Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 85
MENNING 85
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Massey Ferguson
sláttutraktorar
Verð frá
Kr. 379.000
Toro
sláttutraktorar
Verð frá
Kr. 849.000
Gróðurhús
Plast og gler
Verð frá
Kr. 69.132
Sláttuvélar
Frá Massey Ferguson og Toro
Verð frá
Kr. 89.000
Kvíði er býsna algengmeinsemd í nútímaþjóð-félagi, bæði hjá full-orðnum og börnum, og
ástæðurnar eru líklega eins marg-
ar og fólkið sem hann hrjáir. Einn
þessara einstaklinga er Hildur Eir
Bolladóttir, prestur, pistlahöfund-
ur og þáttastjórnandi, sem í nýút-
kominni bók sinni Hugrekki. Saga
af kvíða greinir frá baráttu sinni
við kvíða, áráttu
og þráhyggju
eða OCD.
Hún fléttar
saman ýmis at-
vik úr lífi sínu
sem sýna hvern-
ig kvíðinn, árátt-
an og þráhyggj-
an hafa haft áhrif, brotist fram
þegar síst skyldi og oft gert ósk-
unda. Ekki þarf alltaf mikið til. Að
skrifa óvart stórt J en ekki lítið í
jólakort þegar hún var 13 ára olli
því að hún hugsaði vart um annað
svo mánuðum skipti. Væntanleg
útskrift úr háskóla kallar á vanga-
veltur um að hún sé örugglega
ekki nógu klár til að fá háskóla-
gráðu, það sé bara tímaspursmál
þangað til flett verði ofan af henni
og óskaplegt hugarangur og ótti
yfir að standa sig ekki nógu vel í
móðurhlutverkinu hellist yfir í
kjölfar barnsfæðingar.
Vissulega er þetta upptalning á
vandamálum, en ef það skyldi
hvarfla að einhverjum að þessi
bók sé einhvers konar niðurdrep-
andi sorgarferð um lífsins táradal
og að hún sé bara fyrir kvíða-
sjúklinga, fólk með áráttur eða
skrýtið fólk sem er með hvorugt
en hefur sjúklegan áhuga á hvoru-
tveggja er það fjarri lagi. Því að
þrátt fyrir að Hildur Eir fjalli hér
um það sem hana hefur hrjáð má
heimfæra lífsreynslu hennar og
hvernig hún hefur tekist á við
hana á svo ótalmargt sem hendir
flesta í daglegu lífi. Hér eru marg-
ar lífsins lexíur.
„Það er ekkert töff við áráttu og
þráhyggju,“ segir Hildur Eir á
einum stað í bókinni. „Að vera
með OCD er svolítið eins og að
koma út af salerni á fínum veit-
ingastað og vera með pilsið girt
niður í nælonsokkabuxurnar að
aftan.“ Á öðrum stað lýsir hún líð-
an sinni er hún dvaldi um skeið í
frönsku klaustri: „Þetta var eins
og að vakna í óbærilegum þynnku-
móral marga daga í röð og borða
morgunmat með Móður Teresu.“
Hildur Eir er bráðsnjall penni
og ferst vel að koma hugrenn-
ingum sínum á blað, húmorinn er
aldrei langt undan og henni tekst
einhvern veginn að taka sjálfa sig
ærlega í gegn og á sama tíma um-
vefja sjálfa sig væntumþykju.
Henni þykir vænt um sjálfa sig og
vill sjálfri sér það besta en veigrar
sér á sama tíma ekki við að horf-
ast í augu við veikleika sína. Af
lestrinum má ýmislegt læra; þetta
er bók fyrir alla sem langar til að
vera aðeins betri við sjálfa sig og
aðra. Svo er hún einfaldlega stór-
skemmtileg og ferlega fyndin og
ekki skemmir fyrir að þetta er fal-
lega hönnuð bók, en samkvæmt
upplýsingum í bókinni á Halla
Sigga heiðurinn af því.
Skemmtilesning um kvíða og
ýmsan annan ófögnuð
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skemmtileg „Af lestrinum má ýmislegt læra; þetta er bók fyrir alla sem langar til að vera aðeins betri við sjálfa sig
og aðra. Svo er hún einfaldlega stórskemmtileg og ferlega fyndin,“ segir m.a. í gagnrýni um bók Hildar Eirar.
Fræði- og handbækur
Hugrekki. Saga af kvíða. Eftir: Hildi Eir Bolladóttur. Vaka-
Helgafell/Forlagið. 2016
ANNA LILJA
ÞÓRISDÓTTIR
BÆKUR