Morgunblaðið - 03.06.2016, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2016
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Jónas Hallgrímsson leyfði mér að
rækta hest undan stóðhesti og meri
frá Úlfsstöðum. Hann hringdi í mig
þegar átti að fara að örmerkja og
sagði að ég yrði að velja nafn á fol-
aldið. Ég gleymdi því auðvitað og
hann lét þá nefna hana Guðbjörtu,
eftir mér,“ segir Guðbjartur Hjálm-
arsson, hestamaður í Neskaupstað.
Guðbjört frá Úlfsstöðum fór á
kynbótasýningu á Iðavöllum og fékk
góða dóma fyrir hæfileika, meðal
annars fimm sinnum 9,0 í einkunn,
fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag,
fegurð í reið og hægt tölt. Það segir
Guðbjartur að sé einstakt fyrir fjög-
urra ára hross. Hans Kjerúlf sem
tamdi Guðbjörtu og þjálfar sýndi
hana sem klárhest. Inn á milli ní-
anna voru lægri tölur og meðal-
einkunn fyrir hæfileika var 8,23 og
7,85 fyrir sköpulag. Aðaleinkunn var
8,08.
Guðbjartur segir að Guðbjört sé
hæst dæmda 4 vetra hryssan það
sem af er á kynbótasýningum ársins.
Guðbjört hefur tryggt sér farseð-
ilinn á kynbótasýningu landsmóts
hestamanna á Hólum í Hjaltadal í
sumar.
Upp á stjörnuhimininn
Guðbjartur er húsasmíðameistari
og vinnur við að gera við fiskvinnslu-
vélar hjá Síldarvinnslunni. Hann er
áhugamaður um hestamennsku og
hefur lítið stundað ræktun. „Ég er í
skýjunum yfir þessu. Þetta ætti að
skjóta ræktun Jónasar upp á
stjörnuhimininn. Hann á einstaklega
góð hross,“ segir Guðbjartur.
Ljósmynd/Dagrún Drótt
Verðlaunahryssa Hans Kjerúlf sýnir Guðbjörtu frá Úlfsstöðum á kynbóta-
sýningu á Iðavöllum. Hann tamdi hryssuna og þjálfar fyrir landsmót.
Nefnd Guðbjört
eftir eigandanum
Fjögurra vetra hryssa fékk fimm níur
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Tíðarfar í maí telst hagstætt en
þurrkur háði þó víða gróðri langt
fram eftir mánuði. Í síðustu vikunni
rigndi óvenjumikið á Snæfellsnesi
og á sunnanverðum Vestfjörðum.
Svo segir í yfirliti Trausta Jónssonar
veðurfræðings um nýliðinn mánuð.
Fram kemur í yfirlitinu að föstu-
daginn 27. maí mældist sólar-
hringsúrkoma á sjálfvirku stöðinni í
Grundarfirði 133 millimetrar. Þetta
er meiri úrkoma en mælst hefur á
sólarhring á mannaðri veðurstöð hér
á landi í maímánuði, en einu sinni
hefur meiri sólarhringsúrkoma
mælst í maí á stöðinni í Grundar-
firði; 147 mm hinn 26. maí 2012.
Hiti var ofan meðallags 1961 til
1990 en þó var kaldara um landið
suðvestanvert en í öðrum lands-
hlutum. Þrátt fyrir þurrviðri var
veður heldur þungbúið lengst af um
landið sunnan- og vestanvert, segir
Trausti. Meðalhiti í Reykjavík var
6,6 stig, +0,3 stigum ofan meðallags
áranna 1961 til 1990, en -0,3 neðan
meðallags síðustu tíu ára. Meðalhiti
á Akureyri var 6,8 stig, 1,3 stigum
ofar meðaltali 1961 til 1990 og 0,9
stigum ofar meðaltali síðustu tíu ára.
Óvenjuhlýtt í Grímsey
Að tiltölu var hlýjast í Grímsey í
nýliðnum mánuði. Þar var meðalhiti
4,6 gráður, eða 1,8 gráðum ofar með-
altalinu frá 1961-1990. Var mán-
uðurinn sá 19. hlýjasti í þau 143 ár
sem mælt hefur verið í Grímsey.
Almennt var mánuðurinn í þurr-
ara lagi, sérstaklega syðst á landinu,
þar austan við og norður með Aust-
fjörðum. Á þeim slóðum er mán-
uðurinn í hópi þurrustu maímánaða.
Lengi vel var líka útlit fyrir ámóta
niðurstöðu um landið vestanvert en
mjög mikil úrkoma þar í síðustu vik-
unni rétti nokkuð úr.
Á stöku stað á norðanverðum
Vestfjörðum og Norðurlandi rigndi
einnig mjög mikið í upphafi mán-
aðarins og endaði úrkoma ofan
meðallags á fáeinum stöðvum á þeim
slóðum. Úrkoman í Reykjavík
mældist 28,0 millimetrar og er það
um 64 prósent meðalúrkomu 1961 til
1990 og mánuðurinn þurrasti maí
frá 2012. Á Akureyri mældist úr-
koman 13,3 mm og er það um 69
prósent meðalúrkomu. Í Stykkis-
hólmi mældist úrkoman 29,7 mm,
eða nærri 90 prósent meðalúrkomu.
Sólskinsstundir í Reykjavík
mældust 145,9, sem er 46 stundum
undir meðallagi áranna 1961 til 1990
og 93 stundum undir meðallagi síð-
ustu tíu ára. Svo fáar sólskins-
stundir hafa ekki mælst í maí í
Reykjavík síðan 2008. Á Akureyri
mældust sólskinsstundirnar 213,2;
39 fleiri en að meðaltali 1961 til 1990
og 53 fleiri en að meðaltali síðustu
tíu ár.
Snjódýptarmet fyrir norðan
Snjóþungt var sums staðar inni til
landsins á Norðausturlandi langt
fram eftir mánuði en annars var víð-
ast hvar snjólítið eða snjólaust í
byggðum. Snjórinn norðaustanlands
var að mestu fyrning vetrarins, seg-
ir Trausti. Þó gerði þar töluverða
hríð snemma í mánuðinum sem
nægði til að snjódýptarmet maímán-
aðar féllu bæði á Grímsstöðum á
Fjöllum (86 cm) og í Reykjahlíð (62
cm). Alautt var allan mánuðinn bæði
í Reykjavík og á Akureyri.
Maímánuður endaði
með hellirigningu
Sólskinsstundir ekki mælst færri í Reykjavík síðan 2008
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Maímánuður Þrátt fyrir þurrviðri var veður heldur þungbúið lengst af.
Hlýjast fyrir austan
» Meðalhiti mánaðarins var
hæstur við Skarðsfjöruvita, 7,5
stig, en lægstur á Brúarjökli,
-0,8 stig.
» Mest frost mældist -13,3
stig á Brúarjökli þann 17. maí.
Mest frost í byggð mældist -7,1
stig í Svartárkoti þann 2. maí.
» Hæsti hiti mánaðarins
mældist 21,1 stig þann 26. í
Vestdal á Seyðisfirði.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Stjórnmálaflokkarnir eru nú flestir
farnir að huga að næstu alþingiskosn-
ingum, sem boðaðar hafa verið í haust
á þessu ári, og var t.a.m. einn flokkur
með fund í gærkvöldi en tveir verða
með fundi um helgina.
Var það stjórnarfundur Bjartrar
framtíðar sem haldinn var í gær-
kvöldi og hittist hópurinn í nýju fé-
lagsheimili flokksins við Bræðraborg-
arstíg í Reykjavík.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
hittumst þar og er það mikið gleði-
efni,“ segir Brynhildur S. Björnsdótt-
ir, stjórnarformaður Bjartrar fram-
tíðar, en frá árinu 2013 hefur
flokkurinn ekki haft neitt eiginlegt
húsnæði og mun kosningaskrifstofa
Bjartrar framtíðar fyrir komandi
kosningar verða þar til húsa. En með-
al þess sem til umræðu var í gær má
nefna helstu kosningaáherslur.
Yfir 2.500 manns kosið
Landsfundur Samfylkingarinnar
hefst klukkan 13 í dag og fer setning-
arathöfn fram klukkan 17 með ávarpi
Árna Páls Árnasonar, formanns Sam-
fylkingarinnar. Að ávarpi loknu verða
úrslit úr formannskjöri tilkynnt, en
rafræn kosning milli fjögurra fram-
bjóðenda hófst 28. maí síðastliðinn.
Kristján Guy Burgess, fram-
kvæmdastjóri flokksins, segir þátt-
töku í kosningunum mjög góða, en í
gærmorgun höfðu yfir 2.500 manns
greitt atkvæði. „Það er vel viðun-
andi,“ segir hann og heldur áfram:
„Fólk getur kosið til hádegis á morg-
un [í dag] svo frambjóðendur munu
áfram vinna hörðum höndum að því
að ná sér í fleiri atkvæði.“
Þá mun vorfundur miðstjórnar
Framsóknarflokksins fara fram á
morgun og munu m.a. Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður
flokksins, og Sigurður Ingi Jóhanns-
son forsætisráðherra flytja ræðu.
Einar Gunnar Einarsson, fram-
kvæmdastjóri flokksins, segir kosn-
ingabaráttu Framsóknarflokksins
komna á fullt skrið. „Undirbúningur
kosninga hófst strax við myndun
nýrrar ríkisstjórnar og stendur fram
til klukkan 22 á kjördag.“
Flokkar farnir að
huga að kosningum
Morgunblaðið/Ómar
Atkvæði Frá seinustu kosningum.