Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Hámarkaðu árangur þinn Á milli þín og keppinauta þinna, þarf að jafna metin. Að brjóta tímamúra. Kepptu við þá bestu með Edge 520, GPS reiðhjólatölva sem gefur þér færi á að keppa við Strava tímakafla í rauntíma og þú sérð um leið árangurinn á skjánum. Æfingin skapar meistarann Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Um 80% manns á Vestur-löndum geta átt von á aðfá verki í mjóbakið ein-hvern tímann á ævinni. Góðu fréttirnar eru þær að með reglulegum og sértækum æfingum ættu flestir að geta komið í veg fyrir að fá þá oftar en einu sinni. Sú er a.m.k. niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar á því hvernig best megi fyrirbyggja verki af þessu tagi. Bakverkir eiga sér ýmsar skýr- ingar. Lífsstíll, erfðir, starf, íþrótta- meiðsl, snjómokstur eða einskær óheppni koma oft við sögu. Fram kom í The New York Times nýverið að yfirleitt væri lítið vitað um undir- liggjandi þætti. Upp úr sófanum! Þar segir að fyrsta verkjakastið líði oftast hjá á um það bil viku, en í 75% tilvika taki verkirnir sig aftur upp innan árs ef ekkert sé að gert og geti þá verið mjög kvalafullir. Sá bakveiki hafi tilhneigingu til að leggjast upp í sófa, slaka á og hvíla sig til að reyna að lina kvalirnar. Slíkt sé afar mis- ráðið því þar með lendi viðkomandi í vítahring sem erfitt sé að rjúfa. Að hreyfa hvorki legg né lið kann því ekki góðri lukku að stýra þegar bakverk- ir eru annars vegar. Bat- inn verður hvort tveggja hægari og sá bakveiki verr í stakk búinn en ella til að takast á við ýmsar daglegar athafnir þegar hann loks kemst á ról. Kvalir og hreyfingarleysi haldast þannig í hendur og líkur eru á að æ styttra verði á milli kastanna. Fram til þessa virðast fáar rann- sóknir markvisst hafa snúist um að kanna hvað raunverulega gagnist til að fyrirbyggja endurtekna bakverki eða hvað sé annaðhvort gagnlaust eða til óþurftar. Sú var að minnsta kosti niðurstaða vísindamanna við George Institute for Global Health í rannsókn sem þeir gerðu í samstarfi við Háskólann í Sydney í Ástralíu og fleiri stofnanir. Rannsókn þeirra fólst í að safna saman, greina og draga ályktanir af rannsóknum sem áður höfðu verið gerðar og þóttu hvað marktækastar. Niðurstöðurnar birt- ust í læknatímaritinu JAMA Internal Me- dicine og fylgdi sögunni að furðu fáum hágæðarann- sóknum hefði verið hægt að byggja á. Fræðsla og forvarnir Eftir að rann- sókn- ar- teymið hafði farið í gegnum sex þús- und rannsóknir á fyrirbyggjandi að- gerðum gegn bakverkjum var niður- staðan sú að einungis 23 reyndust aðferðafræðilega fullnægjandi. Samanlagt voru þátttakendur í rannsóknunum rúmlega þrjátíu þús- und bakveikar manneskjur, sem höfðu fengið fræðslu um lífs- tílsbreytingar, skóinnlegg, bakbelti og margvíslegar líkamsæfingar í forvarnar- skyni. Slíkar forvarnir voru metnar árangursríkar ef þátttakendur höfðu ekki fengið annað verkjakast innan árs og ekki þurft að vera frá vinnu vegna bak- verkja á þeim tíma. Í ljós kom að sárafáir náðu þeim ár- angri. Fræðsla ein og sér hafði ekkert að segja, bakbelti og spelkur gerðu sama og ekkert gagn og þátttakend- ur sem ekki höfðu reynt annað til að fyrirbyggja bakverki voru líklegir til að fá annað kast innan árs. Hins vegar reyndust líkams- æfingar með eða án fræðslu árang- ursríkasta forvörnin. Um 45% þeirra sem gerðu æfingar höfðu ekki fundið fyrir bakverkjum í ár frá því þeir byrjuðu að æfa. Rannsóknarteyminu kom á óvart að einu virtist gilda hvers konar æfingar þátttakendur gerðu. Sumir lögðu áherslu á að styrkja búkinn og bakvöðvana, aðrir á alhliða leikfimisæfingar til að auka styrk og jafnvægi. Flest ber að sama brunni Í flestum rannsóknunum voru þátttakendur beðnir um að æfa und- ir faglegri leiðsögn tvisvar eða þrisv- ar í viku í um tvo mánuði. Flest bar að sama brunni; bakveikir sem stunduðu reglulega líkamsrækt voru umtalsvert ólíklegri til að fá verki innan árs frá síðasta kasti en þeir sem ekkert aðhöfðust. Að mati dr. Chris Ma- her, prófessors við George-stofnunina, sem fór fyrir rann- sókninni er þó ómögulegt að meta langtímaáhrif líkams- ræktar eða hvort ein teg- und sé mælanlega betri en önnur. Rannsóknarteymi hans hyggst gera eigin rannsóknir á mismunandi æfingakerfum og fylgja þátttakendum eftir í mörg ár. Maher segir að þrátt fyrir alls konar mögu- leika sem boðið er upp á til að fyrir- byggja bakverki séu aðeins sannanir fyrir að einn virki – regluleg líkams- rækt. Að þessu sögðu skal þó áréttuð nauðsyn þess að leita áður til læknis og fá úr því skorið hvort brjósklos eða annað slíkt valdi verkjunum og fara að ráðum hans í einu og öllu. Ekki hreyfa hvorki legg né lið Um 80% Vesturlandabúa eru talin fá bakverki einhvern tímann á ævinni. Rannsóknarteymi í Ástralíu safnaði saman og greindi rannsóknir sem gerðar hafa verið í áranna rás á leiðum til að fyrirbyggja endurtekna verki af því taginu. Aðeins eitt virðist í stöðunni – ekki þó kyrrstaða. GettyImages Hjólreiðakeppnin KexReið, sem Kex Hostel og Kria Cycles standa að, verður haldin í fjórða sinn á morg- un, laugardag 4. júní. KexReið fer fram í Skuggahverfinu um braut sem liggur um Skúlagötu og Hverfisgötu. Hjólað verður niður Hverfisgötu, Klapparstíg, Skúlagötu og Barónsstíg. Keppendur í B-flokki verða ræstir út kl. 16 og A-flokkur klukkan 17 við almenningsgarð Kex Hostel, sem í daglegu tali er kallaður Vita- garður. Hringurinn í ár er 1,45 kíló- metri, sem er örlítið styttra en undanfarin ár, og er það vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Skráning á heimasíðu Hámarksfjöldi keppenda í Kex- Reiðinni í ár er eitt hundrað. Hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu Hjólamóts, www.hjolamot.is, í síð- asta lagi kl. 14 á morgun, laugardag. Þáttökugjald er 4.000 kr. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í kvenna- og karlaflokki. Til að tryggja öryggi keppenda sem og annarra vegfarenda á keppnissvæði verður götum lokað og öryggisgæsla á keppnishringnum. Helstu samstarfsaðilar keppn- innar eru Vodafone, Valitor, Hjálp- arsveit skáta í Kópavogi, Kormákur & Skjöldur, Farmers Market, Geysir, JÖR, Hverfisgata 12 Veitingastaður, Mikkeller & Friends Reykjavík, Reið- hjólaverzlunin Berlín og Vífilfell. Hjólreiðakeppni 2016 Fjórða KexReið- in á morgun Öryggi Skylda að vera með hjálm. Hvað eigum við að borða íkvöld? Hvað eigum viðað horfa á í kvöld?“Þessar tvær spurningar dynja á mér oft og svör mín eru yf- irleitt jafn gáfuleg: „Ég veit það ekki,“ er algengasta svarið við flestu sem baunað er á mig. „Hvað sem er, bara ekki fisk,“ er líka vinsælt svar og „eigum við ekki að horfa á vin minn hann Frasier?“ er oft svar við áhorfsspurningunni. Flestir kannast eflaust við þessi risastóru vandamál. Ég fæ hnút í magann við það eitt að hugsa um að núna (klukkan 11.20 á fimmtudegi) hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að borða í kvöldmat. Allt nema fiskur er því enn möguleiki. En ég er að fara í bíó þannig að ég slepp við þá kvöl sem fylgir því að velja eitthvað til að horfa á. Kannski ég ætti bara að lesa bækur á kvöldin? Aðrar spurningar hafa bæst við hefð- bundna listann síðustu vikur. „Hvern ætlarðu að kjósa til forseta, hvað finnst þér um þorska- stríðin og hvern studdir þú í bardögunum á Sturl- ungaöld?“ Ég hef aðeins klórað mér í kollinum yfir þessum fyrri tveimur spurningum en Sturla Þórðarson í Hvammi í Dölum var minn maður hér í den. Þorskastríðin eru orðin jafn vinsælt umræðuefni og þau voru árið 1975. Það ár voru foreldrar mínir 16 ára þannig að þetta gæti verið hluti af Íslendingasögunum. Vonandi höfum við eitthvað þroskast frá þorska- stríðunum og Sturlungaöld. Spurningunni hver verður næsti forseti Íslands er enn ósvarað þó að ég sé búinn að ákveða hvern/ hverja ég kýs. Annars þyrfti að breyta dagsetningu forseta- kosninganna. Helmingur Íslendinga mun 25. júní útskrifast úr Háskóla Íslands og hinn helmingurinn verð- ur í Frakklandi að hvetja strákana okkar til dáða. Það þarf allavega að láta fólk blása áð- ur en það kýs utan- kjörfundar eftir útskrift- irnar og í Frakklandi. »Ég hef aðeins klóraðmér í kollinum yfir þessum fyrri tveimur spurn- ingum en Sturla Þórðarson í Hvammi í Dölum var minn maður hér í den. HeimurJóhanns Jóhann Ólafsson johann@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.