Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 92
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Löng biðröð klukkan 6 í morgun 2. Neyðast til að flytja vegna … 3. Búnir að senda þýfi úr landi 4. Jóhanna náði ótrúlegum … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Jóel Pálsson og Kjartan Valdemars- son eru tilnefndir til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs 2016 fyr- ir tónlist sína á plötunni INNRI og Karólína Eiríksdóttir er tilnefnd fyrir óperuna MagnusMaria. Tólf verk eru tilnefnd til verðlaunanna og má sjá listann yfir þau á vefsíðunni norden.- org. Nafn verðlaunahafans verður kynnt og verðlaunin, sem nema 350 þúsundum danskra króna, afhent 1. nóvember í tónlistarhúsi danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn í tengslum við Norðurlandaráðsþing. Morgunblaðið/Eggert Jóel, Kjartan og Karólína tilnefnd  Hljómsveitin Sigur Rós hefur langa tónleikaferð sína um heiminn á laugardaginn þegar hún kemur fram á hátíðinni Primavera í Barce- lona. Sigur Rós hélt sína síðustu æfingatónleika fyrir ferðina 30. maí sl. í Redditch í Birmingham og kom þar fram sem tríó, skipað Jónsa, Georg Holm og Orra Páli Dýrasyni. 250 aðdáendum sveitarinnar var boðið á tónleikana, sem hófust með nýju lagi, „Óveðri“. Hljómsveitin tók upp myndband við það lag í Grindavík fyrir skömmu og leik- stýrði því Jonas Åkerlund sem hef- ur m.a. gert myndbönd fyrir Ramm- stein og Beyoncé. Hljómsveitin mun leika á ýmsum tónlistarhátíðum í sumar, m.a. Glastonbury á Eng- landi, og heldur í ferð um N- Ameríku í haust og leikur m.a. í Holly- wood Bowl í Los Angeles. Tónleika- ferð um Asíu hefst svo 25. nóvember með tónleikum í Hong Kong. Sigur Rós hefur tón- leikaferð í Barcelona Á laugardag Hæg breytileg átt og bjart veður, en sums staðar þokuloft við ströndina og stöku síðdegisskúrir inn til landsins. Hiti 14 til 20 stig en svalara í þokunni. Á sunnudag Hæg norðlæg átt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt eða hafgola og léttskýjað en allvíða líkur á þokulofti við sjávarsíðuna. Áfram hlýtt til landsins en svalara í þokunni. VEÐUR Marc Janko frá Austurríki er 196 sentimetrar á hæð og er einn af hávöxnustu sóknarmönnum í Evrópu, andstæðan við suma af bestu sóknarmönnum sam- tímans, hina knáu Sergio Agüero og Luis Suárez. Stundum virðist hann hálf- klunnalegur vegna hæðar sinnar. Þegar hann er með boltann sést að hann býr yf- ir mikilli tækni og er frekar lipur með boltann. »4 Austurríki er með öflugan framherja Norðurlandameistarar Íslands í áhaldafimleikum kvenna bættu rós í hnappagat sitt í gær með því að kom- ast upp fyrir þjóðir á borð við Grikki, Portúgala og Hvít-Rússa og ná 14. sæti í liðakeppni á Evrópumeistara- mótinu í Bern í gær. Þetta er lang- besti árangur íslenska landsliðsins á EM frá upphafi. „Við erum í sjöunda himni,“ sagði þjálfari liðsins. » 1 Í sjöunda himni eftir besta árangurinn á EM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Átta íslenskir sundmenn fögnuðu samtals 17 metum á Evrópumóti garpa í sundi í Lundúnum um liðna helgi. Þar á meðal settu mæðgurnar Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, eða Mumma Lóa, úr UMSB og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir úr ÍA þrjú Ís- landsmet í sínum flokkum. „Þetta er svo gaman, svo skemmti- legt að vera með þessu fólki,“ segir Mumma Lóa, sem hefur víða skilið eftir sig sundspor og setti nú tvö met í 65-69 ára flokki, synti 50 m skrið- sund á 44,24 sekúndum og 100 m skriðsund á 1.35,90. Mumma Lóa ólst upp á Ísafirði og keppti á Íslandsmótum sem ungling- ur. Eftir að hún gifti sig fluttu þau til Bolungarvíkur og þar stofnaði hún ásamt öðrum sunddeild eftir að laug- in var byggð og vann að uppgangi sundsins. Eftir að fjölskyldan flutti til Óðinsvéa í Danmörku byrjaði hún að kenna þar ungbarnasund og sund- leikfimi auk þess sem hún var sund- þjálfari. Síðan lá leiðin í Borgarnes, þar sem hún hefur synt nánast á hverjum morgni. Ingimundur Ingi- mundarson fékk hana til þess að taka þátt í Norðurlandagarpamóti í Hafnarfirði 2003 og þá opnaðist nýr heimur. Aldurinn engin fyrirstaða „Ég sá að fólk getur gert ýmislegt burtséð frá aldri,“ rifjar Mumma Lóa upp og bendir sérstaklega á fullorðið fólk í sundfimi og dýfingum í því sam- bandi. Hún bætir við að hún hafi tekið þátt í Íslandsmóti garpa frá 2008 og Landsmóti UMFÍ 50+ frá 2010. „Ég hef kynnst svo góðu fólki á þessum mótum og úr varð að ég fór á Norður- landamót garpa í Færeyjum í fyrra og svo á Evrópumótið núna. Það var mikil áskorun að taka þetta skref og reynslan er ótrúleg upplifun.“ Íslandsmetið í 50 m skriðsundi í 45- 49 ára flokki féll þegar Hildur Karen synti á 34,30 sekúndum. „Ég er fyrst og fremst stolt af mömmu í þessari stöðu,“ segir hún. „Ég fylgi henni og hef alla tíð gert. Hún bað mig um að koma með sér út og þá gerði ég það.“ Hildur Karen, sem er fyrrverandi unglingalandsliðskona í sundi, hefur líka verið með annan fótinn í vatni alla tíð, er með sundskóla á Akranesi og kennir öllum aldursflokkum sund. Hún tók fyrst þátt í garpamóti 2008 en þetta var fyrsta mótið erlendis sem garpur. „Það er mikilvægt að setja sér markmið og þá hefur maður eitthvað til að stefna að,“ segir hún. „Þetta er hluti af því, auk þess sem félagsskapurinn er sérlega góður og hvetjandi. Það er dýrlegt að eiga mömmu að og eiga þessar stundir saman.“ Gott að eiga mömmu að  Mæðgur kepptu á Evrópumóti garpa í sundi Ljósmynd/Hörður J. Oddfríðarson Sundmæðgur Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, eða Mumma Lóa, og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir settu þrjú Íslandsmet. Yfir 10.000 manns tóku þátt í garpamótinu í Lundúnum. Íslensku keppendurnir voru Finni Aðal- heiðarson og mæðgurnar Ragna María Ragnarsdóttir og Þórunn Kristín Guðmundsdóttir úr Ægi, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir og Kári Geirlaugsson úr ÍA, Guðmunda Ólöf Jónasdóttir úr UMSB og Karen Malmquist úr Óðni. Sigurður Óli Guðmundsson úr SH var yfirdómari og Gunnar Viðar Eiríksson úr Óðni almennur dómari. Hörður J. Odd- fríðarson, formaður Sund- sambands Íslands, var tækni- fulltrúi. „Við sundfólkið vorum á eigin vegum en Hörður var vakinn og sofinn yfir okkur, passaði upp á að okkur vanhagaði ekki um neitt, var í raun ómetanlegur,“ segja mæðgurnar, sem vilja sjá enn fleiri Íslendinga á næstu mótum. Heims- meistaramót garpa verður í Búda- pest á næsta ári, í beinu framhaldi af HM50. Næsta Evrópumót verður svo í Slóveníu árið 2018. Hörður ómetanlegur YFIR 10.000 ÞÁTTTAKENDUR Á EVRÓPUSUNDMÓTI GARPA Ekki eru mörg ár síðan kvennalands- liðið í handknattleik gerði góða hluti á móti sterkum þjóðum og stóð uppi í hárinu á þeim en því er ekki að heilsa í dag. Hafrún Kristjánsdóttir segir að eftir útreiðina á móti Frökkunum í fyrrakvöld og þá staðreynd að Ísland kemst ekki á Evrópumótið þurfi HSÍ að leita leiða í samvinnu við félögin til að velta við öll- um steinum til þess að byggja upp betri leik- menn. » 2 Þarf að leita leiða til að byggja upp leikmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.