöfu Hjörleifsdótt- ur, héldum upp á 60 ára braut- skráningu okkar. Þá hafði Guð- björg gengið í gegnum stífa krabbameinsmeðferð og horfurn- ar virtust nokkuð góðar. Í vetur seig svo aftur á ógæfuhliðina og að lokum var stríðið tapað. Í árganginum okkar, 1955, vor- um við alls 44 og nú eru samtals 14 úr hópnum horfnir yfir móð- una miklu. Við gömlu bekkjar- systkinin frá Skógum kveðjum fallinn félaga með söknuð í huga, biðjum góðan Guð að blessa minningu Guðbjargar Ársæls- dóttur og vottum Tedda hennar og fjölskyldunni innilega samúð okkar á sorgarstundu. Skúli Jón Sigurðarson. Guðbjörg Ársælsdóttir setti svip á líf samferðamanna sinna. Við Guðbjörg kynntumst í samgönguráðuneytinu á níunda áratugnum og unnum lengi og ná- ið saman. Hún hafði mikla starfs- orku og gekk til allra verka af kunnáttu og krafti. Rammi starfslýsinga takmarkaði ekki at- hafnir hennar heldur gerði hún sér grein fyrir því að starf hennar var í þágu þjóðarinnar og þjón- ustulundin var rík. Allt stuðlaði þetta að því hver farsæl hún var í starfi. Guðbjörg var mörgum kostum búin og ég naut samverunnar með henni. Hún lét sig varða vel- ferð okkar, gaf góð ráð og við nut- um umhyggju hennar. Hún ræktaði garðinn sinn og kunni svo vel þá list sem er allra mest um vert. Listina að lifa vel. Hún tók lífinu af mikilli skynsemi. Það var eitthvað svo heillandi við Guðbjörgu og hún gleymist eng- um sem henni kynntust. Hvatn- ing hennar og kærleikslund voru dýrmætir eiginleikar. Hún var mjög hreinskilin og hjálpsöm og þeim sem hún veitti fylgi sitt brást hún aldrei. Hún reyndist mörgum vel og vann góðverkin án margra orða. Hún var sjálfstæð kona sem stóð vörð um réttindi kvenna. Hún kunni að hvetja konur til dáða og efla með þeim sjálfs- traust. Fáir voru glaðari en hún þegar konur fengu framgang og nutu réttlætis. Ég er þakklát fyrir kynni af Guðbjörgu og að hafa átt hana að hollvini. Eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldu allri votta ég ein- læga samúð. Ragnhildur Hjaltadóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 ✝ Skúli Gunn-arsson fæddist að Hlíð í Þorska- firði 27. maí 1924. Hann lést 23. apríl 2016. Foreldrar hans voru Sólrún Helga Guðjónsdóttir, f. 24. febrúar 1899, d. 21. janúar 1985, og Gunnar Jóns- son, f. 18. maí 1896, d. 25. febrúar 1979. Skúli var þriðji elsti af 11 systkinum. Þau eru: Ólafur, f. 8.5. 1921, Guð- jón, f. 17.6. 1922, Skúli, f. 27.5. 1924, Jón Halldór, f. 21.9. 1927, Steinn, f. 13.2. 1929, Sigrún, f. 4.3. 1931, Elín, f. 15.3. 1933, Sig- fús, f. 21.9. 1937, Halldór Dalk- vist, f. 30.12. 1936, Halldór, f. 26.6. 1943, og Guðjón Dalkvist, f. 5.7. 1944. Eiginkona Skúla var Dröfn Hannesdóttir kennari, f. 11.11. 1935, d. 23.1. 1998. Þau kynntust bandi, Védísi Daníelsdóttur, f. 2.8. 1957. Skúli fæddist að Hlíð í Þorska- firði. Hann fluttist að Gilsfjarð- armúla í Barðastrandarsýslu vorið 1932. Hann lauk fullnaðarprófi úr barnaskóla Geiradals, Geiradals- skóla, árið 1938. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reyk- holti veturinn 1942 til 1943, nam ensku í Námsflokkum Reykjavík- ur veturinn 1949-1950, stundaði nám við Handíða- og myndlista- skólann í Reykjavík, kennara- deild, veturinn 1949-1950, og var við nám veturinn 1954-1955 í Iðn- skóla Seyðisfjarðar. Skúli var farkennari í Álftanes- skólahverfi og Hraunsskólahverfi árin1945-1949. 1950-1959 starfaði hann hjá Barnaskóla Seyð- isfjarðar sem kennari og kenndi handavinnu pilta, náttúrufræði og teikningu. Hann kenndi smíðar, náttúru- fræði, landafræði og ljósmyndun við Vogaskóla í Reykjavík á árunum 1961-1994. Útför Skúla fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. maí 2016, klukkan 15. í lok október 1959, trúlofuðust 23. des- ember 1959 og voru gefin saman í Lang- holtskirkju af séra Árelíusi 1. janúar 1960. Dröfn og Skúli eignuðust saman þrjú börn: 1) Sólrún Skúladóttir, f. 6.10. 1960, gift Ingvari Kárasyni, f. 19.2. 1953. Börn þeirra eru: a) Skúli, f. 4.3. 1979. b) Ásta Hrönn, f. 4.4. 1984. Hún á dæturnar Maríu Sól, f. 24.3. 2006, og Tindru Mist, f. 24.9. 2012. c) Arna Rún, f. 14.9. 1996. d) Dröfn Ólöf, f. 9.1. 2004. 2) Sindri Skúlason, f. 24.2. 1967, giftur Magneu Margréti Frið- geirsdóttur, f. 20.11. 1965. Börn þeirra eru Tinna Sif, f. 9.9. 1992, og Aníta Dröfn, f. 12.5. 1999. 3) Sólbrá Skúladóttir, f. 21.10. 1976, gift Rune Lund, f. 27.9. 1969. Dröfn átti dóttur af fyrra sam- Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Þegar ég hugsa til baka hlýnar mér um hjartarætur er koma upp ótal fallegar minningar sem átt- um við saman. Ég man eftir að hafa klætt mig vel til að geta farið í göngutúra með afa mínum, litlir fætur sem skoppuðu við hlið afa síns sem valhoppar af kæti yfir því að lóan sé komin með vorið. Fróðleiksþyrstur hugurinn tók við öllum upplýsingum um leyndardóma sumarsins er þú bentir mér á hinar ýmsu tegundir fugla, lést mann hlusta á hljóðin og hermdir jafnvel eftir þeim, lést mann snerta gróður og sagð- ir manni sögur til að kenna manni hvað væri hvað. Það var alltaf spennandi að fá að fara í heimsókn í Hvassaleitið, ung vissi maður að hjá ömmu og afa var alltaf hægt að finna góðan mola og þá hefð hélst þú í eftir að amma féll frá. Ég man eftir nokkrum hádegishléum í MH þar sem maður rölti til afa síns. Þú varst alltaf spenntur að fá að vita hvað var verið að kenna manni og ef eitthvað veltist fyrir manni átt- ir þú yfirleitt gott og gamalt spakmæli til að opna huga manns fyrir þeim lærdómum sem leynd- ust í náminu eða lífinu sjálfu. Þú, afi minn, sýndir öllum sem á vegi þínum urðu kurteisi og kærleika, bros þitt eitt gat birt upp skammdegið. Það er því ekki skrýtið hversu vel þú varst liðinn hvert sem þú fórst. Yndislegur maður með hjarta úr gulli og það sýndir þú nemendum þínum öll þín ár sem kennari. Það eru ófá skiptin sem ég hef hitt á förnum vegi fólk sem brosir allan hringinn þegar þau heyra hver afi minn var. „Hann Skúli, hann kenndi mér, frábær kennari.‘‘ Þetta voru yfirleitt viðbrögðin, svo fékk maður að heyra skemmtilegar sögur frá kennslu- stundum hjá þér, allir báðu kær- lega að heilsa og það brást ekki að þú mundir eftir þeim þegar maður skilaði kveðjunni. Kennarinn sem varð frægur fyrir að kenna vel og skella sér svo í leik með nemendum í frí- mínútum. Ég eins og allir aðrir sem þekktu þig varð betri manneskja fyrir það eitt að hafa þekkt þig. Góða ferð yfir, elsku afi minn. Skilaðu kveðju til ömmu þar til ég sé ykkur aftur. Ég lýk hér kveðju minni með ljóði sem mér finnst lýsa sál þinni á alla vegu. Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur, og allar þínar gjafir lýsa þér og ekkert sýnir innri mann þinn betur en andblær hugans, sem þitt viðmót ber. Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur og lífið daprast, ef hún ekki skín, svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur og undir því er komin gæfa þín. (Árni Grétar Finnsson) Afastelpa að eilífu. Ásta Hrönn Ingvarsdóttir. „Fuglaáhugann fékk ég löngu áður en ég vissi að myndavélar væru til og áhuginn hefur ekkert minnkað enn.“ Þessi orð féllu úr munni þessa hógværa manns sem við fylgjum hinstu sporin til grafar í dag. Þetta eru minnisstæð orð sem hann lét falla á myndasýningu S- hópsins svokallaða haustið 2010 hjá Fuglavernd, þá 86 ára. S-hóp- urinn, eins og við í gamni köllum okkur, samanstóð af Skúla heitn- um,Sindra syni hans og æskuvin- ar míns, mér og Sigurjóni Ein- arssyni. Við áttum það allir sameigin- legt að nöfn okkar allra byrjuðu á s og svo áttum við allir fugla- áhugann og allt sem því tengist sameiginlegt. Við vorum búnir að ferðast mikið saman frá 2008 til að skoða fugla og mynda allt fram á þann dag sem Skúli missti þrek til þess, sem tiltölulega skammt er síðan. Það var alveg með ólíkind- um áhuginn og eljan hjá þessum höfðingja allan þennan tíma og að byrja háaldraður af fullum þunga sem aldrei fyrr að mynda og sjá nýjar flækingsfuglategundir. Skúli hafði þó alltaf haft mikinn fuglaáhuga, löngu áður en við hinir þrír mynduðumst í móður- kviði, og úr varð þessi ferðahóp- ur. Mér skilst að Skúli hafi byrjað að mynda fugla með kassam- yndavél árið 1944 og upp frá því alltaf myndað fugla en nokkuð örugglega ekki af þeim krafti sem hann, háaldraður, tók upp á að gera og tileinka sér stafrænar myndatökur og úrvinnslu í tölvu. Skúla hef ég þekkt í næstum hálfa öld eða frá því að við Sindri sonur hans kynntumst í æsku og höfum verið vinir síðan. Skúli fylgdi okkur Sindra oft gangandi fyrstu sporin í skólann í gamla daga og í dag fylgi ég honum af auðmýkt og fullur þakklætis síð- ustu skrefin úr þessari jarðvist. Fuglaáhugann fékk ég sjálfur á unga aldri og snemma eignaðist ég fuglabók AB og var einhver besta stund lífs míns þegar ég fékk hana í hendurnar og eins og þú sjálfur sagðir frá þá ágerist þetta áhugamál og er alltaf jafn- spennandi. Oft gat ég leitað til þín með spurningar tengdar fugl- um. Takk fyrir það, Skúli minn, og takk fyrir að smita Sindra líka af þessu áhugamáli. Þakka þér fyrir allar skugga- myndasýningarnar, slides, í Hvassaleiti 16 í gegnum tíðina bæði af fuglum og frá gönguferð- um þínum um landið. Þið áttuð gott, heilbrigt og nægjusamt heimili þú og Dröfn konan þín sem féll frá 1998. Þið voruð alltaf yndisleg við mig. Ég veit að þú varst hæfileika- ríkur og hagur á svo mörgum sviðum. Okkar yndislega land átti hug þinn allan líka. Göngu- garpur varstu mikill á árum áður, hafsjór af þjóðlegum fróðleik og um allt sem tengdist Íslandi. Það er langur listi. Þú hafðir enga þörf fyrir að láta þeyta fyrir þér lúðra eins og svo margir í nútímanum hafa óhemju mikla þörf fyrir. Þeir sem eru eitthvað þurfa þess ekki, vin- ur. Þar ert þú á meðal. Orð eins og nægjusemi, hóg- værð, þakklæti, auðmýkt og önn- ur í þeim dúr koma upp í hugann þegar ég minnist þín. Orð sem heyrast allt of sjaldan í dag. Kannski lykillinn að hamingju og gæfuríku lífi og bjartri framtíð lands og þjóðar. Þú varst þannig. Sveinn Jónsson. Skúli Gunnarsson Kveðja frá barna- börnum. Er vorið blær og fagrar grundir gróa og geislar himins leika um hæð og mó, er syngur „dírrin dí“ í lofti lóa Bergþóra Ósk Loftsdóttir ✝ Bergþóra ÓskLoftsdóttir fæddist 27. ágúst 1947. Hún lést 23. apríl 2016. Útför Bergþóru Óskar fór fram 2. maí 2016. og ljóssins englar dansa um strönd og sjó. Við komum elsku amma, til að kveðja með ástarþökk og bænarljóð á vör. Þín æðsta sæla var að gefa og gleðja, og góðir englar voru í þinni för. (ÁN) Þín ömmubörn, Alexander, Ósk, Vilhjálmur Jón og Jóhanna Inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.