Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Smáratorgi, Kópavogi
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-18.00
Sunnudaga 12.00-18.00
Vínlandsleið, Grafarholti
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-16.00
Sunnudaga 13.00-17.00
Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi
60%
50%
50%
40%
40%
LÁGMARKS-
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
VÖRUM NÚ
40%60%
Stefnir í umhverfisslys á Látrabjargi
Hluti landeigenda stöðvar friðlýsingarferli Umhverfisstofnun dregur úr þjónustu á svæðinu
haft áhuga á að stofna þjóðgarð á svæðinu.
Meirihluti landeigenda hefur verið jákvæður
fyrir hugmyndinni og forystumenn landeig-
endafélagsins Bjargtanga unnið að framgangi
þess. Lengi hefur þó verið vitað um andstöðu
innan hópsins. Náðu hinir síðarnefndu völdum
í félaginu á nýlegum aðalfundi.
Í lögum um náttúruvernd er kveðið á um að
Umhverfisstofnun skuli hafa samráð við land-
eigendur og leitaði stofnunin eftir samþykki
fyrir áframhaldandi vinnu.
Hætta á skemmdum vegna ferðafólks
Unnið er að friðlýsingu Látrabjargs á
grunni náttúruverndaráætlunar. Sigrún
Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofn-
un, segir að Látrabjarg sé mikilvægt fugla-
svæði á evrópska vísu og mikilvægt talið að
vernda það.
Talið er að þangað leggi um 100 þúsund
ferðamenn leið sína á hverju sumri. Starfsmað-
ur Umhverfisstofnunar hefur annast land-
vörslu á sumrin. Sigrún segir að almennt sé
ekki landvarsla utan friðlýstra svæða. Því verði
landvarsla þarna í lágmarki. Segir hún þó að
landvörður á sunnanverðum Vestfjörðum muni
líta til með svæðinu. Stofnunin muni ekki vinna
að frekari uppbyggingu fyrir ferðafólk að
sinni. Hún segir að hætta sé á skemmdum af
völdum stjórnlausrar umferðar ferðafólks og
minni möguleikar á að huga að öryggi fólks.
Sigrún tekur það fram að ef afstaða landeig-
enda breytist verði hægt að taka þráðinn upp
að nýju.
Morgunblaðið/Ómar
Lundi Látrabjarg er alþjóðlega mikilvægt
svæði fyrir sjófugla sem áhugi er á að vernda.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það þýðir að þarna valsar fullt af ferðafólki
stjórnlaust um og engin klósett verða opin.
Það stefnir í umhverfisslys,“ segir Keran St.
Ólason, bóndi og ferðaþjónn í Breiðavík við
Látrabjarg. Vinna við friðlýsingu Látrabjargs
og nágrennis hefur stöðvast vegna andstöðu
hluta landeigenda.
Í allnokkur ár hefur verið unnið að und-
irbúningi friðlýsingar Látrabjargs og ná-
grennis. Sveitarfélagið Vesturbyggð og Um-
hverfisstofnun hafa unnið að því í samvinnu
við landeigendur. Vesturbyggð hefur raunar
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Nýlega var kynnt ákvörðun um fyr-
irhugaðar breytingar á tímasetningu
og framkvæmd samræmdra prófa við
lok grunnskóla. Er það mat Skóla-
stjórafélags Íslands og Félags grunn-
skólakennara að lítið samráð hafi ver-
ið haft við hagsmunaaðila um ákvörð-
unina.
Meðal þess sem gert er athuga-
semd við er sú ákvörðun að árgangur
2001 taki samræmd könnunarpróf við
lok 10. bekkjar, einn árganga, vorið
2017, þ.e. sömu daga og nemendur 9.
bekkjar.
„Við teljum þetta alls ekki æskilegt
því prófið var fært fram svo nemend-
ur hefðu 10. bekkinn til að ná mark-
miðum sínum. Þegar prófið er svo
fært aftur til loka 10. bekkjar, eins og
hér er gert ráð fyrir, þá er ekki verið
að vinna með hagsmuni nemenda að
leiðarljósi,“ segir Guðbjörg Ragnars-
dóttir, varaformaður Félags grunn-
skólakennara, í samtali við Morgun-
blaðið, og bætir við að með þessu sé
tilgangur prófanna orðinn afar óljós.
Hefði átt að fella prófið niður
Könnunarprófin hafa fram til þessa
verið lögð fyrir nemendur skriflega,
en nú stendur rafræn fyrirlögn til.
Betra hefði verið, að sögn Guðbjarg-
ar, að halda skriflegt próf um haustið
fyrir þá nemendur sem fæddir eru
2001 þar sem ekki náðist að útbúa fyr-
ir þau rafræn próf í tíma. „En fyrst
ekki var hægt að gera skriflegt próf
fyrir nemendur sem eru í 10. bekk er
eðlilegast að fella prófið niður, en slíkt
var gert við síðustu breytingar á þess-
um prófum.“
Skólastjórafélag Íslands hefur þeg-
ar sent Menntamálastofnun erindi
vegna þessa máls þar sem m.a. er
krafist frekari útskýringa á þessum
ákvörðunum og segir Guðbjörg að
Félag grunnskólakennara muni einn-
ig gera slíkt hið sama á næstu dögum.
Gagnrýna skort á samráði
Skólastjórar og kennarar gagnrýna
fyrirkomulag samræmdra prófa
Morgunblaðið/Eyþór
Nemendur Prófið verður rafrænt.
Hæstiréttur
staðfesti í gær
þriggja ára
fangelsisdóm
Héraðsdóms
Reykjavíkur yfir
tveimur karl-
mönnum sem
frömdu vopnað
bankarán í
útibúi Landsbankans í Borgartúni í
Reykjavík í lok desember á síðasta
ári. Ríkissaksóknari skaut málinu til
Hæstaréttar og krafðist þess að
refsing ákærðu yrði þyngd.
Mennirnir stukku yfir afgreiðslu-
borð þar sem fimm starfsmenn
bankans voru og ógnaði Ólafur Ingi
Gunnarsson, annar ræningjanna,
gjaldkera bankans með eftirlíkingu
af skammbyssu sem hann hélt að
höfði gjaldkerans. Skipaði hann
gjaldkeranum að opna þrjár sjóðs-
vélar sem hann tæmdi peningana úr
á meðan Jóel Maron Hannesson,
hinn ræninginn, tók peninga sem
voru á afgreiðsluborði og setti í poka
sem hann hafði meðferðis. Menn-
irnir höfðu 588 þúsund kr., 1.080
evrur, 10 þúsund japönsk jen, 500
danskar krónur og 20 pund með sér
af vettvangi.
Bankaræningjunum var gert að
greiða allan áfrýjunarkostnað máls-
ins, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðra
verjenda sinna fyrir Hæstarétti, eða
um 700 þúsund krónur hvor um sig.
Banka-
ræningjar í
þriggja ára
fangelsi
Hæstiréttur stað-
festi dóm héraðsdóms
Kirkjukór Húsavíkurkirkju heldur í kvöld tónleika um borð í skonnortunni
Opal, sem þá verður úti á Skjálfanda. Áheyrendur verða í hvalaskoð-
unarbátunum Garðari og Náttfara, sem eru eins og Opal í eigu Norðursigl-
ingar. Lagt verður úr höfn frá Húsavík kl. 20.30. „Við ætlum að syngja
nokkur lög í anda sumarsins og þetta á að verða skemmtilegt,“ segir for-
maður kórsins, Pétur Helgi Pétursson.
Það sem gerir tónleikana í kvöld óvenjulega, auk staðsetningarinnar, er
að reynt verður að lokka hvalina að með söng. Vatnsheldir hátalarar verða
settir í sjó og allt sett á hæsta styrk þegar kórfélagarnir, sem eru alls 35,
hefja upp raust sína svo ómar um sæinn. Einsöngvarar á tónleikunum í
kvöld eru Baldur Baldvinsson og Aðalsteinn Júlíusson og stjórnandi er
Jörg Sönderman.
Kirkjukórinn á Húsavík syngur fyrir hvali
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar