Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.05.2016, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 Ólafur Elíasson vinnur nú að hinni árlegu sumarsýningu við Versala- höllina í Frakklandi sem honum var boðið að setja upp að þessu sinni. Í samtali við AFP kveðst Ólafur ætla að fylgja eftir umdeildri sýningu breska listamannsins Anish Kapoor, sem sýndi skúlptúrinn Queen’s vagina í fyrra, með því að setja upp „gríðarlega háan“ gosbrunn í garð- inum við höllina. Ólafur neitar að segja hversu hátt vatnssúlan muni rísa, frá krana sem skýtur henni upp frá stóru síki í garðinum. „Vissulega gæti ég sagt hversu marga metra vatnssúlan rís, en ég geri það ekki vegna þess að við verðum að láta áhorfendur um að meta hvað hún fer hátt,“ segir hann. Andre Le Notre, arkitekt kunn- asta íbúa Versala, „Sólkonungsins“ Loðvíks XIV., teiknaði á sínum tíma gríðarstóran gosbrunn við höllina en hann komst aldrei í gagnið þrátt fyrir tilraunir til að dæla vatni upp hæðina frá fljótinu Signu að höllinni. „Nú munum við gera hið ómögu- lega mögulegt, láta draumana ræt- ast,“ segir Ólafur um gosbrunninn. Hann bætir kankvíslega við að hann hagi sér nú eins og lítill, hrokafullur kóngur, með því að gefa ekki upp umfang sköpunarverks síns sem gestir muni sjá í Versölum í sumar, en bætir við að „fagurfræðilegur og menningarlegur vöðvi sköpunar- verksins“ mótist ekki af stærðinni einni. Hann segist þó hafa valið stað- setningu verksins út frá því að það verði sýnilegt frá speglasal Versala- hallar og frá veröndinni fyrir fram- an hana, þar sem vatnssúluna muni bera í góðum hlutföllum við sjón- deildarhringinn. „Og þegar gengið verður niður að Apollóbrunninum,“ segir hann um þekkt kennileiti í garðinum, „verður hún gríðarlega há að sjá.“ Ólafur er einnig sagður vinna að breytingum á tveimur skógar- lundum í hallargarðinum; í öðrum þeirra býr hann til þoku og vonast til að gestir skemmti sér vel í henni. „Þegar blæs sést þokan varla en þegar sólin skín myndast regnbogar og fólk getur látið eins og fiðrildi.“ Sýning Ólafs í Versölum verður opnuð 7. júní og stendur til 30. októ- ber. AFP Frakklandssýning Ólafur Elíasson við ísjaka sem hann setti upp í París í vetur til að minna á hlýnun jarðar. Í sumar skýtur hann vatni til himins. Ólafur Elíasson gerir risagosbrunn í Versölum Bandaríski djassgítarleikarinn Doug Raney er látinn, 59 ára að aldri. Raney var íslenskum djassáhugamönnum að góðu kunur enda kom hann oft fram á tón- leikum hér á landi, fyrst með tríói Horace Parlan, þá tæplega 22 ára, og þótti fara á kostum. Aftur var hann á ferðinni 1993, kom fram á RúRek-djasshátíðinni og lék meðal annars inn á plötu með Birni Thor- oddsen. Raney lék hér einnig árin 1995 og 1996, en hann flutti til Dan- merkur 1997. Doug Raney átti ekki langt að sækja hæfileikana, en hann var son- ur Jimmy Raney (1927-1995), sem var víðkunnur gítarleikari. Ferill Dougs hófst í hljómsveit föður síns, þegar hann var átján ára. Á átt- unda og níunda áratugnum gaf SteepleChase-útgáfan út nokkrar plötur í hans nafni og starfaði Raney þá með tónlistarmönnum á borð við Kenny Barron, Joey De- Francesco, Billy Hart, Duke Jordan, Jesper Lundgaard, Niels- Henning Ørsted Pedersen og Chet Baker. Síðustu árin kom Raney ekkert fram, en hann háði lengi erf- iða glímu við fíkniefni. efi@mbl.is Gítaristinn Raney látinn Gítarleikarinn Doug Raney. „Ég hlakka til að mæta aftur til Cannes. Sérstaklega með þessa mynd Hands of Stone sem ég er svo stoltur af,“ sagði stórleikarinn Robert De Niro um nýjustu kvik- mynd sína Hands of Stone. De Niro verður heiðraður sérstaklega á frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem stendur yfir dagana 11.-22. maí. Kvikmyndin byggir á raunveru- legum atburðum og fjallar um hnefaleikakappann Roberto Dur- àn, sem Edgar Ramírez leikur, og þjálfara og umboðsmann hans, Ray Arcel, sem Robert De Niro leikur. Á áttunda og níunda ára- tug síðustu aldar náði Duràn besta árangur á heimsvísu í hnefaleika- hringnum. Bardaginn Duràn og Sugar Ray Leonard varð m.a. sögulegur. Jonathan Jakubowicz frá Venesúela er leikstjóri myndarinnar. De Niro mætir á Cannes Box Stilla úr kvikmyndinni Hands of Stone sem De Niro leikur í. Hardcore Henry 16 Fyrstupersónuspennumynd séð út frá sjónarhóli aðal- persónunnar, karlmanns sem vakinn er upp frá dauð- um og þjáist af minnisleysi í kjölfarið. Metacritic 51/100 IMDb 6,9/10 Smárabíó 22.20 Fyrir framan annað fólk 12 Húbert er hlédrægur auglýsingateiknari og ekki sérlega laginn við hitt kynið. Morgunblaðið bbbnn Háskólabíó 17.45 Bíó Paradís 20.00 The Divergent Ser- ies: Allegiant 12 Beatrice Prior og Tobias Ea- ton fara inn í heiminn utan girðingarinnar, og eru tekin höndum af dularfullri skrif- stofu sem þekkt er undir nafninu the Bureau of Gene- tic Welfare. Metacritic 33/100 IMDb 6,1/10 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 20.00 Criminal 16 Minningar og hæfileikar lát- ins CIA-fulltrúa eru græddar í óútreiknanlegan og hættu- legan fanga. Metacritic 37/100 IMDb 6,5/10 Sb Álfabakka 20.00, 22.20 Sb Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00 The Huntsman: Winter’s War 12 Metacritic 36/100 IMDb 6,2/10 Smárabíó 17.30, 20.10, 22.20 Háskólabíó 20.10, 22.20 Borgarbíó Akureyri 22.00 Batman v Superman: Dawn of Justice 12 Batman og Superman berj- ast á meðan heimsbyggðin tekst á um það hvers konar hetju hún þarf raunverulega á að halda. Morgunblaðið bbnnn IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 10 Cloverfield Lane 16 Metacritic 76/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Kringlunni 22.40 Maður sem heitir Ove Ove er geðstirði maðurinn í hverfinu. Honum var steypt af stóli sem formaður götu- félagsins en stjórnar áfram með harðri hendi. IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 20.00 Háskólabíó 17.30, 20.10, 22.20 Ratchet og Clank Laugarásbíó 17.50 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.50, 19.30, 20.00, 20.00 Háskólabíó 17.30 Borgarbíó Akureyri 17.50 Ribbit Saga frosks í tilvistarkreppu. IMDb 4,2/10 Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 18.00 Kung Fu Panda 3 Þegar löngu týndur faðir Po birtist skyndilega fara þeir feðgar saman til leynilegrar pönduparadísar. Metacritic 66/100 IMDb 7,4/10 Smárabíó 15.30, 17.50 Háskólabíó 17.45 Elektra Uppfærsla Patrice Chéreau á sviði Met. Sambíóin Kringlunni 18.00 A Hologram for the King Háskólabíó 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 18.00, 22.00 Bastille Day Smárabíó 19.30, 20.00, 22.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 20.00 The Brothers Grimsby 16 Metacritic 46/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 22.20 Mia Madre Bönnuð yngri en 9 ára Bíó Paradís 22.15 The Ardennes Bíó Paradís 18.00 Louder than Bombs 12 Þremur árum eftir sviplegan dauðdaga stríðsljósmyndar- ans Lauru Freed koma synir hennar og eftirlifandi eigin- maður saman. Bíó Paradís 20.00 Room 12 Metacritic 86/100 IMDb 8,3/10 Bíó Paradís 17.45 Anomalisa 12 Bíó Paradís 18.00 Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 7,4/10 Bíó Paradís 22.00 The Witch Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 22.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali er að finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna. Munaðarlaus drengur er alinn upp í skóginum með hjálp úlfahjarðar, bjarnar og svarts pardusdýrs. Bönnuð innan 9 ára. Metacritic 75/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 17.40 The Jungle Book Kvikmyndir bíóhúsanna Alvarlegt atvik leiðir til klofnings í Aven- gers hópnum um það hvernig eigi að tak- ast á við aðstæðurnar. Hann magnast síðan upp í baráttu milli fyrrum banda- mannanna Iron Man og Captain America. Metacritic 83/100 IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00, 22.25 Sambíóin Álfabakka 16.00, 16.50, 16.50, 16.50, 19.05, 20.00, 20.00, 20.00, 22.10, 23.05, 23.05, 23.05 Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.00, 20.00, 22.00, 23.00 Sambíóin Kringlunni 17.00, 20.00, 21.00, 23.00 Sambíóin Akureyri 17.00, 20.00, 22.20, 23.00 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.30, 22.30 Captain America: Civil War 12 Viðskiptajöfur lendir í fangelsi eftir að upp kemst um innherjasvik. Þegar hún sleppur út skapar hún sér nýja ímynd og verður umsvifalaust eftirlæti flestra. Metacritic 40/100 IMDb 5,0/10 Laugarásbíó 17.55, 20.00 Smárabíó 17.00, 17.45, 20.10, 22.30 Háskólabíó 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 20.00 The Boss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.