Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 750 kg álkerra opnast að fram og aftur- gafli. Verð kr. 275.000 stgr. Gerð 1374. Stærð 251x131 cm. Einnig til með sturtum. Gerð 1384. Verð kr. 298.000 stgr. Vélavagnar og bílakerrur í ýmsum stærðum og gerðum. Ál og stál sturtukerru og flatvagnar, margar gerðir og stærðir. Létt og sterk 750 kg álkerra á frábæru verði kr. 149.900 stgr. Gerð 1380. Stærð 201x102 cm. Fyrir bændur og iðnaðarmenn, 1300 kg álk- erra á einum öxli frábæru verði. Gerð 1339. Stærð 303x150 cm. Verð kr. 450.000 stgr. 2500 kg tveggja öxla kerra fyrir bændur og iðnaðarmenn. Gerð 2331. Stærð 303x150 cm. Verð kr. 560.000 stgr. Ál- og stálkerrur Smiðjuvegi 40, gul gata, Kópavogi, sími 517 7718, topplausnir.is Sýning laugardaginn 4. júní Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Frambjóðendurnir níu til forseta Íslands nota ýmsar aðferðir til að vekja athygli á sér og sínum málstað. Greina má sameiginlegar áherslur milli kosningaherferða frambjóðend- anna en jafnframt er margt ólíkt með þeim. Það sem helst skilur á milli fjögurra fylgis- mestu framboðanna og hinna fimm fylgis- minni eru burðir til að halda úti kosninga- skrifstofu og öflugu sjálfboðastarfi. Morgunblaðið hafði samband við framboðin, ýmist kosningastjórann eða frambjóðandann sjálfan, og spurðist fyrir um helstu aðferðir þeirra til að ná til kjósenda. Öflugt sjálfboðastarf „Það er gríðarlegur fjöldi fólks, sem er tilbúið til að styðja við bak Guðna með einum eða öðrum hætti,“ segir Friðjón Friðjónsson, talsmaður framboðs Guðna Th. Jóhannes- sonar. Guðni hefur verið á ferðalagi um allt land til að funda með landsmönnum og sjálf- boðaliðar hafa unnið hörðum höndum að því að hringja út til að kynna fundina. Fjármögn- un hefur gengið vel og segir Friðjón að fram- boðinu berist mikið af smáum framlögum frá venjulegu fólki og borist hafi mörg hundruð framlög. Framboðið heldur úti tveimur kosn- ingamiðstöðvum, einni á Akureyri og annarri á Laugavegi í Reykjavík. Framboð Davíðs Oddssonar notast við ný- stárlegt kosningakerfi að sögn Erlu Gunn- laugsdóttur kosningastjóra. „Nokkur hundr- uð manns hafa haft beint samband og síðan höfum við sett upp nýtt kosningakerfi sem er það fyrsta sinnar tegundar í þessum bransa.“ Áhugasamir geta skráð sig á heimasíðu fram- boðsins og tekið margvíslegan þátt í starfinu. Á Facebook-síðuna hafa verið sett myndbönd, þar sem Davíð veitir svör við algengum spurningum. Nýlega þurfti að aflýsa ferðalagi Davíðs um landið vegna veikinda móður hans. Líflegt í kosningamiðstöðinni Kosningabarátta Andra Snæs Magnasonar hefur verið viðburðarík og skemmtileg að sögn Gríms Atlasonar kosningastjóra. „Við höfum haldið viðburði sem tengjast menn- ingu, lýðræði og náttúru og mætingin er allt frá 30 til 1.500 manns.“ Á döfinni eru tón- leikar með valfrjálsum framlögum og lista- verkauppboð þar sem annar helmingur upp- hæðarinnar fer til framboðsins og hinn til náttúrunnar. Samfélagsmiðlar hafa markvisst verið notaðir til að kynna efni sem snýr að Andra Snæ og málefnum sem hann setur á oddinn. Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, fóru nýverið hringinn um landið til að kynna stefnumálin. Hún hefur lagt upp úr því að stunda heimsóknir til vinnustaða, dvalarheimila og skóla. Vigdís Jó- hannsdóttir kosningastjóri segir að framboðið hafi nýtt sér samfélagsmiðla í miklum mæli. „Halla hefur verið í beinni útsendingu á þriðjudögum klukkan 13 á Facebook-síðu sinni sem gefur fólki tækifæri til að hitta hana og beina til hennar spurningum.“ Á kosningaskrifstofunni hafa þau staðið að heimboðum. Síðasta laugardag var vöfflukaffi og næsta laugardag verður boðið upp á ban- ana og skyrdrykk eftir kvennahlaupið. Bein útsending hvern sunnudag Ástþór Magnússon hefur notfært sér sam- félagsmiðla með ýmsu móti. Á Facebook-síðu framboðsins setur hann reglulega inn mynd- bönd þar sem hann gerir stefnumálum sínum skil og heimasíðan er full af kynningar- og fræðsluefni. Á sunnudögum klukkan 8 er hann í beinni útsendingu á Facebook -síðu sinni þar sem hann situr fyrir svörum og kynnir málstað sinn betur. Elísabet Kristín Jökulsdóttir hefur að- allega miðlað upplýsingum um kosninga- framboð sitt gegnum Facebook en langar til að ferðast um landið og gera því betri skil. Hún segist hafa þannig stíl að hún kveðji sér hljóðs þegar við á. „Framboðið byrjaði þann- ig að ég stóð upp í banka og kvaddi mér hljóðs. Það var ekki auglýst eða skipulagt heldur sjálfsprottið. Þannig er minn stíll, ég stend ekki fyrir framan fólk heldur meðal þess,“ segir Elísabet. Síðustu tvær vikur hafa einkennst af stöð- ugum fjölmiðlafundum hjá Sturlu Jónssyni en nú stefnir hann á að hefja fundaherferð. „Ég set myndbönd og skriflega pistla á Facebook-síðuna. Í gær birtist pistill um um- fjöllun RÚV, sem 2.300 manns hafa horft á og 90 hafa deilt.“ Spurður um sjálfboðastörf segir Sturla að þrír einstaklingar hjálpi hon- um við framboðið. Hildur Þórðardóttir hefur heimsótt fyrir- tæki og sinnt viðtölum í útvarpi og sjónvarpi. Í samstarfi við tvo kvikmyndagerðarmenn hefur hún sett saman um tveggja mínútna kynningarmyndband, sem er í dreifingu á Facebook og mun birtast á RÚV fyrir kosn- ingar. Hildur segir að litadýrð sé hluti af kosningaherferðinni. „Ég geng í litríkum klæðnaði, það er mín leið til að vekja at- hygli.“ Hún bætir við að greinaskrif sín hafi haft áhrif, hún skrifi frá hjartanu og fólk skynji það. „Ég hef verið að bera bæklinga í blokkir og raðhús. Ég hef einnig sent þá út á land þar sem ég þekki til og veit að fólk er tilbúið að hjálpa,“ segir Guðrún Margrét Pálsdóttir. Bæklingarnir, sem eru þrjátíu þúsund tals- ins, voru gjöf frá velvildarmanni en annars hefur hún afþakkað framlög. „Við ákváðum að biðja engan um neitt og gefa ekki upp reikningsnúmerið á heimasíðunni.“ Auk bæklinganna hefur Guðrún mætt í fjölmiðla- viðtöl og heldur úti vefsíðu fyrir framboðið. Framboð beita ólíkum aðferðum  Forsetaframbjóðendur nota litrík klæði, fundahöld og menningarviðburði til að ná til kjósenda  Misjafnt er milli frambjóðenda hvort haldið er úti kosningaskrifstofu og skipulögðu sjálfboðastarfi Embætti Níu manns eru í framboði til forseta íslenska lýðveldisins í kosningunum sem fara fram 25. júní. Þar með lýkur 20 ára setu núverandi forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar. Morgunblaðið/Ómar Leikir íslenska landsliðsins á Evr- ópumeistaramótinu í knattspyrnu verða sýndir jafnhliða á RÚV og í Sjónvarpi Símans. Þetta segir í til- kynningu frá Símanum. „Draumur okkar hjá Símanum hefur frá upphafi verið að bjóða öllum landsmönnum að sjá þegar íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn á stórmóti. Við fögnum því að RÚV geri þennan draum okkar að veruleika,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Síminn og Vodafone sömdu í gær um dreifingu á bæði Síman- umSport og Sjónvarpi Símans, sem áður hét SkjárEinn. Samningar náðust ekki Þeirri fyrrnefndu, áskriftarstöð- inni að Evrópumeistaramótinu, verður dreift til 99,9% lands- manna. Hins vegar þótti ljóst, eftir að samningar náðust ekki um dreifingu um svokallað UHF-kerfi fyrir Sjónvarp Símans, að hluti þjóðarinnar gæti ekki séð lands- leikina í opinni dagskrá. RÚV bauðst þá til að sýna landsleiki Ís- lands. „Markmið okkar hjá RÚV er að stuðla að því að sameina þjóðina og því er það okkur ánægja að bjóða Símanum samstarf um þenn- an merkilega viðburð,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarps- stjóri. RÚV mun sýna íslensku leikina á EM í knattspyrnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.