Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 76
76 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Antík Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Dýrahald Maltese hvolpar til sölu 3 maltese-rakkar, fæddir 08.04.2016 til sölu. Verða tilbúnir til afhendingar 17. júní 2016. Þeir verða með ættbók frá HRFÍ, bólusettir, heilsuskoðaðir, tryggðir hjá VÍS, örmerktir. Startpakki fylgir einnig með. Fleiri upplýsingar má fá í síma 8464221 eða e-mail laudia92@hotmail.com Hljóðfæri Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is VAÐNES - sumarbústaðalóðir Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár, Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Iðnaðarmenn Ýmislegt Bílar SKODA OCTAVIA AMBIENTE COMBI 5 dyra. Árg. 7/2012, Ek: 102þ Sk:2018, 1600 Diesel-bsk. Ný sumardekk og nagladekk fylgja. Dráttarbeisli. Ný tímareim og vatnsdæla. Nýlegir diskar og klossar. Þjónustubók. Bíllinn er til sýnis hjá Bílasölunni Bílfang Malarhöfða 2. Uppl. í síma: 615-8080. Til sölu Toyota Yaris 2008 1300cc. Ekin 119.þús km. Heilsársdekk og skoðaður til 2017. Verð 1.175.þús. Bílinn er til sýnis hjá Toyota Reykja- nesbæ S:4206600 Raðnúmer:111148 Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð ✝ Nanna HalldóraJónsdóttir fæddist á Smyrla- björgum í Suð- ursveit 13. janúar 1923. Hún lést 22. maí 2016. Foreldrar hennar voru Lucia Guðný Þórarinsdóttir frá Breiðabólsstað, og Jón Jónsson frá Smyrlabjörgum. Halldóra var næstelst átta systk- ina. Ingunn, Sigurjón og Jör- undur eru látin, Guð blessi minn- ingu þeirra. Lifa nú þau Þóra Guðleif, Þorbjörg, Snorri og Baldur systur sína. Halldóra ólst upp hjá for- eldrum sínum á Smyrlabjörgum og hlaut sína barnamenntun í Sigurgeir, hans kona er Hólm- fríður Traustadóttir. Þeir tví- burabræður er fæddir 1946. 3) Næstur er Guðni Gunnar, f. 1947, kona hans er Jóna Sig- urjónsdóttir. 4) Þá er Einar Bjarni, f. 1949, kona hans er Guðbjörg Halldóra Ingólfsdóttir. Þau búa öll á Höfn. 5) Næst er Jóhanna Sigurborg, f. 1956 en hún lést aðeins átta mánaða gömul. Blessuð sé minning henn- ar. 6) Sigurbjörn Jóhann, f. 1957, hans kona er Laufey Helgadótt- ir. Þau búa á Smyrlabjörgum. 7) Næstyngst er Ingibjörg, f. 1961, maður hennar er Sigurður Ey- þór Benediktsson. Þau búa á Höfn. 8) Yngstur er Haukur, f. 1967, kona hans er Hafey Lind Einarsdóttir. Þau búa einnig á Höfn. Barnabörn Halldóru og Karls eru 17, langömmubörnin eru 25 og eitt langalang- ömmubarn. Útför Halldóru hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu, frá Kálfafellsstaðarkirkju. Suðursveit, snemma tók hún að taka til hendinni við bústörfin. 17 ára gömul fór hún í vist til Jóns Ívars- sonar kaupfélags- stjóra og konu hans á Höfn og var þar í níu mánuði. Einn vetur dvaldi hún í Reykjavík og þar giftist hún Karli Ágúst Bjarna- syni þann 6. maí 1945. Karl Ágúst var fæddur í Holti á Mýr- um. Þau Halldóra og Karl Ágúst bjuggu allan sinn búskap á Smyrlabjörgum. Þau eignuðust átta börn: 1) Elstur er Helgi Hilmar, kona hans er Jóhanna Guðmundsdóttir. 2) Þá er Jón Halldóru kynntist ég sumarið 1979 og varð hún síðar tengda- mamma mín. Dóra amma, eins og við kölluð- um hana alltaf, var með stórt hjarta og hlýtt faðmlag enda feng- um við öll að njóta þess sem hana þekktum. Dóra var einstaklega glaðlynd kona, létt um hlátur, öf- undaði aldrei neinn, hún var af- skaplega ánægð og þakkað guði oft fyrir það allt sem hún átti. Hún var húsmóðir af lífi og sál, það var alltaf fullt borð af alls kon- ar kræsingum og oft heyrði ég af fólki sem hafði komið í hlaðið á Smyrlabjörgum og var drifið inn til hennar og Kalla: „Þegar ég sá kræsingarnar á borðinu hélt ég að það væri fermingarveisla.“ Svona var Dóra, enginn fór svangur. Samskiptin við alla afkomendur hennar voru alltaf góð og eru þeir í dag 50 fyrir utan tengdabörn. Dóra tók virkan þátt í kven- félaginu Ósk um langt árabil. Henni féll aldrei verk úr hendi. Eftir að degi tók að halla hjá henni voru prjónarnir alltaf við hlið hennar og ekki ófá sokkapörin sem við öll fengum að njóta. Dóra minntist oft á þá tíma þegar hún var ung og var að vinna á Höfn. Dóra var rík af réttlætiskennd og fannst sárt að hugsa til þess hvað réttlætinu er misskipt á milli manna. Dóra fæddist og var alin upp á Smyrlabjörgum: Hún giftist Karli Bjarnasyni 1945 í Reykjavík en þau komu árið 1946 að Smyrla- björgum og hófu búskap þar. Þau eignuðust átta börn en misstu eina dóttur átta mánaða. Þau bjuggu rausnarbúi með kýr og kindur. Dóra var höfðingi heim að sækja, hafði ákveðnar skoðanir á öllu. Henni var létt um að gera grín að sjálfri sér. Hún hafði afskaplega gaman af börnum og fengu börnin mín að njóta ástríki hennar þar sem þau ólust upp hér á hlaðinu í faðmi ömmu og afa . Dóra var afskaplega ónísk kona og lét sjálfa sig sitja á hakanum meðan við nutum gjafmildi hennar. Dóra kenndi mér margt um mann- leg samskipti, enginn maður er eins og öll höfum við ólíkar skoð- anir og þarfir en Dóra gat alltaf greitt úr því og bera virðingu fyrir sjálfum okkur og öllum sem við umgengumst. Ég mun sakna þess að þú hring- ir ekki lengur og spyrð frétta að heiman. Nú þegar er komið að leiðarlok- um að sinni,elskulega tengda- mamma, vil ég þakka þér fyrir allt og allt. Með virðingu og þökk. Laufey Helgadóttir, Smyrlabjörgum. Elsku amma, brosið þitt, hlát- urinn þinn, mjúki faðmurinn þinn. Margs er að minnast og margs er að sakna, það er alltaf sárt að kveðja en ég samgleðst þér að vera komin til hans afa, þú varst búin að biðja um það í langan tíma og þinn tími kom loksins. Ég á óteljandi góðar og skemmtilegar minningar um ykkur bæði og geymi þær vel. Þú varst frábær karakter, þol- inmóð, hress, forvitin og alltaf stutt í hláturinn þinn. Þú gerðir mikið grín að sjálfri þér og fólkinu í kringum þig og hlóst að því manna hæst sjálf. Þér var annt um alla í kringum þig og settir alla í fyrsta sæti nema sjálfa þig, passaðir að öllum liði vel. Ég er einstaklega heppin að hafa alist upp með ykkur í næsta húsi. Auðvitað hljóp maður til ykk- ar oft á dag, en helsti tilgangurinn var að koma og spila og fá eitthvað gott í gogginn. Því aldrei fór maður svangur út frá þér og mátti maður fá það sem maður vildi. Það kom jú nokkrum sinnum fyrir að maður sofnaði á bekknum á ganginum því þú talaðir svo lengi í símann. Öll sú þolinmæði sem þú hefur sýnt mér í gegnum árin er ómet- anleg, þú átt stóran þátt í kennsl- unni við spil og bakstur, að fá að hengja þvott út á snúrurnar þínar fannst manni skemmtilegt því að snúrurnar þínar voru svo lágar að maður náði ungur að teygja sig upp í þær. Allar þær símhringingar sem maður hefur fengið frá þér og sein- ustu ár hringdirðu alltaf á kvöldin þegar maður var búinn að koma börnunum í háttinn. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki þær hring- ingar og heyra í þér röddina. En ég veit að þú fylgist með mér að ofan. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, nú kveð ég þig í hinsta sinn, farðu í friði, ég mun alltaf sakna þín. Heiða Vilborg. Í dag ætlum við að minnast ömmu okkar í örfáum orðum. Það er með söknuði sem við kveðjum hana en minningarnar ylja og munu fylgja okkur um ókomna tíð. Í æsku vorum við oft á Smyrla- björgum hjá ömmu og afa enda vorum við þar alltaf velkomin. Amma var húsmóðir af gamla skól- anum og sinnti heimilinu sem var fjölmennt og gestakomur tíðar. Hún dró alla að eldhúsborðinu og þar var hver sortin á eftir annarri því hún vildi ekki senda neinn svangan í burtu. Á milli þess sem hún sinnti húsverkum prjónaði hún ullarsokka og vettlinga á alla sem að henni stóðu og hún prjónaði nánast til síðasta dags. Mikið eig- um við og börn okkar eftir að sakna hlýju ullarleistanna. Með söknuði kveðjum við ömmu okkar og geymum góðar minning- ar í hjörtum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð (Vald. Briem.) Ingólfur Guðni, Ragnhildur og Þórhildur. Eftir nokkur sumur í sveit á eystri bænum á Smyrlabjörgum hjá bræðrum Dóru og móður hennar, Lúllu, var ávallt tekið á móti manni eins og syni sem snýr heim þegar maður kom til þeirra eða Dóru og Kalla. Dóra fór ekki langt þegar hún flutti að heiman, því hún og Kalli bjuggu í Lækjar- húsunum um 50 metra frá mömmu Lúllu. Systur hennar þrjár fóru heldur ekki langt, allar þrjár bjuggu í sömu sveit í nokkurra kílómetra fjarlægð sem segir kannski sitt um tengsl milli systk- inanna og móður þeirra, Lúllu á Smyrlabjörgum. Dóra og Kalli átt sjö börn og heilan haug af afkomendum sem þau sýndu manni gjarnan á mynd- um sem héngu á heilum vegg í stof- unni hjá þeim. Á veggnum var fjöldi ljósmynda af því sem þau voru mjög stolt af og sögðu bros- andi út að eyrum frá hverjum og einum. Langflestir afkomendanna búa í heimsóknarfæri í innan við 50 km fjarlægð og skreppa enn í sveitina til Bjössa og Laufeyjar að hjálpa til á álagstímum, að hætti Suðursveitunga. „Hvað, það held ég sé nú ekki mikið mál að hjálpa þér,“ var algengt viðmót Dóru í garð náungans og gesta. Hjálp- semin og hæverskan var þeim á Smyrlabjörgum eðlileg og sjálf- sögð, en þetta viðmót var öðruvísi og vinalegt fyrir barn úr bænum sem kom í sveit til þessa ágæta fólks sem taldi sig aldrei hafa gert nóg fyrir þig. Sveitirnar undir Vatnajökli voru afskekktar fyrir tilkomu brúar á Skeiðará og Hornafjarðarfljót, sem vafalaust hefur mótað mann- lífið svona. Fyrir tíma Skeiðar- árbrúarinnar var þessi fallegasti hluti landsins um 1100 km frá Reykjavík eftir malarvegi og því sjaldgæft að sjá ferðamenn á þess- um slóðum, en þeir þekktust oft á yfirbreiddum farangri á topp- grind. Nú fara þarna um tugþús- undir ferðamanna með viðkomu á Smyrlabjörgum. Ferðamenn ná að virða fyrir sér náttúrufegurðina, en mannlífið þarna undir Vatna- jökli er ekki síðra og þrífst enn þrátt fyrir fjölda gesta. Þetta er kannski ekki augljóst þeim sem koma þarna við til næturdvalar en blasir við þeim sem kynnst hafa. Ég er þakklátur fyrir góðar minningar um Dóru og votta öllum aðstandendum mína samúð. Páll Ólafsson. Nanna Halldóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.