Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 67

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 67
Jónína Hafsteinsdóttir: Sérkenni skaftfellskra ömefna 57 svo vom kölluð, voru yfirleitt slegin. Það var votasef í sumum og fergin í sumum.... I djúpum rotum var skorið á og það var ekki gott verk. Skorið var með ljánum djúpt í kafi, eða eins djúpt og til náðist..." (s. 34). Enn segir um rot: „Dýpstu rot sem ég vissi um voru Hólarot... og Hreppstjórarotið á Brunnhól, en þar náði vatnið manni sums staðar í bringspalir" (s. 35). Rot em einkennandi fyrir þetta svæði, en tjamar-merkingin hverfur þegar vestar dregur þótt nafnið Rot komi fyrir á stöku stað. Rot heitir óræktarmói á Keldunúpi á Síðu (Örn.) og Rot er svæði í engjalöndum Dalajarða í Mýrdal (Örn.). í Rangárvallasýslu má finna fáein dæmi um örnefnið Rot. í Vestur-Eyjafjallahreppi eru bæirnir Syðri- og Efri-Rot sem nú em í eyði. Segir um þessi býli í Sunnlenskum byggðum (IV, 167-168) að þar sé „fremur mýrlent". í Suður-Múlasýslu eru örfá dæmi: Rot er haft sem nafn á rótlausri keldu, gróðurlausri tjörn fullri af leir og um blautt og illfært land. Engin dæmi fundust norðar. Kyrki merkir ‘jarðfall sem vatn rennur f (OM). Stefán Einarsson segir í fyrrnefndri samantekt að í Skaftafellssýslu séu hættukílar oft kallaðir kyrki „af því að kyrkja þurfti hesta upp úr þeim“. Nokkur kyrki em í landi Hólms á Mýmm, þar á meðal Borgarkyrki sem „var talið afar hættulegt sauðfé“, og á Lambleiksstöðum eru tvö djúp kyrki, „hættuleg fé fyrmm" (Örn.). í landi Hnappavalla heitir ,Mjókyrki þar sem lækurinn hefur grafið sig mjög djúpt niður“ (Örn.). Svœða merkir ‘blautt starengi; blá’ og fleirtalan er höfð um ‘svæði þar sem vatn vætlar upp úr sandi á mörgum stöðum’ (OM). S væða kemur fyrir sem ömefni á nokkmm stöðum, ýmist orðið eitt eða í samsetningum. Ekki fylgir alltaf lýsing, en svæðumar eru oft engjalönd. í lýsingu Viðborðssels á Mýmm segir, að stör hafi verið venjuleg í svæðunum og hún verið slegin. Stórasvœða og Húshólssvœða heita tvö ferginisrot í landi Smyrlabjarga í Suðursveit (Örn.). Um svæðumar í Viðborðsseli segir í frásögnum Sigurðar Þórðarsonar frá Brunnhól: „Slægjurnar voru rétt þar sem gamla Viðborðssel var, kringum bæinn, svæður þar ígulsléttar. Þær vom dálítið blautar svona sums staðar og svo var þurrlendi líka. Þarna brást helst ekki heyskapur" (Þórður Tómasson, 33). I vestari sýslunni eru svæður fáeinar: I Landbroti, á Síðu og í Skaftártungu og Meðallandi koma svœður fyrir sem heiti á sléttum eða engjastykkjum og mýrlendi. I Meðallandi var um skeið smábýli, nefnt Svæður, en mun hafa verið stutt í ábúð (Einar Sigurfinnsson, 247). Svæður ná lítið út fyrir Skaftafellssýslur, en þó má finna dæmi í Suður-Múlasýslu og eitt dæmi fannst í Rangárvallasýslu. Merking orðsins svekja er ‘mýri, flói’ (OM) og kemur fyrir á nokkrum stöðum sem örnefni. Svekja heitir „votlent engjastykki, blautlent með rásum í“ á Hnappavöllum í Öræfum (Örn.). Nafnið er einnig til í landi Svínafells í Öræfum og Svekjubakki er á Hofi í sömu sveit (Örn.). Blaut mýri á Geirlandi á Síðu er nefnd Svekjur (Örn.). Svekjuhólmi er í landi Þykkvabæjar í Landbroti, og „í honum er svakki“ (Örn.). Svekjur heita „slétt og grösug stararfles" í Koteyjarhverfi í Meðallandi (Örn.) og á Svekjuteig á Lyngum í sömu sveit var skorið heytorf (Örn.). Svekjur hafa ekki fundist utan Skaftafellssýslu. Hér verður látið staðar numið að sinni í yfirliti um skaftfellsk örnefni. Örnefnaforði íslensks máls er óþrjótandi uppspretta athugunar- og rannsóknarefna og í virkjun þeirrar auðlindar bjóðast margir kostir og vænlegir, svo gripið sé til orða sem mönnum liggja mjög á tungu nú um stundir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.