Orð og tunga - 01.06.2002, Side 27

Orð og tunga - 01.06.2002, Side 27
Guðrún Kvaran Úr fórum Björns M. Ólsens 1 Inngangur í fimmta hefti Orðs og tungu (2001:23^11) gerði ég nokkra grein fyrir Birni M.Ólsen (1850-1919) og og söfnun hans á orðum úr töluðu máli. Björn hafði fengið styrk úr Carlsbergsjóðnum danska til þess að fara í söfnunarferðir um landið, en ætlun hans var að gefa út vísindalega orðabók. Orðunum safnaði Björn í fjörutíu vasabækurog merkti oft við úr hvaða landshlutum hann hafði dæmin, en stundum eru mörg orð skráð í röð án nokkurra upplýsinga um hvaðan þau er fengin. Eins og sjá má af yfirliti, sem ég birti yfir efni vasabókanna, fór efnissöfnunin ekki fram kerfisbundið. Aðeins á stöku stað má finna dagsetningar frá ferðum hans, á öðrum stöðum virðist hann hafa skrifað upp eftir fleiri en einum manni í einu, sem ekki voru endilega úr sama landshluta, og á enn öðrum er ljóst að Björn var staddur á vettvangi án þess að færa sérstaklega inn í vasabókina hvar hann var og hvenær. Mikið efni liggur lítt skoðað í vasabókunum. Sigfús Blöndal skrifaði reyndar upp úr þeim öllum og birti í íslensk-danskri orðabók (hér eftir Bl) en hann hafði ekki tök á að sannreyna að orðin væru staðbundin. Landshlutamerkingarhjá Sigfúsi segja ekki annað en að hann hafði heimild um orð frá ákveðnum stað, ekki að orðið hafi endilega verið bundið þeim landshluta. Oftast virðast landshlutamerktu orðin fengin úr vasabókum Bjöms. 2 „Arnfirzka.“ Hér á eftir verður gluggað lítillega í eina af vasabókunum. Hún er merkt með róm- verskum stöfum IV. Á blaðsíðu 29 er yfirskriftin „Amfirzka“, og á næstu 10 síðum eru skráð orð merkt Arnf Björn hefur annaðhvort verið í Arnarfirði eða skrifað upp eftir arnfirskum manni, en víða er skráð við orðin „+ Df‘, stöku sinnum „4- Df‘, sem merkir að heimildarmaðurinn (eða Björn sjálfur) þekkti þau eða þekkti ekki úr Dýrafirði. Orðin 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.