Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Frakkland stendur nú frammi fyrir mestu ólgu á vinnumarkaði í um tveggja áratuga skeið, en hún litast af öldu mótmæla og verkföllum gegn umdeildum breytingum á vinnulög- gjöf Frakklands, að sögn fréttaveit- unnar AFP. Francois Hollande, forseti Frakk- lands, hét því í gærmorgun að hvika ekki frá vinnulöggjöfinni. Hollande segir að haldið verði áfram með breytingar á vinnulöggjöfinni, þar sem þær séu af hinu góða. Forsetinn segir að réttur manna til að mót- mæla verði virtur, en frönsk stjórn- völd ætli sér að tryggja ferðafrelsi borgaranna og eðlilegan aðgang að eldsneyti. Hann ræddi málið við fréttamenn í Japan þar sem hann var á fundi G7-ríkjanna í gær. Mótmæli sem hafa brotist út undanfarið víða um Frakkland hafa raskað samgöngum. Eldsneytis- skortur hefur verið í París og bið- raðir myndast víða við bensínstöðvar stöðvum landsins ýmist lokaðar eða með skerta starfsemi vegna mót- mælaaðgerða verkalýðsfélaga. Stjórnvöld segja breytingarnar á vinnulöggjöfinni munu koma í veg fyrir allt of mikið atvinnuleysi og laða að fleiri fyrirtæki. Talsmenn verkalýðshreyfinga segja hana ekki verja réttindi starfsmanna heldur fyrirtækjanna. Samkvæmt löggjöfinni geta fyrir- tæki sett starfsmönnum sín eigin vinnuskilyrði. Hún gerir stjórnend- um kleift að fækka störfum þegar illa árar og að fara yfir 35 klst. vinnu- viku, en hún gekk í gildi árið 2000. Breytingarnar voru samþykktar af frönsku ríkisstjórninni og var þeim komið í gegn án þess að at- kvæðagreiðsla færi fram á franska þinginu. Enn á eftir að samþykkja hana svo hún verði að lögum. Ár er í næstu forsetakosningar. Talið er líklegt að Hollande eigi eftir að gefa kost á sér en afstaða hans til breytinga á vinnulöggjöfinni er ekki talin auka vinsældir hans, sem hafa dalað undanfarið. birgðastöðvar fyrir utan eina sem er í Gargenville en þar er verkfall.“ Þetta er haft eftir talsmanni franska samgönguráðuneytisins. Með þessu móti verður meira eldsneyti á bensínstöðvum en verið hefur. Hins vegar stendur fimmtungur bensín- stöðva frammi fyrir eldsneytisskorti. Enn eru sex af átta olíuhreinsunar- vegna mótmælaaðgerða verkalýðs- félaga við olíubirgðastöðvar. Áfram mótmælt Mótmælaaðgerðirnar héldu áfram í gær og rýmdi lögreglan 15 olíu- birgðastöðvar af samtals 100 sem eru í öllu landinu. „Allar mótmælaað- gerðir hafa verið stöðvaðar við olíu- Stendur við vinnulöggjöfina  Lögreglan stöðvaði mótmæli við 15 olíubirgðastöðvar  Endalok 35 stunda vinnuviku?  Stjórnvöld segja breytingar á vinnulöggjöf minnka atvinnuleysi AFP Mótmæli Franska lögreglan stöðvaði mótmæli við 15 olíubirgðastöðvar. „71 ár er liðið frá því að dauðinn féll af himnum ofan og heimurinn breyttist. [...] sem sýndi að mannkynið hefur alla burði til að tortíma sér sjálft,“ sagði Bar- ack Obama, forseti Bandaríkjanna, í opinberri heim- sókn til Hiroshima í Japan í gær. Heimsóknin var söguleg fyrir þær sakir að Obama varð fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til að heimsækja japönsku borgina eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarn- orkusprengju á hana í ágúst árið 1945 í síðari heims- styrjöldinni. Obama lagði blómsveig að minnismerki um þá sem létu lífið. Hann heilsaði þeim sem lifðu af árásina af og voru viðstaddir, og tók jafnframt utan um Shige- aki Mori, einn eftirlifenda. AFP 71 ár frá því „dauðinn féll af himnum“ Lögreglan í Rio de Janeiro í Brasilíu leitar nú 30 manna sem grunaðir eru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku og sett myndskeið af verknaðinum á samfélags- miðla. Stúlkan telur að sér hafi verið byrlað eitur- lyf. Á laugardaginn var fór hún í heimsókn til kærasta síns en vakn- aði í öðru húsi umkringd mönn- unum. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur mönnunum, einn- ig kærastanum. Atvikið átti sér stað í fátækrahverfi í vesturhluta Ríó. Hópnauðgunin hefur verið for- dæmd á samfélagsmiðlum og hefur hrundið af stað herferð gegn því sem baráttufólk kallar „nauðg- unarmenningu“ í Brasilíu. Mynd- skeiðið er 40 sekúndna langt og því var deilt víða áður en dreifing þess var stöðvuð. BRASILÍA 30 manns grunaðir um hópnauðgun Fimm menn voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir hryðju- verkaárásir sem þeir frömdu ár- ið 2010 í Kam- pala, höfuðborg Úganda, þar sem 74 létu líf- ið. Á meðal þeirra var Isa Ahmed Luyimam, aðalskipuleggjandinn sem er sagður liðsmaður íslömsku hryðjuverkasamtakanna al- Shabab. Tveir af þeim voru dæmdir í 50 ára fangelsi. Þegar dómur var kveðinn upp sagðist dómarinn, Alfonse Owiny-Dollo, ekki trúa því að lífstíðarfangelsi hefði fyrir- byggjandi áhrif. Dómurinn er lík- lega sá fyrsti sem fellur yfir með- limum al-Shabab utan Sómalíu. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab tengjast al-Qaeda. ÚGANDA Fimm í lífstíðarfang- elsi fyrir hryðjuverk Fyrsta tilfelli af ónæmi gegn sýklalyfinu colistin greindist í Bandaríkjunum nýverið. Colistin er sýklalyf sem er notað þegar engin önnur sýklalyf virka. Í lok ársins 2015 í Kína greindist ónæmi gegn colistin í fyrsta skipti. Í þetta skipti greindist það í 48 ára gamalli konu frá Pennsylvaníu. Ekki liggur fyrir hvernig konan smitaðist því hún hefur ekki ferðast nýlega, auk þess sem lyfið colistin er ekki notað víða í Banda- ríkjunum. Bregðast þarf hratt við DNA í bakteríunum, sem veitir þeim ónæmi gegn þessu sýklalyfi, nefnist mcr-1 gen, og það getur breiðst hratt út yfir í aðrar teg- undir. Helsta áhyggjuefnið er að ónæmi gegn colistin færist yfir á önnur form sýklaónæmis. Það veldur því að það geti skapað sýk- ingar sem ekki er hægt að með- höndla. „Því meira sem við skoðum ónæmi við lyfjum, þeim mun áhyggjufyllri verðum við. Lyfja- skápurinn er tómur fyrir suma sjúklinga. Það er komið að því að vegur sýklalyfja endar nema við bregðumst hratt við.“ Þetta er haft eftir Thomas Frieden, fram- kvæmdastjóra Miðstöðvar for- varna gegn smitsjúkdómum í Bandaríkjunum. Í sama streng tekur dr. Nasia Safhdar, sem starfar í Háskólanum í Wisconsin í heilbrigðisvísindum, og segir þess- ar niðurstöður mikið áhyggjuefni. BBC greinir frá. thorunn@mbl.is „Lyfjaskápur- inn er tómur“ AFP Ónæmisvandi Það reynist sífellt erfiðara að koma í veg fyrir ónæmi.  Ónæmi gegn sýklalyfinu colistin greinist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.