Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 38
28
Orð og tunga
örlátur (Dan: rund)“ (BA XX:284). Talmálsdæmin voru öll af Vestfjarðakjálkanum og
má því líta svo á að orðið sé staðbundið.
sámleitur ‘jafnlitur, sem ekki skiptir vel litum í andliti’. í línunni fyrir neðan stendur
„samleitur í Df.“ B1 hefur síðari myndina ekki í sinni bók. Sámleitur merkir hann Arnf.
ÁBIM virðist ekki telja sámleitur staðbundið. Bæði dæmi í Rm, elst frá 17. öld., og Tm
benda til þess að orðið sé ekki staðbundið. Dæmi í Rm um samleitur voru fá og bentu
ekki til staðbundinnar notkunar.
skafrak ‘bakleppur’. B1 merkir orðið Arnf. ÁBIM hefur elst dæmi frá 19. öld en í
Rm er elst dæmi frá 18. öld. Dæmin voru aðeins sjö og benda til að orðið hafi verið notað
á vestanverðu Norðurlandi og á Vestfjörðum. í Tm eru tvær heimildir frá Rauðasandi
um þessa merkingu.
skiki ‘auminginn, greyið; skikinn minn’. B1 merkir orðið Arnf. Hjá ÁBIM er merk-
ing sú sem fram kemur í vasabókinni aðeins ein af mörgum. Hann merkir orðið því
ekki staðbundið og ekki er hægt að draga þá ályktun af flettunni að ein af merkingunum
kunni að vera bundin ákveðnu landsvæði. Engin dæmi voru í Tm urn orðið í merkingu
BMÓ.
skrápni ‘beinagrind úr spröku’. B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur bæði myndina
skrápn og skrápni og elst dæmi frá 18. öld. Það á við skrápn því að eina dæmi í
Rm um skrápni er úr Islenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar. Það kemur fyrir í
upptalningu á orðum sem Lúðvík segir að hafi verið algeng í Breiðafirði og um Vestfirði
(111:283). Merkinguna segir Ásgeir vera ‘fiskflettur flyðruhryggur með haus og sporði;
flökuð lúða; luralegur maður ...’. Ekkert dæmi var um skrápni í Tm, en tvö um skrápn,
bæði vestfirsk. Tiltækar heimildir benda til Vesturlands og Vestfjarða.
skurfa ‘smákoli’ (+Df.). B1 merkir orðið Vf. ÁBIM setur við það „nísl.“ en hefði
getað merkt það 19. öld. Dæmi í Rm og Tm benda ekki til að orðið sé staðbundið.
slundur ‘þvaður’ (+Df.), slundurlaus ‘fátalaður’ (+Df.). B1 merkir bæði orðin
Vf. ÁBIM hefur elst dæmi um flettuna frá 18. öld. Hann gefur merkingu orðsins
slundur ‘ótrúmennska, hyskni; þvaður, inarklaust blaður“ en merkingu slundurlaus
‘afskiptalítill (um aðra), sem fer ekki með þvaður eða söguburð“ (1989:898). í Rm
er aðeins til eitt dæmi um bæði orðin. Elst dæmi um slundur er frá Ólafi Davíðssyni
úr kvæðinu Tröllaslagur: „hrökk þó ekki hart svak, /hrundi á grundu við slundur"
(ÓDavVik.:360). Eina dæmið um slundurlaus í Rm er frá 18. öld. Engin dæmi fundust
í Tm og er því af heimildum ekki hægt að meta hvort orðið sé staðbundið.
snaka ‘leika um (um eld)’ (+-Df.). B1 merkir orðið Arnf. og hefur það einnig úr
orðabók Björns Halldórssonar. ÁBIM hefur þessa merkingu undir 2 snaka meðal fleiri:
‘ýta, stjaka við; flökta um (um logandi eld); blása, næða; skjótast, brega sér, hafa sig
e-ð, flýta sér“ (1989:910). Hann merkir orðið ekki staðbundið, sem varla er von, þar
sem svo margar merkingar eru undir einni flettu. I orðabók Bjöms Halldórssonar er
einungis sú merking sem á við eld. Skýringin er „flabellare, flagre“ og dæmið, sem
gefið er, er: „Elldr snakadi um klædi þeirra“ (1992:443). Bjöm ólst upp fyrir vestan og
orðið og merking þess hugsanlega fengin úr hans málumhverfi. Ekkert dæmi var til um
sögnina í Rm í merkingu BMÓ og ekkert fannst heldur í Tm.
snakaralegur ‘fljótfærnislegur’ (+Df.). B1 merkir orðið ekki sem staðbundið en
setur samasem merki við snaggaralegur. Hvorki var til dæmi um þessa rnynd í Rm né
J