Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Orð fá því varla lýst hversu mikið mér þykir vænt um afa Gest og hversu mikil áhrif hann hafði á mig. Afi Gestur var, eins og ég þekkti hann, mjúkur maður. Aldrei feiminn við að sýna tilfinn- ingar sínar, tjá ást sína, svo ég tali nú ekki um faðmlagið, betra faðmlag finnur maður ekki. Afi var með fallegustu hendur sem ég hef augum litið og rithöndin eftir því, fullkomin. Þegar ég var lítil var ég svo heppin að fá að búa um tíma ásamt mömmu heima hjá ömmu Maju og afa Gesti í Rauðagerð- inu. Mikið var gott að vakna snemma og skríða upp í til ömmu og afa og kúra aðeins lengur. Afi Gestur tók mikinn þátt í uppeldi mínu og í að móta mig sem ein- stakling. Reglurnar sem hann hafði og lét mig fylgja eru reglur sem mín börn þurfa að fylgja einnig í dag. Stundum fékk ég að fara með afa í vinnuna. Oft á tíðum var hann á fundum með mönnum úti í bæ og það stoppaði hann ekkert þó ég væri með, ég sat þessa fundi með þeim og fannst ég mjög mikilvæg dama og hlustaði vel og vandlega. Amma og afi voru dugleg að Gestur Bjarki Pálsson ✝ Gestur BjarkiPálsson fædd- ist 14. maí 1934. Hann lést 17. apríl 2016. Útför Gests var gerð 2. maí 2016. fara í sund og fékk ég oft að koma með. Að sitja með þeim í pottinum og hlusta á umræðurnar sem fram fóru held ég að hafi gert það að verkum að ég ber mikla virðingu fyrir eldra fólki og hef alltaf gert. Reyndar er eldra fólk mitt uppáhaldsfólk. Enda er ég sjúkraliði í dag og hef starfað mestmegnis við umönnun aldraðra. Það er skrítið hvað situr eftir í minningunni, jafnvel mjög ómerkilegir hlutir. En þessar minningar mun ég geyma í hjarta mér að eilífu, elsku afi minn. Takk fyrir skilninginn, gleðina, samveruna og umhyggjuna. Takk fyrir allt. Elska þig, afi minn. Þín, Thelma. Elsku afi minn. Það sem ég sakna þín mikið. Ég er svo þakk- lát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Minning- arnar eru margar og mun ég allt- af minnast þín með hlýju í hjarta. Þú varst alltaf svo ánægður þegar við fjölskyldan komum í heim- sókn og ég gleymi því aldrei hvað þér fannst gaman að hlýja og nudda köldu tærnar mínar. Svo naustu þess að hlusta á mig og Evu systur spila á píanóið ykkar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, fyrir að hafa þig í mínu lífi og þú gast allt- af látið mér líða betur. Ég mun aldrei gleyma þér, minning þín lifir í hjarta mér og ég hugsa til þín daglega. Þú ert kominn á betri stað og þegar minn tími kemur, þá hitti ég þig aftur. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Ég elska þig og mun alltaf gera. Kveðja, Anna Lóa. HINSTA KVEÐJA Elsku Gestur. Þakka þér samfylgina í 40 ár. Við mættumst fyrir til- viljun og örlögin tóku völd- in. Þakka þér fyrir allt sem við áttum sameiginlegt, sönginn, ferðirnar um land- ið, sem og erlendis. Fyrir stundirnar í Ferjunesi, sem við byggðum upp saman. Þegar við kveðjum skiljum við eftir mikinn auð í börn- unum okkar, sem við meg- um vera þakklát fyrir. Guð veri með þér á nýj- um stað. Þín eiginkona, María (Maja). Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæll á ljóssins friðar strönd leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Gestur minn, megi verndarenglarnir vaka yfir þér. Ég veit að nú ertu kominn í Sumarlandið og líður vel. Með kveðju, þín fóstur- systir, Stella Guðvins. ✝ Eysteinn Guð-laugsson fædd- ist í Hafnarfirði 17. júlí 1936. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. apríl 2016. Foreldrar hans voru Guðlaugur Jónson, vélstjóri í Hafnarfirði, f. 10. maí 1909 á Eski- firði, d. 19. mars 1992, og Torfhildur Torfadóttir, f. 8.mars 1913 í Móakoti,Vatnsleysuströnd, d. 5. febrúar 1982. apríl 1945 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðm. Gunnar Hall- dórsson, f. 10. apríl 1926, í Snæ- fjallahreppi, og Friðdóra Jó- hannesdóttir, f. 1. desember 1923 í Keflavík á Snæfellsnesi, d. 24. janúar 2009. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Guðrún kennari, f. 11. apríl 1970 í Hafnarfirði. Hún giftist Skarphéðni Eiríkssyni, börn þeirra eru Sindri, f. 23. júlí 1990, og Hildur, f. 23. ágúst 1993. Þau skildu. b) Eysteinn tónlistarmaður, f. 2. október 1976 í Hafnarfirði. Sonur hans og Guðnýjar Önnu Þóreyj- ardóttur er Eyþór, f. 23. janúar 1999. c) Gunnar Már Levísson kaupmaður í Hafnarfirði, f. 18. mars 1961. Maki hans er Guðrún Johansen. Útför Eysteins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4. maí 2016, klukkan 13. Hann lauk barna- skólaprófi og fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1962. Hann stund- aði sjómennsku á sínum yngri árum, síðast sem stýri- maður á Faxa GK 24. Árið 1976 hóf hann störf hjá Til- kynningaskyldu fiskiskipa og starfaði þar til árs- ins 2005. Eysteinn giftist 12. september 1970 Ólöfu Gunnarsdóttur, f. 14. Sterkur og traustur, það var pabbi minn. Fámáll og blíður, það var pabbi minn. Elskandi, það var pabbi minn. Snertandi og strjúkandi, það var pabbi minn. Iðandi, það var pabbi minn. Ja, þú ert eins og pabbi þinn, getur aldrei legið kyrr, hvaða ið er þetta alltaf í fótunum á ykkur? Þú hefur þetta frá pabba þínum. Að vera samt pollróleg eins og hann var, ég er að vinna í því. Það hefst ekkert með æsingi, ég veit, pabbi minn, er að læra það. Duglegur og fylginn sér, það var pabbi minn. Tryggur, það var pabbi minn. Að eiga garð, og rækta sitt, skiptir máli það sagði pabbi minn. Ættrækni og traust tengsl, að þykja vænt um og sinna sínum það var pabbi minn. Hafið það var pabbi minn Leið best sem næst seltunni, útá sjó, á vaktinni eða útí skúr, pus og sól, það var pabbi minn. Fyndinn og glettinn, það var pabbi minn. Ákveðinn og ósérhlífinn, það var pabbi minn. Handlaginn og hjálpsamur, ég þekki engan sem getur allt þegar kemur að framkvæmdum eins og þú pabbi minn, kunnir allt, slá upp, pípa, leggja rafmagn, múra og allt hitt. Hann gerði þetta allt með vinstri og fór létt með og alltaf með bros á vör og alltaf tilbúinn að hjálpa, redda, gera og græja, það var pabbi minn. Eitthvað bilað – hringja í pabba. Þarf að redda einhverju – hringja í pabba. Pabbi, hvernig skrifar maður, hvað segir maður aftur þegar … Það er eins og þessar nýtísku auglýsingar, þar sem pabbinn reddar öllu séu inn- blásnar af þér. Fínn, nýrakaður og ilmandi, man alveg þegar við vorum að raka okkur saman, ég horfði dol- fallin á þig, og fékk sápu á kinn, eins og þú, svo skófum við skeggið af saman og hlógum, það var pabbi minn. Þú varst sagnfræðingur. Allar sögurnar og atvikin. Hvernig mundirðu þetta allt, ég kann fleiri sögur úr þinni æsku, lífinu í Firðinum og öllu fólkinu sem þú kynntist, en ég man úr mínu lífi og æsku og mér finnst ég þekkja allt þetta fólk, það var pabbi minn. En hann sagði mér líka prakk- arasögur af sér í æsku, ja hérna. „Af hverju fer afi alltaf langsíð- astur að sofa, og þegar við vökn- um er hann búinn að taka hring á golfvellinum kominn á kaffi tvö eða þrjú og býður okkur góðan daginn.“ Spurði hann Sindri minn. Kjötsúpan þín, að elda kjöt- súpu í tvo til þrjá daga og bjóða öllum til. Þú elskaðir það og við nutum í botn. Pabbi minn var besti pabbinn, ekki spurning, hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla, hlusta og nostra við barnabörnin sín, þau muna það. Þú varst pabbi minn og ég var pabbastelpan þín. Guðrún Eysteinsdóttir. Elsku pabbi, eða Steini eins og ég kallaði þig alltaf. Margs er að minnast þegar ég fer í hug mínum yfir þann góða tíma sem ég átti með Steina. Hann gekk mér í föðurstað þegar ég var sex ára og var alltaf stoð mín og stytta. Hann Steini hugsaði sitt í hljóði og gekk síðan til verka og fram- kvæmdi. Ein af mínum góðu bernsku- minningum með honum var þegar hann var að gera við Benz-bíl sem hann átti. Ég fékk að koma með á verkstæðið, en hann var búinn að fjarlægja botninn úr bílnum og var að sjóða nýjan botn í bílinn. Í barnsminni er þessi minning skýr og yljar mér um hjartarætur eins og svo margar aðrar minn- ingar um Steina. Og ein önnur minning kemur í huga minn, sum- arið góða sem ég fór til sjós með Steina. Ég var þar með fengsælum sjó- mönnum, þeim Steina, Munda frænda og Stebba, þeir voru varla búnir að stoppa bátinn þá fylltist hann af fiski, já þetta voru góðir tímar. Kveðjustundina bar brátt að en ég og systkini mín dáumst að og erum stolt af þeim styrk sem mamma hefur sýnt. Ég trúi að þú sért kominn á betri stað, Steini minn. Fann ég á fjalli fallega steina faldi þá alla vildi þeim leyna, huldi þar í hellisskúta heillasteina alla mína unaðslegu óskasteina. Langt er nú síðan leit ég þá steina lengur ei man ég óskina neina er þeir skyldu uppfylla um ævidaga ekki frá því skýrir þessi litla saga. Gersemar mínar græt ég ei lengur geta þær fundið telpa eða drengur silfurskæra kristalla með grænu og gráu gullna roðasteina rennda fjólubláu. (Hildigunnur Halldórsdóttir.) Kveðja, Gunnar Már. Í dag kveð ég minn elskulega bróður. Minningarnar eru margar sem flögra um hugann minn, ljúfar, en á sama tíma er sárt að horfa á eftir bróður mínum sem mér þykir svo vænt um. Ég man þegar mamma var að láta þig lesa, ég fylgdist með á hvolfi og lærði að lesa um leið. Þegar þú fórst með mig á skauta og kenndir mér að hjóla undir stöng. Þú varst stríðinn og oft stutt í grín og glens hjá þér en aldrei svo að það særði neinn. Ég man vel allar Borgarfjarð- arferðirnar sem við fórum saman ég, þú og Magga, þú varst svo fróður og hafðir gaman að því að fræða okkur um fjöllin og um- hverfið. Það var svo yndislegt að fara með þér því Borgar- fjörðurinn var okkur svo kær. Eftir að pabbi fór var svo gott að koma í kaffi til þín, við áttum góðar stundir, ræddum margt og fórum yfir liðna tíð. Síðustu mánuðir hafa verið þér erfiðir en núna þú ert laus við kvalirnar sem þú hafðir og þér líð- ur betur og ég veit að mamma og pabbi taka vel á móti þér. Ég er þakklát fyrir alla þá um- hyggju sem Ólöf sýndi þér í veik- indum þínum. Ólöfu og börnunum sendi ég innilegar samúðarkveðjur, megi góður Guð vera með þeim og styrkja í sorginni. Guð geymi þig. Þín systir, Sigrún Ásta. Þegar ég frétti að Steini frændi minn ætti stutt eftir á þessu jarð- ríki komu upp í hugann ýmsar minningar, margar frá löngu liðn- um tíma en einnig frá nýliðnum árum. Og nú við þessi leiðarlok minnist ég kynna okkar og sam- verustunda með þakklæti og söknuði. Ég minnist Steina fyrst á æskuheimili mínu Gilsstreymi í Lundarreykjadal sem barn, en þar var Steini tíður gestur frá því að ég man fyrst eftir mér, og alla tíð síðan. Bæði á sumrum og eins að vetri til og einu sinni minnist ég þess að hann var fram að jólum, gekk hann jafnan til þeirra starfa sem var verið að sinna á hverjum tíma. Hann átti stað í huga mér og vil ég með þessum orðum þakka fyrir hlýju hans og umhyggju alla tíð. Gaman var undanfarin sumur þegar hann kom í heimsókn til mín ásamt fjölskyldu sinni og systrum og var með í sumarsam- komu fjölskyldunnar frá Gils- streymi. Auk annarra heimsókna og samverustunda. Elsku Steini, takk fyrir hlýju, kærleik og allar ánægjustundir, blessuð sé minning þín. Ég sendi Ólöfu, börnunum og fjölskyldunni allri mínar bestu samúðarkveðjur. Helga Hannesdóttir. Kær bróðir minn er fallinn frá og verður hans sárt saknað. En minningarnar ylja mér og kalla fram góðu stundirnar sem við áttum saman. Hann var sjómaður af lífi og sál. Eftir að hann hætti til sjós og fór að vinna hjá Tilkynninga- skyldu íslenskra fiskiskipa höfð- um við meira samband og töluðum oft saman bæði í síma og eins heimsóttum við hvort annað en eftir á að hyggja var það allt of sjaldan. Steini var mér afar góður og kær bróðir og þegar ég fer að hugsa til barnsáranna er mér efst í huga hvað hann og Sverrir bróð- ir okkar voru góðir við „litlu syst- ur“. Þeir voru eins og góðir gestir því þeir voru stutt heima en lengi úti á sjó. Alltaf færðu þeir mér gjafir eft- ir að þeir komu úr siglingartúrun- um. Eina gjöf varðveiti ég enn og er mér afar kær, en það er kuð- ungakassi sem Steini færði mér úr einni ferðinni. Steini var vel liðinn af öllum sem hann þekktu, svolítið þrjósk- ur og líka svolítið stríðinn en aldr- ei stríddi hann mér en var mér bara ljúfur og góður bróðir. Ég man allar ferðirnar okkar í Borgarfjörðinn, í Lundarreykjar- dalinn þar sem við höfðum mikla tengingu við skyldfólkið okkar, og síðustu ár í Álftártungukot þar sem við vorum boðin á systkina- mót Gilsteymissystkinanna. Við fórum líka á Vopnafjörð til Sverris og Höbbu, á Humarhátíðina á Höfn og á Kántríhátíðina á Skaga- strönd. Allt voru þetta ljúfar stundir sem við áttum saman. Seinni ár fóru Steini og Óla til Flórída í hit- ann og sólina og var áætluð ferð þeirra nú eftir síðustu páska en þess í stað fór Steini í sína hinstu ferð til Sumarlandsins, þar sem við hittumst vonandi síðar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. … (Vald. Briem) Ég þakka kærum bróður fyrir samfylgdina og við Unnþór vott- um ykkur, elsku Óla, Guðrún, Ey- steinn, Gunnar Már, Sindri, Hild- ur og Eyþór, og fjölskyldum ykkar innilega samúð. Margrét (Magga). Eysteinn Guðlaugsson Okkur hjónin langar til að segja nokkur orð við svip- legt fráfall vinkonu okkar beggja, en auðvitað miklu meiri vinkonu Steinunnar eins og gengur. Þó að þær hafi verið svo nánar í 70 ár að þær töluðu saman nánast daglega í síma eftir að þær urðu fullorðn- ar, þá var hún Margrét Lúðvígs- dóttir svo indæl vinkona Halldórs líka að honum finnst mikið skarð fyrir skildi í kunningjahópi okkar hjóna. Saga vinskapar þeirra Mar- grétar og Steinunnar er ótrúleg. Þær hittust fyrst í sex ára bekk og af því að þær voru báðar í matr- ósakjólum ákváðu þær að sitja saman. Eftir þetta voru þær óað- skiljanlegar vinkonur til æviloka Margrétar og bar aldrei skugga á. Báðar sjálfstæðiskonur miklar eins og gengur í smábæjum og kunnu góð skil á öðru fólki. Þær stofnuðu báðar fjölskyldu og eignuðust börn og bú. Við vor- Margrét Lúðvígsdóttir ✝ Margrét Lúð-vígsdóttir fæddist 2. júni 1937. Hún lést 21. apríl 2016. Útför Margrétar fór fram 29. apríl 2016. um vel kunnugir við Þorfinnur, maður Margrétar, og átt- um vel skap saman. Hann var mikill húmoristi og glett- inn í tilsvörum. Ég var eiginlega búinn að kynnast honum í gegnum sameigin- legan vin okkar, hann Dóa Gísla, en þeir höfðu verið samstúdentar á Akureyri. Lauk Dói svo miklu lofsorði á Honna og sagði sögur af honum að mér fannst ég eiginlega þekkja hann áður en við hittumst fyrst. Og það var engu logið á hann Honna, hann var hinn besti í viðkynningu og við hlógum oft saman. Það var okkur mikið áfall og auðvitað Margréti meira þegar Honni varð bráðkvaddur fyrir fá- einum árum. Hafði verið við bestu heilsu fram að því. Þau áttu fallegt heimili á Selfossi og allt virtist benda til að þau myndu eiga góð gullnu árin saman. Margrét bar harm sinn vel og allt virtist leika í lyndi. En skyndilega bilaði eitt- hvað síðasta haust. Hún ruglaðist mjög í ríminu og það ágerðist fremur en hitt. Eftir það fór heils- an hratt niður á við og hún átti erf- iða síðustu mánuði. Hún hvarf eig- inlega sjónum, svo skyndileg varð þessi bilun sem nú hefur hana til grafar leitt. Margrét var einhver ljúfasta manneskja sem maður yfirleitt hitti. Hún talaði vel um alla og var svo einstaklega jákvæð í öllu sem í umhverfinu var . Hún var enda vinamörg, flestir Selfyssingar þekktu Möggu. Þau hjónin bjuggu á Árbæ við Selfossi lengi en fluttu svo í minna hús á Selfossi. Þau stunduðu störf lengi utan heimilis og voru vel látin af öllum sem þeim kynntust. Margrét var glæsileg kona og vel á sig komin. Hún var í með- allagi á hæð, hafði góðan vöxt, réttholda og bar sig vel á velli. Skolhærð og lagleg í andliti og hafði þægilegan málróm. Kát og skemmtileg í kynnum. Þorfinnur, maður hennar, var stór og mynd- arlegur vexti og bar sig vel. Hann var sjómaður um tíma en kom í land og fékk góða atvinnu sem hann rækti með prýði. Magga rak skóbúð föðurs síns í einhver ár eft- ir fráfall hans. Börnin urðu þrjú og barnabörnin sjö. Að leiðarlokum flytjum við börnum hennar og ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Hún var yndislegur vinur, svo einlæg, fölskvalaus og trygg sem nokkur manneskja getur orðið. Minningin um hana Margréti Lúðvígsdóttur er björt í hugum okkar. Steinunn og Halldór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.