Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Jónas Hallgrímsson leyfði mér að rækta hest undan stóðhesti og meri frá Úlfsstöðum. Hann hringdi í mig þegar átti að fara að örmerkja og sagði að ég yrði að velja nafn á fol- aldið. Ég gleymdi því auðvitað og hann lét þá nefna hana Guðbjörtu, eftir mér,“ segir Guðbjartur Hjálm- arsson, hestamaður í Neskaupstað. Guðbjört frá Úlfsstöðum fór á kynbótasýningu á Iðavöllum og fékk góða dóma fyrir hæfileika, meðal annars fimm sinnum 9,0 í einkunn, fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Það segir Guðbjartur að sé einstakt fyrir fjög- urra ára hross. Hans Kjerúlf sem tamdi Guðbjörtu og þjálfar sýndi hana sem klárhest. Inn á milli ní- anna voru lægri tölur og meðal- einkunn fyrir hæfileika var 8,23 og 7,85 fyrir sköpulag. Aðaleinkunn var 8,08. Guðbjartur segir að Guðbjört sé hæst dæmda 4 vetra hryssan það sem af er á kynbótasýningum ársins. Guðbjört hefur tryggt sér farseð- ilinn á kynbótasýningu landsmóts hestamanna á Hólum í Hjaltadal í sumar. Upp á stjörnuhimininn Guðbjartur er húsasmíðameistari og vinnur við að gera við fiskvinnslu- vélar hjá Síldarvinnslunni. Hann er áhugamaður um hestamennsku og hefur lítið stundað ræktun. „Ég er í skýjunum yfir þessu. Þetta ætti að skjóta ræktun Jónasar upp á stjörnuhimininn. Hann á einstaklega góð hross,“ segir Guðbjartur. Ljósmynd/Dagrún Drótt Verðlaunahryssa Hans Kjerúlf sýnir Guðbjörtu frá Úlfsstöðum á kynbóta- sýningu á Iðavöllum. Hann tamdi hryssuna og þjálfar fyrir landsmót. Nefnd Guðbjört eftir eigandanum  Fjögurra vetra hryssa fékk fimm níur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tíðarfar í maí telst hagstætt en þurrkur háði þó víða gróðri langt fram eftir mánuði. Í síðustu vikunni rigndi óvenjumikið á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum. Svo segir í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings um nýliðinn mánuð. Fram kemur í yfirlitinu að föstu- daginn 27. maí mældist sólar- hringsúrkoma á sjálfvirku stöðinni í Grundarfirði 133 millimetrar. Þetta er meiri úrkoma en mælst hefur á sólarhring á mannaðri veðurstöð hér á landi í maímánuði, en einu sinni hefur meiri sólarhringsúrkoma mælst í maí á stöðinni í Grundar- firði; 147 mm hinn 26. maí 2012. Hiti var ofan meðallags 1961 til 1990 en þó var kaldara um landið suðvestanvert en í öðrum lands- hlutum. Þrátt fyrir þurrviðri var veður heldur þungbúið lengst af um landið sunnan- og vestanvert, segir Trausti. Meðalhiti í Reykjavík var 6,6 stig, +0,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en -0,3 neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhiti á Akureyri var 6,8 stig, 1,3 stigum ofar meðaltali 1961 til 1990 og 0,9 stigum ofar meðaltali síðustu tíu ára. Óvenjuhlýtt í Grímsey Að tiltölu var hlýjast í Grímsey í nýliðnum mánuði. Þar var meðalhiti 4,6 gráður, eða 1,8 gráðum ofar með- altalinu frá 1961-1990. Var mán- uðurinn sá 19. hlýjasti í þau 143 ár sem mælt hefur verið í Grímsey. Almennt var mánuðurinn í þurr- ara lagi, sérstaklega syðst á landinu, þar austan við og norður með Aust- fjörðum. Á þeim slóðum er mán- uðurinn í hópi þurrustu maímánaða. Lengi vel var líka útlit fyrir ámóta niðurstöðu um landið vestanvert en mjög mikil úrkoma þar í síðustu vik- unni rétti nokkuð úr. Á stöku stað á norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi rigndi einnig mjög mikið í upphafi mán- aðarins og endaði úrkoma ofan meðallags á fáeinum stöðvum á þeim slóðum. Úrkoman í Reykjavík mældist 28,0 millimetrar og er það um 64 prósent meðalúrkomu 1961 til 1990 og mánuðurinn þurrasti maí frá 2012. Á Akureyri mældist úr- koman 13,3 mm og er það um 69 prósent meðalúrkomu. Í Stykkis- hólmi mældist úrkoman 29,7 mm, eða nærri 90 prósent meðalúrkomu. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 145,9, sem er 46 stundum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 93 stundum undir meðallagi síð- ustu tíu ára. Svo fáar sólskins- stundir hafa ekki mælst í maí í Reykjavík síðan 2008. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 213,2; 39 fleiri en að meðaltali 1961 til 1990 og 53 fleiri en að meðaltali síðustu tíu ár. Snjódýptarmet fyrir norðan Snjóþungt var sums staðar inni til landsins á Norðausturlandi langt fram eftir mánuði en annars var víð- ast hvar snjólítið eða snjólaust í byggðum. Snjórinn norðaustanlands var að mestu fyrning vetrarins, seg- ir Trausti. Þó gerði þar töluverða hríð snemma í mánuðinum sem nægði til að snjódýptarmet maímán- aðar féllu bæði á Grímsstöðum á Fjöllum (86 cm) og í Reykjahlíð (62 cm). Alautt var allan mánuðinn bæði í Reykjavík og á Akureyri. Maímánuður endaði með hellirigningu  Sólskinsstundir ekki mælst færri í Reykjavík síðan 2008 Morgunblaðið/Styrmir Kári Maímánuður Þrátt fyrir þurrviðri var veður heldur þungbúið lengst af. Hlýjast fyrir austan » Meðalhiti mánaðarins var hæstur við Skarðsfjöruvita, 7,5 stig, en lægstur á Brúarjökli, -0,8 stig. » Mest frost mældist -13,3 stig á Brúarjökli þann 17. maí. Mest frost í byggð mældist -7,1 stig í Svartárkoti þann 2. maí. » Hæsti hiti mánaðarins mældist 21,1 stig þann 26. í Vestdal á Seyðisfirði. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stjórnmálaflokkarnir eru nú flestir farnir að huga að næstu alþingiskosn- ingum, sem boðaðar hafa verið í haust á þessu ári, og var t.a.m. einn flokkur með fund í gærkvöldi en tveir verða með fundi um helgina. Var það stjórnarfundur Bjartrar framtíðar sem haldinn var í gær- kvöldi og hittist hópurinn í nýju fé- lagsheimili flokksins við Bræðraborg- arstíg í Reykjavík. „Þetta er í fyrsta skipti sem við hittumst þar og er það mikið gleði- efni,“ segir Brynhildur S. Björnsdótt- ir, stjórnarformaður Bjartrar fram- tíðar, en frá árinu 2013 hefur flokkurinn ekki haft neitt eiginlegt húsnæði og mun kosningaskrifstofa Bjartrar framtíðar fyrir komandi kosningar verða þar til húsa. En með- al þess sem til umræðu var í gær má nefna helstu kosningaáherslur. Yfir 2.500 manns kosið Landsfundur Samfylkingarinnar hefst klukkan 13 í dag og fer setning- arathöfn fram klukkan 17 með ávarpi Árna Páls Árnasonar, formanns Sam- fylkingarinnar. Að ávarpi loknu verða úrslit úr formannskjöri tilkynnt, en rafræn kosning milli fjögurra fram- bjóðenda hófst 28. maí síðastliðinn. Kristján Guy Burgess, fram- kvæmdastjóri flokksins, segir þátt- töku í kosningunum mjög góða, en í gærmorgun höfðu yfir 2.500 manns greitt atkvæði. „Það er vel viðun- andi,“ segir hann og heldur áfram: „Fólk getur kosið til hádegis á morg- un [í dag] svo frambjóðendur munu áfram vinna hörðum höndum að því að ná sér í fleiri atkvæði.“ Þá mun vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fara fram á morgun og munu m.a. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Sigurður Ingi Jóhanns- son forsætisráðherra flytja ræðu. Einar Gunnar Einarsson, fram- kvæmdastjóri flokksins, segir kosn- ingabaráttu Framsóknarflokksins komna á fullt skrið. „Undirbúningur kosninga hófst strax við myndun nýrrar ríkisstjórnar og stendur fram til klukkan 22 á kjördag.“ Flokkar farnir að huga að kosningum Morgunblaðið/Ómar Atkvæði Frá seinustu kosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.