Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 37

Morgunblaðið - 03.06.2016, Side 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 16 22 01 bmvalla.is LANDSINSMESTA ÚRVALAFHELLUM OGGARÐEININGUM Þú getur treyst á gæðin og reynslumiklir sölumenn okkar aðstoða með ánægju í síma 412 5050 eða á sala@bmvalla.is Pantaðu tíma í ráðgjöf hjá landslagsarkitektum okkar, sem gefa góð ráð við útfærslu hugmynda og veita aðstoð við efnisval. Hentar sérstaklega vel á verandir og palla. Hellurnar eru með áferð sem setur skemmtilegan svip á lögnina. Tvinnar saman stílhreinar útlínur og fjölbreytta litamöguleika þar sem hver hella er tilbrigði við sama stef. Arena VerandaFrí ráðgjöf í júní Tekjur ríkisins vegna opinberra gjalda á álver á árunum 2009-2015 voru rúmlega 21,4 milljarðar á föstu verðlagi. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Katrínar Jak- obsdóttur, formanns Vinstri grænna, á Alþingi til fjármála- og efnhagsráðuneytisins. Opinber gjöld greidd af álfyrir- tækjum breyttust töluvert milli ára. Lægst námu greiðslur op- inberra gjalda alls 1.250 millj. kr. árið 2010 og hæst 4.854 millj. kr. árið 2011. Á bak við þessa tölu er tekjuskattur álfyrirtækja, trygg- ingagjald og útvarpsgjald. Fyr- irspurnin var í fimm liðum og með- al annars var óskað eftir upplýsingum um arðgreiðslur fyr- irtækjanna en ekki var hægt að verða við þeirri ósk þar sem fram kom í svörum Seðlabanka að bank- inn væri háður þagnarskyldu. Þau álfyrirtæki sem greiddu opinber gjöld á tímabilinu 2009- 2015 eru eftirfarandi: Alcoa á Ís- landi ehf., Alcoa Fjarðaál sf., Becromal Iceland ehf., Norðurál ehf., Norðurál Grundartangi ehf., Norðurál Helguvík ehf., Norðurál Helguvík sf. og Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. Fyrirtækin greiddu opinber gjöld allt tímabilið að frátöldu Norðuráli Helguvík sf. sem var af- skráð í upphafi tímabilsins og greiddi því aðeins gjöld árið 2009 að því er fram kemur í svari við fyrirspurninni. vidar@mbl.is Rúmlega 21 milljarður á sjö árum  Álfyrirtækin greiddu mest 2011 Morgunblaðið/Golli Kerskáli Álverin skiluðu rúmlega 21,4 milljörðum króna í þjóðarbúið. Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Skeljungur áformar byggingu íbúð- ar- og verslunarhúss á Austur- strönd á Seltjarnarnesi þar sem bensínstöð hefur staðið áratugum saman en hýsir nú kökugerð auk sjálfvirkra bensíndælna. Áður en af því gæti orðið þarf Seltjarnarnesbær að samþykkja bæði nýtt deiliskipulag og breyt- ingu á lóðarleigusamningi Skelj- ungs, sem hefur lóðina á leigu und- ir fyrrnefnda bensínstöð. Viðræður hafa staðið yfir milli Skeljungs og Seltjarnarnesbæjar um nýtingu lóð- arinnar í nokkurn tíma. Deiliskipulagið í vinnslu Bærinn er nú í skipulagsvinnu fyrir svokallaðan miðbæ – Eið- istorg, Austurströnd og lóð handan við Eiðistorg við Nesveg þar sem eru bílastæði og leikskólar. Bjarni Torfi Álfþórsson, formað- ur skipulags- og umferðarnefndar Seltjarnarness segir það eiga eftir að koma í ljós hversu lágstemmd byggð á þessu svæði muni þurfa að vera. Hún yrði enda staðsett fyrir framan núverandi byggð á Austur- strönd. Talsvert er þó í land með að nýtt deiliskipulag geti tekið gildi. „Það er hópur að vinna forsögn fyr- ir deiliskipulagið. Ég reikna með að hann skili af sér fyrir sumarleyfi og vísi til bæjarstjórnar. Í framhaldi af því mun skipulagsnefnd vinna deili- skipulag byggt á þessari forsögn sennilega hinum megin við sum- arfrí,“ segir Bjarni. Blokk í stað bensínstöðvar Morgunblaðið/Ómar Austurströnd Á lóðinni er nú bílaplan, bensíndælur og kökugerð.  Skeljungur áformar íbúðarhús á Austurströnd Hlutfall þeirra sem nota hjálm á hjóli stendur nær í stað á milli ára en 88% þeirra sem fóru fram hjá telj- urum VÍS í maí á þessu ári voru með hjálm. Í fyrra var hlutfallið 87%. Þetta er fimmta árið í röð sem VÍS gerir slíka könnun en í þeirri fyrstu voru 74% með hjálm. Notkun hjálma minnkar töluvert eftir því sem nær dregur miðbænum en þar notuðu einungis sex af hverj- um tíu hjálm. 88% segjast nota hjálm við hjólreiðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.