Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 82

Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Brauð dagsins alla föstudaga Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is UR_ er fyrsta ópera Önnu Þorvalds- dóttur tónskálds. Verkið, sem er raunar kammerópera, verður frum- flutt hér á landi á morgun, laug- ardag kl. 20, á Listahátíð í Reykja- vík. Að baki liggur rúmlega tveggja ára vinna og fengu íslenskir áhorf- endur forsmekkinn af óperunni á Myrkum músíkdögum í fyrra. „Segja má að þá hafi verið flutt smá hugleiðing um verkið, meira eins og vinnustofa,“ segir Anna. Kammer- óperan var frumflutt í fullbúinni mynd í Noregi og Þýskalandi í fyrra og verður því frumflutt hér á landi á Listahátíð. Fjölbreyttur hópur listamanna kemur að uppsetningunni, Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir, Mette Karlsvik er höfundur texta ásamt Önnu og Anna Rún Tryggvadóttir sér um leikmynd og búninga. Verk- efnið er unnið af Far North undir handleiðslu Arnbjargar Maríu Daní- elsen, í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík, Theater Trier, Ultima Oslo Contemporary Music Festival, Norsku þjóðaróperuna og Græn- lenska þjóðleikhúsið. Uppsetningin hér á landi er unnin í samstarfi við Íslensku óperuna. Óræð veröld í tíma og rúmi „Mér finnst mjög áhugavert að kljást við óperuformið á þessum tím- um, þetta gamla óperuform er búið að slípast svo mikið í gegnum ár- hundruðin og ég þurfti að hugsa mig vandlega um hvað ég vildi gera. Mér fannst strax mjög áhugavert að vinna með karaktersköpun á annan hátt,“ segir Anna, sem býður áhorf- endum í íhugult ferðalag um óræða veröld í tíma og rúmi þar sem hug- leiðingum um leit að uppruna og tengingu við rætur sjálfsins er velt upp. „Óperuformið er svo stórt og svo margt sem þarf að huga að sem ekki er í hefðbundinni tónleika- tónlist þannig maður þarf að hugsa á svo mörgum plönum. Mér fannst mjög gefandi listrænt að hugsa út frá karakterum og sviðsetningu, það skiptir allt svo miklu máli í óperu.“ Anna vinnur með þrjá söngvara sem einn og sama karakterinn í verkinu. „Þau túlka abstrakt per- sónu sem er að kljást við sjálfa sig og leita að grunnelementinu í sjálfu sér sem er URið, það er grunnur náttúrunnar í manninum,“ segir Anna. Í óperunni má finna tvíþætta stefnu. „Annars vegar hvernig grunnurinn í manneskjunni dó og hins vegar hvernig hann er á sama tíma að fæðast með leitinni aftur að URinu,“ segir Anna. Titill verksins verður að teljast fremur óhefðbund- inn, en UR er vísun í grunn element- ið sem allar manneskjur hafa. „Í þýsku er UR til dæmis forskeyti fyr- ir grunn- eða frum-. Hugmyndin að titlinum kom frá norska rithöfund- inum Mette Karlsvik sem á hluta af textanum í verkinu,“ segir Anna. Flygill tekur þátt í öllu ferlinu Í verkinu má einnig finna ýmsar óvæntar uppákomur. „Flygillinn gegnir fjölþættu hlutverki í óper- unni, en píanóið fær yfirleitt ekki að vera með í óperum en gegnir aftur á móti algjöru lykilhlutverki í æfinga- ferlinu. Svo er hann kóngur vest- rænnar tónlistar, eða drottningin, og flygillinn táknar í raun þetta móður og verndar element í verkinu,“ segir Anna. Auk flygilsins má finna hefð- bundnari flytjendur sem koma hvað- anæva að. Mezzósópransöngkonan Melis Jaatinen er frá Finnlandi, Sofia Jernberg vókalisti er frá Sví- þjóð, Joa Helgeson baritónn er einn- ig sænskur og leikarinn Miké Phillip Fencker Thomsen kemur frá Græn- landi. „Hann gegnir hlutverki sem tengir söngvarana þrjá saman,“ seg- ir Anna. Þá sér Tinna Þorsteins- dóttir um píanóleik í verkinu og CAPUT tónlistarhópurinn sér um annan hljóðfæraleik. Fallegt samstarf Þorleifur Örn Arnarson sér um leikstjórn og segir Anna það hafa komið skemmtilega á óvart hversu vel þau unnu saman. „Við erum al- veg gríðarlega ólík, en það kom af- skaplega fallega saman hvernig okk- ar listrænu persónuleikar áttu fallega samleið. Auðvitað gengur ýmislegt á í svona löngu ferli en það var mikil virðing og góð samvinna.“ Þeir áhorfendur sem urðu vitni að vinnustofunni á Myrkum músík- dögum eiga von á algjörlega nýrri sýn í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld að mati Önnu. „Það eru örugg- lega sumir sem munu sjá einhverjar tilvísanir frá því, en þetta er aftur á móti alveg ofboðslega ólíkt, því á þeim tímapunkti vorum við að hitta söngvarana í fyrsta skipti. Þeir sem sáu það sáu kveikjuna að fyrsta sam- starfinu. Þetta er líka mjög ólíkt þar sem við munum fá fulla sviðsetningu og fullskrifaða tónlist.“ Anna mun halda til Bandaríkj- anna þegar flutningi á UR_ lýkur hér á landi, en kórinn The Crossing Choir og tónlistarhópurinn ICE munu frumflytja eitt nýtt verk eftir Önnu 24. júní í Fíladelfíu í Banda- ríkjunum. Anna er einnig að skrifa verk fyrir Ensemble Intercontem- porain í Frakklandi og Bang on a Can All Stars sem frumflytja ný verk eftir hana í haust. „Svo er ég að skrifa verk fyrir New York Phil- harmonic sem verður frumflutt á næsta ári.“ Það er því ýmislegt í gangi og segir Anna að ástríða henn- ar fyrir hljómsveitartónlist hvetji hana til að semja mörg stærri hljóm- sveitarverk. „En mér þykir vænt um að vinna að verkum fyrir ýmsar hljóðfærasamsetningar.“ Íhugult ferðalag um óræða veröld  Fyrsta ópera Önnu Þorvaldsdóttur tónskálds frumflutt á Íslandi á Listahátíð á morgun Morgunblaðið/Eggert Tónskáld Anna Þorvaldsdóttir frumsýnir sína fyrstu óperu hér á landi á Listahátíð Reykjavíkur í Hörpu annað kvöld. „Óperuformið er svo stórt og svo margt sem þarf að huga að sem ekki er í hefðbundinni tónleikatónlist og mér fannst mjög gefandi listrænt að hugsa út frá karakterum og sviðssetningu.“ Grunnur Í kammeróperunni UR_ er grunneðli mannsins skoðað og fram fer leit að uppruna og tengingu við rætur sjálfsins. UR_ er vísun í grunninn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.