Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 87
MENNING 87
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Bæjaryfirvöld í Feneyjum hafa
ákveðið að framlengja sýningu á
verki myndlistartvíeykisins Ólafs
Ólafssonar og Libiu Castro, „The
Partial Declaration of Human
Wrongs – Temporary Public
Square (Venice)“.
Verkið hefur verið til sýnis í al-
menningsrými í borginni sem
hluti af sýningunni From the
City, sem var stýrt af þátttakandi
sýningarstjórum í verkefninu
School for Curatorial Studies Ve-
nice sem er skipulagt og rekið af
galleríinu A plus A Gallery, undir
forstöðu Aurora Fonda og
Sandro Pignotti í samstarfi við
bæjaryfirvöld Feneyja, Murano
og Burano.
Sýningin stóð yfir samhliða 15.
alþjóðlega byggingarlistatvíær-
ingi Feyneyja, Reporting From
the Front, og lauk henni 31. maí.
Ólafur og Libia voru fulltrúar
Íslands á Feneyjatvíæringnum ár-
ið 2011 og hafa sýnt verk sín víða
um heim.
Ljósmynd/Ólafur og Libia
Í Feneyjum Hluti af verki Ólafs og Libiu
sem sýnt verður áfram í Feneyjum.
Sýning framlengd
á verki Ólafs og
Libiu í Feneyjum
Þrír nýir höfundar hljóta
Nýræktarstyrki Miðstöðvar ís-
lenskra bókmennta í ár til útgáfu á
verkum sínum, en styrkirnir voru
afhentir við hátíðlega athöfn í
Gunnarshúsi, húsi Rithöfunda-
sambandsins, í gær. Verkin sem um
ræðir eru Einsamræður eftir Birtu
Þórhallsdóttur, Smáglæpir eftir
Björn Halldórsson og Afhending
eftir Vilhjálm Bergmann Bragason.
Hver styrkur nemur 400.000 kr.
Samkvæmt upplýsingum frá Mið-
stöð íslenskra bókmennta er þetta í
níunda skipti sem Nýræktarstyrkj-
um er úthlutað. „Samtals hafa yfir
40 höfundar hlotið þessa viðurkenn-
ingu frá upphafi.
Nýræktarstyrkir eru sérstakir
styrkir til útgáfu á nýjum íslenskum
skáldskap. Styrkjunum er ætlað að
styðja við útgáfu á fyrstu verkum
nýrra höfunda og er þar átt við
skáldverk í víðri merkingu þess
orðs, sögur, ljóð, leikrit, eða eitt-
hvað allt annað,“ segir í tilkynningu.
Í ár bárust 35 umsóknir um Ný-
ræktarstyrki. Verkin sem sótt var
um fyrir eru af ýmsum toga s.s.
skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og
ungmennabækur, smásögur og
glæpasögur.
Í umsögn bókmenntaráðgjafa
Miðstöðvar íslenskra bókmennta
um verkið Einsamræður eftir Birtu
Þórhallsdóttur segir: „Kröftugar ör-
sögur skrifaðar í afgerandi og ög-
uðum stíl sem höfundur hefur
einkar gott vald á. Textinn grípur
lesandann með spennandi mögu-
leikum og mótsögnum þar sem
kunnuglegar aðstæður umbreytast
og taka á sig hrífandi ævintýrablæ.“
Birta er MA-nemandi í Ritlist við
Háskóla Íslands, verkið er hluti af
lokaverkefni hennar, sem hún hefur
unnið undir leiðsögn Óskars Árna
Óskarssonar.
Um smásagnasafnið Smáglæpir
eftir Björn Halldórsson segir: „Vel
skrifaðar og fagmannlega mótaðar
smásögur. Höfundur þekkir smá-
sagnaformið augsýnilega vel og
kann þá list að segja ekki of mikið
en skapa á sama tíma forvitnilega
stemningu og andrúmsloft í sögum
sem ná gríðarföstu taki á lesandan-
um.“
Björn er með BA-gráðu í enskum
og amerískum bókmenntum frá Há-
skóla East Anglia-héraðs í Norwich,
Englandi, og MFA-gráðu í skapandi
skrifum frá Háskólanum í Glasgow.
Um leikritið Afhendingu eftir Vil-
hjálm Bergmann Bragason segir:
„Athyglisverður og ögrandi leik-
texti sem fyllir lesandann óhug og
efasemdum um þá þróun sem er
sýnd í samskiptum persónanna.
Höfundurinn þekkir leikhúsið og
leikritun og sýnir athyglisvert vald
á forminu, eins og sést mæta vel á
snörpum og vel skrifuðum sam-
tölum þar sem dansað er á mörkum
súrrealisma og óþægilegs raunsæ-
is.“
Vilhjálmur hefur nýlokið MA-
námi í leikhúsbókmenntum og leik-
ritun frá RADA, Royal Academy of
Dramatic Arts, í London.
Samkvæmt upplýsingum frá Mið-
stöð íslenskra bókmennta hefur um-
sóknum um Nýræktarstyrki fjölgað
verulega frá því þeim var fyrst út-
hlutað hjá Bókmenntasjóði, forvera
Miðstöðvar íslenskra bókmennta,
árið 2008, en þá bárust níu umsóknir
og fimm styrkir voru veittir, hver að
upphæð 200.000 krónur.
„Árið 2009 bárust 27 umsóknir og
sex hlutu styrki, árið 2010 bárust 39
umsóknir og voru fimm styrkir
veittir og árið 2011 bárust 30 um-
sóknir og þá var úthlutað fimm
styrkjum. Árið 2012 bárust 23 um-
sóknir og voru fimm styrkir veittir
að upphæð 200.000 kr., 2013 bárust
49 umsóknir og fjögur verk hlutu
styrk. Árið 2014 barst 31 umsókn
um Nýræktarstyrkina og hlutu fjór-
ir styrk að upphæð 250.000 kr. Árið
2015 voru umsóknirnar 51 og styrk-
upphæðin var hækkuð í 400.000 kr.“
silja@mbl.is
Þrír nýir höfundar styrktir
Gleðiefni Styrkþegarnir Björn Halldórsson , Birta Þórhallsdóttir og Vil-
hjálmur Bergmann Bragason voru að vonum áægð við afhendingu verð-
launanna sem fór fram í Gunnarshúsi við Dyngjuveg í blómlegum garði.
Nýræktar-
styrkir Miðstöðvar
íslenskra bók-
mennta afhentir
Morgunblaðið/Ófeigur