Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
✝ Alla Gunn-laugsdóttir
fæddist 23. janúar
1946 á Flateyri við
Önundarfjörð. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 25. apríl
2016.
Foreldrar Öllu
voru Geirþrúður S.
Friðriksdóttir, f. 5.
október 1926, og
Gunnlaugur P. Kristjánsson, f.
13. janúar 1923. Þau fórust í
snjóflóðinu á Flateyri 26. októ-
ber 1995. Systkini hennar eru: 1)
Ardís, f. 1947, gift Bergmanni
Ólafssyni, f. 1947. 2) Haukur
Geir, f. 4. maí 1950, d. 3. júní
1950. 3) Kristín, f. 1952, gift
Pétri S. Þórðarsyni, f. 1949. 4)
Ásthildur, f. 1956, gift Guðmundi
1958, börn þeirra eru Baldvin
Páll, f. 1995, og Sandra Rós, f.
1997. 3) Valtýr, f. 1973, giftur
Kolbrúnu Elsu Jónasdóttur, f.
1973. Börn þeirra eru Ellen Ósk,
f. 2001, og Rakel Ósk, f. 2004.
Valtýr átti fyrir synina Gísla, f.
1997, og Símon Frey, f. 1999.
Fyrir átti Kolbrún Ágúst Inga
Kristjánsson, f. 1992.
Fyrstu árin bjuggu Alla og
Gísli í Reykjavík, síðar á Ak-
ureyri, Grindavík og Flateyri.
Alla var fyrsta konan sem gekk í
Kiwanisklúbb og var það klúbb-
urinn Þorfinnur á Flateyri. Hún
var einnig fyrsta konan til að
verða forseti í Kiwanisklúbbi.
Alla fór í Húsmæðraskólann í
Reykjavík 1965 og síðar í Póst-
skólann. Hún vann ýmis af-
greiðslustörf, varð svo stöðvar-
stjóri Pósts og síma á Flateyri
sem síðar var sameinaður Spari-
sjóði Önundarfjarðar. Alla flutti
frá Flateyri til Hveragerðis árið
2011.
Útför Öllu fer fram frá Linda-
kirkju í Kópavogi í dag, 4. maí
2016, klukkan 13.
Finnbogasyni, f.
1955. 5) María
Kristjana, f. 1961,
gift Þorbergi Dag-
bjartssyni, f. 1963.
6) Jóhanna, f. 1967,
gift Vali N. Magn-
ússyni, f. 1967.
Alla giftist Gísla
Valtýssyni 17. des-
ember 1965. Gísli
var fæddur 21.
október 1946 og
lést 17. júlí 2001. Foreldrar Gísla
voru hjónin Eva Benediktsdóttir,
f. 1921, d. 2014, og Valtýr Gísla-
son, f. 1921, d. 2000. Börn Öllu
og Gísla eru: 1) Sigrún Sölvey, f.
1967, gift Rúnari Ívarssyni, f.
1967, og eru dætur þeirra Alla
Rún, f. 1990, og Sólveig Rún, f.
2000. 2) Steina Guðrún, f. 1968,
gift S. Pétri Baldvinssyni, f.
Elsku mamma,
Sem ungu barni þú ruggaðir mér
í svefninn, með söng á vörum þér
svaf ég þá vel og svaf ég fast
því ég vissi, alla þína ást mér gafst.
Er erfitt ég átti þú studdir mig
kenndir mér hvernig á að virða sjálfan
sig
vera góð og heiðarleg
muna það, virða hvar sem ég dvel.
Ólst mig upp með von í hjarta
mér til handa um framtíð bjarta.
Hamingjusöm ég á að vera
elskuleg móðir sem allt vill gera.
Með þessum orðum vil ég þakka þér
alla þá ást og umhyggju sem gafst þú
mér.
Ég elska þig, mamma, og mun ávallt
gera
vil ég þú vitir það hvar sem ég mun
vera.
(Höf. ók.)
Og nú þegar okkar fundir skilja
verða fátækleg orðin mín,
fólgin í nokkrum fallandi tárum
verður fegursta kveðjan til þín.
Þín dóttir
Steina Guðrún.
Í hönd þína hélt, þá örugg ég var,
vissi að allt sem ég þurfti var þar.
Alltaf þér treysti, þú aldrei mér brást,
sýndir mér umhyggju, elsku og ást.
Ávallt ég vildi í veginn þinn feta,
allt sem þú gerðir ég kunni að meta.
Fegurð þú barst sem að færði þér
ljóma,
fegurri en beð allra fegurstu blóma.
(Alma Rut Lindud.)
Í dag kveðjum við elsku
mömmu sem beið lægri hlut í
þessari miklu baráttu. Hún tókst
á við veikindin af miklu æðru-
leysi, bar sig vel og kvartaði aldr-
ei. Það er svo margs að minnast
en á þessum erfiða tíma er manni
orðavant. Eitt er þó víst, að hálfu
brauðsneiðunum í brauðpokan-
um fækkar.
Minningarnar lifa í hjörtum
okkar. Hvíldu í friði, elsku
mamma.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og
þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Sigrún og Rúnar.
Elsku amma, þá er hetjulegri
baráttu þinni lokið. Það er alltaf
erfitt að kveðja en okkur systrum
er þakklæti efst í huga þegar við
hugsum til baka og til þín. Að
hugsa til þess að þú fáir loksins
að knúsa karlinn þinn, afa, eftir
allan þennan tíma fær okkur til
að brosa og lætur okkur líða bet-
ur.
Glæsileiki, gleði og hlátur eru
fyrstu orðin sem koma upp í hug-
ann þegar við hugsum um þig, jú
og hellingur af fjólubláum, að
ógleymdri bleiku húfunni. Þú
varst ótrúlegur karakter og svo
sannarlega engri lík. Þú varst
sönn vinkona vina þinna, enda
vinamörg, og vildir allt fyrir alla
gera, en það er eiginleiki sem við
höfum alltaf litið upp til. Það var
alltaf fullt hús af fólki hjá þér og
mikil gleði. Það sýndi sig heldur
betur þegar við héldum upp á af-
mælið þitt núna fyrr á árinu þar
sem tala boðinna var ansi fljót að
stökkva í þriggja stafa töluna,
stútfullt hús og hlátursharð-
sperrur fyrir allan peninginn.
Við nöfnurnar áttum svo ótrú-
legar minningar og stundir sam-
an sem erfitt er að koma orðum
að og erfitt er að útskýra fyrir
öðrum en svo mikilvægt er að
eiga í hjartanu, takk amma.
Elsku Alla amma, við elskum
þig út af lífinu og biðjum þig um
að skila knúsi til afa.
Himinninn er einum engli rík-
ari.
Alla Rún og Sólveig Rún.
Elsku amma,
Við höfði lútum í sorg og harmi
og hrygg við strjúkum burt tárin af
hvarmi.
Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið
því fegursta blómið er frá okkur
horfið.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir.
Við kveðjum þig, amma, með söknuð í
hjarta,
en minning um faðmlag og brosið þitt
bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig geymi.
(Sigfríður Sigurjónsdóttir)
Við elskum þig ávallt, elsku
amma, og munum aldrei gleyma
þeim góðu stundum sem við átt-
um. Megir þú sofa í friði og dansa
við afa á himni. Kveðja,
Baldvin Páll og Sandra Rós.
Elsku Alla okkar, nú ertu farin
í þína hinstu ferð, ferðina í
draumalandið. Þar tekur hann
Gísli þinn á móti þér en hann var
kallaður héðan allt of snemma,
aðeins 54 ára gamall. Þegar við
hugsum til þess tíma þegar Gísli
lést sýndir þú svo vel hversu
sterkur karakter þú varst. Þú
stóðst eins og klettur á þeim erf-
iðu tímum og hélst ótrauð áfram.
Við vorum svo heppnar að fá
að alast upp í litla yndislega þorp-
inu okkar, Flateyri. Þú varst elst
okkar systranna sex á Grundar-
stíg 12 á Flateyri. Það voru for-
réttindi að fá að alast upp í húsi
með afa, ömmu og langömmu á
neðri hæðinni.
Betri systur hefðum við ekki
getað kosið okkur, alltaf varstu
hress, til í að spjalla hvort sem
var yfir kaffibolla eða í síma. Við
eigum þér svo margt að þakka.
Áratuga samvera skilur eftir sig
margar minningar. Þú varst allt-
af svo fín og flott, í hælaháum
skóm og þú elskaðir fjólubláa lit-
inn, sama hvort hann var í fötum
eða skrauti. Það var okkur mikið
áfall þegar þú greindist með ill-
vígan sjúkdóm og þá tók við erfið
barátta. Við vonuðumst öll til að
þú myndir bera sigur úr býtum.
Þú barðist til hinsta dags, eins og
þú hefur gert í gegnum lífið.
Þann 14. janúar síðastliðinn fór-
um við systur ásamt Sigrúnu
dóttur þinni til Glasgow. Þetta
var 70 ára afmælisgjöfin okkar til
þín. Ferðin var ógleymanleg þótt
þú værir orðin veik. Svo rann
afmælisdagurinn þinn upp, 23.
janúar síðastliðinn, og börnin þín
héldu þér veislu. Þú varst svo
ánægð með hvað margir sáu sér
fært að mæta. Þú varst vinamörg
og þekktir ógrynnin öll af fólki
þannig að stundum þótti okkur
nóg um. Þú eignaðist marga góða
vini í Hveragerði eftir að þú flutt-
ir þangað fyrir fjórum árum.
Þrisvar fórum við systur í
Stykkishólm yfir helgi þegar
þrjár okkar fylltu 60 árin. Þá hitt-
umst við nokkrum sinnum í
Reykjavík á aðventunni. Þar rölt-
um við Laugaveginn, kíktum í
búðir og á kaffihús og fórum svo
með strætó heim, borðuðum sam-
an og skemmtum okkur. Margar
góðar stundir höfum við átt sam-
an, systur og fjölskyldur, á
systramótum. Réttirnar í Vatns-
dalnum eru eftirminnilegar. Þú
varst oft með það hlutverk að sjá
um hliðið. Það var einmitt í
Vatnsdalnum í fyrra sem við átt-
um yndislega helgi saman með
fjölskyldum okkar. Við yljum
okkur við margar góðar minning-
ar frá öllum systramótunum. Þú
verður með okkur í anda þegar
við hittumst næst.
Það er gott að hugsa til þess að
barnabörnin þín séu öll orðin það
stálpuð að þau muni ömmu sína
vel. Þau voru líka dugleg að
heimsækja þig.
Með þakklæti í huga munum
við minnast þín og allra góðu
samverustundanna jafnt í gleði
og sorg. Þið hjónin voruð höfð-
ingjar heim að sækja og þökkum
við systurnar kærlega fyrir mót-
tökurnar sem við fengum alltaf
hjá ykkur. Við eigum eftir að
sakna þín, elsku Alla okkar.
Elsku Sigrún, Steina, Valtýr
og fjölskyldur, innilegar samúð-
arkveðjur til ykkar; þið stóðuð
ykkur eins og hetjur á erfiðum
tímum.
Elsku Alla, minning þín er ljós
í lífi okkar.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Höf.ók)
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir,
þá líður sem leiftur af skýjum,
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)
Þínar ástkæru systur,
Ardís, Kristín, Ásthildur,
María og Jóhanna
Gunnlaugsdætur.
Látin er skólasystir og vin-
kona eftir veikindi sem tóku á síð-
ustu vikurnar.
Við hugsum til ársins 1964
þegar við hittumst í Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur, ungar stúlkur
sem komu hvaðanæva af landinu.
Í svo nánu heimavistarsambýli
sem við bjuggum í tengdumst við
vinaböndum sem haldist hafa
fram á þennan dag. Alla kom frá
Flateyri og bar með sér vest-
firskan þokka, hnarreist, glað-
vær og ávallt vel til höfð.
Eftir að skóla lauk fór Alla
vestur og giftist honum Gísla og
eignaðist þrjú börn. Hún bjó á
Flateyri til ársins 2011, en þá
flutti hún austur í Hveragerði og
undi hag sínum vel.
Skólasystur á Reykjavíkur-
svæðinu hittast reglulega, en
þegar Alla var á ferð kom hún að
hitta okkur og eftir að hún flutti
urðu samfundir tíðari. Veikindin
tóku sinn toll síðasta ár en hún
átti góða að, börnin sín og systur
sem hafa stutt hana vel. Þegar
Alla hélt upp á sjötugsafmælið
sitt í janúar sást hve vinamörg
hún var, slíkur var fjöldinn. Þar
voru börnin hennar og tengda-
börn, systur og vinir sem lögðust
á eitt að gera daginn ógleyman-
legan. Hún Alla bar sig vel á af-
mælisdaginn og má segja að hún
bognaði í veikindunum en brotn-
aði ekki fyrr en í bylnum stóra
þann 25. apríl.
Að leika upp æskunnar ævintýr
með áranna reynslu sem var svo dýr,
er lífið í ódáins-líki.
Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut,
ég gjöri mér veginn að rósabraut
og heiminn að himnaríki.
Ég lyfti þér, blikandi lífsins veig.
Ljósblómin gríp ég af himinsins sveig
og legg mér um heita hvarma.
Einn straumur, sem líður, ein stund,
sem þver.
Streymandi mannhaf, sem kemur og
fer,
ég hverf þér í opna arma.
(Einar Benediktsson)
Við minnust Öllu okkar með
þakklæti og virðingu. Veri hún
kært kvödd.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til barna og fjölskyldna
þeirra og annarra aðstandenda.
Fyrir hönd skólasystra,
Guðlaug Jónína,
Valgerður Hanna.
Elsku vinkona, nú hefur þú
fengið hvíldina eftir erfiða bar-
áttu við krabbamein. Við vinkon-
urnar sitjum og rifjum upp góðar
minningar sem við eigum með
þér. Hvað þú varst alltaf flott og
fín og oftar en ekki í uppáhalds-
litnum þínum, þeim fjólubláa.
Hvað okkur fannst skrítið er þú
sagðir okkur að þú værir búin að
fá þér strigaskó! Þú sem gekkst
bara í hælaskóm, en okkur fannst
það ekki skrítið þegar við sáum
strigaskóna þína því þeir voru
auðvitað með hælum, já háum
hælum!
Hvað það var gaman á Flat-
eyri hjá okkur þegar þú hóaðir í
okkur, hvort sem var sumar, vet-
ur eða haust, og bauðst okkur í
skötu, siginn fisk, sviðalappir eða
eitthvert annað góðgæti, já, þá
var nú veisla hjá okkur, Alla.
Hvað það var gaman hjá okkur
á fimmtudagskvöldum á Flateyri,
þá voru fundir hjá okkur vodka-
systrum og oft settum við upp
bleiku fínu kúrekahattana okkar
og hlustuðum á góða tónlist.
Hvað þú varst með mikla þjón-
ustulund á pósthúsinu og svo í
sparisjóðnum, brostir alltaf til
allra og spjallaðir við alla.
Manstu, Alla, þegar þú varst
spurð hvernig hraðbanki væri á
ensku og þú sem vildir aldrei láta
neinn bíða í afgreiðslunni, en náð-
ir ekki sambandi við hinar stelp-
urnar til að spyrja, svo þú svar-
aðir bara öruggt og ákveðið
„hurrybank!“
Elsku Alla okkar, þetta er
bara smábrot af minningum okk-
ar sem við áttum saman. Þú
spurðir okkur á spítalanum í
mars hvort við héldum að þau
sem farin væru myndu taka á
móti þér.
Elsku vinkona, við erum vissar
um að elsku Gísli þinn, sem
kvaddi allt of snemma, hafi tekið
á móti þér og þið sameinuð á ný.
Eins erum við vissar um að allir
okkar vinir sem eru látnir um-
vefji þig núna.
Við söknum þín, elsku Alla, og
stórt skarð er nú höggvið í okkar
vináttuhóp hjá okkur vodkasystr-
um. Við biðjum almættið að um-
vefja þig, kæra vinkona.
Við biðjum allar góðar vættir
að vaka yfir börnum, tengda-
börnum og barnabörnum þínum.
Hvíldu í friði, kæra „systir“.
Gróa (Gógó),
Guðlaug (Gulla).
Ljósið yljar lífið vekur.
Ljósið veitir mönnum sýn.
Ljósið burtu leiðann rekur.
Ljósið það er hjálpin mín.
(Dagur Stefán Ásgeirsson)
Þetta vísubrot mitt á að mörgu
leyti vel við um hana Öllu sem við
kveðjum nú í dag.
Lífsgleði og léttleiki einkenndi
hana umfram margt annað. Birt-
an og gleðin réðu ríkjum og hún
hafði gaman af fólki og að hafa
fólk í kringum sig, enda oft þétt
setinn bekkurinn við kaffiborðið
hennar.
Segja má að við höfum þekkst
frá fæðingu. Við ólumst upp í litla
sjávarþorpinu Flateyri þar sem
samkennd íbúanna var til staðar
og segja má að hver hafi litið til
með öðrum.
Þetta hugarfar smitaðist inn í
krakkahópinn og við stóðum
saman. Auðvitað gat kastast í
kekki en þeir kekkir leystust
fljótlega upp og hurfu. Við sótt-
um skóla saman á Flateyri og fór-
um saman í gagnfræðaskólann á
Núpi.
Við unnum saman og skemmt-
um okkur saman. Sumu segjum
við ekki frá en sumt vita flestir
eins og gengur og gerist.
Smátt og smátt þroskuðumst
við, urðum unglingar og ungt
fólk, fundum okkur maka, héld-
um áfram að halda hópinn og fara
saman á böll og aðrar skemmt-
anir. Við lifðum lífinu og nutum
þess að vera saman og að vera til.
Svo komu börnin, ábyrgðin óx og
útstáelsið minnkaði en samveru-
stundirnar færðust inn í stofu
hvert hjá öðru. Svona liðu árin.
Svo kom að því að við fluttum
suður en Alla og Gísli héldu
áfram að búa fyrir vestan. Sam-
verustundirnar urðu færri en
kannski enn skemmtilegri þegar
við svo hittumst. Síminn óspart
notaður til að fylgjast með og fá
fréttir. Segja má að Alla hafi ver-
ið fréttaritari okkar á Flateyri og
við fylgdumst með vinum okkar
og kunningjum sem þar bjuggu í
gegnum hana. Börnin okkar eru
á sama aldri þannig að uppeldis-
málin voru líka sameiginlegt
áhugamál sem oft bar á góma.
Tíminn líður og enginn veit
sína ævina fyrr en öll er. Gísli dó
langt um aldur fram, aðeins 55
ára gamall. Þá breyttist heimur-
inn hjá Öllu. En hún tókst á við
það eins og annað. Brosið kom
aftur smátt og smátt og lífið hélt
áfram þótt á annan hátt væri. Þá
komu börnin hennar og systur og
fjölskyldur þeirra enn sterkar
inn í lífsmyndina og studdu hana
með ráðum og dáð. Fram undan
voru góð ár og glaðværðin kom
aftur. Þá var líka gott að hún bjó
að fjölda góðra vina sem heim-
sóttu hana og studdu og ekki
leiddist henni vistin á Flateyri,
þar sem bjuggu sannir vinir sem
reyndust henni virkilega vel.
En hjá henni eins og öðrum
koma tímamót í lífinu. Huga þarf
að efri árunum og koma sér fyrir
til að eiga hið margfræga ævi-
kvöld.
Hún flutti suður til að vera
nær börnunum sínum og barna-
börnum. En því miður fór það svo
að Alla veiktist illa og ævikvöldið
reyndist því miður allt of stutt.
Síðustu mánuðir hafa verið henni
erfiðir.
Hún var þó þeirrar gæfu að-
njótandi að börnin hennar, systur
og allt skyldulið hefur stutt hana
dyggilega og gert henni síðustu
vikur og daga léttbærari.
Þessi glaðværa og góða vin-
kona okkar hefur kvatt þennan
heim en ég er ekki frá því að örlít-
ill ómur af glaðværum hlátri ómi
enn um víðáttur geimsins og von-
andi verður svo sem lengst.
Við kveðjum vinkonu okkar
með bestu þökkum fyrir allar
ánægjustundirnar sem við áttum
saman.
Sigrúnu, Steinu, Valtý og fjöl-
skyldum, svo og öllu skylduliði
hennar, vottum við innilega sam-
úð.
Guð geymi þig, Alla mín.
Sunneva og Dagur.
Alla
Gunnlaugsdóttir
Ég minnist Önnu
Maju vinkonu
minnar með þakk-
læti fyrir sólskins-
stundir bernskunn-
ar þegar við gistum hvor hjá
annarri með dúkkulísu-
möppurnar, lékum okkur
myrkranna á milli, drukkum mix
með lakkrísröri og vorum eins
klæddar í pífukjólum sem
mömmur okkar, bestu vinkon-
urnar, saumuðu. Ég minnist
jólaballanna í Mjólkurstöðinni,
afmælanna og Fljótshlíðarinnar.
Ég minnist yndislegra sunnu-
daga í Eskihlíðinni með ilmandi
steik þar sem allir borðuðu sam-
an, Beta listakokkur, amma
Dísa, Alli, Össi og við Anna
Anna María
Aðalsteinsdóttir
✝ Anna MaríaAðalsteins-
dóttir fæddist 3.
maí 1950. Hún lést
14. mars 2016. Út-
för Önnu Maríu fór
fram 22. mars 2016.
Maja. Nú eru þau
öll horfin á vit æðri
máttarvalda og ég
minnist þeirra með
þakklæti.
Við Anna mín
höfum ekki sést oft
síðustu árin en ég
hef fylgst með
henni og fallegu
fjölskyldunni henn-
ar og náði að kom-
ast í sælureitinn í
Fljótshlíðinni nokkrum sinnum.
Við ætluðum alltaf að taka upp
þráðinn og fara að hittast oftar
en úr þessu verður það að ger-
ast í öðrum víddum.
Hafðu þökk fyrir allt sem við
áttum saman, elsku vinkona. Ég
kveð með litlu ljóði eftir pabba.
Blíð og hrein, sem bernskuminning
björt sem heilög vé,
óska ég að okkar kynning
alla daga sé.
(Ólafur Björn Guðmundsson)
Þórey.