Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 51
Jón Axel Harðarson: Fáránn ræingur mælti rán og regin
41
*-gangijan- (af rót sagnarinnar ganga) hins vegar;28 dæmi um síðari myndunina eru
t.d. físl. foringi, er samsvarar gotn. fauragaggja (gg = [r)g]) og fe. forejenja, og físl.
undingi ‘brotthlaupinn þræll’ < *und-gangijan-. Þetta skýrir, hvers vegna orð sem enda
á -ingi eru aðeins notuð sem persónu- eða dýratáknanir. Ennfremur skýrir ólíkur upp-
runi afleiðslumynda með -ingr og -ingi þá staðreynd að orð sem enda á -lingr og gegna
samsvarandi hlutverki sýna engar víxlmyndir með *-lingi (sbr. nmgr. 28). „Viðskeytið“
-ingi á sem sé uppruna sinn í síðari lið samsettra orða eins ogforingi og undingi, en bæði
sökum forms þess og hlutverks tengdist það „viðskeytinu“ -ingr og varð að afbrigði
þess í persónu- og dýratáknunum (sbr. Munske 1964: 35).
Orðsifjafræðingar sem fjalla um eða minnast á nno. og sæ. rá ‘vættur’ telja yfirleitt
rœ í nýdönsku (suðurjózku)29 vera af sama toga (sbr. Torp 1919: 518, Hellquist 1948:
861, De Vries 1962: 456, Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 736). Merking þess er
sögð vera „lignende vætte“ (Torp), „troll“ (De Vries), „e.k. vættur" (Ásgeir Blöndal
Magnússon). Þetta er mjög vafasamt. Norr. rQ ‘vættur’ hefði orðið að *rá í dönsku (*ro
í józku), sbr. norr. rQ ‘dádýr’ = d. rá (jó. ro, sjá Feilberg 1886-1914: III 133). Það eru
sem sé hljóðleg vandkvæði á þessari skýringu orðsins. Við það bætist að danska hefur
orðið rœde, sem sýnir víxlmyndirnar rœe og rce (er einnig koma fyrir í józku). Þetta
orð, sem samsvarar físl. hrtjða, nísl. hrœða, hefur merkingarnar ‘hræða, fuglahræða,
skrímsli, grýla, leppalúði’.30 Það bendir því allt til þess að umrætt orð sé í raun aðeins
afbrigði af rœde. Að minnsta kosti getur það engan veginn verið komið af norr. r()
‘vættur’.
28Um þessa skýringu sjá Munske 1964: 33-35 (með frekari tilvitnunum). - Sumir fræðimenn hafa verið
þeirrar skoðunar að frumgerð umræddra orða sé afleiðsla af stofnum er höfðu viðskeytið *-inga-. í fomsænskri
málfræði sinni telur A. Noreen (1904: §418 aths. 1) orð sem enda á -inge upphaflega hafa beygzt sem hreinir
a;i-stofnar, en síðar hafi framgómmælta g-ið, sem var hljóðrétt í nefnifalli eintölu, verið alhæft í beygingunni
(þessi skýring Noreens gildir almennt um norrænu, þótt hann minnist ekki á hana í forníslenzkri og fomnorskri
málfræði sinni (1923: §403); þar er orðum sem enda á -inge athugasemdalaust skipað í flokk ýan-stofna).
Ásgeir Blöndal Magnússon (1989: 422) virðist einnig gera ráð fyrir þessari þróun í norrænu, því hann rekur
„viðskeytið" -ingi, þ.e.a.s. viðskeyti og beygingarendingu nefnifalls eintölu, til frg. *-engen, sem hann segir
n-stofna afleiðslu af *-enga-, sbr. -ingur. Á þessari skýringu em nokkur vandkvæði. Ekki er til samsvarandi
a/i-myndun af „systurviðskeytinu" *-linga-, sem einnig er notað í persónu- og dýratáknunum. íslenzka hefur
sem sé ekki víxlmyndir með *-lingi og -ling(u)r, t.d. *prestlingi : prestling(u)r. Aðeins fáein dæmi em um
víxlmyndir með -ungi og -ung(u)r, sbr. físl. náungi (nángi) : náungr (nángr, n(mgr). nísl. gárungi : físl.
gárungr. Þessar myndir tilheyra ekki elzta skeiði íslenzku (Larsson 1891 hefur ekkert dæmi um „veiku"
myndina náungi, hins vegar tilfærir hann allmörg dæmi um n(ngr í AM 237 a fol. frá um 1150 eða skömmu
síðar og í Hohn. Perg. 15 4to, íslenzku hómilíubókinni, frá um 1200). - Samkvæmt Kluge (1899: §27) em
umrædd orð sem enda á -ingi uppmnalegirýa/i-stofnar. Aftur á móti lítur Zachrisson (1915) svo á að þau séu
upphaflegaýa-afleiðsla af föðumöfnum sem enduðu á *-inga („patronymic i//g-name[s]“, s. st. 252), en síðar
hafi þau tekið upp veika beygingu (Alexander Jóhannesson 1923-1924: 213 vitnar ónákvæmlega til þessarar
kenningar: ,,-ja er bætt við frændseminöfn og staðamöfn á -ing-“). Gegn þessum skýringum mælir að ekki er
neinar samsvaranir að finna, hvorki ja- néy'a/i-stofna, í persónutáknunum annarra germanskra mála.
290rðmyndin er bókuð hjá Thiele (1843-1860: III 19) í eftirfarandi samhengi: „Naar Engen efter Solens
Nedgang damper, hedder det, som bekiendt, «at Mosekonen koger Gr0d». I Spnder-Jylland sige de: «Æ Ræ
koger Naddre»“ [þ.e. ‘Rœ eldar náttverð’].
30Sbr. ODS: XVIII dlk. 88-89, þar sem eftirfarandi dæmi er m.a. tilfært (dlk. 89): „(Odinsjœgeren [yfir-
náttúmleg vera í riddaralíki, viðbót höf.]) er Odin paa sin Slejpner, der gaar igen, ikke som den straalende,
tronende Skikkelse i Valhal, men som en „Ræde“ (O: „bussemand"), hvis Saga ender i Ammestuen." Dæmið
erúrFriis 1936-1937: I 16.