Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 ✝ Anna Kristjáns-dóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1932. Hún lést 25. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristín Lilja Hannibalsdóttir, f. 17.8. 1907, d. 24.4. 2003, og Kristján Kristmundsson, f. 16.11. 1908, d. 24.8. 1982. Systkini Önnu eru: 1) Gunnar Kristjánsson, f. 5.2. 1931, búsettur í Svíþjóð. 2) Rósamunda Kristjánsdóttir, f. 6.7. 1936. 3) Kristján Kristjáns- son, f. 18.4. 1944. 4) Reynir Gylfi Kristjánsson, f. 24.9. 1945. 5) Kristín Lilja Kristjánsdóttir, f. 30.6. 1950. Anna giftist Einari Kristni Sigurðssyni, f. 29.8. 1929, d. 5.8. 2012, þann 30.9. 1951. Foreldrar Einars voru Guðrún Jónsdóttir, f. 14.3. 1906, d. 6.2. 1998, og Sigurður Einarsson, f. 29.10. 1905, d. 6.3. 1960. Börn Önnu og Ein- ars eru: 1) Guðrún Einarsdóttir, f. 30.3. 1951, maki: Marta Hildur Richter. Börn: Heiðrún Anna Björnsdóttir, Vigdís Másdóttir, Helga Rósa Más- dóttir og Anna Lilja Másdóttir. 2) Sigurður Einarsson, f. 13.3. 1954, maki: Þórhildur Bjarnadóttir. Börn: Einar Bjarni, Þórður Freyr og Eyþór Hólm. 3) Krist- ján Ari Einarsson, f. 9.3. 1957, maki: Jóhanna Ingvarsdóttir. Börn: Daníel Ingvar og Andri Már. Útför Önnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 3. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Nú er elsku stóra systir látin, hún sem alltaf var svo heilsu- hraust og dugleg, alveg fram á síðasta ár. Við vorum mjög nánar og ég sakna hennar mjög. Anna ólst upp í miðbæ Reykja- víkur. Hún var strax mjög at- hafnasöm, framtakssöm og stjórnsöm, stjórnaði útileikjum krakkanna, sem þá tíðkuðust. Í kringum hana var því oft fjör. Að námi loknu starfaði hún m.a. í Hampiðjunni og í verslun pabba við Barónsstíg. Aðeins 18 ára gömul sá hún ein um versl- unina á meðan pabbi dvaldi á Víf- ilsstöðum vegna berkla. Mér eru kærar minningar um ferðalög í boddíbíl með mömmu og pabba, Önnu og Gunna bróður, nokkrum sinnum á sumri. Tjaldað var úti í náttúrunni, oft við stöðu- vatn eða læk, notið víðáttunnar og kyrrðarinnar því sjaldan voru aðrir á ferli. Klifrað var í trjám og sullað í vatni. Anna kynntist Einari sínum, sem varð lífsförunautur hennar. Mótorhjólið hans var ekki vinsælt til ferðalaga svo þau eignuðust bíl. Ég minnist ánægjulegs og við- burðaríks ferðalags með þeim á bílnum. Ætlunin var að aka hring- inn, en bíllinn bilaði norður í Mý- vatnssveit. Áætlanir breyttust. Bíllinn var skilinn eftir en við tók óvænt en skemmtilegt ferðalag með rútu, jeppa og skipi. Anna og Einar hófu búskap sinn í húsi foreldra Einars í Skerjafirði. Fljótlega fluttu þau í eigið húsnæði við Álfheima í Reykjavík. Síðast bjuggu þau í Garðabæ. Eftir að börnin stálpuðust starfaði Anna utan heimilis, m.a. á barnadeild Landakotsspítala. Um tíma fóstraði hún annarra börn heima hjá sér. Anna var mjög handlagin, ein- staklega dugleg, féll aldrei verk úr hendi. Hún saumaði mikið, bæði fyrir sig og aðra, prjónaði og smíðaði. Hún skipulagði og smíð- aði með Einari sumarbústaði þeirra, bæði við Elliðavatn og í Skorradal. Jafnframt smíðaði hún verandir fyrir aðra. Ég minnist margra helgarferða með þeim að Elliðavatni þegar bústaðurinn þar var í smíðum. Ég var þakklát fyrir að fá að koma með og hjálpa dálít- ið, því það var alltaf svo gaman. Anna var mjög bóngóð og nutu margir aðstoðar hennar við saumaskap og smíðar. Ég var ein þeirra. Alltaf gat ég leitað til Önnu ef aðstoðar var þörf. Síðustu árin prjónaði hún mikið fyrir Rauða krossinn, barnahjálp- ina. Þar vorum við báðar þátttak- endur. Mitt framlag var þó rýrt samanborið við hennar. Ég minnist Önnu systur af miklum hlýhug. Ég sakna hennar mjög. Ég votta börnum hennar og barnabörnum innilegrar samúð- ar. Rósamunda (Rósa systir). Hún Anna systir var frábær kona. Það koma upp í hugann svo mörg skemmtileg minningarbrot frá langri ævi. Hún var dugleg að leika við mig á Smiðjustígnum þegar hún var unglingur og ég smástrákur. Á Bústaðaveginn kom hún í heimsóknir með Einar kærastann sinn og þá var mikið gaman. Hann kom á mótorhjólinu sínu og batt sleðann okkar aftan í hjólið, svo spólaði hann með okk- ur í snjónum á götunni. Á þeim tíma voru engir bílar til að trufla, bara snjór og gleði. Anna var kona mikilla fram- kvæmda. Henni leið best þegar hún gat verið úti við með hamar og sög. Þau hjónin byggðu sér sumarbústað við Elliðavatn og þar áttum við margar góðar stundir. Hún var afar glöð þegar bróðir hennar fór að læra tré- smíði. Þarna náðum við vel saman og gátum talað endalaust um bita og sperrur og allt sem þarf í bygg- ingar. Næsti sumarbústaður var svo í Skorradalnum, þar sem hún fékk áfram útrás fyrir smíðaáhugann og smíðahæfileikana. Stóra ævin- týrið var svo þegar þau þurftu að flytja bústaðinn á aðra lóð þar skammt frá. Þvílík kranavinna og þvílíkar æfingar en allt gekk það upp eins og hún hafði skipulagt, enda var hún búin að undirbúa vel hvert einasta smáatriði. Henni leið vel með þetta framtak og tal- aði oft um hvað þetta hefðu verið skemmtilegir flutningar. Þarna hélt hún áfram að smíða og stækka við bústaðinn eftir að Ein- ar féll frá. En smíðar voru ekki hennar einasta yndi. Hún var líka mik- ilvirk handavinnukona og vann óeigingjarnt starf fyrir Kvenna- deild Rauða krossins þegar hún var orðin ein og komin á efri ár. Þar kenndi hún konum að prjóna og sauma en mesti afraksturinn var þó úr saumavélinni heima, þar sem hún sat löngum stundum og saumaði buxur, treyjur og teppi í hundraðatali fyrir börn í fátækum löndum. Á síðasta ári hlaut Anna viðurkenningu frá Rauða krossin- um fyrir framlag sitt til hjálpar- starfsins. Það var alltaf gott að koma til Önnu, fá kaffisopa og kökubita og spjalla. Hún hafði mikinn áhuga á barnabörnunum sínum og lét mig fylgjast vel með hvernig gekk hjá hverju þeirra, enda afar stolt af þeim öllum. Það er mikill sökn- uður að geta ekki haldið áfram að heimsækja Önnu, heyra hana segja frá og hlæja með henni því hún var alltaf í góðu skapi. Hvíl í friði. Kristján. Elsku Anna mín. Þetta tók ekki langan tíma, eins og allt annað hjá þér. Þú ert sú sem manni fannst að yrði alltaf á meðal okkar. Svo sterk og traust, en ein af þeim sem ekki kunnu að hlífa sjálfum sér. Fórst þetta á hörkunni. Allt lék í hönd- unum á þér, sauma- og prjóna- skapur, málaralistin, hamar og sög, heimilið fallegt og þangað var alltaf gott og yndislegt að koma. Smelltir saman höndunum, brost- ir svo fallega og svo var sest niður yfir kaffi og kökum. Mikið talað og hlegið og tíminn flaug. En nú er tíminn með þér liðinn og bara farinn. Elsku kæra Anna, takk fyrir árin 52. Gurrý, Deddi, Kristján Ari og fjölskyldur, þið eruð búin að missa mikið en eigið góðar og fal- legar minningar um yndislega móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Kæra vinkona, hvíl í friði. Jóna Þórunn. Anna Kristjánsdóttir Það var óvænt og sár fregn sem barst mánudaginn 23. maí sl. að Ein- ar Laxness væri látinn. Þremur kvöldum áður kvaddi hann okk- ur, spilafélaga sína, undir mið- nætti hér í anddyrinu í Grana- skjóli, glaður og reifur, með sitt mikla og hýra bros. Hann var sæmilega ánægður með hlut sinn þetta kvöld, spilaði og sagði ávallt af varfærni, tók ósigri með jafnaðargeði en ynni hann sóló eða aðrar pottsagnir lygndi hann aftur augunum, leit til himins og brosti breitt. Lomberspilið lærði Einar á heimili afa síns og ömmu, þar sem hann ólst upp. Einar Arn- órsson, afi hans, hafði ánægju af lomber, spilaði hann tvö kvöld í viku, í tveimur hópum. Þar sátu saman þekktir menn í menningar- og stjórnmálalífi Reykjavíkur og nutu samvista yfir þessum leik. Einar yngri fylgdist með körlunum, lærði reglurnar og tók í spilið annað slagið. Okkar gamli félagi, sr. Sig- urjón Einarsson, áður prófast- ur á Kirkjubæjarklaustri, bauð Einari að koma í hópinn, en kynni þeirra voru náin og löng. Þá kom í ljós hvað Einar hafði mikla ánægju af því að taka í spil og af þeim félagsskap sem fylgdi. Yfir spilum var ýmislegt látið flakka, sagðar sögur og vitnað til ummæla í bundu og óbundnu máli eftir tilefnum. Einar Laxness ákvað, þá kominn á efri ár, að láta tölvu- tæknina sem mest fram hjá sér fara. Það þýddi að hann yrði ekki kvaddur til funda í klúbbn- um með tölvuskeyti. Ég varð þá sem magister ludendi að grípa símann. Símtöl okkar áttu til að teygjast verulega. Einar Laxness ✝ Einar Laxnessfæddist 9. ágúst 1931. Hann lést 23. maí 2016. Útför Einars fór fram 2. júní 2016. Nú geymast þau í minni og ylja þegar til þeirra er hugs- að. Dagskrá spila- funda er föst og kaffihlé gefið rösk- lega hálftíu. Þá var gaman að ausa af viskubrunni, reynslu og þekk- ingu Einars. Hann var opinn, hlýr og skrafhreifinn, en vildi aldrei hafa neitt illt í tali sínu. Það var helst að „nauðagrófir“ þjóðmálaskúmar fengju glósur yfir tevatninu án silkiumbúða. Það var okkur spilafélögun- um mikil ánægja að heimsækja Einar og Elsu. Hús þeirra og hlýlegt heimili stóð okkur jafn- an opið, með spilaborðið í stof- unni, en Elsa tilreiddi okkur veislu í eldhúsi þegar hlé var gert og sat með okkur. En nú verða kaflaskil og þessum leik er lokið. Söknuður er í sinni en minningin er svo mild og góð að við má lifa. Einar Laxness var vel met- inn sagnfræðingur. Hann lagði áherslu á að fræða almenning svo sem hinar rómuðu alfræði- bækur hans um Íslandssögu bera vitni. Um sína daga var hann þátttakandi í og vitni að menningarstarfi þjóðarinnar, gjörkunnugur sögu hennar og háttum. Það voru sannarlega forréttindi að eiga hann að vini. Við félagar Einars þekktum hann allir áður en hann settist við spilaborðið. Ég hafði kynnst honum og fannst gott að eiga tal við hann. Jón, bróðir minn, var nem- andi hans og síðar góður vinur. Bræðurnir Gunnar og Loftur Guttormssynir voru samherjar Einars í samtökum andstæð- inga hersetunnar á árum áður og Loftur var kollegi hans og forseti Sögufélags eins og Ein- ar. Allir sendum við nú fjórir Elsu og fjölskyldu þeirra Ein- ars innilegar samúðarkveðjur. Við söknum vinar í stað. Helgi Bernódusson. Elsku langamma. Ég man mjög vel eftir því þegar við fórum í hjólatúr þegar ég var lítill með Auði Ebbu. Það var alltaf gaman hjá okkur þegar við fórum niður að læk og gáfum öndunum brauð. Ég man líka þegar þú málaðir myndina af mér, mér þykir mjög vænt um hana. Svo er mér mjög minnisstætt þegar þú gafst mér bókina um Fossvoginn. Þú áttir mörg fyndin dýr í Fossvoginum og skemmtilegar sögur. Ég man þegar þú sagðir mér söguna um uppáhaldsbókina þína um litla kettlinginn. Það var fyndin saga. Það var alltaf gaman að hitta þig og tala við þig, og þú sagðir alltaf að þú ættir naflann minn. Ég elska þig, langamma mín. Þinn Brynjar Bjarmi. Það er með þakklæti í hjarta sem við setjum þessi orð á blað, núna þegar elsku Gunna hefur kvatt þetta líf. Hún var skemmti- leg og hlý kona sem átti alltaf pláss fyrir fólk á öllum aldri, sér- Guðrún Anna Thorlacius ✝ Guðrún AnnaThorlacius fæddist 17. janúar 1931. Hún lést 22. maí 2016. Útför Guðrúnar fór fram 1. júní 2016. staklega börn í skít- ugum stígvélum og kaffiþyrsta full- orðna og á þeim var aldrei skortur í Fossvoginum. Guðrún Anna var gift móðurbróður okkar, Halldóri Geir Halldórssyni, og bjuggu þau lengst af á Fossvogsbletti í Reykjavík. Lóðin þar og húsið rann saman við Skógræktina og allan Fossvogs- dalinn og þar skapaðist alveg sér- stök veröld sem hafði sterk áhrif á ungar sálir og fjöruga krakka. Fossvogurinn var ein allsherjar- blanda af skemmtilegri órækt og skipulögðum reitum, þar sem alls konar fólk átti kartöflugarða og rabarbari og rifstré réðu ríkjum. Það er ekki hægt að minnast Gunnu án þess að nefna öll dýrin í lífi hennar og hvernig hún um- gekkst málleysingjana af kær- leika og virðingu. Það voru alltaf dýr í lífinu hennar Gunnu, allar hænurnar, ungarnir, kalkúnarn- ir, endurnar, kettirnir og hund- arnir eru órjúfanlegur hluti af minningunni um hana. Fyrir henni voru dýrin ekki skynlausar skepnur heldur fallegar sálir sem áttu skilið virðingu og væntum- þykju af mannfólkinu. Og það voru ekki bara skemmtileg dýr í kringum Gunnu, heldur var alltaf fullt af fólki á öllum aldri sem lagði leið sína í Fossvoginn. Gunna var blessuð af stórum hópi fjölskyldu og vina sem sóttu í félagsskap hennar og Geira. Allra næst og kærust voru auðvitað Auður Friðgerður dóttir þeirra, Jenni og krakkarnir allir. Auður og hennar fólk voru þau sem stóðu í kringum Gunnu og veittu henni umönnun og stuðning í skini og skúrum. Gunna átti gleði og sorgir í þessu lífi. Elsta dóttir hennar, Kristín, sem var allri fjölskyld- unni svo kær og mikil fyrirmynd í baráttu sinni við að lifa ríku og gefandi lífi þrátt fyrir fötlun, var svipt lífi sínu og frelsi í óskiljan- legum glæp, rúmlega þrítug að aldri. Áfallið sem því fylgdi var auðvitað gífurlegt fyrir fjölskyld- una og sorgin verið förunautur síðan. Við systkinin finnum á þessum tímamótum hvað við vorum lán- söm að fá að fá að vera hluti af undraveröldinni sem umlék Gunnu og Geira í Fossvoginum, fá að upplifa sveit inni í miðri borg og vera hluti af skrautlegu mannlífi í litla húsinu þeirra og í töfragarðinum sem umlék þetta allt. Þar lék Gunna stórt hlutverk og frá henni stafaði bara góðvild og hlýja. Guð blessi minningu Guðrúnar Önnu Thorlacius. Unnar- og Tómasarbörn, Dagný Halla, Kristín Þórunn, Sveinn Bjarki, Gunnfríður Katrín og Jóhannes Þorkell. Kæra Guðrún. Ég ætla að setja örfá orð á blað til að minnast þín nú þegar þú ert farin héðan af jörðinni. Ég veit að þú hefur það fínt núna og líður vel. Ég kynntist þér fyrst þegar við Auður urðum vinkonur og það var alltaf jafngaman og sérstakt að koma í Fossvoginn til ykkar hjóna. Ég er viss um að þú vissir lengra en nef þitt náði og alltaf var jafnspennandi að fá að snúa bolla og fá þig til að kíkja í hann. Einu sinni sem oftar vorum við Auður að fara í ferðalag til Skot- lands og við komum við í Foss- voginum og þú kíktir í bollana hjá okkur. Þú varst ekki nógu ánægð með það sem þú sást og varst eitthvað óhress með eitthvað í sambandi við flugið út. Við vorum hálfsmeykar en létum sem ekk- ert væri og þóttumst óhræddar. En morguninn eftir sváfum við illa yfir okkur og þutum út á völl, alltof seinar. Þar komumst við að því að fluginu hafði seinkað um tvo tíma svo við náðum því með glans. En þetta sást þú í bollan- um kvöldið áður. Þetta dæmi er eitt af mörgum sem ég hef rekið mig á í gegnum tíðina varðandi forspárhæfileka þína. Þú varst líka berdreymin og flink í að ráða drauma annarra. En draumurinn þinn um mig í rauða kjólnum á enn eftir að rætast og ég mun minnast þín þegar það gerist. Að síðustu verð ég aðeins að minnast á Kanaríferðina okkar í vetur, þar sem við fórum þrjár saman í sólina og áttum góða daga. Takk fyrir samfylgdina þessi ár og hafðu það gott í Sumarlandinu með förnum vinum og ættingjum. Og ekki hafa áhyggjur, við pöss- um hænurnar. Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir. Komið er að leiðarlokum. Í dag verður kvödd kær samferðamað- ur, hún „Gunna í næsta húsi“ eins og við nágrannarnir vorum vön að nefna hana. Gunna var ógleymanleg þeim sem kynntust henni. Hún var listræn og ein- stakur dýravinur. Gunna flutti í Fossvoginn ásamt Halldóri Geir manni sínum og tveimur dætrum, Kristínu fimm ára og Auði Friðgerði sem þá var nýfædd. Þá var ég 10 ára. Strax mynd- aðist góð vinátta milli nágranna- fjölskyldnanna sem aldrei bar skugga á. Meðal minna bestu minninga eru í garðinum heima hjá Gunnu í fallegu trjálundunum þeirra hjóna sem þau lögðu alúð við að rækta og veittu gott skjól þegar sólin skein. Skemmtilegar fjöruferðir með henni og dætrun- um út í Nauthólsvík koma einnig upp í hugann og svo mætti lengi telja. Gunna taldi ekki eftir sér að nostra við búningagerð og förðun þegar eitthvað stóð til hjá okkur krökkunum í nágrenninu. Gunna og Geiri voru einstaklega sam- hent við ræktun og dýrahald sem var mjög skrautlegt. Þar var að finna alls konar fiðurfé og fjór- fætlinga sem Gunna gerði svo skemmtileg skil í bók sinni „Ömmusögur úr Fossvoginum“ sem kom út á síðasta ári. Það var yndislegt að koma í heimsókn til Gunnu og fjölskyldu hennar síðasta haust á Hvolsvöll. Þangað fluttu þau Geiri til dóttur sinnar og fjölskyldu fyrir nokkr- um árum þegar þau brugðu búi í Fossvoginum vegna heilsubrests. Það voru hlýjar móttökur sem við fengum og sérstaklega var ánægjulegt að sjá hve vel var bú- ið að Gunnu þar sem hjá henni mátti sjá margt af því sem hún hafði skapað og málað í gegnum tíðina. Þarna voru líka litlir hænuungar sem hún með aðstoð tengdasonarins hafði búið skjól í sínum vistarverum. Mig langar við leiðarlok að þakka Gunnu samfylgdina og sendi mínar innilegustu samúð- arkveðjur til Halldórs Geirs, Auðar Friðgerðar, Jens og af- komenda þeirra. Auður Sigurðardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.