Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 83
MENNING 83 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Sun 12/6 kl. 19:30 aukasýn Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Sýningum lýkur í vor! Mugison (Kassinn) Sun 5/6 kl. 20:30 Fim 16/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30 Fim 9/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30 Fös 10/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30 Sun 12/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30 Miðasala á mugison.com Ekkert að óttast (Kassinn) Lau 4/6 kl. 19:30 Áhugaleiksýning ársins! DAVID FARR MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu. Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Sú staðreynd að ég er kona og ég get gert það sem ég er að gera er undantekning,“ segir Björk Guð- mundsdóttir í erlendum fjölmiðlum um nýja verkefnið sitt sem er í Ástr- alíu. Tónlistarblaðamennska er karlaklúbbur Hún gagnrýnir þar, af reynslu, upplifun sína á tónlistarheiminum og hvernig karlmenn ráða þar öllu og það sé í raun ótrúlegt að hún hafi náð að blómstra. Sýningin sem hún er að setja í gang í Ástralíu kallast Björk Digital og er byggð á myndböndum af síð- asta diski hennar, Vulnicura. Þegar Björk kynnti verkefnið í Ástralíu þá lá henni mikið á hjarta varðandi ójafnrétti í tónlistarheim- inum og talaði sérstaklega mikið um blaðamennsku. Hún sagði að karlremban væri hvað mest í tónlistarblaðamennsk- unni, það væri versti karlaklúbb- urinn. Þegar greinar, eftir einmitt karl- menn úr þessum karlaklúbbi, eru lesnar þá eru misjafnar undirtektir við þessari gagnrýni – kannski eðli- lega. Sumir úr karlaklúbbi tónlistar- blaðamennskunnar virðast sárir en aðrir taka undir orð hennar, en þó fæstir af miklum eldmóð. Martröð að vera leikkona Björk vísaði líka til reynslu sinnar sem leikkona en hún lék aðal- hlutverkið í Dancer in the Dark, bíó- mynd Lars von Trier, árið 2000. Hún sagði að það hefði verið martröð að vera leikkona. Hún var verulega ósátt með þá reynslu og benti sér- staklega á að það virðist sem í þeim bransa geti karlar orðið gamlir og samt verið mikilvægir en konur ekki. Kynjamisrétti hefur verið mikið til umræðu í listaheiminum á Vest- urlöndum, sérstaklega í Hollywood og víðar í kvikmyndaheiminum. En það hefur verið minna talað um þetta í tónlistarheiminum, sér- staklega hvað varðar tónlistarblaða- mennsku. Sýning Bjarkar í Ástralíu Á sýningunni í Sydney í Ástralíu býður hún gestum upp á að koma í veislu sína sem margir af fremstu listamönnum heimsins hafa komið að. Það er um ákveðinn sýndarveru- leika að ræða og hann byggist á síð- asta höfundarverki hennar, plötunni Vulnicura. Samkvæmt tilkynningu virðist hljóðið koma alls staðar að og einnig myndir. Sýningin fer fram í Carriage- works sem er bæði stærsta og magnaðasta margmiðlunarlistahús í Ástralíu, samkvæmt tilkynningu frá þeim. Ég er kona og ég get  Björk Guð- mundsdóttir talar um karlrembu Listaverk Björk Guðmundsdóttir er með listasýn- ingu í Sydney sem er byggð á síðustu plötunni hennar, Vulnicura. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Harpa International Music Academy, er alþjóðlegt sumarnám- skeið og tónlistarhátíð sem haldin verður í fjórða sinn í Hörpu dag- ana 3.-17. júní. Akademían hefur fengið til liðs við sig framúrskar- andi leiðbein- endur víðs vegar að. Áhersla verð- ur lögð á kamm- ertónlist auk einkatíma, mast- erklassa og hljómsveitar. „Námskeiðið byrjar í dag,“ segir Hanna Margrét Einarsdóttir kynning- arfulltrúi við blaðamann Morg- unblaðsins. „Sigurbjörn Bern- harðsson mun stjórna sérstöku námskeiði í strengjakvartettleik og það eru 102 þátttakendur í nám- skeiðinu, fjöldinn hefur aldrei ver- ið meiri. Afrakstur námskeiðsins má heyra á opnunartónleikum aka- demíunnar þann 8. júní.“ Í minningu föður hennar Lin Wei Sigurgeirsson er list- rænn stjórnandi og einn af stofn- endum Alþjóðlegu tónlistar- akademíunnar í Hörpu. Lin Wei hefur búið á Íslandi og starfað með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands síðan 1988. Hún veitir for- stöðu minningarstofnun um föður sinn, Lin Yao Ji Music Foundation of China, sem staðsett er í Hong Kong. Það samstarf hefur einnig leitt af sér samstarf við Menuhin- fiðlukeppnina. Ýmis önnur dagskrá verður meðan á akademíunni stendur, auk hefðbundinnar námskeiðakennslu. Allir nemendur koma fram á tón- leikum í Hörpu, en hátíðin fær einnig til sín gesti sem koma fram í Hörpu og það eru gestir sem eru í hágæðastandard á alþjóðlegan mælikvarða. Rísandi stjarna Kevin Zhu er 15 ára fiðlusnill- ingur og sigurvegari Menuhin- keppninnar árið 2012. Hann er rís- andi stjarna í tónlistarheiminum. Hann var gestur hátíðarinnar 2014, og snýr nú aftur til akademí- unnar og leikur fiðlukonsert nr. 1 eftir Paganini með hljómsveit aka- demíunnar þann 17. júní í Hörpu kl. 17:00. Fiðlukonsertinn gerir miklar tæknilegar kröfur til ein- leikara. Tónleikunum lýkur hátíðlega á þjóðsöngnum. Finnskt atriði Tomas Djupsjöbacka frá Finn- landi er sellóleikari og upprenn- andi hljómsveitarstjóri í heima- landi sínu og Evrópu. Hann lærði hljómsveitarstjórn í Síbelíusarakademíunni og hefur stjórnað nokkrum sinfón- íuhljómsveitum í Finnlandi. Hann mun stjórna hljómsveit akademíunnar á hátíðartónleik- unum 17. júní. Svo verður atriði með kín- verska tónlistarhópnum Yangtze Melody Soloists Ensemble og söngkonan Diddú mun flytja valdar perlur kínverskra þjóðlaga ásamt söngvurum frá Kína 12. júní klukkan 17:00 í Norður- ljósasal Hörpu. Á þessum viðburði verður hægt að hlýða á þjóðleg kínversk hljóðfæri sem sjaldan hafa heyrst á þessu landi, einsog pipa, guzheng, yangqin, erhu, dizi og sheng. Strengjasveit skipuð kennurum og völdum nemendum akademí- unnar stígur einnig á svið til að leika Svíalín og Hrafninn eftir Jón Nordal og fleiri verk ásamt hópn- um Yangtze Melody Soloists. Ákveðið tækifæri fyrir Íslendinga til að njóta hins framandi heims kínverskrar tónlistar. 45 ára tengsl milli Alþýðu- lýðveldisins Kína og Íslands Tilefnið að þessum tónleikum er 45 ára afmæli diplómatískra tengsla íslenska lýðveldisins við Alþýðulýðveldið Kína. Aðspurð hver uppruninn á svona veglegri hátíð sé, svarar Hanna Margrét kynningarstjóri því til að Lin Wei eigi heiðurinn. „Hana langaði til að skapa þessa nálægð milli ungra og efnilegra nemenda og alþjóðlegra listamanna sem hafa náð miklum árangri.“ Tónar, Kína og kammersveit  Alþjóðlega tónlistarakademían heldur alþjóðlegt sumarnámskeið  Ungt hæfileikafólk á þess kost að kynnast gömlum meisturum og læra af þeim  Tónleikar haldnir meðfram námskeiðinu Steve Lorenz Sprell Dætur Lin Wei Sigurgeirsson, Laufey Lin og Júnía Lin, eru nemendur í alþjóðlegu tónlistarakademíunni. Lin Wei er listrænn stjórnandi akademíunnar. Hanna Margrét Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.