Morgunblaðið - 28.05.2016, Síða 46

Morgunblaðið - 28.05.2016, Síða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Söfn • Setur • Sýningar Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal Dálítill sjór – Ljósmyndir Kristínar Bogadóttur á Vegg Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni Norðrið í norðrinu á 3. hæð Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi LISTASAFN ÍSLANDS BERLINDE DE BRUYCKERE 21.5 - 4.9.2016 LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016 UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN 21.1 - 11.9 2016 PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 Leiðsagnir á ensku alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR 5.2. - 29.5.2016 Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Verið velkomin Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Sýningin opin daglega frá 10-17 Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Síðasta sýningarhelgi Leiðsögn sunnudag kl. 14 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is RÍKI – flóra, fána, fabúla nefnist umfangsmikil myndlistarsýning sem opnuð verður í dag kl. 16 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í þremur sölum safnsins. Á henni má sjá verk sem tengjast náttúrunni og flokk- unarkerfi hennar með einum eða öðrum hætti og veitir hún innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratug- um, glænýjum verkum sem og eldri úr safneign. Við opnun, kl. 17, flytur myndlist- armaðurinn Anna Fríða Jónsdóttir gjörning ásamt sellóleikaranum Ástu Maríu Kjartansdóttur í fjölnotasal Hafnarhússins og meðan á sýning- unni stendur verður boðið upp á viðamikla dagskrá með gjörningum, kvikmyndasýningum o.fl. Aðaláhersla á flóru og fánu Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson og segir hann alltaf dálít- ið föndur að koma saman svo stórri sýningu með verkum svo margra listamanna en þeir eru á fimmta tug. „Svo erum við að leika okkur svolítið með uppsetninguna líka, að gera þetta svolítið skemmtilegt, sér- staklega í salnum með safneigninni. Við málum veggina, gerum munstur á þá þannig að þetta er dálítil inn- setning í leiðinni,“ segir hann. En hver er hugmyndin að baki sýningunni, konseptið? „Við erum að skoða myndlistarmenn og myndlist- arverk sem endurspegla lífríkið með einhverjum hætti með aðaláherslu á flóru og fánu, þó ýmislegt annað komi til sögunnar,“ segir Markús. Með elementinu fabúlu bætist svo við ákveðin frásögn, skilningur manna á náttúrunni og lífríkinu. „Við setjum þetta í e.k. kerfi eða upp- röðun, gefum þessu nöfn eða túlkum með einhverjum hætti sem er alltaf mannanna verk. Það kemur fram í því hvernig við vörpum okkar eigin hugmyndum á lífríkið, manngerum hitt og þetta, reynum að færa hlutina í okkar mynd,“ útskýrir Markús. Þetta sjáist í handverki og handa- vinnu listamannanna, hvernig þeir vinni með lífríkið og noti sem efnivið og viðfangsefni og líka hvernig rýnt er í hegðun mannsins gagnvart lífrík- inu. „Þetta er tvískipt, við erum að horfa á lífríkið og síðan aftur til baka, á manninn, hvernig hann hegðar sér gagnvart lífríkinu,“ segir Markús. Hann segir viðfangsefni sýning- arinnar sannarlega eiga erindi við fólk í dag. „Hvernig ætlum við að stíga næstu skref í sambýli okkar við náttúruna án þess að hjakka í sama gamla farinu?“ Hekla endurgerðir af lækningajurtum Nokkur verk voru unnin sér- staklega fyrir sýninguna, m.a. verk sem Rósa Sigrún Jónsdóttir vinnur í samvinnu við hóp af handverks- konum. „Hún er að fá þær til þess að hekla með sér endurgerðir af lækn- ingajurtum, býr til einhvers konar tengingu á milli heilunar sem felst í því að vinna að handverki og lækn- ingarmáttar grasanna,“ segir Mark- ús. Þá hafi Unndór Egill Jónsson gert nýtt verk þar sem hann spyrðir saman ólíka eiginleika úr lífríkinu sem heyri annars vegar undir dýra- ríkið og hins vegar plönturíkið. „Hann reynir að blanda þeim saman með tilvísun til þessarar tilhneig- ingar mannsins að vera alltaf að djöflast eitthvað í lífríkinu og hanna það eftir eigin hugmyndum. En hann gerir það á svolítið rómantískan hátt, gefur tré möguleikann á því að hefja sig til flugs,“ segir Markús. Frekari upplýsingar má finna á vef Listasafns Reykjavíkur, artmu- seum.is. Lífríkið og hegðun mannsins gagnvart því  Tugir listamanna eiga verk á sýningunni RÍKI – flóra, fána, fabúla, sem opnuð verður í Hafnarhúsi í dag Ljósmynd/Pétur Thomsen Selur Verkið „Between You and Me“ frá 2009 eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur, eitt þeirra sem eru á sýningunni. Kristján Guðmundsson myndlist- armaður opnar sýningu í Komp- unni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í dag kl. 15. Kristján er einn af þekktari lista- mönnum þjóðarinnar, hóf listferil sinn uppúr 1960 og var einn af meðlimum SÚM. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1993 og árið 2010 hlaut hann hin virtu sænsku Carnegie Art Award, svo fátt eitt sé nefnt af farsælum myndlistarferli hans. Kristján hef- ur sýnt víða um heim sem og hér heima og hlotið margvíslegar við- urkenningar og lof fyrir verk sín. Verk Kristjáns láta oft ekki mik- ið yfir sér, en ef grannt er skoðað má greina djúpa hugsun og kraft- mikið formskyn, hreinleika og feg- urð í viðkvæmum línudansi, segir í tilkynningu vegna sýningarinnar. „Ég reyni að vinna innan viðvar- andi spennusviðs á milli einskis og einhvers, er þar haft eftir Krist- jáni. Sýning Kristjáns í Kompunni stendur til 11. júní og er opin dag- lega kl. 14-17. Fjallabyggð, Menn- ingarráð Eyþings/uppbygging- arsjóður og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Morgunblaðið/Eggert Í Kompunni Kristján Guðmundsson opnar sýningu í Kompunni í dag. Kristján sýnir í Kompunni Lúðrasveit Reykjavíkur heldur sína árlegu vortónleika í Kalda- lónssal Hörpu á morgun, 29. maí, kl. 17. Á efnisskránni verður fjölbreytt úrval verka eftir ýmsa höfunda, m.a. Hollendinginn Eric Swiggers og Bandaríkjamennina James Meredith, John Higgins, John Moss, Richard Saucedo og Michael Sweeney. Í tilefni vorkomunnar mun sveitin leika hátíðlega og fjörlega tónlist sem ætti að höfða til allra aldurshópa, segir í tilkynningu. Lúðrasveitina skipa bæði áhuga- og atvinnutónlistarmenn. Hún var stofnuð árið 1922 við samruna lúðrasveitanna Hörpu og Gígju og er því elsta starfandi hljómsveit landsins. Stjórnandi er Lárus Hall- dór Grímsson. Miðaverð er 2.000 kr. og frítt inn fyrir börn upp að 12 ára aldri. Vortónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur í Kaldalóni Stjórnandinn Lárus H. Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.