Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Með bros á vör minnist ég stund- anna sem við amma áttum saman. Sem ung stelpa naut ég þess að vera í pössun hjá henni. Ég gat verið að dunda mér í friði við að lesa bækur um tröllskessur og álfa eða leikið mér með völur á með- an amma prjónaði og hnykillinn dansaði á gólfinu. Oft spiluðum við Ólsen Ólsen eða Veiðimann. „Veiddu,“ sagði hún alltaf svo skemmtilega og stríddi óspart með því að segja: „Ertu að safna spilum,“ ef hún var að vinna. Stundirnar í Múlakoti með ömmu eru ógleymanlegar, þar sem maður fékk að stússast með henni, skjótast í bæjarlæk- inn að sækja vatn eða vinna með henni í veginum. Amma hafði alltaf gaman af því að vera í kringum fólk. Í fjölskylduboðum var hún mið- punktur veislunnar og æsti barnabörnin upp í leik. Hún sagði okkur oft sögur um drauga og hvernig fólkið í gamla daga hefði upplifað und- arlega hluti, sem þau höfðu þá enga skýringu á. Þau ár sem ég bjó í kjall- aranum hjá henni ömmu bauð hún mér stundum upp í hádeg- ismat, þar sem við spjölluðum um daginn og veginn. Heim- spekineminn á neðri hæðinni klóraði sér stundum í kollinum yfir viðhorfum ömmu sinnar. Amma fæddist árið sem konur fengu kosningarétt á Íslandi. Árný Snæbjörnsdóttir ✝ Árný Snæ-björnsdóttir fæddist 4. apríl 1915. Hún lést 19. apríl 2016. Útför Árnýjar fór fram 2. maí 2016. Hún hafði samt ekki neinn sérstak- an áhuga á að ræða pólitíska þátttöku kvenna, sama hvað ég reyndi að brydda upp á slík- um umræðum. Henni leiddist póli- tík. Miklu frekar vildi hún tala um örlög fólks og hvernig sumum hefði tekist upp á eigin spýtur að bjarga sér úr erfiðum að- stæðum. Að vera sjálfstæð og upp á engan annan komin, var ömmu afar mikilvægt. Kunnugleg mynd, sem kemur upp í hugann, er af ömmu sitj- andi í herberginu sínu að glugga í bók. Hún las mikið og þá sér- staklega ævisögur. Hún kunni ótal vísur og ljóð og byrjaði stundum á að fara með fyrstu línuna í vísu og spurði svo: „Þekkirðu þetta ekki.“ Ég þekkti sjaldnast vísurnar. Nú sé ég eftir að hafa ekki safnað saman uppáhaldsvísunum henn- ar ömmu. Elsku amma, það var gott að eiga þig að. Litlu stúlkunni, sem lék sér með völurnar þínar, varst þú stöðug hvatning og stoð. Ég kveð þig með þakklæti í hjarta og ljóði, sem þú þekktir svo vel, Gamlar konur, eftir Arnfríði Sigurgeirsdóttur: Þið sýnduð mér veginn til ljóssins landa, ég lék mér við ykkar hlið. Og enn finn ég glöggt þennan ástúðaranda, sem umvefur fertugra minninga svið. Og hlýjast er barni við yl frá þeim arni, sem enginn gat kynt nema þið. Ég er sem í draumi, er dagstörf kalla, ef dvel ég við minningarlind. Verð aftur að barni, að hlýju mér halla, í hug mínum speglast hver ástfólgin mynd. Þið færið mér sárin og sólskin og tárin, en sveigana ykkur ég bind. Dögg Sigmarsdóttir. Móðursystir okkar, Árný Snæbjörnsdóttir, hefur sofnað svefninum langa, 101 árs að aldri. Fyrir ári síðan fögnuðum við 100 ára afmæli hennar en hún var ern nánast fram á síð- asta dag. Hún lék á alls oddi í veislunni og hvíslaði því að Steinunni að hún hefði nú frek- ar viljað vera á hestbaki en sitja undir veisluhöldum. Margs er að minnast. Þau eldri muna vel eftir heyskap og heimsóknum í Múlakot, en öll erum við sammála að Árný var kát og glöð, mikill dýravinur og sveitkona í sér. Hún var ham- hleypa til allra verka og sagði sína skoðun umbúðalaust, eins og einkennir þennan ættlegg. Hún var létt í spori og létt í lund. Hana munaði t.d. ekkert um að fletja út 200 laufa- brauðskökur á klukkutíma, prjóna eina lopapeysu yfir dag- inn eða hlaupa á nokkur fjöll sér til skemmtunar. Þau Aðalsteinn ferðuðust mikið um landið og Árný kunni nöfnin á öllum bæj- um á Íslandi. Það var sama hvar var borið niður, jú hún þekkti bæinn, vissi hver bjó þar, ætt- artölu þeirra og hvernig bú- skapur var stundaður. Við erum viss um að Árný vílaði ekkert fyrir sér, hún gekk hreint og beint í hvert verk og var snögg að því. Það var aldrei neitt hálf- kák – bara klára verkið með of- urhraða. Í áttræðisafmælinu sínu stóð hún keik í upphlutnum og tók síðan nokkur létt dans- spor í hvert skipti sem sungið var fyrir afmælisbarnið. Í átt- ræðisafmæli systra hennar dansaði hún ólm við ungan og huggulegan mann allt kvöldið og gaf ekkert eftir, þá orðin 87 ára. Árný sá ýmislegt sem aðrir sjá ekki. Til dæmis var það von- laust fyrir okkur systur að leyna því þegar einhver í ætt- inni gekk með barn. Árný sá það daginn eftir getnað. Hún gat líka séð upp á dag hvenær barnið kæmi í heiminn og ef far- ið var að lengja eftir barninu þá var bara farið til Árnýjar og spurt. Og alltaf stóðst það sem hún spáði um. Árný var heldur engin venju- leg hestakona. Hún ólst upp á hestbaki í sveitinni eins og gengur og gerist, en hún keypti sinn fyrsta hest komin á áttræð- isaldur og fór að stunda hesta- mennsku. Á þeim aldri er fólk frekar að hætta en að byrja í þeirri íþrótt. Hún eignaðist ekki einn hest, heldur tvo og reið mikið út, allt fram á níræðisaldur. Það var sama sagan, hún víl- aði ekki fyrir sér að fara á baldna fola og tókst á einstakan hátt að róa ljónstygga hesta. Hún var hestahvíslari af Guðs náð. Við sjáum Árnýju fyrir okkur hleypandi á vindóttum fola á grænum grundum, líklega á eft- ir einhverri rolluskjátu, með vindinn í hárinu og hlæjandi dillandi hlátri. Þannig viljum við minnast við hennar. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson) Margrét, Snæbjörn, Signý og Steinunn. Það var fyrir góð- um tuttugu árum að ég kom fyrst í heim- sókn í Langholtið, til þeirra Önnu Grétu og Sigurðar. Þau tóku verðandi tengdasyni opnum örm- um, Anna meira í forsvari í upp- hafi en við nánari viðkynningu opnaðist smám saman inn að stóru og hlýju hjarta Sigga. Kom í ljós að við áttum bærilega skap saman og höfum við átt afar góða og skemmtilega samleið þessi ár. Í umróti samtímans er hverri fjölskyldu hollt og gott að eiga jarðfasta kletta, sem standa traustir, mynda skjól og stuðning þeim sem þörf er. Hlýjan frá þessu hjarta vermdi og fylgir okkur inn í framtíðina. Það var alltaf skemmtileg at- höfn þegar hæð barnabarnanna var mæld og skrásett í Langholti 17. Þar til þau náðu hæð afa, þá þurfti ekki að mæla meir. Styrk- ur, sjálfstæði, dugnaður, gáfur og heiðarleiki eru meðal kosta sem Sigurður hefur skilað áfram til sinna afkomenda. Sigurður var húsasmiður og byggingameistari, starfaði lengst af sjálfstætt og þó hann hefði hægt mikið á hin allra síðustu ár var hann enn að dunda við smíðar Sigurður Runólfsson ✝ Sigurður Run-ólfsson fæddist 9. júní 1935. Hann lést 22. apríl 2016. Útför Sigurðar fór fram 2. maí 2016. á sínu verkstæði fram á síðasta dag. Hjartað sagði hing- að og ekki lengra, á stéttinni við húsið sem hann hafði byggt fjölskyldu sinni fyrir rúmlega hálfri öld. Á áttræðisafmæli Sigurðar á liðnu ári var honum flutt „Kveðja til smiðs“: Er við horfum til baka, lítum yfir lífið, ótal myndir við sjáum. Minningar, bæði litlar og stórar. Sögu vonar, þroska, gleði og stöku sorga. Við eigum þær saman, eða með okkur sjálfum. Þær gera okkur að því, sem við erum, eða eigum eftir að verða. Þær myndir eru sá auður, sem öllu skiptir, og aldrei verður frá okkur tekinn. Af einstökum hagleik, hugs og handar, hefurðu smíðað rammann, um þær myndir allar. (ÞF.) Genginn er góður maður, við kveðjum hann með mikið þakk- læti í hjarta. Elsku Anna, ég votta þér djúpa samúð, sem og hinum mörgu sem standa eftir með sorg í hjarta. Minningarnar lifa með okkur og þær eru fjár- sjóður sem við eigum saman. Þröstur Friðfinnsson. Á stundu sem þessari skynjar maður vel hversu mannsævin líð- ur fljótt og við mennirnir erum vanmáttugir. Leiðir okkar Sigga, eins og ég kallaði hann alltaf, lágu saman fyrir tæpum tuttugu árum í gegnum börnin okkar, hann fyrir norðan og ég í bænum. Við fyrstu kynni fann maður strax fyrir góðri nærveru, allt hans fas og framkoma einkennd- ist af hlýju. Það er lífsins lán að eignast góða og trausta vini. Þó svo að Siggi væri eldri í árum var hann ekki deginum eldri í hugsun og alltaf var tilhlökkun að hitta hann. Komandi helgi fyrir andlát- ið ætluðum við að fagna saman tímamótum í fjölskyldunni, spjalla og njóta þess saman að vera með barnabörnunum. Siggi rækti afahlutverkið vel og af nærgætni, stundum átti hann það til að fara í leiki með börnunum svipaða þeim sem hann ólst upp við, þetta virkaði alltaf vel því leikjunum fylgir bæði sérstakt orðbragð og fas sem heyrist og sést vart lengur en vekur alltaf kátínu. Að tapa í þessum leikjum hans gat nú verið bara nokkuð skemmtilegt því sá sem tapaði var gjarnan eltur uppi og tekinn í bóndabeygju. Siggi var sífellt að sýsla við eitthvað, gat verið fastur fyrir og glettinn en alltaf notalegur og hafsjór af fróðleik sem hann miðl- aði óspart af ef leitað var eftir. Skemmtilegast gat verið að eiga við hann spjall um eitthvað nátt- úrutengt, hann alinn upp í sveit en ég í borg en báðir með brenn- andi áhuga. Eins höfum verið svo heppin, ömmurnar og afarnir, að ferðast saman, ógleymanlegar stundir. Mér er minnisstætt gott dæmi um fagmennsku Sigga þegar hann fyrir mörgum sýndi mér parketlögn eftir sig, þar sem nýtt parket var lagt að eldra parketi sem fyrir var. Með þrautseigju og þolinmæði tengdi hann nýju lögnina við þá eldri, þó þannig að ómögulegt var að sjá aldursskil í lögninni. Að leggja parket er í sjálfu sér ekki flókið en þetta var einstakt handbragð. Að lokum vil ég votta Önnu Grétu og fjölskyld- unni allri samúð. Við hin höldum göngunni áfram saman full af minningum um góðan dreng. Hrafn. Hvað við vorum ung og bjart- sýn árið 1962 þegar við vorum að byggja húsin okkar í Langholt- inu. Fluttum inn 1963 með nokk- urra mánaða gömul börn, en einnig eldri börn og áttum eftir að eignast fleiri. Það urðu strax sterk tengsl milli 13 og 17. Andri og Siggi báðir smiðir og unnu saman um tíma, við Anna Gréta heimavinnandi húsmæður sem söfnuðu blómaafleggjurum af miklum móð til að breiða yfir húsgagnafæðina. Undum löngum stundum saman með handavinnu meðan við litum eftir börnunum, sem strax urðu bestu vinir. Við höfum líka oft ferðast saman eða skemmt okkur, einkum eftir að við Anna urðum kvenfélagskon- ur. Öll þorrablótin og ferðalög vítt og breitt um landið og jafnvel far- ið alla leið til Færeyja. Þó að slík- um gleðistundum hafi fækkað síðustu árin hefur aldrei slitnað sá strengur sem bundinn var á sjöunda áratugnum. Sönn vinátta þarf ekki stöðuga næringu. Elsku Anna, Ella, Baldur, Jón, Árni og fjölskyldur. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur þegar við kveðjum þennan góða mann. Guðrún og Andri. ✝ Magnús ÞórJensson fædd- ist í Keflavík 9. apr- íl 1980. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 3. apríl 2016 Foreldrar Magn- úsar eru Jens Elís Kristinsson, f. 21. febrúar 1959, og Magnea Garð- arsdóttir, f. 27. júní 1960. Systkini Magnúsar eru Ingi Sigurjón Jensson, f. 4. nóv- ember 1985, og Elínborg Ósk Jensdóttir, f. 12. ágúst 1987. Sambýlismaður hennar er Ísak Örn Þórðarson, f. 12. júlí 1988. Dóttir þeirra er Elma Ísaks- dóttir, f. 9. mars 2014. Magnús, eða Maggi eins og hann var oftast kallaður, ólst upp í Keflavík og bjó þar mest alla ævi sína. Árið 1998 flutti hann til Tulsa, Oklahoma, í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám í flugvirkjun og útskrifaðist þaðan árið 2000. Síðustu mánuði lífs síns bjó Maggi á Skagaströnd, og kunni afar vel við kyrrðina og friðinn í sveitinni. Magnús var jarðsunginn í kyrrþey. Elsku hjartans Maggi minn, ég trúi því vart að þú sért far- inn frá okkur allt, allt of snemma. Þú varst svo góður drengur, við vorum svo náin og lík. Ég gleymi aldrei þegar þú fæddist og ljósmóðirin sagði: „Það fer ekkert á milli mála hver á þetta barn.“ Síðan voru mjög margir sem sögðu hvað við værum lík. Ég man að þú varst svolítill fiktari, þurftir að skoða og kíkja í skúffur og skápa. Þú varst svo ljúfur og góður sem barn, ég þurfti ekk- ert að hafa fyrir þér, svo þegar þú varst orðinn unglingur þá fórstu að verða töffari og fannst spennandi að prófa hitt og þetta. Svo kom bíla- og mótorhjóla- della. Þú dast á mótorhjólinu en slappst með skrekkinn. Ég var alltaf hrædd þegar ég vissi að þú værir á mótorhjólinu. Þú áttir mjög góð ár, ferðaðist mikið um heiminn og varst hamingjusamur. Síðan kom áfallið þegar þú lentir í bílslysi og hálsbrotnaðir. Í kjölfarið fór að halla undan fæti. Það var ótrúlega gaman að þú skyldir koma með mér og pabba þínum í ferðalag síðasta sumar þegar við fórum á Fiski- daginn á Dalvík og í Systragil. Það var spilað Bezzerwizzer og þú vannst okkur alltaf, það var mikið hlegið og haft gaman. Þú varst mjög gáfaður og vissir al- veg helling, þú gast rætt um allt milli himins og jarðar. Þú varst mikill grúskari, tón- listar- og kvikmyndaunnandi. En það eru ekki allir sem rata beinu brautina, því miður. Núna ættir þú að vera búinn að hitta ömmu þína og mikið held ég að amma þín sé ánægð að fá þig til sín. Þú varst svo mikið uppáhald hjá henni og þér þótti alveg ótrúlega vænt um hana. Þú lifðir lífinu hratt, fórst til Bandaríkjanna 18 ára gamall að læra flugvirkjun og allt gerðist svo hratt. Elsku ástin mín, ég mun allt- af sakna þín. Guð geymi þig. Þín, mamma. Það er skrýtin tilhugsun að ég hafi alist upp við að heim- sækja Magga frænda minn í kirkjugarðinn og nú muni dótt- ir mín alast upp við að heim- sækja Magga frænda sinn í kirkjugarðinn. Elsku stóri bróðir minn, nú ertu farinn frá okkur og kemur ekki aftur, það þykir mér svo ótrúlega sárt. Ég sit hérna og skrifa þessi fátæk- legu orð og heyri í börnum leika sér úti og óska mér eitt augnablik að ég verði 10 ára aftur og allt verði eins ljúft og það er í minningunni. Maggi flotti bróðir minn sem var alltaf svo góður við mig – vá, hvað mér fannst þú flottur. Þú vissir það aldrei og hlærð eflaust núna en ég var alltaf inni í herberginu þínu þegar þú varst ekki heima og rótaði í öllu dótinu þínu. Las öll ástarbréfin, lifði mig inn í öll ástarbréfin, ætlaði að senda nokkur þeirra í pósti á rétta aðila og síðast en ekki síst þá prófaði ég góminn þinn. Hann passaði ekki eins og gefur að skilja. Það frábær fannst mér þú. Þú fluttir 18 ára gamall til Bandaríkjanna að læra flug- virkjun, stóðst þig eins og sönn hetja og útskrifaðist með flotta einkunn, ekki við öðru að búast enda bráðgáfaður. Svo komstu heim tveimur árum seinna með glæsilegan sportbíl sem vinir mínir kölluðu Batman-bílinn og mótorhjól, en þú varst ótrúlega hrifinn af þessum farartækjum. Í dag sé ég ekkert nema sportbíla og mótorhjól, það minnir mig allt á þig. Lífið er skrítið svo vægt sé til orða tek- ið, það gefur og það tekur. Þessi verkur í hjartanu sem hefur verið undanfarna daga, þessi tár sem alltaf virðast geta sprottið út á ótrúlegustu stöð- um, þessi eftirsjá, þessar efa- semdir og þetta samviskubit er það versta sem ég hef upplifað á minni ævi. Það er svo ótal margt sem mig langar að gera og segja og breyta en það er ekki hægt. Ég sagði við pabba að ég vildi óska þess að allir fengju eitt loka- símtal frá Guði, mikið væri það nú ljúft. En ég verð að hugsa til þín og þess sem þú lifðir eftir en þú hugsaðir aldrei um það sem þú hefðir átt að gera eða gera ekki, þú vildir ekki lifa lífinu þínu þannig og það ætla ég að taka upp eftir þér. Þú varst fal- legur, gáfaður og góðhjartaður drengur sem lifði lífinu ákaf- lega hratt, það er eitthvað sem ég var hreinlega að átta mig á. Hversu ungur þú varst í raun þegar margt gekk á í þínu lífi og hversu mikið ég vildi ég hefði áttað mig á því á þeim tíma og getað verndað þig. Ég hefði eiginlega þurft að vera stóra systir þín til þess að geta passað betur upp á þig. Ég vil ekki trúa því að þetta sé kveðjustund þó svo veruleik- inn sé að segja mér annað, ég vona að þú komir oft til mín í draumi og leyfir mér að sjá fal- lega brosið þitt aftur. Takk fyr- ir allt, elsku hjartað mitt, takk fyrir hláturinn, takk fyrir grát- inn, takk fyrir lærdóminn, takk fyrir að hafa fæðst og verið bróðir minn. Ég sé þig svo aftur þegar kallið mitt kemur, knúsaðu Siggu ömmu fyrir mig og segðu henni hversu sárt ég sakni hennar. Það hjálpar mér gríð- arlega að vita af ykkur saman. Það þarf fólk eins og þig fyr- ir fólk eins og mig. Þangað til næst, elsku Maggi minn, elska þig að eilífu. Þín systir, Elínborg Ósk Jensdóttir. Magnús Þór Jensson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.