Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 50
40
Orð og tunga
leitt af norr. rá- (sbr. rá- ‘þverslá, stöng’, rá- ‘dádýr’, rá- ‘landamerki’, rá- ‘vættur’)
og wra- ‘horn, krókur, skot’ (sbr. físl. rQ,26 nno. ro, sæ. og d. vrá) eða af mögulegum
forverum þeirra í frumnorrænu. Ekki þarf að fjölyrða um að merking þess verður bezt
skýrð, ef gengið er út frá rá- ‘vættur’ sem afleiðslugrunni. Hins vegar er ógerlegt að
skera úr því, livort rqingr er forníslenzk, fornnorræn eða frumnorræn myndun, þ.e.
rqingr af rá- eða *rahinga- af *rahö-.21 Forníslenzk orð er sýna samsvarandi orðmynd-
un, þ.e.a.s. eru leidd af nafnorðum með viðskeytinu -ing- (< síðgerm. *-inga- < frg.
*-enga-), eru t.d. hnýðingr (af hmiðr) og hyrningr (af horn).
Viðskeytið *-inga- gegnir margvíslegum hlutverkum í germönskum málum (sjá
Munske 1964, Meid 1967: 198-207) og eru engin tök á að lýsa þeim hér. Þess í stað
verður aðeins minnzt á tvær gerðir persónutáknana sem leiddar eru af nafnorðum með
umræddu viðskeyti, þ.e.a.s. pleónastískar myndanir, sem ekki sýna neina merkingar-
breytingu gagnvart grunnorðum sínum, og metafórískar myndanir, sem standa fyrir
önnur hugtök en grunnorð þeirra og tákna tengsl eða skyldleika. Dæmi um fyrri gerðina
eru físl. bragningr ‘höfðingi’ (af bragnar) og gíslingr (af gísl)', dæmi um hina síðari eru
bqsingr ‘(óarfborið) barn sekrar konu og óseks manns’ (af báss), hildingr ‘hermaður’
(af hildr) og Skíðingar ‘afkomendur Skíða'.
Ef gert er ráð fyrir því að físl. rqingr sé leitt af rá- ‘vættur’ koma tvær merkingar
til greina: annars vegar sama merking og grunnorðið hefur, hins vegar ‘vera sem á
einhvern hátt tengist vættum eða er skyld þeim’. í báðum merkingum hefði einnig
mátt nota orðið um menn er þóttu líkjast vættum að einhverju leyti, sbr. ísl. dverg(u)r
‘smávaxin vættur í mannsmynd sem samkvæmt þjóðtrúnni bjó einkum í steinum eða
klettum’, en bæði í forn- og nútíðarmáli er það líka haft um smávaxna menn, og
ísl. álf(u)r ‘hulduvættur’, sem í nútíðarmáli getur einnig merkt ‘flón, heimskingi’.
Samkvæmt sænskum og norskum heimildum hefur norr. r$ gjarna verið notað um
vættir sem í íslenzkri þjóðtrú samsvara álfum og dvergum. Því má ætla að orðið
rqingr hafi upprunalega táknað slíkar vættir eða menn er þóttu líkjast þeim. Þessi ætlun
kemur ágætlega heim við þær merkingar er ræingr og hálfrœingr hafa í forníslenzkum
textum. Merkingarþróun orðsins ræingr hefur að öllum líkindum verið á þessa lund:
‘dvergur’ > ‘aukvisi, væskill’ > ‘ónytjungur, liðleskja’ > ‘slæpingi'. Samsetta orðið
hálfrœingr sýnir enn merkinguna ‘dvergur’,þ.e. ‘hálfdvergur’.Ósamsetta orðið ræingr,
ræingi merkirí Orkneyinga sögu ‘væskill’ eða ‘liðleskja’ og í Guðmundar sögu biskups
‘slæpingi’.
Myndin ræingi, sem forníslenzka hefur við hlið ræingr, er nýmyndun sambærileg
við fæðingi ‘maður fæddur á ákveðnuin stað’, kosningi ‘kosinn maður’, smœlingi and-
spænis fæðingr, kosningr og smælingr. Slíkir ýan-stofnar eru orðnir til við samruna
orða er höfðu viðskeytið *-inga- annars vegar og samsetninga með gerandnafninu
handrit frá 14. öld, væri hljóðkerfislega mögulegt að rekja það til eldri myndar í fomíslenzku með ó í fyrra
atkvæði, þ.e. til *róingr. Þó bendir ekkert til slfkrar myndar og verður sá möguleiki því ekki athugaður nánar
hér.
261 Fyrstu málfræðiritgerðinni, sem sennilega er frá um 1130-1140 (sbr, Hrein Benediktsson 1972: 32-33,
201-203), er sérhljóð þessarar orðmyndar enn nefkveðið.
27Skýring þess að orðið á sér ekki samsvörun í hinum norrænu málunum gelur verið fólgin í fátæklegum
heimildum þeirra frá fyrri öldum. Eins og sést af ofangreindum heimildum orðsins í íslenzku munaði minnstu
að það glataðist þar.