Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. M A Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  103. tölublað  104. árgangur  MAN EKKI EFTIR ÖÐRU EINS ÆVINTÝRI RÝNT Í HÖF- UNDARÉTT Í DANSSKÖPUN HEILSUPASSI FYRIR FÓLK MEÐ ÞROSKAHÖMLUN DANSFLOKKURINN 38 HEILSANMIN.INFO 12SIGUR LEICESTER ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Mýrdalshreppur Sveitarstjórnin hefur lokað á skammtímaleigu húsnæðis.  Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi hefur ákveðið að banna alla skammtímalegu húsnæðis innan sveitarfélagsins. „Við viljum njóta þess sem ferða- þjónustan skilar til uppbyggingar og eflingar samfélagsins,“ segir Ás- geir Magnússon sveitarstjóri, „en viljum líka búa hér í venjulegu, hefðbundnu samfélagi, þar sem íbú- arnir stunda vinnu á staðnum og greiða sína skatta og skyldur. Það gagnast okkur lítið ef enginn býr í húsunum hér og aðeins eru greidd af þeim fasteignagjöld.“ Í Vík og nágrenni búa 540 manns en gistirými á staðnum eru um 1.300. Hlutfallið er hvergi hærra hér á landi. »2 Skammtímaleiga húsnæðis bönnuð í Mýrdalshreppi Kannabis » WHO áætlar að 182 milljónir manna neyti kannabisefna. » Árið 2014 leituðu 589 kanna- bisfíklar á Vog. » 95% kannabisfíkla á Vogi eru með vímuefnafíkn á hástigi. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Kannabisneysla Íslendinga er meðal þess mesta sem þekkist í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, þar sem segir að yfir 8% landsmanna neyti efnisins. Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri sjúkrahússins Vogs, segir að taka eigi slíkum al- þjóðasamanburði með fyrirvara. „Þetta segir okkur þó það að við er- um vel á pari við aðrar þjóðir í kannabisneyslu,“ segir Þórarinn. „Einu opinberu gögnin sem við erum með eru tölur um þá sem leita sér aðstoðar,“ segir Arnar Jan Jóns- son, læknir og einn forsvarsmanna Fræðslufélags fagfólks um kanna- bisneyslu, hóps fagfólks, sem nú hefur opnað kannabis.is sem er upp- lýsingasíða um áhrif kannabisefna. Nýjustu tölur frá SÁÁ, sem eru frá árinu 2014, sýna að þeim sem þangað fara í meðferð við kannabis- fíkn hefur fjölgað umtalsvert undan- farin 20-30 ár. Árið 1991 voru kann- abisfíklar 16% sjúklinga á Vogi en hlutfall þeirra var rúmlega tvöfalt hærra, 33%, árið 2014. Kannabisneysla sögð mikil  Í skýrslu WHO segir að yfir 8% Íslendinga neyti kannabisefna  Vel á pari við aðrar þjóðir, segir Þórarinn Tyrfingsson  Þriðjungur á Vogi er með kannabisfíkn MMeðal mestu kannabisþjóða? »10 Morgunblaðið/RAX Þingvellir Til stendur að rukka sólarhringsgjald á bílastæðum. Óánægja er meðal ferðaþjónustu- fyrirtækja með fyrirkomulag gjald- töku á bílastæðum og salernum á Þingvöllum. Til stóð að hefja gjaldtöku á bíla- stæðunum síðasta haust en því var frestað til 1. maí sl. Aftur var þessu frestað og nú til 16. maí. Rukka á eitt sólarhringsgjald fyrir hvert öku- tæki, óháð því hve lengi gestir þjóð- garðsins staldra við, og mishátt eftir stærð ökutækisins. Þannig er gjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 750 krónur fyrir ferðamannajeppa, 1.500 krónur fyrir litlar rútur og 3.000 krónur fyrir stórar rútur. Þórir Garðarsson hjá rútufyrirtækinu Gray Line segir ferðaþjónustufyrirtæki telja það andstætt hugmyndum um álagsstýr- ingu að hafa aðeins möguleika á sólarhringsgjaldi á Þingvöllum. Öll önnur bílastæðakerfi sem hann þekki til séu byggð á tímamælingu, enda sé gjaldtaka á bílastæðum víð- ast hvar hugsuð til að dreifa álagi. Viðræður hafa átt sér stað á milli ferðaþjónustufyrirtækja og þjóð- garðsvarðar um fyrirkomulag gjald- töku á Þingvöllum án þess að niður- staða hafi fengist. »4 Óánægja með gjaldtöku  Gjaldtöku á bílastæðum á Þingvöllum hefur verið frestað Þegar kemur fram í maí verður bragurinn í skól- um landsins gjarnan léttari en endranær, enda er þá bryddað upp á ýmsu sem er utan hefðbund- innar dagskrár. Krakkarnir í Langholtsskóla í Reykjavík fóru í vikunni í gönguferð um Laugardalinn, sem er gróskumikil útivistarparadís sem grænn litur færist nú yfir. Þessa dagana er frekar milt í veðri sunnanlands og fyrir vikið dafnar allt og grær. Á sama tíma hafa Norðlendingar hins veg- ar vaknað upp við fannhvíta jörð á morgnana. Misskipt er mannanna láni. Í gönguferð um grænan Laugardalinn Morgunblaðið/Eggert Útivist í Langholtsskóla á fallegum vordegi  Þríburar fæð- ast að meðaltali hér á landi ann- að hvert ár. Ein þríbura- fæðing var á Landspítalanum á tímabilinu frá janúar til mars í ár og 16 tvíbura- fæðingar. Flestir fjölburar sem fæðast hér á landi koma undir á náttúrulegan hátt eftir að lögum um tæknifrjóvganir var breytt árið 2009, en eftir það var aðeins heim- ilt að setja upp einn fósturvísi í senn. »4 Einir þríburar fæðst á árinu Steingrímur J. Sigfússon, þingmað- ur VG og fyrrverandi fjármálaráð- herra, segir það litlu hafa breytt hvað snertir útgjöld ríkisins að SpKef skyldi hafa verið stofnaður á rústum Sparisjóðs Keflavíkur. Steingrímur rifjaði upp á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að í apríl 2010 hefði mönn- um orðið ljóst að eigið fé Sparisjóðs Keflavíkur væri uppurið. „Þannig verður sú viðmiðun til að það gæti þurft eina 12-13 milljarða, kannski, til að endurfjármagna sparisjóðinn. Það er að segja leggja honum til nægilega mikið nýtt eigið fé þannig að hann komist yfir viðmið- unarmörkin. Ég held að það breyti síðan mjög litlu um endanlega út- komu ríkisins að sparisjóður SpKef varð til og rekinn í ellefu mánuði. Það eru óverulegar fjárhæðir sem það breytir,“ sagði Steingrímur. Þingnefndin ræddi um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um or- sakir erfiðleika og loks fall sparisjóð- anna. Við það tilefni sagði Gylfi Magnússon, fv. viðskiptaráðherra, að kostnaður ríkisins af SpKef hefði fyrst og fremst legið í rekstri. »16 Stofnun SpKef hafi breytt litlu fyrir ríkið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.