Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Winston Churchill sagði að sam-eiginlegt tungumál væri það sem helst skildi að Breta og Banda- ríkjamenn. Skondin orð rifjuðust upp nýlega.    Breskir ESB-útgöngumenn reiddust því að for- sætisráðherra þeirra hefði látið Obama forseta blanda sér í kosningabaráttu um veru Breta í ESB. Þeir sögðust vissir í sinni sök af tveimur ástæðum. Forsetinn, gestkomandi í land- inu, myndi aldrei blanda sér að fyrra- bragði í svo viðkvæm bresk innanríkismál.    En útslagið gerði þó setning semforsetinn notaði sem lokahnykk innleggs síns. Sú snerist um það, að færu Bretar úr ESB fengju þeir ekki aðild að fríverslunarsamningi þess og Bandaríkjanna. Obama sagði að Bretar myndu enda „back of the queue“. Samsærissmiðir sögðu þetta ensku en ekki amerísku. Forsetinn hefði bersýnilega fengið hótunina á miða frá Downingstræti 10.    En vera má, að allt loft sé þegarúr þessari hótun, hver sem á höfundarréttinn. Því í gær tilkynnti Hollande forseti að Frakkland vildi „að svo stöddu“ engan viðskipta- samning við Bandaríkin. „Við erum ekki hlynnt fríverslun án þess að um hana gildi reglur,“ segir Hollande og bætir við að hann hafni því að fórna hagsmunum fransks landbúnaðar og franskrar menningar.    ÍÞýskalandi hefur andstaða við frí-verslunarsamning aukist eftir að drög hans láku.    Þar fór sú ógnin. David Cameron Fælingin fauk STAKSTEINAR Barack Obama Veður víða um heim 3.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 léttskýjað Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri 7 alskýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 15 skúrir Brussel 16 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 8 skýjað London 12 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 12 skýjað Vín 12 skýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 skúrir Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -5 léttskýjað Montreal 3 skúrir New York 16 alskýjað Chicago 9 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:47 22:03 ÍSAFJÖRÐUR 4:35 22:25 SIGLUFJÖRÐUR 4:17 22:09 DJÚPIVOGUR 4:13 21:36 Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 26. maí nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Dagskrá 1 Skýrsla stjórnar 2 Kynning ársreiknings 3 Tryggingafræðileg athugun 4 Fjárfestingarstefna sjóðsins 5 Kosning stjórnar og varamanna 6 Kjör endurskoðanda 7 Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8 Laun stjórnarmanna 9 Önnur mál Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á vef sjóðsins, frjalsi.is, tveimur vikum fyrir ársfund. Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs. Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi síðar en sjö dögum fyrir ársfund og ber að tilkynna framboð til stjórnar með sannanlegum hætti. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Bjarni Bene- diktsson, fjár- mála- og efna- hagsráðherra, segist ekki sjá annað en ágætis gangur sé í þing- legri meðferð húsnæðis- frumvarpa Eyglóar Harðar- dóttur félags- málaráðherra og menn ættu að spara sér að fella dóma um fram- gang frumvarpanna á meðan svo er. Þetta sagði fjármálaráðherra þeg- ar hann var spurður hvað hann segði um þau orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, á 1. maí að forsendur kjarasamninga myndu bresta ef húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur næðu ekki fram að ganga á yfirstandandi þingi. Spurður hvort hann teldi þá að ekkert ætti að geta komið í veg fyrir það að húsnæðisfrumvörpin yrðu að lögum fyrir næstu alþingiskosningar sagði Bjarni: „Það er að minnsta kosti allt of snemmt að fella ein- hverja dóma um það á meðan þingið er með málin í eðlilegri efnislegri meðferð.“ Eins og fram kom í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í fyrradag koma kjarasamningar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins næst til endurskoðunar í febrúar 2017. agnes@mbl.is Í eðlilegri þinglegri meðferð Bjarni Benediktsson  Telur ótímabært að fella dóma Lögmennirnir Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Gunnar Sturluson eru nýir fulltrúar stjórnar- flokkanna í stjórn Ríkisútvarpsins og fyrir stjórnarandstöðuna koma ný í stjórn þau Lára Hanna Einarsdóttir og Jón Ólafsson. Þessi fjög- ur koma í stjórnina í stað þeirra Ingva Hrafns Óskarssonar, Eiríks Finns Greipssonar, Ásthild- ar Sturludóttur og Bjargar Evu Erlendsdóttur, sem þar hafa átt sæti síðustu misseri. Kosið var í hina nýja stjórn Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær. Stjórnina skipa þau nú þau Guð- laugur Sverrisson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson, Heiðrún Lind Mar- teinsdóttir og Gunnar Sturluson fyrir ríkis- stjórnarflokkana. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar þar eru Mörður Árnason, Friðrik Rafnsson, Lára Hanna Einarsdóttir og Jón Ólafsson. sbs@mbl.is Fjögur ný taka sæti í stjórn Ríkisútvarpsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.