Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 25

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 25
Guðrún Kvaran: Jón Ófeigsson og „stór orð“ 15 gode (daarlige) Anlæg; - 4. gefinnfyrir e-ð med Hang til n-t, tilböjelig til n-t, Ven af n-t. Síðan fylgja dæmin á sama hátt og Jón lýsti í bréfinu, fyrst tveir málshættir, þá þau „þau orðasambönd, þar sem sögnin er ekki í beinu sambandi við ákveðið orð, eða í breytilegu sambandi“, en á eftir þeim dæmi um sögnina með fylgiorði (forsetningu eða atviksorði) í stafrófsröð. Eitthvað hefur Sigfús verið hikandi við að taka upp þessa nýju aðferð og hefur hann tjáð sig um það í bréfi til Jóns. Því svarar Jón með bréfi dagsettu 3. nóvember 1919: ... Jeg hef ekki enn breytt orðaröð í neinu stórorði, í því sem jeg þegar hef farið yfir af handritinu, aðeins merkt við þau orð, sem helst gætu komið til greina. Mjer hefur fundist þú vera hikandi við þessa breytingu og jeg vil með engu móti knýja þig út í hana, ef þjer er nokkuð nauðugt. Jeg þykist sem sje viss um, að einhverjir verði til að finna það að bókinni, þegar þar að kemur, að í þessu sje lítil vísindamennska. Það er líka hverju orði sannara og ekki ráð til að breyta til, nema maður meti mest, að bókin verði handhæg til notkunar og sje sannfærður um, að breytingin verði til bóta. Jeg tel mjer skylt að geta um við þig sjerhvað það, sem mjer kemur til hugar að gæti á einhvern hátt verið til bóta, en vil auðvitað ógjarnan vera valdur að því, að bókin spillist á nokkurn hátt nje að þú hljótir ámæli fyrir það síðar meir. Og hvort þessi breytingartillaga er góð eða ekki, það getur sennilega verið álitamál, og skiljanlega fýsir mig ekki sjerstaklega til að taka á mig þann vanda, sem af þessari nýbreytni leiðir. Ergo: ef þú ert ekki viss um, að þetta sje betra, þá sleppum við því. ... Sigfús sendi svar og hafði að því er virðist tekið afstöðu til hugmynda Jóns. Hann féllst á þær að hluta eins og sjá má í svarbréfi Jóns frá 4. desember 1919: Kæri vin! Bestu þakkir fyrir hið ítarlega brjef þitt nú með „íslandi". Jeg get alveg fallist á það, sem þú segir um forsetningar. Þær eru talsvert annars eðlis en sagnirnar, flokkarnir eru þar oft svo smáir og undirskiftingar svo tíðar, að erfitt er að koma stafrofsröðinni við, að minnsta kosti svo, að verulega sje til bóta. í aðra röndina er jeg líka feginn, því að jeg býst við að ekki verði tíminn of mikill, og breytingar af þessu tagi eru alt af nokkuð tímafrekar. Eg breyti þá ekki til í forsetningunum, líklega helst ekki nema í stórum sögnum, því að lýsingarorð og nafnorð eru víst sjaldnast svo stór, að stafrofsröð sje nauðsynleg.... í bréfasafninu var ekkert sýnishom af lýsingu forsetninga og óvíst er að slíkt hafi verið skrifað. Sigfús hefur fallist á lýsingu Jóns á „stómm sögnum“ enda eru þær stærstu unnar eftir hugmynd hans. En stóm sagnirnar em heldur óárennilegar í Blöndalsbók þegar litið er yfir dálkana þéttprentaða. I fyrrnefndum bréfum er þó ljóst hvað fyrir Jóni vakti. Það var einkum tvennt. Hann hafði í huga „praktíska" bók fyrir hinn almenna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.