Orð og tunga - 01.06.2002, Page 29

Orð og tunga - 01.06.2002, Page 29
Guðrún Kvaran: Úr fórum Björns M. Ólsens 19 var þar átt við sjóinn. Vegna dæmafæðar er erfitt að segja til um hvort orðið er notað staðbundið eða ekki. derrinn ‘genverðugur, vandfýsinn’. B1 gefur tvenns konar merkingu. Annars vegar ‘mikillátur, reigingslegur’ og hins vegar ‘erfiðurað gera til geðs’. Þásíðari merkirhann Vf. og hefur hana líklegast úr vasabókinni. ABIM gefur merkinguna ‘reigingslegur, mikillátur, óþjáll viðureignar, þver’ og merkir orðið ekki sem staðbundið. Ekkert dæmi fannst í Rm, sem kom heim og saman við merkingu vasabókarinnar, en í Tm var eitt, haft eftir manni í Reykhólasveit í merkingu ‘óþjáll viðureignar’. Það gæti bent til að merkingin hafi verið þekkt á norðanverðu Vesturlandi. dilla ‘sporður á steinbít’. Orðið erekki merkt staðbundið í B1 en framburðurergefinn með [-dl-J. ÁBIM skrifar orðið með y, þ.e. dylla, merkir það staðbundið og gefur fram- burðinn [-1-1-]. Dæmi í Rm og Tm benda til þess að orðið sé víðar notað en í Amarfirði. dolla ‘dallur (lítill’). B1 merkir orðið ekki sem staðbundið. ÁBIM skráir við það „nísl.“ og hefur það þá líklegast ekki frá BMÓ. Dæmi í Rm benda ekki til staðbundinnar notkunar. dornikur 'skinnsokkar’. í B1 er orðið merkt Arnf. sem bendir til þess að það hafi verið tekið beint upp úr vasabókinni. I Rm voru aðeins þrjú dæmi um dornikur og var hið elsta þeirra frá miðri 18. öld. Annað dæmið var úr kvæði eftir Jón Þorláksson: „æ eg beiði:/ að hann troða göturnar/ trauður megi á dauða degi/ í dornikum til Valhallar" (JÞorl.II, 413) . Yngsta dæmið er úr Islenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar. Þar segir: „Á Vestfjörðum, og reyndar víðar, þekktust þessi orð: dorningar, dornikar, dornikur og dorning“ (111:50). Athugasemdin „og reyndar víðar“ kemur heim og saman við heimildir í Tm. Þarer að finna karlkynsmyndinaí/orn/nga/með dæmum úr Stranda- sýslu, Dýrafirði, Önundarfirði og víðar af Vestfjörðum, en einnig heimild hafða eftir konu í Þingvallasveit og aðra eftir konu í Ámessýslu. í orðalista, sem Brynjólfur Odds- son bókbindari skrifaði niður á ísafirði á árunum 1859-1868 er skráð orðið dorningar ‘skinnsokkar’ (BA XXX1X:155). Athyglisvert er að heimildarmaður á ísafirði þekkti orðið frá norðlenskum manni sem vann hjá föður hans rétt eftir aldamótin. Hann virtist því ekki þekkja það úr sínu málumhverfi. Eina dæmið um kvenkynsmyndina dornikur var frá Rauðasandi og sami maður þekkti einnig dorningur í kvenkyni fleirtölu. ÁBIM (1989:121) merkir orðið ekki sem staðbundið. Hann telur að það hafi upphaflega átt við fótabúnað duggara frá Doornik í Belgíu (einskonar vatnstígvél) og ef til vill einnig sjóvettlinga sem þeim voru seldir. dukunarlítill, dukunarlegadulítill. Engin merking er gefin. B1 hefur bæði orðin og merkir þau Vf. Hið fyrra segir hann að merki ‘lille bitte’ en hið síðara ‘en lille bitte Smule’. í Rm voru tvö dæmi um fyrra orðið, bæði frá Jóhannesi úr Kötlum sem alinn er upp í Dölum. Dukunar dultid, dulítid og dultid eru í þeim hluta orðasafns Rasmusar Rasks sem skrifaður er upp á Vesturlandi á ferð um landið 1814-1815 (BA XX:292). Dukunardulitid er skráð í orðasafni Steingnms Jónssonar biskups (sjá bokka): „dulítid, dultid, dukunardulitid Australibus dálitid, dáltid, ofurlitid, sáralitid. Orientalibus (i MúlaS.) Eylitid“ (BA XXXIX: 151). Framan við orðasafnið eru athugasemdir. Þar stendur: „miög lited kalla þeir Dukunar dudlytid“ (150). JÓlGrv hefur orðið í handriti sínu en getur ekki um hvar það sé notað. Notkunin virðist helst bundin Vesturlandi og Vestfjörðum en frekari athugana er þörf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.