Morgunblaðið - 03.06.2016, Blaðsíða 41
FRÉTTIR 41Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Ef þér finnst þetta erfitt
þá er það af því
það á að
vera erfitt.
Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.
Hver sem íþróttin er, markmiðið er alltaf að verða betri.
Hleðsla er íþróttadrykkur úr náttúrulegum íslenskum
hágæðapróteinum sem byggir upp vöðvana.
Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur. hledsla.is
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/M
SA
80
16
2
06
/1
6
Katrín Tanja DavÍÐsdÓttir, afrekskona í Crossfit
Hraustasta kona heims 2015
Kvennahlaup ÍSÍ, sem kennt hefur
verið við Sjóvá, fer fram á morgun í
27. sinn. Hlaupið verður á yfir 100
stöðum hérlendis og erlendis. Eins
og venjulega má búast við að þús-
undir kvenna komi saman til að
njóta hreyfingar og góðs félags-
skapar.
Góð veðurspá mun ekki spilla fyr-
ir þátttökunni en hlýtt og sólríkt
verður í flestum landshlutum, allt
að 20°C hiti „Það er alltaf gaman í
Sjóvá-kvennahlaupi ÍSÍ, hvernig
sem veðrið er,“ er haft eftir Sigríði
Ingu Viggósdóttur, sviðstjóra al-
menningsíþróttasviðs ÍSÍ, í tilkynn-
ingu frá ÍSÍ. „En það spillir síður en
svo fyrir að fá svona spá. Það er
eins og við höfum pantað þetta veð-
ur.“
Á vefsíðunni kvennahlaup.is geta
hlauparar fundið hlaupastaði sem
henta hverjum og einum. Engin
skráning er í hlaupið en þátttöku-
gjaldið er greitt með því að kaupa
Kvennahlaupsbol, annað hvort í for-
sölu eða á hlaupadag. ÍSÍ og Sjóvá
hvetja allar konur til að taka þátt.
Stefnir í góða þátttöku
í kvennahlaupi ÍSÍ
Morgunblaðið/Eggert
Hreyfing Hitað upp fyrir Kvennahlaupið árið 2010. Vissara að teygja vel á öllum vöðvum og liðum.
Lög um nýja skógræktarstofnun
voru samykkt mótatkvæðalaust á
Alþingi um miðjan dag í gær, 45
þingmenn sögðu já, 18 voru fjar-
staddir. Kveðið er á um það í lögun-
um að ný stofnun
beri nafnið Skóg-
ræktin, hafi
höfuðstöðvar á
Fljótsdalshéraði
og reki starfs-
stöðvar í öllum
landshlutum.
Þröstur Ey-
steinsson verður
skóræktarstjóri
eða forstjóri
hinnar nýju
stofnunar, sem skv. nýjum lögum
tekur til starfa 1. júlí. Þröstur tók
við sem skógræktarstjóri af Jóni
Loftssyni í ársbyrjun.
Með samþykkt laganna renna
saman í eina stofnun Skógrækt rík-
isins og landshlutaverkefni í skóg-
rækt; Vesturlandsskógar, Skjól-
skógar á Vestfjörðum, Norður-
landsskógar, Héraðs- og Austur-
landsskógar og Suðurlandsskógar
og þá flyst umsjón með Hekluskóg-
um einnig inn í nýja stofnun.
Framþróun og efling
Á heimasíðu Skógræktar ríkisins
er fjallað um sameiningarferlið og
segir þar að á næstu vikum verði
unnið að því að hanna vefsíðu og nýtt
merki fyrir nýja stofnun. Fljótlega
verður skipurit stofnunarinnar
kynnt ráðherra og lausar stjórnun-
arstöður auglýstar til umsóknar.
Í júní 2015 hófst vinna starfshóps
við skoðun á sameiningu skógrækt-
arstarfs á vegum ríkisins í eina
stofnun. Líneik Anna Sævarsdóttir
alþingismaður fór fyrir hópnum og
var niðurstaða hans að sameining
landshlutaverkefna og Skógræktar
ríkisins væri æskileg og skapaði
tækifæri fyrir framþróun og eflingu
skógræktar.
Skógrækt-
in tekur til
starfa 1. júlí
Þröstur
Eysteinsson
Lög um nýja
stofnun samþykkt
Árleg Bjórhátíð
fer fram á Hólum
í Hjaltadal um
helgina. Bjórset-
ur Íslands á Hól-
um stendur fyrir
hátíðinni, þar
sem saman koma
helstu bjór-
sérfræðingar
landsins. Einnig
munu íslenskir
bjórframleiðendur mæta og kynna
afurðir sínar. Hátíðin hefst kl. 15 á
laugardeginum og stendur til kl.
19. Verðlaun verða veitt fyrir besta
básinn og bestu bjórana. Fjölmarg-
ir erlendir bjórunnendur hafa lagt
leið sína að Hólum þessa helgi.
Bjórhátíð á Hólum
haldin á laugardag
Bjórinn flæðir á
Hólum á morgun.