Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Ljón á veginum Vegfarandi gengur óbanginn framhjá gapandi ljónynju sem máluð hefur verið ásamt fagurbláum og framandi fuglum á skrautlega veggplötu við vinnupalla á Laugaveginum. Eggert Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að birta færi yfir Reykjavíkurborg hafa þeir orðið fyrir áfalli þegar ársreikningur borgarinnar 2015 var lagður fram fyrir nokkrum dögum. Borgarsjóður stefnir í greiðsluþrot verði ekki brugðist við. Þrátt fyr- ir meiri almenna hagsæld, auknar tekjur og hærri gjöld á borgarbúa og fyrirtæki er borgarsjóður ósjálf- bær og skuldir halda áfram að aukast. Það skiptir ekki aðeins Reykvík- inga máli hvernig til tekst við rekst- ur borgarinnar. Beint en óbeint eiga allir landsmenn mikið undir því að hagur borgarinnar sé góður. Ekki aðeins vegna þess að Reykjavík er höfuðborg sem öllum þykir vænt um, heldur einnig vegna þess að umsvif borgarinnar vega þungt í efnahag landsins alls. Ársreikningur Reykjavíkur- borgar 2015 er fremur nöturleg lesning. Halli á rekstri borgarsjóðs á liðnu ári var liðlega 12,8 milljarðar króna, eða rúmlega einn milljarður að meðaltali í hverjum mánuði. Borgarstjóri leitar skjóls og bendir á hækkun á gjaldfærslu lífeyris- skuldbindinga. Um leið vill hann beina athyglinni frá undirliggjandi og að því er virðist krónískum vanda í rekstri borgarsjóðs. Hægt og bít- andi hefur meirihluti borgarstjórnar misst tökin á rekstri borg- arinnar. Lausungin sem innleidd var árið 2010, þegar Dagur B. Eggertsson tók við stjórn borgarinnar í fé- lagi við Jón Gnarr sem borgarstjóra, hefur náð að festa rætur í tíð núverandi meirihluta fjögurra flokka; Sam- fylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata. 20 milljarða aukning Á liðnu ári voru tekjur borgar- sjóðs nær 20 milljörðum hærri að raunvirði en 2010. Þetta þýðir að borgin hafði 146 þúsund krónum meira í tekjur af hverjum borgarbúa árið 2015 en árið sem Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson náðu í sam- einingu völdum í ráðhúsinu. Þetta jafngildir því að hver fjögurra manna fjölskylda hafi greitt til borgarsjóðs um 585 þúsund krónum meira að raunvirði. Þetta er svipuð fjárhæð og meðalmánaðarlaun. Borgin hefur ekkert gefið eftir í að afla sér fjár. Útsvar er eins hátt og lög leyfa og mun hærra en í mörgum minni sveitarfélögum, sem njóta ekki þeirrar hagkvæmni stærðarinnar sem Reykjavík ætti að búa við væri rétt staðið að málum. Á síðasta ári voru útsvarstekjur borgarinnar 10,9 milljörðum króna hærri á föstu verðlagi en árið 2010. En gríðarleg aukning tekna hefur ekki endurspeglast í bættri fjárhagsstöðu borgarsjóðs. Þvert á móti, enda hafa útgjöld vaxið mun hraðar, eða um 32,5 milljarða. Með öðrum orðum: Rekstur borgarinnar kostaði hvern íbúa 249 þúsund krónum meira á síðasta ári en fimm árum áður. Þannig hafa fjölskyldur í Reykjavík þurft að axla þyngri byrðar – eina milljón króna – í formi hærri gjalda og aukinna skulda. Í litlu hafa borgarbúar fengið að njóta dýrari rekstrar. Þjónusta borgar- innar hefur versnað, skiptir engu hvort um er að ræða sorphirðu, þjónustu við aldraða, leikskóla, grunnskóla eða einfaldlega að halda borginni sæmilega þrifalegri. Illa farið með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og félögum hans í meirihluta borgarstjórnar hefur ekki tekist vel upp við að varðveita sameiginlegar eigur borgarbúa, ef litið er til árs- reiknings borgarsjóðs. Eigið fé hef- ur rýrnað á föstu verðlagi um nær 21 milljarð og skuldir aukist um lið- lega 24 milljarða frá 2010. Eigin- fjárhlutfallið hefur þannig verið í frjálsu falli. Árið 2010 var það 63% en í lok liðins árs var það komið niður í 48%. Flest bendir til að þessi þróun haldi áfram út kjörtímabilið . Á sama tíma og þjónustan versnar minnkar fjárhagslegt bolmagn borgarinnar til að sinna grunn- hlutverki sínu. Ekki eins skemmtilegt Hafi borgarbúar vonast eftir því að opinberar álögur lækkuðu á kom- andi árum geta þeir gefið þær vonir upp á bátinn með núverandi meiri- hluta. Útsvar verður ekki lækkað, þjónustugjöld lækka ekki, jafnvel þótt dregið verði úr þjónustu. Þvert á móti er líklegt að borgin seilist enn dýpra í vasa borgarbúa í við- leitni sinni til að bjarga fjárhagnum og fjármagna gæluverkefni sem eiga hug borgarfulltrúa. (Og auðvit- að mun borgarstjóri halda áfram að krefjast þess að fá aukinn hlut ríkis- tekna.) Þjónustan verður lélegri og borgin skítugri. Möguleikar borgar- innar til að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum, og þá ekki síst til að koma gatnakerfinu í við- unandi horf, eru litlir á næstu árum. Hugmyndir um að styrkja og efla leik- og grunnskóla borgarinnar verða að óbreyttu ekki annað en hugmyndir á blaði. Eldri borgarar munu ekki njóta forgangs fremur en áður. Þannig er komið fyrir stærsta sveitarfélagi landsins. Verst er að enginn vilji eða skilningur er á því meðal meirihluta borgarstjórnar að breytinga er þörf. Nauðsynlegt er að skera upp reksturinn, forgangs- raða í útgjöldum og sinna grunn- þörfum borgarbúa. En það er auð- vitað ekki eins skemmtilegt og að lifa í sviðsljósi fjölmiðla með loftlykil á lofti, reiðhjólahjálm á höfði eða flytja skrifstofur á milli hverfa borgarinnar. Á næsta ári verður ársreikningur borgarinnar 2016 birtur. Og enn á ný verður lesningin því miður nötur- leg fyrir borgarbúa, jafnt og aðra. Eftir Óla Björn Kárason »Nauðsynlegt er að skera upp rekstur- inn, forgangsraða og sinna grunnþörfum borgarbúa. En það er ekki eins skemmtilegt og að lifa í sviðsljósi fjölmiðla. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Nöturleg lesning og kaldar staðreyndir Auknar tekjur, hærri skuldir Rekstur og efnahagur borgarsjóðs á verðlagi 2015 m.v. neysluverðsvísitölu Rekstur í m.kr. 2010 2015 Breyting Tekjur 71.137 91.045 19.908 Gjöld 71.394 103.896 32.502 pr. íbúa í þús. kr Tekjur 601 747 146 Gjöld 603 853 249 Efnahagur í m.kr. 2010 2015 Breyting Eigið fé 94.644 73.778 -20.866 Skuldir og skuld- bindingar 56.339 80.702 24.363 pr. íbúa í þús. kr Eigið fé 800 606 -194 Skuldir 476 662 186

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.