Orð og tunga - 01.06.2002, Page 40
30
Orð og tunga
streigja ‘dextra’ (+Df.). B1 merkir sögnina Vf. ÁBIM hefur elst dæmi frá 17. öld,
en sé það sama og elsta dæmi í Rm er merkingin önnur: „Tók hún þá í hönd honum
og vildi leiða hann, en hann streigðist á mót“ (Ann V:291). Þarna virðist orðið fremur
merkja ‘streitast gegn e-u’. JÓlGrv þekkir orðið í merkingu BMÓ en getur ekki um
útbreiðslu. Yngri dæmi í Rm eru frá 19. öld en alls eru dæmin fimm. 1 Tm fundust engin
dæmi og er því ekki unnt að segja til um útbreiðslu orðsins.
sykklingur ‘háleistur’. B1 merkir orðið Vf. Það er ekki fletta hjá ÁBIM og engin
dæmi fundust í Rm. Orðið er skráð í orðasafni Steingríms Jónssonar biskups (sjá bokka):
„siklíngar háleystar neðan á Sockum“ (B A XXXIX: 153). í Tm voru til tvö dæmi. Annað
var með gamalli heimild úr Dýrafirði og stóð á seðlinum „dautt nú (1922).“ Hitt dæmið
var úr Vestur-Barðastrandarsýslu og orðið sagt notað þegar skorið hefði verið neðan af
sokk. Dæmin benda því til Vestfjarða þótt fá séu.
tuðra ‘tóbakspungur, (blaðra) (óvirðul. nufa)’. B1 gefur sem merkingu 1 ‘blaðra’ en
sem merkingu2 a. ‘skjóða’, 2b. ‘peningapungur’ og 2 c ‘tóbakspungur’. Engin þessara
merkinga er merkt sem staðbundin. ÁBIM gefur merkinguna ‘blaðra, skjóða’ og hefur
elst dæmi frá 18. öld.
tútla ‘snepill (helst bréfsnepill’. B1 merkir orðið Vf. ÁBIM setur undir sömu flettu
tutla og tútla og hefur elst dæmi frá 19. öld. Engin dæmi voru í Rm og Tm og er því
ekki unnt að meta hvort myndin tútla er staðbundin.
tútta ‘kramarahús’. B1 merkir orðið Arnf. ÁBIM gefur ekki þessa merkingu. Hún er
sennilega komin úr dönsku þar sem ein merking orðsins tutte er einmitt ‘kramarahús’.
Hvorki voru til dæmi í Rm né Tm í þessari merkingu.
töggmatur ‘átmatur’. B1 merkir orðið Amf. ÁBIM nefnir töggmat undir flettunni
tögg ‘veigur, hald; dugur, seigla ...’ og tengir sögninni að tyggja og nafnorðinu tugga
(1989:1079). Dæmi voru hvorki í Rm né Tm. Eina heimildin, enn sem komið er, er því
vasabókin með arnfirska dæminu.
vískur ‘fyndinn, hnyttinn’ (+Df.). B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur flettuna vískur
og merkir staðbundna frá 18. öld. Hann telur hana einangraða og ekki örugga og ef til
vill sama orð og viskur sem merkir ‘vitur, skynugur’, þ.e. í misritað fyrir(1989:1146).
Eina dæmið í Rm er úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þar ræða saman tvö böm. Annað var
í uppáhaldi hjá föður sínum og fékk vel skammtað af smjöri. Hitt bamið segir: „ „Smátt
skammtar hann faðir minn smjörið núna,“ „Hann sér það ekki blessaður,“ mælti hitt er
var uppáhald föðurs síns. „Jú, jú,“ svaraði hitt, „sér hann það, vízkur.“ “ (V: 415). Erfitt
er að sjá að merkingin „fyndinn“ eigi við í þessari heimild. Engar upplýsingar em um
hvaðan sagan er ættuð. Ekkert dæmi var til í Tm. í vasabókinni er vískur greinilega
skrifað með í og Björn hafði einnig dæmi úr Dýrafirði. Því verður að telja þessi dæmi
viðbót við heimild Ásgeirs.
þollákur ‘slóði „þetta er fallegur þollákur“’. B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur það
ekki sem flettu og ekkert dæmi var í Tm. Aðeins eitt dæmi var í Rm. Vegna dæmafæðar
er erfitt að segja til um hvort notkunin sé staðbundin.
ælingjar ‘smáfiskar (alm.)’. B1 merkir orðið Vf. ÁBIM gefur það upp sem „nísl.“,
merkir ekki staðbundið og segir merkinguna vera ‘horgemlingur, ógerðarlegur maður;
smáfiskur’. I Rm vom til sjö dæmi, hið elsta þeirra frá miðri 20. öld. Fjögur þeirra (þar
af þrjú frá Halldóri Laxness) vom um manneskjur. Tvö af hinum voru úr Islenskum