Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016
Það er alltaf verið að kenna skák,“ segir Siguringi Sigurjónsson,sem á 45 ára afmæli í dag. „Ég byrjaði með krakkasíðu umskák á netinu, en er að kenna á vegum Skákakademíu, og svo
er ég að kenna í skólum hérna á Reykjanesinu,“ en Siguringi er úr
Keflavík og flutti til Njarðvíkur í fyrra eftir að hafa búið í höfuðborg-
inni í 19 ár. „Það er alveg ljómandi að búa hérna, það er alltaf sól
hérna. Mælingar sýna að þetta er einn sólríkasti staðurinn á landinu
svo það er alveg ástæða fyrir því að þetta er kallað Sunny Kef!“
Siguringi kennir nemendum skák alveg frá 1. bekk og upp í 10.
bekk og í sumum bekkjum er skákin skylda, en í efstu bekkjum er hún
valfag. Siguringi keppir síðan fyrir Skákfélag Reykjanesbæjar, en fé-
lagið vann sér sæti í efstu deild í Íslandsmóti skákfélaga í vor. „Við
verðum grjótharðir í efstu deild og ætlum að halda okkur uppi núna,
enda er okkur öllum að fara fram.“
Hver eru önnur áhugamál fyrir utan skákin? „Fjölskyldan og golf,
sumarið fer í það og hafa það gott í garðinum. Við fjölskyldan erum
öll saman í golfinu og við erum með fína velli hérna á Reykjanesinu,“
en Siguringi er með 9 í forgjöf. Eiginkona Siguringa er Brynhildur
Sigurðardóttir, skólastjóri í Garðaskóla í Garðabæ, og synir þeirra
eru Sólon, 10 ára, og Kári, 7 ára.
„Það verður skákað allan dag og langt fram á kvöld,“ segir Sigur-
ingi um afmælisdaginn, en hann verður að kenna skák að deginum og
svo fer hann til Reykjavíkur að keppa á Öðlingamótinu í skák, sem er
fyrir 40 ára og eldri. Fimm umferðir eru búnar af sjö og verður sú
næstsíðasta tefld í kvöld, en Siguringi er með þrjá og hálfan vinning.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Skákkennarinn Siguringa fannst vanta skákkennslu fyrir krakka á
landsbyggðinni og ákvað að gera eitthvað í málinu sjálfur.
Kennir skák í dag
og keppir í kvöld
Siguringi Sigurjónsson er 45 ára í dag
V
aldimar fæddist 4.5. 1956
og ólst upp á Láganúpi í
Kollsvík. Hann stundaði
þar landbúnaðarstörf,
sjósókn og klettaklifur.
Eftir landspróf og menntaskóla
lauk Valdimar rafvirkjanámi frá Iðn-
skóla Patreksfjarðar og ýmsum nám-
skeiðum en drýgstur var háskóli
sjálfsnáms og reynslu.
Valdimar var krambúðarstjóri
kaupfélagsins á Gjögrum frá 1977 og
stundaði síðan eigin verslunarrekstur
til 1991. Hann var sjómaður margar
vertíðir á skaki, grásleppu og línubát-
um, sinnti verksmiðjustörfum hjá
Umbúðamiðstöðinni frá 1994; síðan
framleiðslustjórn og gæðastjórn þar,
vann fyrir félagsheimilið Þjórsárver
að uppbyggingu menningarstarfsemi
og ferðaþjónustu frá 1999 og tók þá
m.a. saman bókina Hugvit og hag-
leikur um hugvitsmenn og listafólk í
Villingaholtshreppi. Hann hefur sinnt
kennslu á grunnskólastigi og í iðn-
skóla, auk fyrirlestra í háskóla, var
sveitarstjóri og sparisjóðsstjóri.
Árið 2008 hóf Valdimar að þróa
hverfil til nýtingar hægstraums, s.s.
sjávarfallaorku, og stofnaði fyr-
irtækið Valorku ehf. með aðsetur
áÁsbrú: „Verkefnið er enn í fullum
gangi og hefur skilað mörgum
hverflagerðum, fyrst einása þver-
stöðuhverflum en síðar fjölása. Einn
þeirra fékk fyrsta einkaleyfi íslensks
hverfils og Valorka er enn eini aðilinn
Valdimar Össurarson, hugvitsmaður og grúskari – 60 ára
Sjávarfallaorka beisluð Valdimar við prófun á hverfli sem er ætlaður til nýtingar á hægstraumi s.s. sjávarfallaorku.
Með fingurinn á orku-
púlsi framtíðarinnar
Með barnabarni Valdimar og Guðbjörg með Sigurbjörgu Söru.
Reykjavík Nýr borgari fæddist
15. apríl 2016 kl. 9.44. Hann vó 17
merkur (4.010 g) og var 52 cm
langur. Foreldrar hans eru Andr-
ea Kristjana Lind Gunnarsdóttir
og Elvar Freyr Hafsteinsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
hafðu það notalegt
Njóttu þess að gera baðherbergið að veruleika
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177
FINGERS 70x120 cm
Ryðfrítt stál
JAVA 50x120 cm
Ryðfrítt stál
COMB 50x120 cm
Ryðfrítt stál