Orð og tunga - 01.06.2002, Page 58

Orð og tunga - 01.06.2002, Page 58
48 Orð og tunga á íslandi. Þar sem orðið rá (eða ró)51 kemur annars ekki fyrir í íslenzku í merkingunni ‘vættur’ og sökum þess að Stafrós kvœði sver sig í ætt sagnadansa sem ættaðir eru frá Norðurlöndum, er eðlilegt að draga þá ályktun að nafnið Stafró endurspegli orð sem notað var í skandinavíska frumtextanum. Vandamál þessarar skýringarleiðar er hins vegar að orðið Stafró á sér ekki neina samsvörun í norðurlandamálunum. Því rekur nauður til þeirrar ætlunar að Stafró sé einhvers konar afbökun á nafni vættarinnar í frumtextanum. Eins og getið hefur verið bendir margt til að kvæðið sé komið frá Danmörku og því væri ráðlegt að leita að dönsku orði sem kynni að hafa afbakazt við viðtöku kvæðisins á Islandi. En hér er vandinn sá að danska varðveitir ekki norræna orðið rQ ‘vættur’ (sbr. §3.1), hvorki eitt og sér né í samsetningum. Á hinn bóginn hefur hún samsetta orðið skovfrue, sem samsvarar nno. skogfru og sæ. skogsfru. Þessi orð merkja ‘skógardís’ og eru því samheiti skogsrá í norsku og sænsku.58 Nú má spyrja, hvort hugsanlegt sé að í meðförum Islendinga á kvæðinu hafi skovfrue brenglazt og orðið að stafró. Reyndar kemur önnur og að því er mér virðist sennilegri skýring til greina: Kvæðið kom eftir krókaleiðum til íslands; það var frumort í Noregi eða Svíþjóð og barst þaðan til Danmerkur, þar sem það var lagað að danskri tungu eða endurort; við það hefur nno. eða sæ. skogsrá breytzt í *skovrá,59 sem afbakaðist í íslenzku og varð að stafróf0 Hinn íslenzki búningur orðsins kann að stafa af mislestri. Hugsanlegt er að kvæðið hafi borizt í rituðu eða prentuðu formi til fslands og að skov-61 með gotnesku k-i, sem gat lfkzt mjög t-\, hafi verið lesið sem stav- (= ísl. staf-). Hvaða skilning sá íslendingur er snéri kvæðinu á móðurmál sitt hefur lagt í nafnið Stafró, er okkur nú hulið. Að sjálfsögðu er ekki loku fyrir það skotið að íslenzka hafi þá haft orðið rá, ró ‘vættur’. Hins vegar getur Stafrós kvæði sökum uppruna síns ekki talizt heimild um það - og það er höfuðatriðið í okkar samhengi. Rit sem vitnað er til: Aasen, Ivar. 1965. Norsk Grammatik. Omarbeidet udgave af „Det norske folkesprogs grammatik“ [1848]. 3. uforandrede udgave. Kristiansand. Alexander Jóhannesson. 1923-1924. íslenzk tunga ífornöld. Reykjavík. Árni Helgason. 1822. Helgidaga Predikanir I—II. Viðeyjarklaustri. Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók háskólans. Reykjavík. Cleasby, Richard - Gudbrand Vigfusson [Guðbrandur Vigfússon] - Sir William A. 57Hér væru víxlmyndir mögulegar; sú síðari hefði þróazt úr nefnifallsmyndinni *rau < *rahu (sbr. A. Noreen 1923: §77.2). 5KSbr. ODS: XIX dlk. 732 um d. skovfrue („ovematurligt kvindeligt væsen, der tænkes at bo i skove (og lokke jægeren til sig“)) og Nusvensk ordbog: VII dlk. 376 um sæ. skogsfru (= „Skogsrá(t), skogs(s)nuva(n)“). 59Þó má e.t.v. ekki útiloka þann möguleika að danska hafi haft orðið *skovrá á þeim tíma, er kvæðið varð til. “Til sönnunarmerkis um að nafnið Slafró endurspegli orð í frumtextanum er táknaði 'skógardís’ má nefna að í sænskri þjóðlrú er hrifning á mannfólki og vilji til að lokka það til ásta sterkt cinkenni skógardísa (sbr. Von Sydow 1931; 123). 6lÞetta er sennilegasti ritháltur orðsins í samsetningum á undan lið sem bytjar á samhljóði, sbr. t.d. Skovkxme, Skovtrold (: skoffuen, skouen) í Kristjáns þriðja Biblíu (frá 1550).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.