Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 57

Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 57
Jón Axel Harðarson: Fáránn ræingur mælti rán og regin 47 Viðauki: Nafnið Stafró Sumir orðsifjafræðingar hafa talið að nafnið Stafró, sem kemur fyrir í íslenzka sagna- dansinum Stafrós kvœði,53 eigi skylt við orðið rá í nýnorsku og sænsku (sbr. Torp 1919: 518 s.v. raa, Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 736 s.v. 6 rá). Stafrós kvæði er varðveitt í eftirfarandi handritum: AM 147 8vo (frá 1665), Add. 11.177 í British Museum (frá ofanverðri 17. öld eða upphafi 18. aldar), NkS 1141 fol. (frá ofanverðri 18. öld) og JS 405 4to (frá 1819).54 Erfitt er að ákvarða aldur kvæðisins með nokkurri vissu,55 en þó getur það varla verið eldra en frá 16. öld. Ástæðan er einkum sú að það er kveðið með endurtekningarhætti, en ýmislegt bendir til að slíkir sagnadansar séu ungir og hafi borizt hingað frá Danmörku, þarsemþeirvirðasthafaveriðítízkuá 16.og 17. öld(sjá VésteinÓlason 1979:39—40).56 Stafrós kvæði segir frá Kára nokkrum, rúnfróðum manni, og samskiptum hans við bergvættina Stafró. Kári reið í myrkvan skóg, þar sem hann hitti „hina sterku Stafró“. Hún tók hann „undir sín skinn“ og „bar hann langt í bergið inn“. í berginu settust þau niður „að leiki“, en að honum loknum hafði Kári glatað rúnakunnáttu sinni. Hann bað Stafró um leyfi til að ríða burt „á gjen“ (afbökun á igen). Hún veitir honum það og stígur hann þá á hest sinn, „gangverann“ Brún (v.l. „gangvarann“, afbökun á d. ganger eða no. gangar, sjá Véstein Ólason 1979: 362). Kári snýr heim og lærir rúnir sínar á ný. Eftir það ríður hann til baka í „fjallið blá“ og er nú girtur brandi. Stafró spyr, hverju vopnaburður hans sæti. Kári svarar að konungur sé honum reiður orðinn. Stafró býður honum gull sitt, svo hann geti keypt sér frið við konung. Þá biður hún Kára að hann kaupi handa henni hest. Kári segist ekki geta það, enda geti hún vel hlaupið. Síðan halda þau leiðar sinnar. Er þau voru komin „á hvítan sand“, lét Kári brand sinn falla niður á jörðina. Hann hvetur Stafró til að taka brandinn upp með hvítri hönd sinni. Og er hún laut til jarðar, framdi hann rúnagaldur og lagði á hana að verða að steini og „öngvum manni að meini“, ennfremur að hún skyldi með sinn hvíta serk standa þar „til landamerks“. Af innihaldi kvæðisins er ljóst að Stafró er eins konar álfur. Hún býr í bergi, er ljós yfirlitum og klædd hvítum serk. Málið á kvæðinu ber þess merki að það sé ekki frumort 53Réttara væri Stafróar kvœði. í handritum er titillinn ýmist Stafrós kvœði eða Kvœði af frúnni Stafró. 54Tvö síðastnefndu handritin eru uppskriftir af glataðri kvæðabók sem skrifuð var í Vigur á arunum 1699- 1700. Öll eru handritin ættuð frá Vestfjörðum utan NkS 1141, sem skrifað var í Kaupmannahöfn. Fyrstu tvö handritin og fyrri partur kvæðabókarinnar frá Vigur eiga rætur sínar að rekja til glataðrar kvæðabókar (sjá Jón Helgason 1962: IX-XXXV, þar sem nákvæm grein er gerð fyrir sambandi handritanna). 55Ekki er ólíklegt að fyrstu sagnadansar hafi borizt til landsins um 1400. Ummæli siðaskiptamanna eins og Guðbrands biskups Þorlákssonar virðast benda til að þessi kveðskapargrein hafi ekki notið almennrar hylli á dögum þeirra. Og í bréfi frá árinu 1708 segir Snæbjöm Pálsson (sem bjó á Mýrum í Dýrafirði og síðar á Sæbóli í Önundarfirði) að í hans ungdæmi hafi einkum gamlar konur („áttræðar kerlingar") varðveitt fomkvæði (þ.e. sagnadansa), en þær hafi þá, er bréfið var ritað, flestar verið komnar undir græna torfu „með þeim fróðleik". Nú væri freistandi að líta svo á að blómatími sagnadansa hafi verið á fyrri hluta 17. aldar. En fyrrgreindar heimildir ber þó að túlka með varúð. Sennilega hafa sagnadansar verið allvinsælir fram undir miðja 19. öld; fáeinir hafa jafnvel lifað á vömm fólks fram á 20. öld. - Um aldur og uppmna sagnadansa sjá Véstein Ólason 1979: 13-33. 56Að sögn Vésteins (s. st.) koma sagnadansar með endurtekningarhætti varla fyrir annars staðar á Norður- löndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.