Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 21
Guðrún Kvaran
Jón Ófeigsson og „stór orð“
Lýsing orða, sem notuð eru á margbreytilegan hátt, hefur löngum verið orðabókar-
mönnum höfuðverkur. Þá er einkum átt við sagnir, sem geta haft margvíslega merkingu,
stýrt fleiri en einu falli, tekið með sér ýmis fylgiorð eða verið hluti af föstum orðasam-
böndum og málsháttum, en einnig forsetningar og nokkur nafnorð. Ýmsar leiðir hafa
verið famar til þess að lýsa þessum „stóru orðum“ og talsverð heilabrot hljóta að liggja
að baki hverri ákvörðun.
Einn þeirra sem þurfti að fást við lýsingu flókinna orða var Jón Ófeigsson, aðal-
aðstoðarmaður Sigfúsar Blöndals við ritstjórn og útgáfu Islensk-danskrar orðabókar.
Hvorki er unnt að sjá af formála bókarinnar né af þeim bréfum varðandi bókina, sem
mér hafa verið tiltæk, að einhver sérstök erlend orðabók hafi verið fyrirmynd að Blön-
dalsbók hvað ritstjórn og frágang varðar og engri íslenskri er til að dreifa. Að sjálfsögðu
hafa einhverjar orðabækur kveikt hugmyndir, en eftir því sem best verður séð var bókin
mótuð í höfðum ritstjóranna, þeirra Sigfúsar og Jóns. Björg Þorláksdóttir, fyrri kona
Sigfúsar og einn þriggja aðalaðstoðarmanna hans, virðist lítið hafa komið beint að
þessum þætti verksins þótt umsagna hennar hafi verið leitað. Hennar meginvinna lá í
orðasöfnuninni og öflun fjár til útgáfunnar. Þriðji aðstoðarmaðurinn, Holger Wiehe, bar
ábyrgð á dönsku þýðingunum.
í handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns liggur böggull með bréfum ým-
issa manna og kvenna til Sigfúsar, skráður Lbs. 3464 4to1. A meðal þeirra eru allmörg
bréf frá Jóni Ófeigssyni og snýst efni þeirra að mestu um orðabókina sem forvitnilegt
er að lesa. Talsvert er þar að finna um hugmyndir hans að hljóðritun og því kerfi sem
notað er í orðabókinni, en einnig er í þremur bréfum hægt að lesa um „stóru orðin“.
Bréf Sigfúsar til Jóns eru ekki varðveitt, svo vitað sé, og verður því að geta í eyðurnar
um viðbrögð hans við hugmyndum Jóns. Elsta bréfið um þetta efni er dagsett 31. ágúst
1919. Ritstjóm var þá komin vel af stað enda kom fyrsti hluti verksins út 1920. Jón
virðist áður hafa skrifað Sigfúsi um atriði varðandi ritstjórn, en það bréf tókst mér ekki
að finna. í bréfinu frá 31. ágúst má lesa um hugmyndir Jóns og tekur hann dæmi um
sögnina að gefa:2
1 Starfsfólki handritadeildar Landsbókasafns-Háskólabókasafns þakka ég góða aðstoð.
2Skáletrað er það sem í handriti er undirstrikað.
11