Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 22

Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Garðyrkjustöð Ingibjargar, ein veglegasta garðyrkjustöð landsins er til sölu. Velta hefur verið stöðugt vaxandi og hagnaður mjög góður. • Eigendur stórglæsilegs, vel rekins 70 herbergja hótels á höfuðborgarsvæðinu óska eftir meðeiganda að helmingshlut í félaginu. • Stærsta, skemmtilegasta og elsta gæludýraverslun landsins, Dýraríkið, er nú fáanlegt. Gæludýr og gæludýravörur. Spennandi verkefni fyrir dýraáhugafólk. • Hótel Siglunes er lítið og mjög fallegt hótel/gistihús í eigin húsnæði í ferðamannabænum Siglufirði. Þar eru 19 herbergi, fullbúinn veitingastaður og bar. Frábærir dómar hjá ferðamiðlum. • Umboð fyrir eldhúsinnréttingar. Þekkt evrópskt merki í eldhúsinnréttingum og fataskápum. Velta á bilinu 70-100 mkr. Gott tækifæri fyrir aðila í skyldum rekstri. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með gott umboð fyrir hágæða múrefni og klæðningar. Velta um 100 mkr. Miklir möguleikar á vexti • Vaxandi innflutnings- og smásölufyrirtæki með mjög góða markaðshlutdeild á sérhæfðum markaði. Ársvelta 130 mkr. og EBITDA 30 mkr. • Fiskvinnsla á SV-horninu í framleiðslu á fiski og harðfiski. Velta 50 mkr. Inannlandsssala og útflutningur. Miklir möguleikar til veltuaukningar. • Verslunarkeðja með matvæli (12 útsölustaðir) og miðlæga framleiðslu. Ársvelta 650 mkr. Miklir vaxtamöguleikar og góð afkoma. • Gamalgróin heildverslun með þekkt leikföng og gjafavörur. Velta um 100 mkr. Góð afkoma. • Stórt og gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda. • Öflugt og vaxandi fyrirtæki í skiltagerð og markaðslausnum. Vel tækjum búið. Ársvelta um 100 mkr. og góð afkoma. Fagleg miðlun fyrirtækja og rekstrareininga • Til sölu fyrirtæki sem sérhæfir sig í búnaði fyrir viðburði, viðskiptavinir eru sveitafélög, fyrirtæki og einstaklingar. • Við erum að vinna að sölu á mjög vinsælu kaffihúsi í 101 Reykjavík. • Til sölumeðferðar nokkur mjög áhugaverð veitingahús í 101 Reykjavík. • Við vinnum að sölu á stóru landsþekktu verslunarfyrirtæki með sérvöru. • Til sölu fullkomið stóreldhús með öllum tækjum og tólum í Reykjavík, húsnæðið er um 300 fm. • Hádegisverðarþjónusta við fyrirtæki og stofnanir til sölu • Boostbar, söluturn í úthverfi sem veltir um 120 milljónum • Erum að vinna að mjög áhugaverðu gisti og ferðaþjónustu tækifæri á Akureyri. Lækjargötu 2, 2. hæð | Sími 546 1100 | investis.is | fyrirtaekjakaup.is | investis@investis.is                                     ! "#$   % $! $" # %% !# " " &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %  " "%!  !$% %"  $$ #  !%"# " %     "!  !" $" $%! # " !% " !! ! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,42% milli mánaða miðað við verð- lag í maí. Þetta er meiri hækkun en greiningardeildir höfðu spáð, en þær höfðu gert ráð fyrir 0,2-0,3% hækkun á milli mánaða. Samkvæmt þessu mælist árs- verðbólgan nú 1,7%. Sé hins vegar litið framhjá húsnæðislið vísitöl- unnar er verðbólgan einungis 0,3%. Að mati greiningardeildar Arion banka mætti túlka hækkun annarra liða í vísitölunni en húsnæðis sem vísbendingu um að verslun sé að velta launahækkunum út í verðlag. Ársverð- bólgan 1,7% Jón Þórisson jonth@mbl.is Síminn hefur áhuga á samstarfi við Reiknistofu bank- anna (RB), hvort sem fyrirtækið yrði meðal eigenda eða sem samstarfsaðili, segir í skriflegu svari frá Símanum við fyrirspurn Morgunblaðsins. Segir í svarinu að um samninga sem fyrirtækið geri eða geri ekki, ríki almennt trúnaður og því sé ekki unnt að staðfesta aðkomu Símans að nýtingu forkaupsréttar Sparisjóðs Höfðhverfinga, sem fjallað var um í ViðskiptaMogganum á fimmtudag- inn. Síminn telji sig hafa ýmislegt fram að færa ef af nán- ara samstarfi yrði, segir ennfremur í svari fyrirtækisins. Eins og fram kom í ViðskiptaMogganum eru átök um 7,2% hlut í Reiknistofu bankanna (RB). Á grundvelli for- kaupsréttarákvæðis í samþykktum RB lýsti Sparisjóður Höfðhverfinga því yfir að hann myndi nýta sér forkaups- rétt á hlut sem Kvika banki hefur selt til fjárfesta. Jó- hann Ingólfsson, stjórnarformaður sparisjóðsins, segir sjóðinn ekki hafa í hyggju að eiga hlutinn. Segir hann að fyrir liggi samkomulag við utanaðkomandi aðila um að sá kaupi hlutinn, en hann sé bundinn trúnaði um hver sá að- ili sé. ViðskiptaMogginn hefur fyrir því traustar heim- ildir að sá aðili sé Síminn eða félag honum tengt. Síminn er skráður á aðalmarkað Kauphallarinnar. Bankarnir þurfa að selja Eins og fram hefur komið hefur eignarhald RB verið í eigu fjármálafyrirtækja fram til þessa. Má það rekja til sögulegra ástæðna þar sem í upphafi þótti verulegt hag- ræði því fylgjandi að kjarnakerfi væru byggð upp og rek- in sameiginlega. En nú eru skýr teikn á lofti um að það sé að breytast. Stærstu hluthafar RB eru stóru viðskipta- bankarnir þrír, Landsbankinn, Arion banki og Íslands- banki. Í ljósi sáttar hluthafa RB við Samkeppniseftirlitið frá 2012 skuldbundu bankarnir sig til að minnka hlut sinn. Leitað var eftir upplýsingum hjá bönkunum um hvernig þau mál stæðu. Í svari Íslandsbanka kemur fram að aðilar hafi sýnt hlut bankans áhuga og samtöl hafi átt sér stað en þau ekki enn leitt til viðskipta. Minnst þriðjungur hlutar hans í RB sé til sölu en bank- inn á 30,1% hlutafjár. Hluturinn sé nú þegar í opnu sölu- ferli og til greina geti komið að selja meira en sem nemur þriðjungi. Áhugasömum hafi verið boðið að setja sig í samband við fyrirtækjaráðgjöf bankans en nú sé verið að setja söluna í formlegra ferli. Frá Arion banka fengust þau svör að fyrir lægi að bankinn hefði áhuga á að selja 21,7% hlut sinn og hann væri allur auglýstur til sölu á heimasíðu bankans. Bank- inn hefði annað veifið orðið var við áhuga en engar form- legar viðræður átt sér stað né formleg tilboð borist. Landsbankinn á 36,8% hlutafjár og segist í svari sínu hafa boðið þriðjung þess til sölu á vef sínun á síðasta ári en engar fyrirspurnir borist. Landsbankinn staðfestir að nýverið hafi orðið vart áhuga á hlut bankans í RB. Ekki standi til að selja stærri hlut en sem nemur þriðjungi hlutarins og komi til sölu á hlutum bankans muni salan fara fram í opnu söluferli. Af þessu er ljóst að til sölu eru hið minnsta 44% hluta- fjár í RB. Í svörum allra bankanna þriggja kemur fram að starf- semi RB sé mjög mikilvæg fyrir rekstur þeirra, ekki síst þar sem hún sinni grunnþjónustu fyrir tölvukerfi þeirra. Síminn staðfestir áhuga á Reiknistofu Morgunblaðið/Eggert Reiknistofa bankanna Eignarhaldið er að breytast. Sala á hlutum í Reiknistofu bankanna » Af svörum stóru hluthafanna að ráða eru um 44% hlutafjár í RB til sölu, ef til vill meira. » Að viðbættum þeim 7,2% sem nýlega voru við- skipti með, er hér um meira en helming hlutafjár að ræða sem skipt gætu um hendur. » Hugsanlegt er að miklu ráði um endanlegt eign- arhald hver á endanum kaupir hinn umdeilda 7,2% hlut.  Bankarnir finna fyrir auknum áhuga á hlut sínum í RB Hagnaður Eimskips jókst um 21,1% á fyrsta ársfjórðungi frá sama tímabili í fyrra og nam hann 1,8 milljónum evra, eða 252 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, nam 9,6 millj- ónum evra, eða rúmlega 1,3 millj- örðum króna, sem er 66% vöxtur frá sama tímabili í fyrra. Flutningsmagn jókst um 8,1% í áætlunarsiglingum félagsins á Norður-Atlantshafi og 5,9% aukning varð í flutningsmagni í flutningsmiðlun. Samtals námu rekstrartekjur félagsins á fjórð- ungnum 113,3 milljónum evra, eða tæplega 16 milljörðum króna, og juk- ust um 0,6 milljónir evra frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri nam 12,7 milljónum evra frá janúar til mars, samanborið við 3,1 milljón evra á sama tímabili í fyrra. Nam handbært fé félagsins í lok mars 47,3 milljónum evra, jafngildi 6,6 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall Eimskips var tæp- lega 60% í lok fjórðungsins. Gylfi Sigfússom, forstjóri, segir í afkomutilkynningu til Kauphallar að þetta sé besti fyrsti ársfjórðungur Eimskips frá árinu 2009. „Afkomuspá fyrir árið 2016 hefur verið hækkuð og er nú á bilinu 49 til 53 milljónir evra í stað þess að vera 46 til 50 milljónir evra eins og kynnt var í febrúar.“ Gylfi segir Eimskip halda áfram að meta möguleg tækifæri til vaxtar. „Við erum komin langt í fyrir- tækjakaupum erlendis og ráðgerum að ljúka þeim á þriðja ársfjórðungi.“ jonth@mbl.is Hagnaður Eimskips jókst um fimmtung Eimskip Gylfi segir þetta besta fyrsta ársfjórðung frá 2009.  Fyrirtækjakaup erlendis langt komin og ráðgert er að ljúka þeim síðar á árinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.