Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 53

Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 53
Jón Axel Harðarson: Fáránn ræingur mælti rán og regin 43 fellur alveg að hrynjandi viðkomandi ljóðlínu. En Matthías hafnaði henni og valdi þess í stað orð sem honum hefur e.t. v. fundizt listrænna, jafnvel þótt það hefði „ónákvæmari" þýðingu í för með sér. Bæði textasamhengi og augljós skyldleiki orðanna fáránn og fáránlegur sýna að Matthías hefur notað hið fyrrnefnda í merkingunni ‘kynlegur’ eða ‘fráleitur’. Nú hefði Matthíasi vissulega verið trúandi til þess að smíða nýtt orð fáránn eftir fáránlegur. Að athuguðu máli virðist þó líklegra að hann hafi gripið til orðs sem hann þekkti. Orðin fáránlegur ogfáránaháttur verða nefnilega ekki skýrð án tilvistar lýsingarorðsins/dran/;. Fárámleg«r34er leitt affáránn á sama hátt og t.d.fárænlegur af fárœnn og gœfusamlegur af gœfusamur. Ogfáránaháttur35 er myndað af *fáráni eins og fábjánaháttur af fábjáni}6 Orðið *fáráni, sem ekki kemur fram í rituðum heimildum, er nafngerð veik mynd lýsingarorðsins fáránn. í orðsifjabók sinni minnist Ásgeir Blöndal Magnússon hvergi á orðið fáránn. Hins vegar tilfærir hann bæðifáránlegur ogfáránaháttur (1989: 165). Að vísu hefur Ásgeir ættfært orðin rétt, en um orðmyndun þeirra segir hann lítið sem byggjandi er á. Á bls. 165 (s.v.fáránlegur) eru orðhlutamir-ran- í fá-rán-legur og -rœnn í fá-rœnn (sjá §3.3) skýrðir á þessa lund: ,,-rán-, -rœnn < *rahni-“. Þessa framsetningu ber að skilja svo, að bæði -rán- ífá-rán-legur og -rœnn ífá-rœnn séu komin af lýsingarorði með /-viðskeyti. Á bls. 166 (sfárœnn) er bakliðurinn -rœnn sagður kominn af „*rahni(a)-“. Hér virðist höfundur reikna ineð tveimur möguleikum: /'- og ya-stofni.37 Og á bls. 787 (s.v. 2 -rœnri) er myndin „*-rahnia-“ endurgerð fyrir sama baklið. Eins og sjá má gætir hér nokkurs misræmis. Hljóðlega séð gæti bakliðurinn -rœnn endurspeglað hvort sem er i- stofn *-rahni- eða ýa-stofn *-rahnija-. Orðmyndunarfræðin sker hins vegar úr um, hvor stofnmyndunin megi teljast líklegri. Ósennilegt er að myndanið -rán- ífá-rán-legur sé komið af sama stofni og -rœnn ífá-rœnn, sökum þess að meðal íslenzkra lýsingarorða sem í frumnorrænu vom /-stofnar með langt fyrra atkvæði eða ija-stofnar er ekki að vænta afbrigða með og án /'-hljóðvarps (sjá A. Noreen 1923: §424.1 aths. 2).38 Allt bendir til að lýsingarorðiðfáránn sé gamalt. Síðari liður þess er myndaður með na-viðskeyti, en það er eins og áður greinir ekki lengur frjótt í germönskum málum. Það má því endurgera lýsingarorðsstofninn *rahna- fyrir fmmgermönsku. Merking hans hefur verið ‘sá er ákvarðar eða ákveður’. Af þessum stofni var myndað samsetta orðið *fawa-rahna- ‘sá er ákveður fátt’, sem varð að ísl.fáránn. Merkingarþróun þess hefur verið áþekk þeirri sem rakin verður hjá lýsingarorðinu fárœnn (sbr. §3.3). 34HeimiId elzta dæmis: Griðkuríma Illuga Einarssonar og Gamalíels Halldórssonar (frá um 1800, gefin út af Finni Sigmundssyni 1960), 49. erindi. 35Dæmi um þetta orð er í talmálssafni OH. Það er frá Einari H. Einarssyni á Skammadalshóli í Mýrdal. Á seðillinn hefur Jón Aðalsteinn Jónsson, Vestur-Skaftfellingur og fyrrverandi forstöðumaður OH, skrifað: „vel þekkt í Skaft[afellssýslu].“. 36Freistandi er að líta svo á að fá- í fábjáni og fábjánahátiur (: bjáni, bjánaháttur) sé komið frá *fáráni, fáránaháttur. 37Eins og flestum er kunnugt er viðskeytið -ija- einnig táknað -ia-. Hvorttveggja stendur fyrir [-ija-]. 38Hins vegar koma víxlmyndir fyrir hjá lýsingarorðum sem upphaflega voru u-stofnar, sbr. t.d. norr. starkr : sterkr (sbr. mannsnafnið StQrkuðr, Starkaðr < *Starku-haþuR eig. ‘sterkur bardagamaður’) og þurr : þyrr (sbr. gotn. þaursus [au = [o] < u á undan r]) (sjá A. Noreen s. st.). Skýringin á þessu er sú að í beygingardæmi u-stofna lýsingarorða höfðu allmargar myndir fengið j-\iðskeyti, sem upphaflega var hluti kvenkynsviðskeytisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.