Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrsta stóra hátíðarhelgi sumars-
ins er að ganga í garð, en sjó-
mannadagurinn er á sunnudaginn.
Honum er fagnað um allt land og
eru hátíðarhöld alla helgina í mörg-
um sjávarplássum.
Í Reykjavík verða tveggja
daga hátíðarhöld undir heitinu Há-
tíð hafsins. Hafnardagurinn er
haldinn er á laugardeginum og sjó-
mannadagurinn sjálfur á sunnudeg-
inum. Hátíð hafsins hefur fest sig
vel í sessi, en í fyrra komu um
40.000 manns á hátíðina. Hátíðar-
svæðið nær frá Hörpu, um gömlu
höfnina, út á Grandagarð og að HB
Granda.
Gönguleið færð frá húsum
Í vor hafa gönguleiðir verið
endurbættar fyrir framan verbúð-
irnar við Grandagarð, en þar er nú
að finna listagallerí, verslanir, veit-
ingastaði og vinsæla ísbúð.
Verkið fólst í jarðvinnu og
yfirborðsfrágangi á völdum svæð-
um á Grandagarði frá Ánanaustum
að Grunnslóð. Allar veitulagnir og
yfirborð var endurnýjað. Göngu-
leiðin var færð frá húsunum og
þannig skapað rými framan við
þau. Lýsing á svæðinu var einnig
endurnýjuð. Komið er fyrir 30 km
hámarkshraða hliðum við Ánanaust
og á gatnamótum Grunnslóðar og
Fiskislóðar.
Verkefnið er sameiginleg
framkvæmd Faxaflóahafna sf,
Veitna ohf., Mílu ehf. og Gagna-
veitu Reykjavíkur ehf. Grafa og
grjót ehf. var lægstbjóðandi og var
verksamningurinn um 70 milljónir
króna.
Verkið er unnið í tveimur
áföngum. Fyrri áfanganum lauk í
lok maí. Vinna við seinni áfangann
mun síðan hefjast að aflokinni
Menningarnótt í ágúst og á að
ljúka í haust.
Þetta verkefni er í raun fyrsti
áfangi endurnýjunar Grandagarðs.
Búast má við að því verði fram-
haldið á næstu árum, samkvæmt
upplýsingum frá Faxaflóahöfnum.
Hátíð fjölskyldunnar
Hátíð hafsins er ein af helstu
borgarhátíðum Reykjavíkurborgar
og er tilgangurinn að gefa fjöl-
skyldufólki tilefni til að heimsækja
hafnarsvæðið í Reykjavík og kynn-
ast störfum sjómanna. Útisvið á
Grandagarði verður með skipulögð-
um viðburðum bæði laugardag og
sunnudag. Tónlistaratriði, dorg-
veiði, listasmiðjur, sjóræningjasigl-
ingar, bátastrætó, bryggjusprell,
furðufiskasýning og hátíðardagskrá
Sjómannadagsins eru meðal þess
sem verður í boði fyrir alla fjöl-
skylduna.
Dagskrá helgarinnar má sjá á
vefsíðunni www.hatidhafsins.is.
Hátíð hafsins á end-
urbættum Granda
Morgunblaðið/Ófeigur
Grandagarður Svæðið fyrir framan verbúðirnar er mun vistlegra eftir að framkvæmdum lauk í vikunni.
Endurbótum á gönguleiðum við Grandagarð lokið
Hátíðisdagur sjómanna
» Sjómannadagurinn er
haldinn hátíðlegur fyrsta
sunnudag í júní um land allt,
enda hátíðisdagur allra sjó-
manna.
» Dagurinn var fyrst haldinn
hátíðlegur þann 6. júní 1938 á
Ísafirði og í Reyjavík og var
lögskipaður frídagur sjómanna
1987. Öll íslensk fiskiskip
verða að vera í landi þennan
dag.
» Í Reykjavík verða 20 fiski-
skip í höfn; 14 í Gömlu höfnini,
tvö í Sundahöfn og fjögur við
Vogabakka.
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
KJÓLUM!
GLÆSILEGT ÚRVAL!
STÆRÐIR 36-52
Einstök ferð
Hrífandi náttúra, einstök menning og fjölbreytt dýralíf sem
eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku um-
hverfi. Við förum m.a. í Safaríferð á jeppum og skoðum
villt dýr í sínu náttúrlega umhverfi. Sri lanka er eyjan sem
Sinbað sæfari og Marco Polo heimsóttu á ferðum sínum.
Við kynnumst framandi og heillandi heimi sem tekur á
móti ferðalöngum með opnum örmum.
3.-16. nóvember
Paradísareyjan
Sri lanka
Verð 549.900 kr.
per mann i 2ja manna herbergi
Innifalið: Flug, skattar, allar ferðir,
aðgangur þar sem við á, hótel með
hálfu fæði, íslensk fararstjórn, m.a safari
ferð í Yala þjóðgarðinn og fleira
Sími 588 8900
transatlantic.is
„Ég held að þetta sé mjög gott mál.
Það getur verið erfitt að koma inn í
klefa hjá föngum sem fara lítið út,
eru inni og reykja og reykja. Það er
bæði hræðilegt ástand fyrir fangann
og þá sem koma á eftir og því fagna
ég þessu,“ segir Guðmundur Ingi
Þóroddsson formaður Afstöðu, fé-
lags fanga, um bann við tóbaksreyk-
ingum í nýju fangelsi við Hólms-
heiði. Í fangelsinu munu fangar þó
eiga kost á að fara út á sérstök úti-
vistarsvæði yfir daginn og reykja
eða fá sér ferskt loft. „Þetta er liður í
því að hafa snyrtilegt og að fá fanga
til þess að minnka reykingar. Þetta
er gott tækifæri til þess.“
Mikil ánægja með þetta skref
Samkvæmt lögum um tóbaks-
varnir eru tóbaksreykingar óheim-
ilar í fangelsum, en þó er heimild til
þess að leyfa reykingar í klefum.
„Við höfum gert það vegna þess að
fangelsin eru þannig hönnuð að
fangar geta ekki komist út undir
bert loft þegar þeim hentar,“ segir
Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsið á Hólmsheiðinni býður þó
upp á þann möguleika. „Við erum
mjög ánægð með þetta skref og
munum aðstoða þá fanga sem eftir
innilokun þurfa aðstoð með nikótín-
lyfjum eða öðru slíku. Ef þetta geng-
ur vel þurfum við að skoða þetta í
öðrum fangelsum,“ segir Páll.
Undantekningu gæti þurft að
gera um þá fanga sem eru í ein-
angrun í gæsluvarðhaldi. „Þessi
heimild til að reykja er til staðar en
það eru þó fjórir útivistargarðar fyr-
ir einangrunarfanga í nýja fangels-
inu. Þá væri hægt að gefa þeim kost
á að fara oftar út í útivistargarða til
að reykja en þetta er eitthvað sem
við verðum að prófa okkur áfram
með,“ segir Páll. agf@mbl.is
Fangar fagna reykleysinu
Reykingar í herbergjum verða óheimilar á Hólmsheiði
Morgunblaðið/RAX
Fangelsi Sérstök útivistarsvæði
verða í fangelsinu við Hólmsheiði.
Eggert Skúlason hættir í dag sem ritstjóri DV. Þetta
staðfesti Björn Ingi Hrafnsson, stærsti eigandi Press-
unnar, sem á útgáfufélög DV, Pressunnar og Bleikt.is
auk þess að gefa út nokkurn fjölda staðbundinna viku-
blaða, í samtali við mbl.is Segir Björn Ingi að um hafi
verið að ræða sameiginlega ákvörðun þeirra og ekkert
sem kom skjótt upp. „Þetta var allt gert í mjög góðu,“
segir hann. Eggert tók í svipaðan streng í samtali við
mbl.is en sagðist jafnframt koma til með að sakna vinnu-
félaganna.
Kolbrún Bergþórsdóttir og Hörður Ægisson verða
áfram ritstjórar DV að sögn Björns Inga, ekkert annað hafi verið ákveðið.
Aðspurður um hvort breytingunum fylgi breytt eignarhald segir hann það
vera óbreytt.
Eggert Skúlason hættir sem ritstjóri DV
Eggert Skúlason