Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 56
FORSETAKOSNINGAR 201656 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is É g vil náttúrulega bara vera ég og tapa ekki sjálfri mér, ég held það sé mikil hætta á að tapa sjálfum sér. Svo vil ég vera forseti sem hoppar á trampólíni á morgnana og fer í jóga í stað- inn fyrir að hnýta bindið. Og ég vil vera for- seti sem hefur áhuga á fólki,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands. Verði Elísabet forseti munu Bessastaðir verða opnaðir þar sem hún ætlar að hafa pósthús, kaffihús, lýðveldisskóla fyrir börn og hún segist jafnvel sjá fyrir sér að bjóða upp á námskeið í að bjóða góðan daginn. „Þannig að það séu ekki þessar einmana- legu hvítu byggingar þarna. Fólk getur þá setið á kaffihúsinu, handskrifað bréf og sett þau í póst á pósthúsinu. Bara rómantík og ást. Það er hefð fyrir því að hafa skóla á Bessastöðum og þarna gætu börn lært að segja sína skoðun án þess að vera hrædd við álit annarra, sem er afleiðing meðvirkni og alkóhólisma sem hefur verið landlægur hérna. Að fólk læri að það er allt í lagi að vera ósammála. Mig langar líka að sinna málefnum barna. Það eru 6.000 börn sem búa við fátækt á landinu og það eru börn sem binda enda á líf sitt, mér finnst glæpur að við látum það viðgangast.“ Síðustu daga hefur Elísabet mikið verið að velta því andlega fyrir sér. „Guð er svo- lítið útlægur. Það var maður á Facebook um daginn sem setti út á mig af því að ég talaði um guð og mér finnst það umhugsunarefni. Ég sem manneskja hef frá því að ég tók líf mitt í mínar hendur valið að trúa á eitthvað sem er æðra. Fíknin er eins og guð og upp- fyllir andlegar þarfir. Fíkillinn verður eins og guð í eigin lífi. Ég er ekki guð og ég þarf alltaf að spyrja mig á hvaða leið ég er. Á hvaða leið er ég með þetta forsetaframboð? Hvernig kem ég fram við börnin mín? Er ég góð manneskja? Er ég hrokafull? Þetta eru spurningar sem koma inn á þetta andlega svið sem er einhvern veginn brotið. En hægt er að gera heilt. Ég hef ekki lausn á því að unglingar fremja sjálfsmorð vegna vanlíð- unar eða ofbeldis en ég vil að við setjumst niður og förum að tala um þetta, að fólk sé ekki eitt með klessukeyrðar sálir. Hvar við ætlum að hafa pláss fyrir þessi orð; sál, samúð, styrkur. Mér finnst bara allt sem gerir lífið betra eiga rétt á sér. Það passar ekki að ég sé æðst á þessari plánetu.“ Konur og karlar skiptist á Elísabet vill hafa forsetaembættið kynja- skipt. Annað sé ekki raunveruleiki. „Ég vil hafa til skiptis konu í embættinu í átta ár og karl í átta ár. Ef við erum ekki í raunveru- leikanum, þá skekkist allt. Forsetinn var dubbaður upp þarna í kringum 1944 sem hálfgerður konungur og hann á að vera pent og prútt sameiningartákn á Bessastöðum. Barnabarnið mitt sem er átta ára sagðist um daginn halda að það sem forsetinn gerði væri að fara heimsóknir til kóngafólks. Það er árið 2016 og þetta barn er frjótt en engu að síður er þetta sú mynd sem hún hefur af forsetanum. Svo ég spyr; Af hverju ekki að senda einhverja gamla kellingu af Langanesi í kóngaveislur? Hvert hefur það skilað okk- ur að senda forseta í stífpressuðum jakka- fötum þangað? Við erum með hnattræna hlýnun og dópneyslu sem er að drepa alla á hnettinum. Það er allt í lagi að prófa að breyta. Spyrja hvort við viljum hafa þessa mynd svona áfram eða kannski bara prófa að hafa hana á hvolfi núna. Við komust ekk- ert áfram nema þá bara í opinn dauðan ef við breytum engu núna.“ Viljum dramatík Elísabet hefur lengi barist fyrir verndun hálendisins. Mótmælt, skrifað ótal greinar og lagt allt sem hægt var að leggja í söl- urnar eins og hún segir sjálf. „Ég var bara að þakka hálendinu fyrir mig, hvað það hafði gefið mér. Ég hef upp- lifað þetta sérstaka frelsi á öræfunum. En það er eins og Íslendingar vilji bara ekki eiga þetta frelsi. Þeir vilja vinnuvélar og há- spennulínur, svo vilja þeir þjást. Það er ein- hver dramatík í okkur; við viljum geta sagt að þetta sé bara orðið svona og við neyð- umst til að hafa þetta svona. Þegar við erum búin að sökkva kraftmestu á Evrópu getum við talað um hvað við eigum bágt. „Oh, pældu í því bara hvað við eigum bágt.“ Við þráum að geta látið svona. Eða stundum lít- ur út fyrir það, við stökkvum á píslarvottinn innra með okkur. Það er merkilegt að meðan við höfum hnattræna hlýnun í hverju horni, eftir um- hverfisráðstefnuna í París, sé maður eins og Andri Snær samt bara númer þrjú í skoð- anakönnunum.“ Meðan aðrir héldu hefðbundna framboðs- fundi hélt Elísabet „Mæðraveldi“ eins og hún kallaði það. „Daginn eftir leið mér svo vel því það var búið að vera svo mikið feðra- veldi og þarna kom allt í einu smávegis mæðraveldi. Og á þeirri stundu langaði mig ekki að deyja. Ég fæ stundum dauðalangan- ir, þær þurfa ekkert að vera alvarlegar og mamma segir oft að alla langi einhvern tím- ann að deyja. Og það er svo merkilegt að mig langaði ekki að deyja eftir að mæðra- veldið var stofnað. Þarna var kominn smá jöfnuður og það þarf að gera tilraunir með þetta embætti hvað það varðar. Nú er til dæmis stjórnarkreppa og af hverju ekki bara að láta 18 konur leysa ríkisstjórnina af og taka svolítið til?“ Fólk er fjársjóður Ástæðan fyrir því að Elísabet telur sig geta orðið góðan forseta er að hún hugsi öðruvísi. „Ég get verið frelsun fyrir fólk. Ég þarf að fá að sofa svo andinn brenni ekki út en Vigdís Finnbogadóttir sagði mér að þetta væri stanslaus vinna. Svo er ég náttúrulega bara fjársjóður og hef það í mér að vera forseti. Ég sé forseta- embættið úr mikilli hæð en sé líka ræturnar. Ég er gædd alveg einstökum hæfileika til að vera ég sjálf, tala út frá hjartanu og gera grín að sjálfri mér. Og ég hef áhuga á öðr- um og finnst ofboðslega magnað þegar fólk opnar munninn – sjá eitthvað hreyfast í and- litinu á því, það lyftir augunum og byrjar að tala. Þannig sé ég fólk – sem fjársjóð. Stundum sé ég fólk og langar að elta það. Spyrja gamlar konur hvar þær eigi heima. Hvenær þær séu fæddar! Ég get bæði þagað og talað og ég veit að ég hef meðfædda leiðtogahæfileika sem voru teknir frá mér um tíma í sjúkdómum, alkó- hólisma og óréttlæti í þjóðfélaginu, en ég náði þeim aftur. Þótt ég hafi leiðtogahæfi- leika er ég ekki með vald. Forsetinn er nefnilega þjónn líka og í mínum huga er hann þjónn á veitingahúsi sem ber fram matinn en ef það kviknar í veitingastaðnum veit hann sem leiðtogi líka um útgönguleið- irnar og getur vísað fólki veginn út.“ Forseti þarf ekki alltaf að vera gjammandi Finnst Elísabetu að forsetinn eigi að lýsa afstöðu sinni til málefna sem ber hátt í þjóð- félagsumræðunni hverju sinni? „Mér finnst að forseti eigi fyrst og fremst að sinna fólki og málum þess en þá má líka benda á að landið er fólkið. Þannig að auð- vitað verður forsetinn að taka afstöðu til landsins því að landið er fólk og fólk verður að hafa land. En mér finnst ekki að hann þurfi eitthvað alltaf að vera gjammandi – hann á bara að gera það sem hann langar til. Svo fær hann kannski viðbrögð þar sem fólk segir: „Æ, góði forseti, farðu nú bara að rækta kart- öflur.“ Það þarf að vera jöfnuður og forsetinn á að hafa sem minnst vald stjórnskipunarlega af því að þetta er bara einn maður. Einn maður á ekki að hafa mikil völd og það þarf að vera jöfnuður. Ef eitt barnið fær alltaf sultu á jógúrtina en hin ekki, þá er bara verið að búa til skrímsli. Að sama skapi er ég á móti málskotsréttinum, mér finnst gjör- samlega út í hött að einn maður taki slíkar ákvarðanir.“ Yfirvald er hættulegt Elísabet ræðir áfram valdið. „Allir þessir höfðingjar, kóngar og forsetar eru leifar af foreldravaldi. Þegar foreldrar höfðu fullkom- ið vald yfir börnum sínum og máttu fara með þau eins og þeim sýndist, rassskella þau og kalla illum nöfnum og börnin voru endalaust að reyna að þóknast foreldrum sínum. Allt svona yfirvald er svo hættulegt og því er þessi jafningjagrundvöllur svo mikilvægur. Í listum, vísindum, trúmálum, alls staðar er það hópurinn sem skarar fram úr. Það er aldrei einhver einn sem gerir allt. Björk og hópurinn í kringum hana gerðu tónlistina að auðlind saman. Albert Einstein var örugg- lega líka með samstarfsmenn. Forsetinn á líka að vera með fullt af fólki í kringum sig. Fólki á ekki að líða eins og forsetinn sé betri en það sjálft og hann þarf að vera þátttakandi í daglegu lífi fólks. Börnin mín hittu Vigdísi Finnbogadóttur úti í búð þegar þau voru lítil því hún keypti í matinn sjálf. Um leið og maður fer að láta gera aðra hlut- ina fyrir sig missir maður af ákveðnu. Ég þurfti til dæmis að senda manneskju fyrir mig út í hreinsun um daginn að ná í föt og var miður mín því þá missti ég af því að hitta konuna í hreinsuninni sem er mín aðal- uppsprettulind í ýmsu. Það er þetta daglega líf sem forsetinn má heldur ekki fara á mis við.“ Fæðingardagur 16. apríl 1958. Fjölskylduhagir Einhleyp, á þrjá syni og átta ömmustelpur. Menntun: BA í sviðslistum. Starf: Rithöfundur. Elísabet Kristín Jökulsdóttir „Ég get verið frelsun fyrir fólk“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðahlynurinn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu Þetta tré kom fyrst upp í hugann. Maður veit ekki alltaf af hverju. Ég bjó þarna rétt hjá um tíma og þá var þetta tré vinur minn. Ég held að þetta tré sé ég.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.