Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 40

Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 40
30 Orð og tunga streigja ‘dextra’ (+Df.). B1 merkir sögnina Vf. ÁBIM hefur elst dæmi frá 17. öld, en sé það sama og elsta dæmi í Rm er merkingin önnur: „Tók hún þá í hönd honum og vildi leiða hann, en hann streigðist á mót“ (Ann V:291). Þarna virðist orðið fremur merkja ‘streitast gegn e-u’. JÓlGrv þekkir orðið í merkingu BMÓ en getur ekki um útbreiðslu. Yngri dæmi í Rm eru frá 19. öld en alls eru dæmin fimm. 1 Tm fundust engin dæmi og er því ekki unnt að segja til um útbreiðslu orðsins. sykklingur ‘háleistur’. B1 merkir orðið Vf. Það er ekki fletta hjá ÁBIM og engin dæmi fundust í Rm. Orðið er skráð í orðasafni Steingríms Jónssonar biskups (sjá bokka): „siklíngar háleystar neðan á Sockum“ (B A XXXIX: 153). í Tm voru til tvö dæmi. Annað var með gamalli heimild úr Dýrafirði og stóð á seðlinum „dautt nú (1922).“ Hitt dæmið var úr Vestur-Barðastrandarsýslu og orðið sagt notað þegar skorið hefði verið neðan af sokk. Dæmin benda því til Vestfjarða þótt fá séu. tuðra ‘tóbakspungur, (blaðra) (óvirðul. nufa)’. B1 gefur sem merkingu 1 ‘blaðra’ en sem merkingu2 a. ‘skjóða’, 2b. ‘peningapungur’ og 2 c ‘tóbakspungur’. Engin þessara merkinga er merkt sem staðbundin. ÁBIM gefur merkinguna ‘blaðra, skjóða’ og hefur elst dæmi frá 18. öld. tútla ‘snepill (helst bréfsnepill’. B1 merkir orðið Vf. ÁBIM setur undir sömu flettu tutla og tútla og hefur elst dæmi frá 19. öld. Engin dæmi voru í Rm og Tm og er því ekki unnt að meta hvort myndin tútla er staðbundin. tútta ‘kramarahús’. B1 merkir orðið Arnf. ÁBIM gefur ekki þessa merkingu. Hún er sennilega komin úr dönsku þar sem ein merking orðsins tutte er einmitt ‘kramarahús’. Hvorki voru til dæmi í Rm né Tm í þessari merkingu. töggmatur ‘átmatur’. B1 merkir orðið Amf. ÁBIM nefnir töggmat undir flettunni tögg ‘veigur, hald; dugur, seigla ...’ og tengir sögninni að tyggja og nafnorðinu tugga (1989:1079). Dæmi voru hvorki í Rm né Tm. Eina heimildin, enn sem komið er, er því vasabókin með arnfirska dæminu. vískur ‘fyndinn, hnyttinn’ (+Df.). B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur flettuna vískur og merkir staðbundna frá 18. öld. Hann telur hana einangraða og ekki örugga og ef til vill sama orð og viskur sem merkir ‘vitur, skynugur’, þ.e. í misritað fyrir(1989:1146). Eina dæmið í Rm er úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þar ræða saman tvö böm. Annað var í uppáhaldi hjá föður sínum og fékk vel skammtað af smjöri. Hitt bamið segir: „ „Smátt skammtar hann faðir minn smjörið núna,“ „Hann sér það ekki blessaður,“ mælti hitt er var uppáhald föðurs síns. „Jú, jú,“ svaraði hitt, „sér hann það, vízkur.“ “ (V: 415). Erfitt er að sjá að merkingin „fyndinn“ eigi við í þessari heimild. Engar upplýsingar em um hvaðan sagan er ættuð. Ekkert dæmi var til í Tm. í vasabókinni er vískur greinilega skrifað með í og Björn hafði einnig dæmi úr Dýrafirði. Því verður að telja þessi dæmi viðbót við heimild Ásgeirs. þollákur ‘slóði „þetta er fallegur þollákur“’. B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur það ekki sem flettu og ekkert dæmi var í Tm. Aðeins eitt dæmi var í Rm. Vegna dæmafæðar er erfitt að segja til um hvort notkunin sé staðbundin. ælingjar ‘smáfiskar (alm.)’. B1 merkir orðið Vf. ÁBIM gefur það upp sem „nísl.“, merkir ekki staðbundið og segir merkinguna vera ‘horgemlingur, ógerðarlegur maður; smáfiskur’. I Rm vom til sjö dæmi, hið elsta þeirra frá miðri 20. öld. Fjögur þeirra (þar af þrjú frá Halldóri Laxness) vom um manneskjur. Tvö af hinum voru úr Islenskum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.