Orð og tunga - 01.06.2002, Page 66
56
Orð og tunga
rákar eru í ömefnaskrám Suðursveitar, mest áberandi í löndum Kálfafells, Sléttaleitis og
Breiðabólstaðar, og síðan í örnefnaskrám úr Öræfum, í löndum Kvískerja, Hnappavalla,
Svínafells og Skaftafells og í Ingólfshöfða. Rákum bregður fyrir í Fljótshverfi og á Síðu
en eru úr sögunni eftir það, utan hvað eitt dæmi fannst í Mýrdal og eitt í Austur-
Eyjafjallahreppi. Sjaldnast fylgja nákvæmar lýsingar, þó koma fyrir skilgreiningar eins
og „grasrák", „klettabelti“ „grasból eða hvammar" og í Berjarák á Breiðabólstað í
Suðursveit „vex oft mikið af bláberjum" (Örn.). Stundum er ljóst af umsögn, að rákar
hafa verið gengnar. I landi Sléttaleitis er Göngurák „sem komast má alla leið austur á
Steinadal" (Örn.), og til er Siggurák í Svínafelli, sem Sigríður gekk til að ná í kindur
„og þótti djarft af kvenmanni" (Örn.).
Vikið skal nú að votlendinu: Orðið blá er algengt í Múlasýslum báðum og virðist haft
þar um mýrar og er víða notað sem ömefni, annaðhvort einstakt eða í samsetningum.
Blá getur merkt 'mýri, svæða, flói þar sem grasið stendur upp úr vatninu’ (OM) eða
‘mýri, flói, flatlendi sem liggur undir vatni eða krapa’ (ÍO). í Austur-Skaftafellssýslu
fannst Litla-Sefblá í Miðskerslandi (Örn.). 1 Flatey er „rot, sem hét B/á, í henni var
blástör, því kölluð Blá“ (Örn.). Engar blár verða síðan á vegi fyrr en kemur vestur
í Meðalland. Þar eru þær fjölmargar með ýmsum nöfnum. Samkvæmt lýsingum eru
blár í Meðallandi líklega blautari en þær fyrir austan, stundum kallaðar tjarnir. Blámar
voru vaxnar stör eða fergini sem var slegið og þurrkað. í eldri gerð af ömefnaskrá
Koteyjarhverfis segir að margar tjarnir í Meðallandi og Álftaveri séu kallaðar Blár og
muni það vera vegna blástarar í þeim. Hvort þessi skýring er rétt skal ósagt látið en
hún kemur heim og saman við lýsinguna á Blá í Flatey hér á undan.2 í Bakkakotslandi
var Pálsblá, allt að mittisdjúp ferginisblá og við hana hlóðir og þar þvegin ull. Þarna
var líka Vakarblá, ferginiskíll, þar sem var skolaður þvottur og pikkaðar vakir á ísinn
þegar þess þurfti (Örn.). Fleiri dæmi eru um að þvottur hafi verið skolaður í blánum eða
þvegin ull. Fuglalíf hefur eflaust verið mikið á blánum og við þær og þess er getið að
skotgarðar hafi sums staðar verið við blár í Meðallandi. Skotblá heitir í landi Langholts
og Feðga. Við hana markaði fyrir skotgarði. „Þar var legið fyrir fugli, er settist á blána"
(Örn.). Á uppdrætti af Skurðbæ er Jóelsblá sem (samkvæmt skýringum við uppdráttinn)
fékk nafn af því að Jóel Sigurðsson reið yfir blána og hefur líklega þótt tíðindum sæta.
I Álftaveri eru fáeinar blár; það eru grynningar í vatni og síki með fergini og stör,
t.d. Rjúpnablár í Jórvík (Örn.), og í landi Holts eru dælur nefndar Blár (Örn.). Lengra
vestur verða blár ekki raktar, þær finnast engar eftir að kemur í Mýrdal og vestur í
Rangárvallasýslu.
Annað orð um votlendi er rot. Rot getur verið ‘fúablettur í mýri’ eða ‘lygnt, djúpt
síki með gróðri í, ferginstjöm’ (OM). Rot em víða í kringum Hornafjörð, í Nesja- og
Mýrahreppi. Þeim er lýst sem tjömum og oft með gróðri, helst fergini, en stundum stör.
Marhálmsrot heitir í landi Bakka á Mýmm; þar var kúnum hleypt í marhálminn, en
önnur rot, sem voru með fergini, voru skorin (Örn.). I bókinni Þjóðhœttir og þjóðtrú,
sem hefur að geyma frásagnir Sigurðar Þórðarsonar frá Bmnnhól á Mýmm, skráðar af
Þórði Tómassyni í Skógum, er heyskapar- og engjalöndum nokkuð lýst: „Rotin, sem
2Blástör er annað heiti á tegundinni tjamastör (carex rostrata) sem er mjög stórvaxin stör með 4-7 mm
breið blöð, blágræn að lit (Hörður Kristinsson, 282, 299).