Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016 Mikið úrval af fatnaði og skóm fyrir sumarið! Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 - www.facebook.com/spennandi Mama B - Hebe Kjóll kr. 28.700.- Mama B - Romax hörkjóll kr. 23.800.- Mama B - Aria Kjóll kr. 27.800.- Mama B - Paloma pils kr. 28.800.- Mama B - Twila samf. kr. 21.900.- kr. 21.800.- kr. 23.800.- kr. 26.800.- kr. 26.800.- kr. 23.600.- Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Þau ungmenni sem útskrifast úr 10. bekk í grunnskóla um þessar mundir eru velflest á leið í útskriftarferð með skólafélögum sínum – eða ný- komin úr slíkri ferð. Vinsælt er að fara næturlangt í ferðalag með ýms- um skemmtunum á leiðinni, til dæm- is flúðasiglingu, lazer-tag eða bog- fimi. Morgunblaðið hafði samband við nokkra skóla, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og á landsbyggðinni, og leiddi sú eftirgrennslan í ljós að kostnaður við slíka ferð fyrir hvert og eitt ungmenni er á bilinu 20-50 þúsund krónur. Í öllum þeim skólum sem Morgunblaðið ræddi við sá for- eldrafélag skólans um fjáröflun fyrir útskriftarferðina yfir skólaárið en allur gangur var á því hvort fulltrúar foreldrafélagsins færu með í ferðina eða einungis starfsmenn skólans. Allir skólarnir nema einn áttu það sameiginlegt að hlaupa undir bagga með þeim nemendum sem ekki gátu safnað fyrir ferðinni af einhverjum ástæðum svo allir kæmust í ferðina. Einn skóli skipulagði skemmtidag í skólanum fyrir þá nemendur sem ekki áttu kost á að fara í útskrift- arferð. Hluti af góðu forvarnarstarfi „Yfirleitt hafa ungmennin safnað fyrir þessu allan veturinn og yfirleitt er fjáröflunin ákveðin fram í tímann þannig að foreldrar hafi tök á að skipuleggja sig og átta sig á upphæð- inni. Það er eiginlega algjört skilyrði að útgjöldin séu ekki óvænt þannig að fólki bregði þegar það sér allt í einu svona háar upphæðir,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla. Hún bendir á að þrátt fyrir að kostnaður við ferðirnar hafi hækkað séu þær hluti af mikilvægu forvarn- arstarfi. „Með vakningu í þeim mál- um vilja foreldrar frekar skipuleggja ferðalag eða gera eitthvað uppbyggi- legt til að fagna áfanganum til að koma í veg fyrir unglingadrykju, eins og var meira um hér áður fyrr eftir lokaprófin. En það er vissulega æskilegt að gæta hófs í þeim plönum svo allir geti verið með,“ segir Hrefna og bendir á að foreldrafélög- in styrki oft þau börn sem ekki hafa kost á því að greiða ferðakostnaðinn. Ekki alltaf að toppa síðasta ár Hrefna segir að samtökin fái öðru hvoru ábendingar frá foreldrum sem finnst kostnaður við bekkjar- skemmtanir vera of hár og jafnvel í sumum tilvikum íþyngjandi. „Það er hægt að gera margt án þess að það kosti einhverjar háar fjárhæðir. Svo þarf einnig að spyrja sig hvað við er- um að mæla upp í börnunum. Þarf alltaf að toppa sig? Er ekki bara hægt að njóta lífsins á einfaldari hátt? Þetta eru líka sjónarmið sem þarf að hafa í huga þegar skipu- leggja á þessar ferðir fyrir ung- mennin,“ segir Hrefna. Mikill kostnaður við út- skriftarferðir ungmenna  Algengt að 10. bekkingar greiði 20-50 þúsund krónur Morgunblaðið/Eggert Ungmenni Hrefna Sigurjónsdóttir segir að útskriftarferðirnar eigi ekki að valda kvíða og erfiðleikum heldur eigi þær að vera skemmtilegar. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dregið hefur úr hreyfingu ung- menna víða um heim. Á heimsvísu ná um 20% 13-15 ára ungmenna við- miðunum um 60 mínútna daglega hreyfingu, en á Íslandi um 23% 11–15 ára ung- menna. Birna Baldursdóttir, doktorsnemi við Gautaborgarhá- skóla, segir að þetta sé allt of lágt hlutfall og telur mikilvægt að gera þurfi ungmennum mögulegt að flétta hreyfingu inn í daglegt líf. Sérstaklega þurfi að huga að hreyf- ingu og líðan ungmenna á fram- haldsskólaaldri. Rannsóknir & greining og sál- fræðisvið Háskólans í Reykjavík buðu í gær upp á stutta hádegisfyr- irlestra, þar sem niðurstöður úr ný- greindum gögnum, sem safnað var meðal um 32 þúsunda ungs fólks á Íslandi á þessu skólaári, voru kynnt- ar. Birna Baldursdóttir, sem ver doktorsritgerð sína 17. júní nk., var á meðal fyrirlesara og gerði grein fyrir aldurstengdum breytingum í hreyfingu og á einkennum þung- lyndis 10-19 ára ungmenna á Íslandi. Birna segir að margir þættir valdi minnkandi hreyfingu og sérstaklega þurfi að huga að krökkum á aldr- inum 15 til 16 ára, því þá eigi sér stað svo miklar breytingar. Í fram- haldsskólanum sé ekki boðið upp á eins mikla hreyfingu og á neðri stig- um, miklar breytingar séu í félags- legu umhverfi og skólaumhverfi auk þess sem miklar líkamlegar breyt- ingar eigi sér stað samfara kyn- þroska. Brottfall í skipulögðu íþróttastarfi sé áberandi á þessum aldri og stúlkur hætti fyrr en strák- ar auk þess sem þær hreyfi sig að jafnaði minna en strákarnir. Ekki bara keppni Birna segir að huga þurfi betur að skipulögðu íþróttastarfi og það nægi ekki eitt og sér. „Það þarf eitthvað annað að koma til,“ segir hún og vís- ar til þess að margir vilji vera í íþróttum án þess að taka endilega þátt í keppni. Bæta þurfi kennslu um mikilvægi hreyfingar fyrir líkamlega og andlega heilsu á öllum skólastig- um. „Við þurfum sérstaklega að beina sjónum okkar að framhalds- skólanum,“ segir hún og telur að þar þurfi að bæta við hreyfingu frekar en að draga úr henni. „Við þurfum að auka hreyfingu vegna þess að hreyfing hefur jákvæð áhrif á lík- amlega og andlega heilsu.“ Hún bendir jafnframt á að hreyfing dragi úr einkennum þunglyndis og hafi fyrirbyggjandi áhrif gegn einkenn- um þunglyndis. „Við þurfum að hugsa um hreyfingu á hverjum degi,“ segir Birna. Ekki næg hreyf- ing ungmenna  Flétta þarf hana inn í daglegt líf Birna Baldursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.